Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 27
Helgin 30. aprfl/1. maí 1983 'ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Jón t.h. og Elvar. Myndir Atli. Jón Guðmundsson og Elvar Halldórsson: Þarf meiri jöfnuö ,Já jiað held ég að hljóti mega gera. Eg held að það sé ekki hægt að ná fram þessum jöfnuði nema í gegnum vísitöluna. Greiða hærri prósentu til þeirra sem hafa lægri laun“, sagði Jón Guðmundsson verkamaður hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Elvar Halldórsson starfsbróðir hans tók undir með Jóni og sagði að launamunur væri orðinn meiri en góðu hófu gegndi. En eru ekki einmitt skiptar skoð- anir um þetta atriði innan verka- lýðshreyfingarinnar. Lítið hefur miðað í það minnsta? „Nei, ég held að það séu ekki svo skiptar skoðanir um þetta atriði, en vissulega vilja menn komast eins hátt og þeir geta og sitja að því einir. En þá má gleyma þeim sem lægst hafa launin. Þarna þarf að vera meiri jöfnuður en er í dag“, sögðu þeir Jón og Elvar. Sigurður Þorkelsson járnsmiður: Alls ekki útilokað „Það er alls ekki útilokað að hægt sé að jafna launakjörin frá því sem nú er. Launamunur í dag er meiri en hann ætti að vera. Það er alls ekki borgað nógu vel fyrir okk- ar mikilvægustu störf í sambandi við sjávarútveg og iðnað. Þessir undirstöðuatvinnuvegir sitja alveg á hakanum", sagði Sigurður Þor- kelsson járnsmiður, sem var við vinnu á Grandanum. „Launakjör á að miða fyrst og fremst við vinnuaðstöðuna. Er hún erfið eða góð? Slíkt skiptir miklu máli. Svo finnst mér að menn mættu leggja meiri áherslu á að tryggja viðgang iðnaðar hérlendis. Sjávarútvegurinn er að dragast saman hjá okkur og það þarf að beina fleira fólki í iðnað. bæði stór- og smáiðnað. Þá þarf líka að borga vel fyrir slík störf“, sagði Sigurður. Gisli Guðmundsson húsasmiðameistari: Hækka þarf lægstu launin „Eru mörkin ekki nokkuð jöfn?. Vissulega mega þau lægstu hækka, annars er ástandið nokkuð viðun- andi að mínu mati“, sagði Gísli Guðmundsson húsasmíðameistari. Eftir hverju á að meta laun fólks? „Ég held að starfsaldur eigi að ráða miklu í því sambandi. Nú er þetta mikið upp og ofan. Það sem þarf fyrst og fremst að gera er að hækka lægstu launin. Þau mættu vera miklu hærri“, sagði Gísli. Ingólfurt.v.ogKristbjörn. Myndir - Atli. Kristbjörn Sævarsson og Ingólfur Níelsson verkamenn Of mikill munur „Það er ekki nokkur efi á því, að þaðþarf að minnka laupamuninn stórlega og það hlýtur að vera raunhæfast að gera slíkt í gegnum kjarasamninga“, sögðu þeir Krist- björn Sævarsson og Ingólfur Níels- son verkamenn í byggingarvinnu. „Sem dæmi get ég nefnt að trésmiðir hafa allt að 50% hærri laun en við verkamenn. Þetta er of mikill munur.“ Hvað á að miða við varðandi launakjör? „Starfsaldur, menntun og hvers eðlis vinnan er. Staðreyndin er sú að í dag er vinnan betur borguð eftir því sem starfsaðstaðan er betri. Þetta er rangt, því það er ekkert réttlæti í því að þeir sem vinna erfiðustu vinnuna fái lægstu launin. Við þurfum að jafna þetta bil. Það er vel hægt ef menn ei.i- beita sér að því“, sögðu þeir Krist- björn og Ingólfur. ©S) Sumarbúðir clfóta Ulfljotsvatni Sumarbúðir verða reknar á vegum skáta að Úlfljóts- vatni sumarið 1983. Börn fædd 1970 til 1975 geta dvalið í viku eða hálfan mánuð við leik og störf í fögru umhverfi. Eftirfarandi tímabil eru í boði: Brottför heimkoma 1. 9. júnítil.................................16. júní 2.16. júnítil.................................23. júní 3. 27. júní til................................4. júlí 4. 4. júlítil............................ 11. júlí 5.13. júlítil.................................20. júlí 6. 20. júlítil................................27. júlí 7. 2. ágúst til........................9. ágúst 8. 9. ágúst til......................16. ágúst Innritun hefst mánudaginn 2. maí að Snorrabraut 60, 2. hæð. Opið verður kl. 13 - 17. Upplýsingar eru í símum 25022 og 23190 (erfitt getur verið að ná sam- bandi í síma fyrstu dagana). Úlfljótsvatnsráð FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Félagsstarf eldri borgara í Reykjavík Á undanförnum árum hefur Félagsmála- stofnun Reykjavíkur gengist fyrir orlofsdvöl aldraðra í Löngumýri í Skagafirði, í samvinnu við íslensku þjóðkirkjuna. Á komandi sumri hafa eftirtalin tímabil verið ákveðin: 1. 30. maí til 10. júní 2. 27. júní til 8. júlí 3. 11. júlí til 22. júlí 4. 25. júlí til 5. ágúst 5. 22. ágúst til 2. sept. 6. 5. sept. til 16. sept. Áætlað verð fyrir ferðir og uppihald er kr. 3.500.- Allar nánari upplýsingar og tekið á móti á- skriftum á skrifstofu félagsstarfsins, að Norðurbrún 1 frá kl. 9-17 sími 86960. Veiðifélag Elliðavatns Stangaveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld í Vesturröst, Vatnsenda, Elliðavatni og Gunnarshólma. Á sömu stöðum geta unglingar og ellilífeyrisþegar í Reykjavík fengið afhent ókeypis veiðileyfi. Veiðifélag Elliðavatns Orlofshús Sjómannafélags Reykjavíkur Mánudaginn 2. maí n.k. frá kl. 9 verður tekið á móti umsóknum um dvöl í orlofshúsum fé- lagsins að Hrauni í Grímsnesi og að Húsa- felli. Þeir félagsmenn sem hafa dvalið í orlofshúsi félagsins að Húsafelli 1981 eða 1982 koma ekki til greina við úthlutun á þessu sumri í Húsafelli. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.