Þjóðviljinn - 01.05.1983, Page 22

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Page 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 30. aprfl/1. maí 1983 um helgina Brynhildur í Nýlista- safninu í gærkvöld opnaði Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarmaður sýningu á skúlptúrum í Nýlista- safninu Vatnsstíg 3b. Verkin á sýningunni eru unnin úr mótuðu gleri steinsteypu og járni. Sýningin er opin alla daga frá kl. 16-22 og lýkur 8. maí. Þess má geta að í Gallery Langbrók Amt- mannsstíg 1, stendur nú yfir sýn- ing á eldri verkum Brynhildar, sem eingöngu eru unnin úr gleri. Útskriftar- tónleikar Tónlistar- skólans Tónlistarskólinn í Reykjvík heldur þrenna tónleika í Austur- bæjarbíói í byrjun maí. Fyrstu tónleikarnir verða mánudaginn 2. maí, en það eru hinir árlegu vortónleikar skólans með bland- aðri efnisskrá. Þann 3. maí lýkur Auður Hafsteinsdóttir fiðlunem- andi seinni hluta einleikaraprófs síns. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Bach, Beethoven og Karó- línu Eiríksdóttur. Snorri Sigfús Auður Hafsteinsdóttir . Gréta Guðnadóttir Birgisson leikur með á píanó. Miðvikudaginn 4. maí lýkur annar fiðlunemandi seinni hluta einleikaraprófs síns en það er Gréta Guðnadóttir. Á efnisskrá hennar eru m.a. verk eftir Bach, Mozart og Brahms. Anna Guðný Guð- mundsdóttir leikur með á píanó. Þessir tónleikar hefjast allir kl. 19 og er aðgangur ókeypis og öll- um heimill meðan húsrúm leyfir. Tónleikar Tónmenntaskólans Einleikur og samspil í dag, laugardag kl. 14.00 held- ur Tónmenntaskóli Reykjavíkur tónleika í Austurbæjarbíói. Á tónleikunum koma einkum fram yngri nemendur skólans með ein- leik og samspilsatriði á ýmis hljóðfæri. forskóladeild. Aðgangur er Auk þess verður hópatriði úr ókeypis og öllum heimili. Norrœna húsið mánndag: Sœnsk myndlist Á mánudag kl. 18.00 verður opnuð í Norræna húsinu sýning á verkum sænska myndlistarmann- sins Svens Hagmans. Sýnd verða 20 olíumálverk og 14 teikningar. Viðfangsefni Svens í myndlist- inni eru lýsingar á hefðbundnu þjóðlífi á landsbyggðinni, striti bóndans og sorgum, jafnt sem gleði og hátíðum. Sven Hagman verður staddur í Reykjavík meðan á sýningu hans stendur. Á fimmtudag ætlar hann að spjalla um gamalt og nýtt í sænsku þjóðlífi og og þær breytingar sem orðið hafa á hög- um manna á síðustu áratugum og sýna lítskyggnur. Fyrirlesturinn verður í fundasal Norræna húss- ins og hefst kl. 20.30. Constantin Zaria syngur Túríddús Þjóðleikhúsinu hefur tekist að ná í þekktan rúmenskan tenór- söngvara, Constantin Zaria, til þess að syngja hlutverk Túríddús í uppfærslu leikhússins á óper- unni Cavalleria Rusticana, eftir Mascagni, sem frumsýnd verður 6. maí nk. Zaria fæddist í Búkarest og ólst þar upp. Strax að námi loknu vakti hann mikla athygli og kom fram í óperum í heimalandi sínu og í útvarpi og sjónvarpi. Árið 1973 tók hann þátt í þremur al- þjóðlegum söngkeppnum og vann til verðlauna í þeim öllum, m.a. fyrstu verðlaun í keppni í Barcelona á Spáni. Síðan 1978 hefur hann verið lausráðinn og sungið m.a. í óperuuppfærslum í Frakklandi (Nancý, Lyon, Toulouse og Par- ís), Austurríki (Graz) og V- Þýskalandi (Hamborg og Múnchen). Constantin Zaria. Myndiist Gallerí Austurstrætl 8: Haukur Friðþjófsson sýnir 20 málverk. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands og hefur áður tekið þátt i nokkrum samsýningum. Gallerí Lækjartorg: Um helgina lýkur samsýningu fjölda listamanna sem SATT- samband al- þýðutónskálda og tónlistarmanna stendur fyrir. Eftirmyndir af málverkum eru seldar á sýningunni og rennur helm- ingur andvirðis í húsbyggingasjóðs SATT. Bókasafn ísafjarðar: Valgerður Bergsdóttir sýnir 16 verk sem unnin eru á þessu og síðasta ári. Fríkirkjuvegur 11: Ketill Larsen sýnir 45 myndir, málaðar í olíu og akrylliti. Hamraborg 12, Kópavogi: Þór Magnússon sýnir oliumálverk og teikningar. Þór er V-lslendingur og sýnir hér i fyrsta sinn. Síðasta sýningarhelgi. Kúnfgúnd: Helgi Björgvinsson leirkerasmiður sýnir leirmyndir og aðra leirmuni í versluninni Kúnígúnd um helgina. Opið frá 14-22. Myndlistarskólinn í Reykjavík: Árleg vorsýning Myndlistarskólans verð- ur haldin nú um helgina í húsakynnum skólans að Tryggvagötu 15. Sýnd verða verk eftir nemendur úr öllum deildum skólans sem eru 21 en nemendur eru liðlega 300. Teikningar, málverk, högg- myndir, dúkristur og fleira. Sýningin er opin frá 14-22 um helgina. Kjarvalsstaðir: Nú er slðasti möguléiki aö sjá sýningar þeirra Guðmundar Björgvinssonar „Rennt i gegnum listasöguna" og Vil- hjálms Bergssonar „Lífrænar víddir". Báðar athyglisverðar. Síðasta sýningar- helgi. Norræna húsið: Sýninau Þórðar Hall lýkur á sunnudag 1. mai. A sýningunni eru 50 verk, bæði málverk og teikningar. Opið er um helg- ina frá 14-22. Á mánudag kl. 18.00 opnar í Norræna húsinu sýning á verkum sænska mynd- listarmannsins Svens Hagmans. Á sýn- ingunni eru 20 ollumálverk og 14 teikningar. Opið daglega 14-19 til 15.maí. Nýlistasafnið: Bryrihildur Þorgeirsdóttir sýnir skúlp- túra. Verkin eru unnin úr mótuðu gleri, steinsteypu og járni. Stendur til 8. maí. Þess má geta, að í Galleri Langbrók stendur yfir sýning á eldri verkum Bryn- hildar, sem eingöngu eru unnin úr gleri. Skálinn Strandgötu 41, Hafnarfirði: Um helgina lýkur samsýningu þeirra Sigrúnar Guðjónsdóttur og Sigurðar Arnar Brynjólfssonar í Skálanum, Hafn- arfirði. Sigrún sýnir leirmyndir og Sigurð- ur teikningar. Skemmtileg sýning í nýuppgerðu húsnæði. Á sunnudag 1. maí verður kaffisala á vegum Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði eftir útifund, á hæðinni fyrir ofan sýningarsa- linn. Skruggubúð: I dag opnar Þorsteinn Hannesson sýn- ingu á málverkum og vatnslitamyndum í Skruggubúð. Þorsteinn er fæddur 1906 og hefur ekki sýnt opinberlega síðan 1962. Sýningin er opin á virkum dögum frá 17-21 og um helgar frá 15-21 til 15. maí. Tónlist steinsdóttir seinni hluta einleiksprófs síns á fiðlu. Á miövikudaginn lýkur annar fiðlunemandi seinni hluta prófi, en þaö er Greta Guðnadóttir. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 19.00. Hallgrímskirkja: Náttsöngur er nú að nýju orðinn reglu- bundinn þáttur I helgihaldi Hallgrlms- kirkju eftir það hlé sem varð um föstutím- ann. Náttsöngurinn fer fram á miðviku- dagskvöldum kl. 22.00 Kjarvalsstaðir: I dag, laugardag kl. 18.00 þreytir Erik Mogensen gítarleikari lokaprófstónleika sína frá Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar að Kjarvalsstöðum. Hann flytur verk eftir Navarez, Bach, Ponce, Ber- kley og Torroba. Allir eru velkomnir á tónleikana. Þjóðleikhúsið: Hinn þekkti rúmenski tenórsöngvari, Constantin Zaria, mun syngja hlutverk Túrlddús í uppfærslu leikhússins á óper- unni Cavalleria Rusticana, eftir Masc- agni sem frumsýnd verður n.k. föstu- dagskvöld. Leikíist Leikfélag Reykjavikur: Aðeins fáar sýningar eru eftir á leikriti Kjartans Ragnarssonar, Skilnaður, en leikritið verður sett upp í Iðnó í kvöld. Síðar um kvöldið verður aukasýning á hinum geysivinsæla gamanleik Dario Fo, Hassið hennar«nömmu i Austur- bæjarbiói, Á sunnudagskvöld, 1. maí, verður Salka Valka aö sjálfsögðu á sviðinu i Iðnó en aöeins örfáar sýningar eru eftir á þessu leikári. Þjóðleikhúsið: Grasmaðkur, nýja leikritið hans Birgis Sigurðssonar verður sýnt á aðalsviðinu, bæði í kvöld og annað kvöld. Þá verður Lina langsokkur einnig tvisvar á ferð- inni, i dag kl. 15.00 og á morgun kl. 14.00 37. sýning á Súkkulaði handa Silju, eftir Nínu Björk Árnadóttur verður á litla sviðinu annað kvöld. íslenska óperan: Ein sýning verður á gamanóperunni Míkadó um helgina, á Sunnudagskvöld kl. 20.00. Verkiö höfðar jafnt til barna sem fulloröinna og er óperan sýnd víða um heim um þessar mundir, en hún var frumsýnd í London árið 1885. ýmislegt Ymislegt: Hótel Hekla: Vorfundur Jöklarannsóknarfélagsins verður haldinn fimmtudaginn 5. maí kl. 20.30. Ari Trausti segir frá Alpaför. Haf- liði Jónsson ræðir um snjóflóö vetrarins og Magnús Hallgrímsson ræðir um snjóflóð. Tónabær: Ferðafélagið Askja stendur fyrir fjöl- skylduhátíð á morgun sunnudag I Tóna- bæfrákl. 14.00-17.00. Danssýning, Tóti trúður, bingó og fleira. Ferðalög: Útivist ætlar í tvær ágætar dagsferðir 1. maí. Kl. 10.30 verður lagt I göngu yfir Esju. Brott- för frá BSl, vel skóað og nestað í gönguna. Kl. 13 verður farið i kræklingaferð að Marluhöfn og Búðasandi I Hvalfirði. Til- valin ferð fyrir alla fjölskylduna. Lagt upp frá BSl. Austurbæjarbíó: I dag, laugardag kl. 14.00 heldur Tón- menntaskóli Reykjavikur tónleika í Austurbæjarbiói. Yngri nemendur skólans koma fram og leika einleik og smáleik á ýmis hljóðfæri. Aðgangur er ókeypis. Tónlistarskólinn-vortónleikar Tónlistarskólinn heldur þrenna vortón- leika nú i byrjun mai. Þeir fyrstu verða á mánudag en þá lýkur Auöur Haf- Kvikmyndir MÍR-salurinn: Sunnudaginn 1. maí verður sýnd ballett- myndin „Spartakus" við tónlist Arams Khatsatúrjans. Það eru dansarar og hljómsveit Bolsoj-leikhússins í Moskvu sem flytja ballettinn. Aðgangur öllum heimill og ókeypis. Erik Mogensen gítarleikari Erik Mogensen gítarleikari þreytir í dag lokaprófstónleika sína frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Erik Mogensen hóf gítarnám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, undir handleiðslu Gunnars H. Jónssonar, árið 1974. Veturna 1979-1982 dvaldi hann á Spáni og nam við Tónlist- arháskólana í Malaga og Alic- ante. Meðal kennara hans þar voru Jose Tomas og Jose Louis Gonzales. í vetur hefur Erik á ný stundað nám við •Tónskólann. Kennari hans hefur verið Arnaldur Arn- arsson. A tónleikunum mun Erik flytja verk eftir Navaez, Bach, Ponce, Berkeley og Torroba. Tónleikarnir verða að Kjarv- alsstöðum og hefjast kl. 18 - allir eru velkomnir á tónleikana. Þorsteinn Hannesson eftir 20 ára hlé í dag opnar sýning á málverk- um og vatnslitamyndum eftir Þorstein Hannesson, í Skruggu- búð, Suðurgötu 3a, kl. 15.00. Þorsteinn er fæddur 18.6.06 að Grunnasundnesi v/Stykkishólm. Hann hefur ekki sýnt verk sín síð- an 1962 en þá sýndi hann í Ás- mundarsal. Hann lærði teikningu og litameðferð hjá Birni Björns- syni, Brynjólfi Þórðarsyni, Rík- harði Jónssyni og Ásmundi Jóns- syni. Einnig var hann í Kaup- mannahöfn eitt ár. Síðan hefur hann unnið að málverkum meira og minna í 50 ár og hafa margir eignast myndir eftir hann, bæði hér heima og erlendis. Sýningin er opin kl. 17-21 á virkum dögum en kl. 15-21 um helgar og stendur til 15. maí. Öll verkin á sýningunni eru til sölu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.