Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 9
Hclgin 30. apríl/1. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 ósvarað, hvernig á því stendur að ■ dagbækurnar eru fyrst núna að sjá dagsins ljós. Breski sagnfræðingurinn Hugh Trevor-Roper, sem hefur margt skrifað um Þriðja ríkið, er einn þeirra sem trúir á að dagbækurn- ar séu ófalsaðar. En Þjóðverjar sjálfir. eru tortryggnari. Tveir þýskir vísindamenn hafa skýrt frá því, að áður en Stern kont með sína rokufrétt hafi þeim verið boðið að kaupa Hitlersskjöl, en hafi þeir vísað á bug tilboðinu vegna efasemda um áreiðanleika skjalanna. Hafði ekki tíma Nicolas von Below heitir fyrr- um háttsettur foringi í þýska flug- hernum og meðlimur svokallaðs „innra hrings“ sem Hitler hafði Hitler og ástkona hans Eva Braun: í „innra hring" sátu menn lengi frameftir. Dagbækur Hitlers merkur fundur eða snjallt fals? Þau tíðindi hafa vakið mikla athygli.aðtæpum fjörutíu árun eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari hafi fundist um sextíu handskrifaðar dagbækur Adolfs Hitlers, hver um sig um 100síður. Þýskavikuritið Stern hefur komist yfir hefti þessi og hefur þegar birt sýnishornúrþeim.ení Þýskalandi, Bretlandi og víðar eru menn þegarfamir að deila hartum það, hvort dagbækurnar séu falsaðar eða ekki. Hess og Dunkerque Samkvæmt þeim fregnum sem þýsk og bresk blöð hafa birt, á hér að vera um að ræða dagbækur frá löngum tíma, frá 1932 til 1945 og er sagt að þær gefi allýtarlega mynd af viðburðum. Ekki er talið að bækurnar, þótt ófalsaðar reynist, bæti miklu við um þá mynd sem menn hafa gert sér af leiðtoga hins þýska nasisma og ríki hans. En það þykir vitanlega fróðlegt ef satt reynist, að Hitler hafi sjálfur skipað svo fyrir, að her Breta, sem sendur hafði verið Frökkum til aðstoðar, skyldi ekki gjöreytt við Dunkerque 1940, en þaðan komust um 300 þúsundir hermanna, breskir og franskir, yfir til Englands. Ástæðan er sú, samkvæmt dagbókunum, að Hitler vonaðist þá til að geta fljótlega samið frið við Breta og vildi ekki auðmýkja þá of harka- lega áður. Dagbækurnar segja líka frá því, að Hitler hafi lagt blessun sína yfir sérkennilega flugferð Rudolfs Hess til Bret- lands. En þegar sú „friðarferð" mistókst, hafi hann lýst því yfir að Hess væri geðbilaður. Samstarfsmenn Dagbækurnar eru sagðar gefa það óspart til kynna að Hitler hafi ekki haft neinar sérstakar mætur á nánustu samstarfsmönnum ef undirskilinn er Martin Bormann, aðalritari nasistaflokksins. Hitler líst illa á kvennafarið á Göbbels áróðursstjóra, hann telur hug- myndir Heinrichs Himmlers um endurreisn forngermansks heims fáránlegar og fer með háðsyrði um „töfraflugvélar“ Hermanns Görings flugmarskálks. Stern heldur því fram, að Hitl- er hafi sent skjalasafn sitt í flugvél frá Berlín þann 23. apríl 1945, nokkrum dögum áður en hann svipti sig lífi. Hafi flugvélin hrap- að yfir Austur-Þýskalandi og hafi Hitler brugðist mjög reiður við þegar hann frétti þetta. 1 skjala- safninu hafi verið hans erfðaskrá til mannkynsins. Eyðurísöguna Svo er því haldið fram, að ein- hverjir menn hafi komist yfir stál- skápana sem geymdu dagbækum- ar og önnur gögn og komið þeim síðar í banka í Sviss. En útsendar- ar Stern hafa ekki viljað láta neitt uppi um það, hvernig þeir kom- ust í samband við ntennina sem þetta gerðu og því er einnig um sig. Hann segir að dagbæk- urnar séu ekki annað en ein lygin enn. í viðtali við vesturþýskt blað segir hann á þá leið að „við vor- um vanir að sitja á tali til klukk- an þrjú eða fjögur á næturnar og síðan fór Hitler í rúmið. Hann hefur alls ekki haft tíma til að sitja yfir skriftum". Það þykir einmitt einn veikasti hlekkurinn í röksemdafærslu þeirra Stern-manna, að í öllum þeim ókjörum af bókum og endurminningum sem til eru um Hitler og hans tíma skuli hvergi koma fram, að hann hafi stundað ritstörf í miklum mæli eftir að hann komst til valda. En skjala- safninu fylgir - auk dagbókanna - viðbótarbindi við Mein Kampf og einnig athugasemdir um Krist og Friðrik mikla. Sagnfræðingurinn Werner Maser heldur því fram að dag- bækurnar séu falsaðar í Austur- Þýskalandi. Hann segir m.a. að eftir 1943 hafi Hitler ekki getað skrifað vegna taugasjúkdóms sem hann þjáðist af. Þýska vikuritið Stern og breska blaðið Sunday Times hafa þegar borgað einhversstaðar á milli hálfrar miljónar og tveggja milj- óna sterlingspunda fyrir birting- arréttinn á dagbókunum. Sunday Times ætti þó að vera það brennt barn sem eldinn forðast - það blað hefur áður lent í því að kaupa fyrir stórfé endurminningar Mussolinis, leiðtoga ítalska fas- ismans. Var það fyrir fimmtán árum. Það rit reyndist vera sam- setningur tveggja laghentra ítalskra kvenna. ÁB tók saman. Verkamannafélagið Dagsbrún Orðsending Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í orlofshúsum félagsins í sumar frá og með 2. maí 1983, á skrifstofu félagsins að Lindar- götu 9. Þeir sem ekki hafa dvalið í húsunum síðastliðin 4 ár, ganga fyrir til og með 5. maí. Húsin eru: 5 hús í Ölfusborgum 1 hús í Svignaskarði 1 hús í Vatnsfirði 2 hús á lllugastöðum 1 hús á Einarsstöðum (væntanlega frá 1. júlí). Vikuleiga er kr. 1200 sem greiðist við pöntun. Stjórnin ^tlIKS#^ Dvöl í orlofshúsum Iðju Iðjufélagar sem óska eftir að dveljast í orlofs- húsum félagsins í Svignaskarði sumarið 1983 verða að hafa sótt um húsin eigi síðar en þriðjudaginn 17. maí. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 16. Dregið verður úr umsóknum á skrifstofu félagsins 18. maí kl. 16 og hafa umsækjendur rétt til að vera viðstaddir. Þeir félagar sem dvalið hafa í hús- unum á þrem undanförnum árum, koma aðeins til greina ef ekki er fullbókað. Leigu- gjald verðurkr. 1200 áviku. Sjúkrasjóður Iðju hefur eitt orlofshús til ráðstöfunar handa Iðjufélögum sem eru frá vinnu vegna veikinda eða fötlunar og verður það endur- gjaldslaust, gegn framvísun læknisvottorðs. Stjórn Iðju MALLORKA einmitt það sem þigdreymir um? NÝJUNG Fjölskyld upakki 24. maí í 3 vikur Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388-28580. ) ))€

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.