Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 19
Helgin 30. apríl/1. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 dægurmál (sígiid?) The Fall til tslands Ýmsum finnst tónlist hljóm- sveitarinnar The Fall hávær, ruddalcg og vanþróuð. Það er ekki tónlist til að dilla sér eftir í Hollywood eða til að nota sem bakgrunn fyrir samræður um síðustu uppfærsluna í íslensku óperunni. En þeir sem á hinn bóg- inn hafa hleypt þessari tónlist inn á sig standa sig að því að hlaupa heim úr strætó til að setja Fall- plöturnar á fóninn. Lög eins og „Lie Dream of a Casino Soul“, „Look, Know“, „The Classical“ hafa orðið til þess að fólk hefur farið út af bíó í hléi til að setja kasettutækið í gang í bílnum. Umfram allt tjáir þessi tónlist andrúmsloftið í Bretlandi undir Thatcher-stjórninni með síauknu atvinnuleysi og kreppu. Hún er rödd verkamannahverfanna í Manchester þaðan sem hljóm- sveitin er upprunnin. Það er reiði og óþreyja sem brýst fram í þess- ari tónlist, söngvarinn Mark E. Smith spýtir frá sér orðunum, undirleikurinn er ómstríður, raf- ntagnaður og ógnvekjandi. TilJslands Fall komu hingað haustið 1981. Þrátt fyrir að þeir yrðu illa fyrir barðinu á drukknunt sjóur- um í þeirri heimsókn, bjórleysi og óhóflegum kröfum til klæða- burðar á vínveitingahúsum er von á þeint hingað aftur eftir nokkra daga. Þeir leika á tón- leikum í Austurbæjarbíói föstu- daginn 6. maí. Enda þótt hljóm- sveitin hafi gert víðreist undan- farin ár og ferðast vítt og breitt unt Evrópu, Bandaríkin og Ástr- alíu er ísland hið eina af Norður- löndunum sem hingað til hefur verið undirbúið fyrir komu Fall eða hljómsveitin haft geð í sér til að heimsækja. „Mesta þrusa ársins“ Síðan Fall voru hér síðast hefur hljómsveitin sent frá sér tvær stórar plötur, „Hexenduction Hour“ og „Room to Live“. Þá fyrrnefndu kallaði blaðamaður New Musical Express „mestu þrusuna og dirfskufyllstu hljóm- plötu ársins 1982“. Á þessari plötu fer hljómsveitin út á enn nýjar brautir í kraftmiklum híjóðfæraleik sínum, trommu- leikarar eru tveir og gefa þeir músíkinni ryþmíska breidd sem sjaldgæf er í rokktónlist. Um fjórðungur plötunnar er hljóðrit- aður hér á Islandi í Hljóðrita og Brot úr texta Mark E. Smith „Ice- land“ af plötu The Fall, „Hexend- uction Hour“: To be hutnbled in Iceland sing of legend sing of destruction witness the last of the Godmen hear about Megas Jonsson to be humbled in Iceland... sit in the gold room fall down flat in the Cafe Iol without a glancefrom the clientele the coffee black as well and be humbled in Iceland... Verkakvennafélagið Framsókn Orlofshús Mánudaginn 2. maí nk. verður byrjað að taka á móti umsóknum félagsmanna varð- andi dvöl í orlofshúsum félagsins. Þeir sem ekki hafa dvalið áður í húsunum hafa forgang vikuna 2.-6. maí. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins. Vikugjald er 12.00.- Félagið á 3 hús í Ölfusborgum, 1 hús í Flókalundi, og 2 í Húsafelli. Upplýsingar í síma 26930 og 26931 frá kl. 9-16. Stjórnin Æskulýðsbúðir í DDR Sumardvöl í alþjóðlegum æskulýðsbúðum í Þýska alþýðulýðveldinu á vegum félagsins ísland - DDR fyrir 10 unglinga, 11-14 ára, dagana 11. júlí til 12. ágúst. Islenskur farar- stjóri, börn á vegum félagsmanna ganga fyrir. Upplýsingar gefa: Sigrún Einarsdóttir sími 53516 og Örn Erlendsson sími 72830. fjallar eitt lagið beinlínis um dvöl þeirra hér, þ.e. lagið „lceland". Páfinn og Faikiandseyjar Síðari platan, „Roont to Live" hefur að geyma sjö lög. Meðal þeirra eru lög sem fjalla beint unt atburði í samtíðinni, svo sem „Papal Visit" um heimsókn páf- ans til Bretlands. „The biggest fucking hypocrite in the world", segir söngvarinn Mark E. Smith um páfann enda þótt allir hljóm- sveitarmeðlimirnir utan einn fengi sannkaþólskt uppeldi. Annað lagið á þessari plötu, „Marquis Cha Cha“, hefur verið kallað besta lagið sern sarnið hef- ur verið um Falklandseyjastríðið. Að mati Mark E. Smith er „Hex- enduction Hour“ úthugsaðri, skipulagðari og áleitnari plata en „Room to Live“, en sú síðar- nefnda aftur meira spontant og unnin í anda eldri Fall-platna, þ.e. meira og minna spunnin í stúdíóinu. Engir stórstjörnudraumar Fall er ein af fáum hljómsveit- unt sem urðu til í pönkbylgjunni í kringum 1977-78 sem enn er star- fandi og það sent rneira er hefur haldið áfram að þróast og fara „Mark Smith er kaldhæðinn, bit- ur gagnrýnandi ensks samfélags. Hann er jafnframt dóni og ruddi... Eg fékk megna óbcit á manninum...“ (M. Ryan - RAM magazine.... Astralíu). sínar eigin leiðir án tillits til tí- skunnar í tónlistariðnaðinum hverju sinni. Hljómsveitin hefur aldrei sóst eftir stórstjörnufrægð. „Við eigunt aldrei eftir að gera hit-lag þvi rnaður verður að vera algjört skítseiði til að láta plötu- fyrirtækin búa eitthvað svoleiðis til úr sér", segir Mark E. Srnith. Það er Grammið, Hverfisgötu 50 sem gefur okkur kost a að heyra og sjá þessa framverði rokksins í Bretlandi. Tónleikarn- ir verða sem fyrr segir föstudag- inn 6. ntaí kl. 21.00 í Austurbæ- jarbíói. Auk Fall koma hljóm- sveitirnar iss!, Mórall og Þeyr fram á tónleikunum. Forsala aðgönguntiða verður í Gramm- inu, Stuðbúðinni ogFálkanum. Athugið að þaö verða bara þessir einu tónleikar. bmhiiHftig llvmdagsmatur hátidairnutíiir íslensk lambalifur er einhver hollasti matur sem völ er á: - Hún er bætiefnaríkari en flestar ef ekki allar matvörur aörar. - Hún er ein besta A vítamínuppspretta sem þekkt er. - Hún er einkar fitulítil og því fyrirtaks megrunarfæði-ekki síst meðj tilliti til þess hve auðug hún er af nauðsynlegum bætiefnum og - hún er að auki rík af járni, kopar, fólasíni og B12 vítamíni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.