Þjóðviljinn - 01.05.1983, Síða 7

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Síða 7
Helgin 30. apríl/1. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SH>A 7 Svölurnar með samkomu Eins og undanfarin ár gengst fé- lagið Svölurnar fyrir kaffisölu ásamt skyndihappdrætti og tísku- sýningu í Súlnasal Hótel Sögu í dag, sunnudaginn 1. maí. Félagið sem er á níunda starfs- ári, hefur í vetur gefið tvö tæki til sjúkrahúsa og veitt 5 náms- og ferðastyrki til sérkennara. Á s.l. hausti greiddu Svölurnar í félagi við Flugleiðir, fargjöld tal- kennaranna Lars Nygaard og Marianne Bjerregaard. Þau héldu hér námskeið í nýrri aðferð við málkennslu þroskaheftra, er nefn- ist „Tákn með tali“. Þetta nám- skeið sóttu 66 kennararvíðs vegar að af landinu, sem síðan hafa notað þessa nýju kennsluaðferð með góðum árangri. Fjáröflunarleiðir félagsins eru aðallega tvær: Sala jólakorta og kaffisala ásamt happdrætti 1. maí. Allt starf við fjáröflun vinna félags- konur í sjálfboðavinnu. Happ- drættisvinningar eru fengnir hjá vinum og velunnurum. Svölurnar senda hlýjar kveðjur og þakkir öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa stutt fé- lagið með rausnarlegum gjöfum til happdrættisins 1. rnaí. Sérstakar þakkir eru sendar Árna Egilssyni hljómlistarmanni fyrir höfðinglegt framlag. Súlnasalurinn verður opnaður kl. 14.00 en tískusýningar verða kl. 14.30 og 15.30. Mígrenesamtökin 5 ára: Meö kaffisölu á Hallveigarstöðum 1. maí Um þessar mundir eru 5 ár liðin frá stofnun Mígrensamtakanna á íslandi, eða Samtökum mígren- sjúklinga eins og nafnið var í upp- hafi. Nafninu var breytt árið 1981 vegna þess að ýmsir fleiri en míg- renþolendur vildu ganga í félagið, bæði aðstandendur og fyrrverandi mígrensjúklingar. Félagið starfar með svipuðu sniði og önnur mígrensamtök á Vesturlöndum. Markmiðin eru: að auka samkennd og samstöðu mígrensjúklinga, að veita fræðslu með fræðslufund- um, útgáfu fréttabréfs og annars fræðsluefnis, að berjast fyrir bættum rannsókn- um og meðferð t.d. með göngu- deildarþjónustu o.fl. Að þessu hefur verið unnið og formlega hefur félagið fengið aðstöðu fyrir mígrensjúklinga á Göngudeild Taugadeildar Land- spítalans. Þar hafa að vísu verið byrjunarörðugleikar en vonandi rætist úr því sem fyrst. Mígrensamtökin héldu nýverið aðalfund sinn. í stjórn voru kosnir: Björg Bogadóttir formaður, Vald- emar S. Jónsson varaformaður, Jóna Dóra Karlsdóttir ritari, Rég- ína Ingólfsdóttir gjaldkeri, Erla Gestsdóttir spjaldskrárritari, Helga Jónsdóttir meðstjórnandi og Norma E. Samúelsdóttir sem sér um útbreiðslu og tengsl við félaga. Fyrir utan félagsgjöld og sölu minningarkorta safna samtökin fé til starfseminnar með kaffisölu að Hallveigarstöðum 1. maí ár hvert og verður svo einnig 1. n.k. Þar verða veittar upplýsingar og tekið á móti nýjum félögum. Stiaxí fi/rsta flol<l<l Pann 4. maí verða dregn- ir út vinningar að verð- mæti 2.921.000 krónur. 1 vinningur til íbúðarkaupa á 400 þús. kr. 10 bifreiðavinningará 75 þús. kr. hver. 25 ferðavinningar á 25 þús. kr. hver. 50 húsbúnaðarvinningar á 7.500 kr. hver og 514 húsbúnaðarvinningar á 1.500 kr. hver. MIÐI ER MÖGULEIKI Sala og endurnýjun stendur yfir e HAPPDRÆTTI 83-84 1 > llltnr Bmertoiimir 20 dagar fyrir aðeins kr. 11.800 Innifalið: Flug, gisting, rútuíerðir, hálít íœði í rútuíerðum og íslensk íararstjórn. í samvinnu við Alþýðuorlof og Dansk Folke-Ferie eínir Sam- vinnuíeróir-Landsýn til þriggja einkar hagstœðra skemmti- ierða til Danmerkur í sumar. Með góðum samningum, m.a. um skipti á orlofshúsum, heíur tekist að halda verði í algjöru lágmarki þannig að einsdœmi hlýtur að teljast. í þessum sérlega ódýru Danmerkuríerðum, sem einkum eru skipulagðar með aðildaríélaga í huga, sameinum við kosti góðrar rútuíerðar og ánœgjulegrar dvalar í sumarhúsi. Við dveljumst alls i 9 daga i notalegum sumarhúsum þar sem aðstaða öll er eins og best verður á kosið. Þar skipu- leggjum við leiki, kvöldvökur og skemmtanir, bregðum okkur i stuttar gönguferðir eða heimsœkjum nálœga merkisstaði og njótum líísins ríkulega í gullfallegu umhverfi. í 11 daga rútuíerðum kynnumst við síðan nánar danskri náttúru og einlœgri gestrisni, komum víða við á Jótlandi og Sjálandi og gerum ógleymanlega úttekt á danskri matar- gerðarlist. íslenskur leiðsögumaður veróur íerðalöngum að sjálfsögðu til trausts og halds í öllum íerðunum. Bókanir fara fram á skrilstotu Samvinnuferða-Landsýnar í Reykjavik og hjá umboðsmönnum um allt land. Barnaafsléttur kr. 1.500 fyrir börn 2-11 ára. 1. ferð 11. júní-30. júní 2. ferð 1. júlí-20. júlí 3. ferð 22. júlí-11. ágúst Sjáumst í góðri Danmerkurferð Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.