Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 5
Helgin 30. apríl/1. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Akranes á 1. maí Hátíðar- fundur í Bíóhöllinni Hátíðarhöldin 1. maí á Akranesi hefjast með því að safnast verður í kröfugöngu við hús verkalýðsfélaganna að Kirkjub- raut 40 kl. 14.00. Gengið verður þaðan í Bíóhöllina þar sem hátíðar- fundur fer fram. Lúðrasveit Akr- aness gengur fyrir göngunni og í Bíóhöllinni. Aðalræðu dagsins flytur Hákon Hákonarson formað- ur Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri. Félagar úr Skaga- leikflokknum flytja söngva og ávörp frá stéttarfélögunum á Akra- nesi verða flutt. Einnig verður up- plestur. 1. maí merki verða seld af félögum úr Sundfélagi Akraness. Ný bók frá Erni og Örlygi: Listin að klífa fjöll Fjallamennska heitir bók eftir Ara Trausta Guðmundsson og Magnús Guðmundsson sem Örn og Örlygur gefur út - bók sem að sögn útgefanda „á erindi við alla sem hafa áhuga á áð ganga um landið og á fjöll, bók til að efla öryggi og ánægju ferðamannsins“. Á blaðamannafundi sögðu höf- undar, sem hafa gert textann í ná- inni samvinnu, frá helstu efnisþátt- um. í bókinni eru kaflar um ferða- slóðir, val leiða, um útbúnað fjalla- manna. Kafli er um „gönguferðir með útbúnað" - hvað menn þurfa til að vera sjálfum sér nógir á slíkri ferð og hvernig er best háttað skip- ulagningu hennar. Þá er kafli um jöklaferðir og mönnum m.a. kennt að umgangast jökulsprungur, búa til snjóhús og fl. Sérhæfðir kaflar eru um bergklifur og ísklifur. Einnig er fjallað um snjóflóð og nokkur þau grundvallaratriði sem gott er ab kunna þeim sem háska vilja forðast. Að lokum er svo kafli um nokkrar háfjalla- og klifurleiðir á íslandi og smákafli um ferðir í Alpana. 1 bókinni, sem kostar 698 krón- ur, eru um 180 myndir - sumar teknar í ferðum, aðrar „sviðsettar“ í kennsluskyni. Þær hefur langflest- ar tekið Hreinn Magnússon. Teikningar skýra björgun úr snjó- flóði og sprungum. Höfundarnir eru allir meðlimir í Alpaklúbbnum, tveir þeirra eru leiðsögumenn hjá Ferðafélaginu og hinn þriðji er í Hjálparsveit skáta. - áb. Kvenfélag Breiðholts og kvenfélagið Fjallkonurnar Sameiginlegt skemmtikvöld veröur þriöju- daginn 10. mai i menningarmiðstööinni við Gerðuberg og hefst meö borðhaldi kl. 20. Tilkynniö þátttöku fyrir 8. maí (síma 72002 Hildigunnur, 73240 Brynhildur, 71449 Þór- anna og 71031 Sonja. Hollustuvernd ríkisins: Hættulegir sólarlampar „Notkun sóllampa getur fylgt nokkur áhætta. Af þeim sökum og vegna fjölda fyrirspurna hefur Hollustuvernd ríkisins sent út dreifibréf til heilbrigðisnefnda með upplýsingum og leiðbeiningum um slíka starfsemi.“ Þannig hljóðar upphaf tilkýnn- ingar frá Hollustuvernd ríkisins og þar segir ennfremur: „Geislar lampanna geta skaðað augun, ef ekki eru notuð þar til ætluð varnargleraugu og vitað er að langvarandi útfjólublá geislun getur valdið varanlegum breyting- um á húð. Gestum sólbaðsstofa skal ennfremur bent á að leita ráða læknis noti þeir lyf t.d. fúkalyf eða geðlyf. Þá er vitað að viss fegrunar- lyf geta valdið ofnæmi og ber því að hreinsa húðina vandlega fyrir sól- böð. Persónulegt hreinlæti og góð þrif alls búnaðar eru mikilvæg. Aðeins er heimilt að nota sól- lampa sem viðurkenndir hafa verið af Hollustuvernd ríkisins og þess gætt að farið sé eftir þeim reglum er um slíka lampa gilda og notkun þeirra. Eftirfarandi leiðbeiningar skulu hanga uppi á sólbaðsstofum: 1. Notið hlífðargleraugu. 2. Baðið yður að lokinni geislun. 3. Hafið samráð við lækni yðar, ef þér notið lyf. 4. Viss fegrunarlyf geta valdið ofnæmi, hreinsið því húðina vandlega fyrir sólböð. 5. Búnaður sé hreinsaður eftir hverja notkun. 6. Fylgið leiðbeiningunt um lengd og tíðni sólbaöa." Combi Camp 3 útgáfur ’83 CC 150______ Háfættur fjallavagn sem kemst um allt hálendiö. Svefnpláss fyrir 4. Verð kr. 29.775.- CC 200 Sá reyndasti í fjölskyldunni Svefnpláss fyrir 5-8. Gott far angursrými. Verö kr. 41.600.- cc 202_______________________ Lúxus útgáfan sem tekur viö af hinum vinssela Easy. Svefnpláss fyrir 5-8 og gott farangursrými. (Fæst einnig meö 2 öxlum til fjallaferöa.) Verö kr. 53.435,- m Benco Bolholti 4 sími 91-21945/84077 Gengi 10.2.83. Gagnfræðaskólinn á Höfn 2 kennara vantar. Aðalkennslugreinar: enska, íslenska og raungreinar. Húsnæði til staðar. Upplýsinqar gefur skólastjóri í síma 97-8348 eða 97-8321. Rétt/erö á réttu verði KYNNIST FEGURÐ ÞÝSKALANDS 2ja og 3ja vikna hópferðir til Þýska/ands, sem hefjast um borð í /úxusferjunni M/S Eddu. Stutt sig/ing til Bremerhaven og síðan verður ekið á ís/enskum langferðabí/um um fögur héruð og borgir Þýskalands. Fjö/breytt og áhyggjulaus skemmtiferð fyrir fó/k á öllum a/dri. íslenskur bílstjóri og íslenskur fararstjóri eru með hópnum alla ferðina. Brottfarardagar: 1., 8. og 15. júní. 13. júlí. 3., 24. og 31. ágúst. Bókanir eru hafnar - Hafðu samband við okkur sem fyrst. Helgarpakkarnir vinsælu á London: Verð frá kr. 9.346,- í 5 nætur. Brottför alla fimmtudaga. Gildir til 15 maí n.k. Flug og bíll: í eina til fjórar vikur til Glasgow, London, Kaupmannahafnar, Ósló, Stokkhólms, Frankfurt, Parísar og Luxemborgar í sumar. Öll almenn farseðlaþjónusta innanlands og utan. FERDAllMVAL Ferðaskrifstöfa - Kirkjustræti 8 - Símar: 19296 og 26660 VW

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.