Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.apríl/l.maí 1983 Elsta hús Reykjavíkur, hið eina sem eftir er af Innréttingum Skúla Magnússonar, en þær gerðu Reykjavík fyrst að bæ, stendur við Aðalstræti 10, elstu götu Reykjavíkur. Mikil er niður- læging þess húss. Ekki er nóg með að það hafi verið eyðilagt að nokkru fyrir löngu heldur hefur undanfarið veríð unnið að því að eyðileggja það að fullu. Barbarar hafa farið höndum um ytra sem innra byrði þess. Nú er verið aö kóróna sköpunarverkið með því að koma fyrir lágkúrulegum leiktækjum í húsinu. Ef ég væri ekki löngu orðinn samdauna borgarlífinu skammaðist ég mín fyrir að vera Reykvíkingur. En ég yppi bara öxlum og held áfram að vinna fyrir daglegu brauði. Ég geng sofandi um göt- urnar án ilms, smekks og sjónar. t>að er ekki nema ég sé sérstak- lega upplyftur að augu mín sjá, eyru mín heyra og nef mitt nem- ur. Þegar ég vaknaði á sunnu- dagskvöld eftir að hafa vakað alla kosninganóttina leit ég út um gluggann og sjá: það var komið vor. Gult, rautt, blátt og grænt. Loksins vor. Ég fór út með kon- unni að ganga til að ná úr mér kosningarkarnivalinu og svalur andblær lék um vanga þar sem við gengum hægt upp með Elliða- ánum. Nasavængirnir þöndust út og við fundum að moldin var byrjuð að anga. Áin var að brjóta Að sjá, nema og heyra af sér klakaböndin og kvöldloftið kvikt af einhverju óútskýranlegu. Eldrauð sólarkringlan gekk til viðar í vestri og það byrjaði að húma. Við gengum ofan í hófaförin á Vatnsveituveginum og fórum svo upp í nýja villuhverfið í Selásnum og virtum fyrir okkur nýjustu afrek íslenskra arkitekta. Þau eru stórkostleg, sannarlega stórkost- leg. Þarna standa í röðum félags- heimili handa einstaklingum sem eiga mikla peninga. Sum húsin eru ofurlítið falleg, flest ofurlítið ljót eða jafnvel ofurlítið mikið ljót. Ég tek ekki dýpra í árinni enda komið vor. Eitt augnablik hvarflaði þó að mér að öfunda svo stórhuga húsbyggjendur. En þá stansaði ég, barði mér á brjóst, leit til himins og sagði: Það er sælt að vera fátækur. Og svo fór ég með Dísu í Dalakofann. Já, það er eins gott að vera kokhraustur enda skilst mér reyndar að fáir séu meira á hausnum en einmitt þeir sem byggja þessi hús. Enginn atvinn- urekstur á íslandi ber sig nú til dags, sögðu þeir í kosningasjón- varpinu. Við gengum í svalri kvöldgol- unni og stefndum heim á leið. Mér er alveg sama um þetta hverfi og þetta fólk. Hitt get ég ekki fyrirgefið þeim. Að eyðileggja litla, ris- mikla og svipþunga húsið við Aðalstræti og leggja það síðan undir það auvirðilegasta af öllu auvirðilegu. Það kemur mér við því að það er partur af sjálfum mér. -Guðjón sunnudagskrossaátan Nr. 369 / 2. 3 Y 2 % Is / T~ 1 9 3 )0 )l )Z )3 T~ )¥ <9 )S~ J(> §2 )3 )S b V n )¥ )é 9 3 )4 )2 9 8 3 )2 ¥ 'f /S V )X w 12 <9 9 'S/ )S )2 9 9 9 )S )(p )Z )S V > l ¥ 12 18 20 1 2 9 2/ V 12 22 23 ,cs 2, 2 2o ¥ /) *■ I- )? 19 2</ 2S "Ð 12 / )? V S f If W 12 e N- y / /2 22 * V ' sl )£ /0 /3 'T V /9 3 Z / sr )? 2(? 26> 2 18 1 2 V 3 f Y V n 7- 12 V 9 /s A 18 2 9 d 2/ /2 U 12 13 2? 1 (* il /8 1S £ W~ 29 3o / v 12 !t r 12 H? s /(o 12 V- 2 3o / 2 t z I 31 Ý S2 32 2o /2 <2 /S '2 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá götuheiti í Reykjavík. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 369“. Skilafrest- ur er þrjár vikur. Verðlaun verða send til vinningshafa. 7 9 1 5 30 Í9 /2 Y Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, þvi með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum.Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur aldrei a komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 365 hlaut Áslaug Ólafs- dóttir, Stuðlaseli 15, Rvík. Þau eru Hrakfallabálkur- inn eftir Einar Braga. Lausnarorðið var Öskju- hlíð. Verðlaunin að þessu sinni er bókin Pabbadrengir eftir Egil Egilsson. EGILLEGIl —j v - ' h,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.