Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 30. apríl/1. maí 1983 ÞJOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guömundsdóttir. I Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson. Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjáimsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. r i<st Jórnargrei n__________________________ Hvað getur íhaldið? • Morgunblaðið hefur rekið undarlega fréttapólitík frá kosningum. Á hverjum degi lætur það sem nýr flokkur leiti hófanna um stjórnarsamstarf við Sjálf- stæðisflokkinn og gefur í skyn að viðræður um stjórnar- myndun séu á miklu skriði. Skyndihjónaböndin sem Mogginn tilkynnir dag hvern eiga eftir að koma Sjálf- stæðisflokknum í koll dragist stjórnarmyndun á langinn. • íhaldið undir forystu Geirs Hallgrímssonar er í sviðs- ljósinu þessa dagana. Ástæðan er sú að hin nýju fram- boð, sem samtals náðu sjö mönnum á þing, hafa gert myndun meirihlutastjórnar án þátttöku Sjálfstæðis- flokksins erfiða. Fjórflokkastjórnir án Sjálfstæðisflok- ksins eru tölulegur möguleiki, en ekki kostursem rædd- ur er í alvöru enn. • Veik staða Geirs Hallgrímssonar, innanflokksátök og stefnuágreiningur gera það að verkum að óvíst verður að telja að ljómi sviðsljósanna muni bregða birtu á annað en getuleysi Sjálfstæðisflokksins. • Sú skoðun á talsverðan hljómgrunn meðal almenn- ings, hvað sem menn svo hafa kosið, að hinir andstæðu pólar í íslenskri pólitík eigi nú að ná saman stjórn landsins. Þetta viðhorf mótast af hugsanagangi sem er eitthvað á þessa leið: Alþýðubandalagið og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa hvor flokkur sterka stéttarlega skír- skotun, annarsvegar í samtökum Iaunafólks og hins- vegar í samtökum atvinnurekenda. Með þennan bak- hjarl ættu þeir að geta náð samkomulagi um málamiðl- anir sem skiluðu árangri í efnahags- og atvinnumálum og viðunandi stöðu kjaramála. Þar væri um að ræða lausnir sem stæðust og entust. • Innan Sjálfstæðisflokksins er sterkur vilji fyrir sam- stjórn af þessu tagi, en einnig sterk andstaða. I Alþýðu- bandalaginu lifir goðsögnin um nýsköpunarstjórnina og nokkrir forystumenn úr verkalýðshreyfingunni vilja ekki útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Flestir virkir flokksmenn Alþýðubandalagsins telja hinsvegar sáralitla raunhæfa möguleika á að hin andstæðu öfl nái saman. • Alþýðubandalagið hefur lagt fram grundvöll að stjórnarsamstarfi þar sem settar eru fram skýrar og afmarkaðar tillögur um einstök atriði. Þar er einhliða aðgerðum sem eingöngu bitna á kaupmætlilaunafólks, hafnað sem leið í baráttunni við verðbd/guna og lögð áhersla á kjarajöfnun. Þar er frysting hernaðarfram- kvæmda og bann við kjarnorkuvopnum meginmál.Þar eru aðgerðir til þess að hemja hömlulausan innflutning höfuðatriði. Og ljóst má öllum vera að Al- þýðubandalagið gengur ekki til stjórnarsamstarfs nema að samstarfsaðilinn sé reiðubúinn að standa á íslensk- um málstað í álmálinu. • Enda þótt Alþýðubandalagið leggi ekkifram stefnu- skrá sína sem grundvöll stjórnarviðræðna verður að telja ólíklegt að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi þor til þess að fara inn á íslenska leið með Alþýðubanda- laginu. Verslunarráðið hefur sett Sjálfstæðisflokknum fyrir að auka ójöfnuð í þjóðfélaginu og koma á hæfilegu atvinnuleysi til þess að efnahagsmál verði viðráðanleg. Geir Hallgrímsson virðist vera bundinn í báða skó í álmálinu og geta sig hvergi hreyft frá þjónkun við hags- muni Alusuisse. Og eins og nærri má geta telur Sjálf- stæðisflokkurinn sig vera bundinn af því að stórauka hernaðarframkvæmdir og spinna úr þeim þræði sem Ólafur Jóhanneson hefur haldið óslitnum úr síðustu samstjórn íhalds og Framsóknar. Og hver trúir því að Sjálfstæðisflokkurinn geti rifið sig úr viðjum kreddu- festu og heildsalahagsmuna í innflutningsmálum? Sjálf- stæðisflokkurinn er einfaldlega of bundinn erlendum hagsmunum og innlendu stórkapítali til þess að ætlandi sé að hann geti undir núverandi forystu hreyft sig um spönn í átt til sjónarmiða Alþýðubandalagsins um ís- lenskan málstað og kjarajöfnun. - ekh Hvar er þorskurinn? „Úr sjónum er engan fisk að fá, þetta er tóm eyðimörk", sagði sjómaður í Grindavík viðundirritaðanádögunum: Það var þungt hljóð í honum sem öðrum starfsbræðrum hans. Og kannski engin furða. Eftir lélegar vertíðir undanfarin tvö ár, virðist sú sem nú er brátt á enda, ætla að verða lélegust þeirra allra. Eindæma gæftaleysi framan af ári og þegar gaf á sjó í mars var ekkert að fá. Apríl átti að bjargavertíðinni, þá kæmi fiskurinn upp á grunnslóð til hrygningar. Nú er apríl á enda og enn sést enginn fiskur. Sjórinn er kaldur og smærri fiskurséstekki. „Viðáttum von áfremur lélegri vertíð", segjafiskifræðingar „en ekki svonalélegri". Eftir kosningahelgina var dreginn tveggja nátta fiskur. Rúm 5 tonn var meðalaflinn á bát í Grindavík, ekki helmingur þess sem fékkst einnar náttar á sama tíma í fyrra. En það eru því miður fleiri vá- legar fréttir að heyra af miðun- um. Ofan á allt aflaleysi eru nú taldar líkur á að þorskhrygningin hafi tekist miður. „Ástandið er sérkennilegt, það er ómögulegt að segja hvað úr verður“, voru svör fiskifræðinga sem komu úr rannsóknarferð af miðunum í lok síðustu viku. Norðanstrengurinn í allan vet- ur hefur dreift hrygningunni yfir mun stærra svæði en áður hefur þekkst, og eins virðist hrygningin vera seinna á ferðinni en venja er til. Óvenjulega mikill kuldi er nú í sjónum. Hann dregur úr vaxtar- hraða fisksins svo hann verður seinna kynþroska og þaraf - leiðandi afrakstur fiskstofnsins minni en ella. Þannig hefur sú breyting orðið á síðari árum að í stað þess að stærsti hluti þorsks verði kynþroska 6 ára, tekur hann nú minnst ár í viðbót að ná kynþroska. Gæti þessi óvenjumikli kuldi í sjónum í vetur ekki gefið skýr- ingu á því hvers vegna 76 árgang- urinn sem allir hafa beðið eftir í ofvæni að léti sjá sig á hrygning- arslóðinni er ókominn enn? Margvíslegustu skýringar hafa verið nefndar í þessu sambandi, en trúlegust þykir mér sú, að þessi árgangur hafi almennt ekki náð kynþroska ennþá vegna hins mikla sjávarkulda, og við verðum því að bíða fram á næstu vertíð að hann láti sjá sig. Hér er ekki um neitt nýmæli að ræða að það taki þorsk 8 ár að ná kynþroska. Menn skyldu minnast þess að hinn geysisterki árgangur 73 sem hefur éerið meginuppistaðan í þorskaflanum í vetur kom ekki til hrygningar fyrr en 8 ára gamall. Lúðvík Geirsson skrifar En hversu sterkur er 76 ár- gangurinn, ef hann skilar sér þá til hrygningar á næstu vertíð eins og ýmsir vilja trúa? Hafrann- sóknastofnun hefur fram til þessa talið þennan árgang mjög sterkan eða 350-400 miljónir nýliða sem var hátt í tvöfalt meðaltal ný- liðanna undanfarinna ára. Á ár- inu 1981 veiddist 76 árgangurinn í þeim mæli að það þótti staðfesta áætlun stofnunarinnar um stærð árgangsins. í fyrra brá hins vegar þannig við að í stað þessa 40 milj- ónia fiska af 76 árgangi sem reiknað var með að veiddust, fengust aðeins 30 miljónir úr sjó. Vegna þessa hefur Hafrann- sóknastofnun nú endurmetið stærð 76 árgangsins og áætlar hann nú 280 miljónir nýliða, þar til annað kemur í ljós. Nú er liðið að lokum vetrar- vertíðar og lítið hefur enn sést til 76 árgangsins. Margir sjómenn telja að Hafrannsóknastofnun of- meti enn stærð árgangsins eftir síðustu endurskoðun og enn aðrir halda því fram að þessi þorskur skili sér aldrei. „Þessi fiskur verð- ur að koma ofan úr loftinu ef hann er til. í sjónum er hann ekki“, var skoðun eins sjómanns af Suðurnesjum í spjalli við und- irritaðan. Þau orð lýsa betur en margt annað vonbrigðum sjó- manna með þessa og síðustu vetrarvertíðir. 73 árgangurinn sem hefur verið uppistaðan í þorskaflanum síð- ustu ár verður brátt fullnýttur, og það er ekki glæsileg framtíð þorskveiða hér við land þennan áratuginn, ef 76 árgangurinn skilar sér ekki í einhverjum mæli á hrygningarslóðina á næstu vert- íð. Nýliðun þorskárganga frá 77 og fram á þennan dag hefur öll verið meira og minna misheppn- uð. Seiðarannsóknir á síðasta ári sýndu að nýliðunin það árið var óvenju léleg, og síðustu fregnir herma, sem áður var minnst á, að þorskhrygningin í ár hafi farið á sömu leið. Það er einsýnt að við aukum ekki sóknina í þorskstofninn á næstu árum. Þess í stað þarf að huga að öðrum fiskistofnum hér við land sem eru ekki hálfnýttir nú, og ekki síst þurfa menn að færa aðaláhersluna yfir á vinnsl- una og fullnýtingu sjávarafurða. Þessi klisja hljómaði oft og digur- barkalega í munni stjórnmála- manna í orrahríðinni nú fyrir kosningarnar. Það verður að sjá til þess að hér verði ekki látið sitja við orðin tóm. Ef okkur á að takast að byggja hér upp trausta íslenska atvinnustefnu og vinna okkur um leið út úr efnahags- vandanum verður að taka til hendinni í þessum málum strax. Möguleikarnir eru vissulega fyrir hendi í fullvinnslu sjávarafurða og betri nýtingu annarra fisk- stofna. Við leysum engan vanda með því að leggja alla áherslu á auknar þorskveiðar með minni möskvum og opnun friðaðra svæða eins og fráfarandi sjávarút- vegsráðherra hefur staðið fyrir á síðustu mánuðum. Slíkar ráðstaf- anir gera aðeins slæmt ástand verra. Það er kominn tími til að menn fari að byggja upp, í stað þess að deyða út. Möguleikarnir eru til þess að nýta þá, ekki bara slagorð í kosningum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.