Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 30. aprfl/1. maí 1983 50. skákþing Sovétríkjanna Geysihörð keppni um meistaratitilinn Þegar Olympíuskákmótinu í Luzern lauk í haust og stutt var til áramóta áttu Sovétmenn enn eftir að halda sitt árlega meistaramót. Meðlimir Olympíusveitarinnar voru þreyttir og gáfu hreint afsvar þegar þátttöku þeirra bar á góma. Því var það ráð gripið að mótinu var frestað um nokkra mánuði, því þetta var merkilegt mót, fimmtug- asta skákþing Sovétríkjanna. So- vésk skákyfirvöld gengu hart að mönnum að vera með, og þegar mótið hófst í upphafi í apríl virtist sem tekist hefði að safna til keppni öllum sterkustu skákmönnum landsins. Karpov heimsmeistari lét sig hafa það að vera með og hefur ekki teflt á meistaramótinu frá því árið 1976 er hann sigraði eftir mikla keppni við Yuri Balashov. Aðrir meistarar þekktir sem létu skrá sig á þátttakendalistann voru Kaspar- ov, Tal, Petrosjan, Polugajevskí, Beljavskí, Yusupov, Pshakis, Gell- er, Romanishin og Balashov. Rétt áður en mótið skyldi hefjast af- boðaði Kasparov komu sína til Moskvu sennilega þreyttur eftir einvígið við Beljavskí og jafnframt viljað undirbúa sig fyrir einvígið við Kortsnoj. Reyndar læðist sá grunur að manni að Kasparov hafi ekkert gefið út á þátttöku sína, en skáksambandið gert ráð fyrir að hann myndi lúta vilja þess. Ef svo er, þekkja þeir piltinn illa; hann fer sínar leiðir. Ekki gafst tími til að fylla skarð Kasparovs, svo 17 skákmenn hófu keppni, og þegar 6 umferðir voru búnar dró Tal sig í hlé - vegna veikinda. Þegar tveir keppendur hætta fyrirvaralaust í móti, kemst ruglingur á töfluna og erfitt getur verið að greina í stöðuna. Tal var búinn að tapa fyrir Lerner og Gell- er og þeir tveir mega síst við að missa vinninga sína á þann hátt. Reglur FIDE hljóða svo að hafi skákmaður ekki lokið helmingi skáka sinna og hættir keppni, skal strika yfir skákir hans í mótinu. Pshakis í forystu Þegar þetta er ritað er 11 um- ferðum lokið og illgerlegt að greina í stöðuna. Lev Pshakis sem unnið hefur tvö síðustu meistaramót byrjaði vel, en síðan hefur tekið að harðna á dalnum. Karpov tapaði óvænt fyrir Azmaparashvili í 5. umferð, en síðan hefur hann sótt mjög í sig veðrið og á góða mögu- leika á sigri. Staðan eftir 11 um- ferðir: 1. Pshakis 5xfi vinning + 2 biðskákir, 11 skákir. 2. Karpov5'/2 vinning + 1 biðskák, 10 skákir. 3. Tukmakov 5 Vi vinning úr 10 skákum. 4.-5. Beljavskí 5 v. - 1 biðskák, 9 skákir tefldar, Poluga- jevskí 5 v. + 1 biðskák, 9 skákir tefldar. 9. Balashov 4/2 vinning + 2 biðskákir, 10 skákir tefldar,. Þetta ágæta mót virðist gjalda ei- lítið fyrir það að tveir keppendur hætta. Hitt er svo ljóst af þeim skákum sem þeim er hér skrifar hefur borist, að baráttan er geysi- hörð og lítið gefið eftir. Karpov lagði Yusupov snemma móts, en var að öðru leyti fremur hikandi í taflmennsku sinni. Með því að leggja Romanishin að velli í frá- bærlega vel tefldri skák, og síðar Geller, komst hann vel í gang. Hér kemur tapskák hans í mótinu, skák sem lítt þekktur andstæðingur hans tefldi listavel: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Zurab Azrnaparashvili Pirc-vörn 1. c4 d6 2. d4 g6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 Bg7 5. Bc2 0-0 6. 0-0 Bg4 7. Be3 Rc6 8. Dd2c5 9. d5 Re7 10. Hadl („Kosturinn, ef hægt er að tala um kosti við að tefla við Karpov, er sá að maður getur hæglega flett hon- um upp,“ sagði kunnur skák- meistari um Karpov. Málið er nefnilega það að sárasjaldan víkur heimsmeistarinn út frá byrjana- kerfi sínu. Sú^ staða sem hér er komin upp hefur margoft sést í skákum Karpovs, en næsti leikur Azmaparashvili er næsta fáséður.) 10. .. b5!? (An efa er þessi leikur árangur heimavinnu. Karpov bregst oft linkulega við óvæntum leikjum, og sú verður raunin hér. Áður hefur verið leikið gegn Karpov 10. - Bd7 og 10. - Kh8.) 11. a3 (Eins og venjulega kýs Karpov að hafa allt á hreinu. Bæði hér og í næsta leik gat hann hirt peðið í b5. Svartur getur í báðum tilvikum svarað með - Bxf3, gxf3 Rh5 með álitlegum sóknarmöguleikum.) 11. .. a5 12. b4 Helgi Ólafsson skrifar (Einangrar peðið á b5, en opnun a - línunnar á eftir að reynast hvítum dýrkeypt.) 12. .. axb4 13. axb4 Ha3! (Hraustlega leikið, ef þannig er hægt að taka til orða. Það er ljóst að svartur hyggst fórna skiptamun á c3.) 14. Bg5 Hxc3 15. Bxf6 (Einnig kom til greina að leika 15. Dxc4 Rxe4 16. De3 með óljósri stöðu. Það er altént Ijóst að svartur fær rífandi bætur fyrir skipta- muninn.) 15. .. Bxf3 16. Bxf3 (Að sjálfsögðu ekki 16. Dxc3 Bxe2 og svartur vinúur.) 16. .. Ha3 17. Bxg7? (Einfaldar stöðuna um of. Sjálfsagt var 17. Bg5 og hvítur má allvel við una.) 17. .. Kxg7 18. Hal Da8 19. Hxa3 Dxa3 20. Be2 I)b2! (Geysisterkur leikur sem færir hvítum heim sanninn um ágæti svarta taflsins. Nú gengur ekki 21. Bxb5 vegna 21. - Hb8 og svartur nær peðinu aftur með mun betri stöðu.) 21. Hdl f5 22. exf5? (Enn gerir Karpov sig sekan um alvarlega skyssu; hann hleypir riddara svarts í spilið. Best var 22. f3 og hvítur heldur allvel í horfinu. Svo virðist sem Karpov hafi sést yfir 25. leik svarts.) 22. .. Rxf5 23. c3 Dxd2 24. Hxd2 Ha8 (Að sjálfsögðu ekki 24. - Hb8 25. Ha2! og hvítur nær yfirhendinni.) 25. Bxb5 Ha3! (Sterkur leikur sem setur hvítan í mikinn vanda. 26. Hd3 gengur augljóslega ekki vegna mátsins í borðinu ög leikurinn 26. c4 er sama markinu brenndur.) 26. Hc2 Rc7! (Ljótt er það. 27. Bc4 gengur ekki vegna 27. - Rxd5!) 27. f4 (Eini möguleiki hvíts. Að öðrum kosti tapast bæði d5 og c3-peðið.) 27. .. exf4 (Sterkara en 27. - Rxd5 28. Hd2 Rxc3 29. Hd7+ Kf6 30. Bc4 o.s.frv.) 28. Bc6 (Eða 28. c4 Rf5! o.s.frv.) 28. .. Rf5 29. Kf2 Re3 30. Hcl Kf6 31. g3 Ke5 32. Kf3 g5 33. gxf4 gxf4 34. h4 (Hvítur getur í raun ekkert aðhafst að gagni.) 34. .. Rxd5 35. Bxd5 Kxd5 36. Kxf4 Kc4 37. Hel Kxc3 38. Hc7 Kxb4 39. Hxh7 d5 40. Ke5 c6 41. Kd4 Hc4+ - Biðleikur svarts. Hróksendatafl- ið er auðunnið svo Karpov lagði hér niður vopnin. Enn telst það til tíðinda, tapi hann skák. Hvítt: Olcg Romanishin Svart: Anatoly Karpov Reti - byrjun 1. Rf3 Rf6 2. g3 d5 3. Bg2 c6 4. 0-0 Bg4 5. c4 c6 6. Re5 Bh5 7. d4 Rbd7 8. Rc3 Bc7 9. cxd5 Rxe5 10. dxc5 Rxd5 11. Dc2 0-0 12. h3 Da5 13. Rxd5 cxd5 (Aðeins 13 leikir komnir og svartur þegar kominn með heldur betra tafl. Ástæðan? Það er auðvitað hægt að vera gáfaður eftir á og benda á þá áætlun sem hvítur hóf með leiknum 6. Re5.) 14. g4 Bg6 15. Db3 Ilac8! (Djúphugsuð peðsfórn. Hér hugs- aði hvítur sig lengi um og afréð að taka ekki peðið.) 16. Be3 (Eftir 16. Dxb7 á svartur ýmsa vænlega kosti en sá besti er senni- lega 16. - Bc5 t.d. 17. Db3 Bd4 18. Dg3 Hc2 o.s.frv.) 16. .. Hc4 17. Hfcl (Nú er peðið á b7 baneitrað 17. Dxb7?? Hc7 18. Db3 Bc2! og drottningin hvíta á engan undankomureit.) 17. .. b5 18. a4 Hxcl + 19. Hxcl bxa4 20. Db7 a3! Anatoly Karpov. Á góða möguleika á að vinna Sovétmeistaramót í ann- að sinn. Lev Polugajevskí (Skarplega teflt. Svartur reynir vit- askuld að koma umframpeði sínu í verð. Enþurfti hvíturað tapa peði? 19. Bxcl lítur hörmulega út eftir 19. - Del+ 20. Kh2 b4 o.s.frv.) 21. Hal Bb4 22. bxa3 Bc3 23. Hdl Dxa3 24. Dxa7 Db3 25. Hcl Bxe5 (Upp úr krafsinu hefur svartur haft eitt lítið peð. En á heimsmeistara- máli heita slíkir liðsvinningar unn- ið tafl! Karpov sýnir það sem eftir er skákar hversu frábærri tækni hann hefur yfir að ráða.) 26. Dd7 h6 27. Bf3 Bf6 28. Hc8 Hxc8 29. Dxc8+ Kh7 30. Dc5 d4 31. Bf4 Dc3 32. Dd6 Da5 33. Dc6 e5 34. Bg3 Del+ 35. Kg2 e4 36. Bxe4 Dxe2 37. B13 De7 38. Dd5 d3 39. Bf4 Bg5 40. Bxg5 hxg5 41. Da5 Df6 (Hér fór skákin í bið. Frelsingi svarts á d-línunni ræður úrslitum. Romanishin berst vel allt til loka.) 42. Db4 De5 43. Dd2 Be4 44. De3 Bxf3+ 45. Dxf3 Db5! (Gagnmerkur leikur, sérstaklega þó þegar horft er á stöðuna sem kemur upp eftir 46. Dxf7 d2. Þá dugar 47. Dh5+ Kg8 skammt og eftir 47. Df3 Dbl! verður d - peðið að drottningu.) 46. Dc4+ Kh6 47. Dd4 Dc6+ 48. Kg3 Dc7+ 49. Kg2 Dc2 50. De4 Dc3 51. Dd5 d2 52. Dxf7 Dc6+ 53. 13 (Skákskýrendur sovéskir voru flestir á því að 53. Kh2 hefði veitt mun meiri mótspyrnu. Eitt af- brigðið er: 53. - Kh7 54. Df5+ Dg6 55. Dd5 Dc2 56. Df7 og svartur kemst ekkert áleiðis vegna þrá- skákarhættunnar. En Karpov hafði hugsað dæmið á annan hátt, nefni- lega 53. - Dd6+! 54. Kg2 d2 og nú 55. Df5+ (ekki 55. Dh5+ Dh6 og vinnur.) g6! 56. Df7+ Kh8 57. De8+ Kg7 og hvítur skákar ekki meira.) 53. .. Kh7! 54. Db3 (En ekki 54. Df5+ Dg6 55. Dd5 Dc2 og vinnur.) 54. .. Dd6 55. Dc2+ Kh6 56. Ddl Dd3! (Þessi negling reynist hvítum um megn. Svarti kóngurinn leggur í ferðalag og hvítur getur aðeins beðið þess sem verða vill.) 57. Kf2 Kg6 58. Kg2 Kf7 59. Kf2 Kf8 60. Kg2 Ke7 61. Kf2 Kd6 62. Kg2 Kc5 - Hvítur gafst upp. Framhaldið gæti orðið: 63. Kf2 Kb4 64. Kg2 Ka3 65. Dal+ Kb3 66. Ddl+ Dc2 og vinnur. Geysilega vel tefld skák hjá Karpov. Það er vart hægt að benda á eitt einasta feilspor hjá honum. Sigurinn blasir við Karpov Þegar þessi grein kemur fyrir augu lesenda ætti Sovétmeistara- mótinu að vera rétt nýlokið. Þegar ■ lóumferðir (af 17) höfðu verið tefldar og enn átti eftir að útkljá nokkrar biðskákir var staðan þessi: 1. Karpov 9 v. af 14 2. Polugajvskí 8 v. af 14 + 1 bið- 3. Tukmakov 8 v. af 15 + 1 bið- skák 4. -5. Pshakis og Balashov IV2 v. af 14 + 1 biðskák hvor. 6.-7. Petrosjan og Malanjúk IV2 v. af 14 + 1 biðskák. 8. Azmaparashvili 6V2 v. af 14 9. Vaganian 6 v. af 14 + 2 bið- slcciki r 10. Beljavskí 6 v. af 14 + 1 bið- skák. 11.. Agzamov 5!/2 v. af 14 + 3 bið- skákir. 12.-13. Romanishinog Razuvajev 5*/2 v. af 14 + 2 biðskákir. 14. Geller5!/2v. af 14 + 1 biðskák. 15. Yusupov AV2 v. af 14 + 3 bið- skákir. 16. Lerner4v. af 14 + 2biðskákir. Polugajevskí var með lakari biððskák gegn Vaganian, peði undir í hróksendatafli, en þó voru jafnteflismöguleikarnir allgóðir. Karpov hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Hann vann Lerner í 11. umferð í drottningarendatafli og í 13. umferð vann hann afar mikil- væga skák af Beljavskí. Polugajev- skí sem hefur teflt mjög vel í mót- inu varð í sömu umferð fyrir miklu áfalli er hann tapaði fyrir Tigran Petrosjan, fyrrum heimsmeistara, í aðeins 24 leikjum - með hvítu!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.