Þjóðviljinn - 01.05.1983, Side 11

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Side 11
Hclgin 30. apríl/1. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 myndlist Þórður Hall í Norræna húsinu Þórður Hall er þekktari sem grafík-listamaðuren málari. Hingað til hefur hann beitt mestu af kröftum sínum í þágu þrykksins og var m.a. formaður félagsins íslensk grafík frá 1978-81. En nú hefur hann sett upp sýningu á 40 málverkum og 10 teikningum í kjallara Norræna hússins. Sýning Þórðar kemur í kjölfar hins mikla málaraæðis sem gripið hefur um sig í íslensku listalífi. Þó væri ranglátt að halda því fram að hann hafi orðið fyrir áhrifum af þessari nýju sveiflu. Öllu nær er að ætla að Þórður hafi fundið hjá sér hvöt til að bæta við sig nýrri grein og öðrum aðferðum, hvíla sig um stund frá grafíklistinni. Reyndar hlýtur það að vera þreytandi að einskorða hæfileika sína við eitt svið myndlistar og hef ég áður bent á hve óheillavænlegt það er. Það hlýtur að vera þroskandi hverjum listamanni að glíma við sem flesta miðla og greinar innan listarinnar. Það verður þó hverjum manni ljóst sem skoðar sýningu Þórðar, að málverk hans standa nærri þrykk- verkunum að innihaldi og ásýnd. Sama náttúrulýsingin, litföróttar fjallakeilur, skornar af línum og einfaldaðar í frumform. Munurinn á málverkinu og þrykkmyndunum er þó alltént nokkur og stafar hann eflaust af tæknilegum orsökum. Olíumyndur Þórðar eru einfaldari Halldór B. Runólfsson skrifar en grafíkin og dílar þeir sem setja svo mjög svip sinn á fjöll hans, verða punktakenndari í málverk- unum. Oft kemst hann skrambi nærri niðurstöðum franska mál- arans Seurat og litgreiningarað- ferð hans. Þórður leyfir sér þó mun flatar- kenndari formbyggingu og kúb- ískari ljósbrot, eitthvað í ætt við Lyonel Feininger. Hann horfir á landslagið með augum borgarbú- ans, sem hefur rökfært náttúruna, sniðið af henni augljósa formfræði- lega vankanta og breytt henni í kaldranalega rúmfræði. Erfitt er að greina hvort hér er um háð að ræða, staðfestingu á sannindum, eða tilfinningu listamannsins sjálfs. Slík afstaða er síður en svo ný af nálinni, því meir en þrjár og hálf öld er liðin frá fæðingu garð- yrkjumeistarans André Le Notre, þess manns sem snyrti gróður í keilur og kúlur. Þórður lætur sér nægja strigann. Þar setur hann fram afstöðu sem gengur þvert á íslenska landslagshefð og er mun raunhæfari en síð-ásgrímskan og kjarvalskan. Þetta er sá tónn sem hentar þeim nútíma sem þekkir ekki fjöll nema gegnum bílrúður, eða með skíðalyftum. Það er ef til vill gegn hinum falska tóni í landslagsmyndagerð sem Þórður mundar pensilinn. Hann er vissulega arftaki Jóns Stefáns- sonar, sem fyrstur gerði sér grein fyrir geometríunni í íslensku lands- lagi. Á hinn bóginn gerir Þórður sér ljósa hina vélrænu afstöðu nú- tímans til náttúrunnar. Þess vegna virkar málverk hans svo vélrænt og agað. Sýning Þórðar er athyglisverð og fölskvalaus. Þó nær hann vart því næmi fyrir efninu sem gætir svo mjög í þrykkverkum hans. Það er síður en svo undarlegt, því langan tíma tekur að laða fram eigindir miðilsins. Þrátt fyrir það eru mál- verk Þórðar betri helmingur sýning- ar hans, þar sem þau snerta vissan kjarna sem teikningarnar skortir. MIÐIER MÖGULEIKl s a Sexhundruð húsbúnaðarvinningar á 7.500 kr. hver og sexþús- undeitthundraðáttatíuogátta húsbúnaðarvinningar á 1.500 kr. hver, verða dregnir út á næsta happdrættisári. Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir. dcje HAPPDRÆTTI '83-84 Kvikmyndaklúbbur til sölu Fjalakötturinn, Kvikmyndaklúbbur fram- haldsskólanema er til sölu. Um er aö ræöa eignir allar klúbbsins. Þar á meöal: Kvik- myndablaðið ásamt lager, ný sýningarvél Ernemann 12S 35/16 mm, tvær 16 mm kvik- myndatökuvélar, nýtt sýningartjald, kvik- myndasafn (30-40 myndir), bóka- og blaða- söfn, vélrúlla og splæsari, segulband og magnari, aukýmissa fylgihluta. Heildartilboð eða tilboð í einstaka hluti óskast sent til Fé- lagsstofnunar stúdenta,po. box21 Reykjavík fyrir föstudaginn 6. maí. Nánari upplýsingar fást hjá Barða Valdimarssyni sími 46781 eða Önnu Kristínu Traustadóttur í síma 15918. CHF Mikil gæði á ótrúlegu verði Já þú færð mikið fyrir krónuna þegar þú kaupir SONY CHF kassettur. Og við fullyrðum að gæðin eru langt fyrir ofan hið hagstæða verð: JAPIS hf. BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 27133 REYKJAVlK: Japis, Hljóöfærahús Reykjavíkur, Grammið, Stuö, SS - Hlemmi, Hagkaup, Gallerý. KÓPAVOGUR: Tónborg. HAFNARFJÖRÐUR: Kaupfélagið, Músík og Sport. KEFLAVÍK: Studeo. AKUREYRI: Kaupangur, Tónabúðin. VESTMANNAEYJAR: Músíkog Myndir. NESKAUPSTAÐUR: Bókaverslun Höskuldar Stefánssonar. HÚSAVÍK: Bóka- verslun Þórarins Stefánssonar. REYÐARFJÖRÐUR: Kaupfélagið. SEYÐISFJÖRÐUR: Kaupfélagið. ÍSAFJÖRÐUR: Eplið. BOLUNGARVÍK: Einar Guðfinnsson. AKRANES: Studeoval, Bókaverslun Andrésar Níelssonar. SAUÐÁRKRÓKUR: Radio og Sjónvarps- þjónustan. HELLA: Mosfell. VOPNAFJÖRÐUR: Bókaverslun Steingríms Sæmundssonar. SELFOSS: Radio og Sjónvarpsþjónustan.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.