Þjóðviljinn - 01.05.1983, Side 17

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Side 17
Helgin 30. apríl/1. mai 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 PIONO Guðrún Ásmundsdóttir í hlutverki primadonnunnar Jóhönnu Heiberg og Þorsteinn Gunnarsson í hlutverki ævintýraskáldsins H.C.Andersen. Ljósm.: Atli. Úr lífi ánamaðkanna Leikritið Úr lífi ánamaðkanna eftir Per Olov Enquist hefur farið sigurför um öll Norðurlönd síðan það var frumsýnt í Konungiega leikhúsinu í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum og nú er verið að setja það upp víða um heim. M.a. er Ingmar Bcrgmann að sviðsetja það í Múnchen um þessar mundir. Og hjá Leikfélagi Reykjavíkur verður það frumsýnt á miðviku- daginn kemur undir stjórn Ilauks Gunnarssonar. í sýningunni í Iðnó leika þau Þorstéinn Gunnarsson og Guðrún Ásmundsdóttir ævintýraskáldið og leikkonuna. Steindór Hjörleifsson leikur Jóhann Heiberg og Margrét Ólafsdóttir þá gömlu. Þýðandi verksins er -Stefán Baldursson, leikmynd gerði Steinþór Sigurðs- son, íýsingu annast Daníel Wil- liamsson, umsjón með tónlist hefur Snorri Sigfús Birgisson og Ingi- björg Björnsdóttir æfir dansa. Per Olov Enquist hefur á síðustu árum unnið sér nafn sem meiri háttar leikritahöfundur á heimsmælikvarða. Nótt ást- meyjanna var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 1976 en hér á landi er hann auk þess einkum þekktur fyrir bókina Málaliðana sem hann fékk bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir árið 1969. -GFr 1. maí kaff i Svalanna Hótel Sögu - kl. 14.00 Hlaðin borð af kræsingum. Stórkostlegt happdrætti - ferðavinningar, listaverk, hljómplötur, leikföng og margt fleira. Tískusýningar kl. 14.30 og kl. 15.30. Fatnaður frá Tískuverslun Guðrúnar. Snyrtivörur frá Ellen Beatrix Svölukaffi svíkur engan. Allur ágóði renn- ur til líknarmála. Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja Leikrit eftir P.O.Enquist verður frumsýnt í Iðnó á miðvikudag Úr lífi ánamaðkanna hefur sem undirtitil Fjölskyldumálverk frá 1856. Aðalpersónur leikritsins eru danska ævintýraskáldið H.C.And- ersen og leikkonan Jóhanna Lovísa Heiberg, sem á síðustu öld var ekki bara primadonna dansks leikhúss heldur þótti einn besti listamaður Norðurianda. Verkíð gerist á einni kvöldstund og nóttu á heimili Heiberg hjónanna, en Jóhann Heiberg var mikill framámaður í dönsku menningarlífi, leikhús- stjóri Konunglega leikhússins um skeið og einn vinsælasti leikritahöf- undur Dana á síðustu öld. Hann er einkum kunnur fyrir söngvaleiki sína, frægasta verk hans er Alfhóll, sem sýnt hefur verið oftar í Dan- mörku en nokkurt annað þarlent verk. Mörg leikrita hans voru sýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur hér áður fyrr, m.a. Álfhóll í tvígang. CiD PIONEER Larvdsírvs mesta úrvad ai heimsins vinsælustu bHtækjum r.mm ítlfiÖ \öö\ =»IO tMEEJR / | WJMC'e/f PIOMGEH HLJÖMBÆR HLJOM*HEIMIllS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGOTU 103 SIMI 25999 Opiö til 4 í dag laugardag Vörumarkaðurinn hf. | Ármúla 1A - Simi 86112 Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf í tónmenntakennaradeild skólans verður mánudaginn 16. maí n.k. Um- sóknarfestur er til 10. maí. Umsóknareyðu- blöð eru afhent á skrifstofu skólans og þar eru einnig gefnar nánari upplýsingar um prófkröfur og nám í deildinni. Skólastjóri

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.