Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 4
I í 4 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30. apríl/1. maí 1983 stjórnmál á sunnudegi Vangaveltur í vikunni eftir kosningar Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins. Fer nestaður vel í stjórnarmyndun- arviðræður. Ólafur Ragnar Grímsson. Harðvítugur baráttumaður sem hefur styrkt stöðu sína að undanförnu. ¥ FELAGSHYGGJA GEGN SÉRGÆSKU Innanbúðarvandinn í Sjálfstæðisflokknum hefur nokkuð sett svip sinn á fjölmiðlaumræðu sl. viku. Morgunblaðið hafði varla beðið eftir endanlegum niðurstöðum kosninganna, þegar blaðið réðst af mikilli heift gegn AlbertGuðmundssyni leiðtoga flokksins hér í Reykjavík. En f Mogginn gerir auk heldur Geir Hallgrímsson að ókrýndum sigurvegara kosninganna. Geir er maðurinn sem stjórnaði kosningasigrinum út um alit land, segirblaðið. Tvær kosningamaskínur í Reykjavík Það er í sjálfu sér aðdáunarvert hversu vel Morgunblaðinu gekk að breiða yfir and- stöðu sína við Albert fyrir kosningar, alveg einsog það er ótrúlegt hve blaðið var harðskeytt við Albert eftir kosningarnar. í rauninni er þetta ekki annað en framhald á innanflokksátökunum, þar hefur lengi ekki ríkt friður um annað en slétt yfirborð síð- ustu daga fyrir kosningar sbr.sveitarstjórn- arkosningarnar í fyrra og þingkosningarnar nú. Staðreyndin er einnig sú, að flokkurinn í Reykjavík gekk klofinn til þessara kosn- inga. Albert taldi að fenginni reynslu ekki hægt að stóla á flokksvélina í Reykjavík - og setti því upp eigin kosningamaskínu. Og í kosningabaráttunni fór mun meira fyrir henni en starfi flokksvélarinnar, þarsem Geirsmenn ráða mestu. Morgunblaðið gerði líka sitt til að koma Albert í bobba, þó Isafjarðarundrin hafi sjálfsagt verið afdrif- aríkust. Það er engu líkara en Morgunblaðið hafi viljað hrekja áköfustu stuðningsmenn Gunnars Thoroddsen í aðrar áttir fyrir þessa kosningabaráttu. Og margt bendir til þess að það hafi tekist. En til að halda Geir í ljómanum af veldi Morgunblaðsins er ekk- ert pláss fyrir smáprinsa einsog Albert Guðmundsson. Þess vegna á nú að kippa fótunum undan honum í pólitíkinni. Ósigur atvinnurekenda valdsins Ánægjulegast við niðurstöður kosning- anna var, að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ekki eflast meira en raun ber vitni. Meira en það, forystukreppan nú ber vitni um að hinir ýmsu armar flokksins eru sem betur fer ekki í stakk búnir til að taka völdin í landinu. Metnaður einstakra manna, stendur pólitískum hugsjónum þeirra fyrir þrifum. Á meðan heldur hinn almenni flokksmaður áfram að leita að nýjum Ólafi Thors eða Bjarna Ben. Burgeisunum er mikið í mun að samhæfa þarfir hinna ólíku atvinnugreina, einsog það er kallað - og þeir þurftu svo sannar- lega á sameinuðum Sjálfstæðisflokki að halda. Þess vegna urðu úrslitin þeim veru- leg vonbrigði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki nægilegan þingstyrk til pólitískra ein- leikja á þingi, og ríkisstjórn með þátttöku Sjálfstæðisflokksin:. nú verður aldrei eins sterk og ógnvænlegnúeftirþessi kosninga- úrslit og margir voru farnir að óttast. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að Sjálf- stæðisflokkurinn sé orðinn eitthvert lamb að leika við. Flokkurinn heldur eftir sem áður töglum og högldum í íslensku atvinnu- og þjóðlífi. Og hann er miklu valdameiri en svo að ríkisstjórn honum andstæð, hversu sem hún vildi, fái nokkru um þokað. En dropinn holar steininn. Það er engu að síður borðleggjandi, að sá ótti sem menn báru fyrir hagstæðri útkomu Sjálfstæðisflokksins í kosningunum er nú ástæöulaus. Sjálfstæðismenn eru aftur komnir í hár Saman - og eru því félags- hyggjufólki ekki jafn hættulegir og þeir virt- ust í stríðsbúningi kosningabaráttunnar. Að þessu leytinu til má segja, að félags- hyggjufólk hafi unnið móralskan sigur. Og það er mikilvægt að fylgja honum eftir með sókn á öllum vígstöðvum. Kerfisbreytingar - vinstri breiðfylking Burtséð frá því hvernig ríkisstjórn verður mynduð á næstunni, þá er freistandi að líta einnig til lengri tíma í Ijósi kosningaúrslit- anna. Segja má að framsókn Sjálfstæðis- flokksins, atvinnurekendavaldsins, hafi verið stöðvuð í bili að minnsta kosti. Og það hlýtur einnegin að vera ljóst að Al- þýðubandalagið stendur djúpum rótum í íslenskri pólitík, að Alþýðubandalagið er helsti sameiningarvettvangur allra vinstri manna í landinu. Það þýðir að bandalagið verður að ná skipulagslega til mun fleiri heldur en það gerir nú. Það er því eðlilegt að haldið verði áfram á þeirri braut sem mörkuð var fyrir nokkrum mánuðum með einingu um íslenska leið, hugmyndum um skipulagsbreytingar Alþýðubandalagsins. Þær þarf að ræða ýtarlega og bjóða fleirum til samstarfs við Álþýðubandalagið. Jafnframt þarf áð hefjast gerð áætlana og tillagna um kerfisbreytingar á íslandi, sem fela í sér meiri völd venjulegs fólks á vínnu- stöðum og um umhverfi okkar. Það bar sorglega lítið eða jafnvel ekkert á umræðu í kosningabaráttunni um atvinnulýðræði, meiri réttindi fólks á vinnustöðum, opnun bókhalds, launamannasjóði og fleiri þvf- umlíkum atriðum sem hljóta að standa sósí- alistum nærri. Þau verða vonandi meira áberandi í næstu kosningabaráttu, sem gæti orðið fljótlega. Smáflokkakraðakið í liðnum kosningum virðist gera það erfiðara en ella að setja fram raunverulegan vinstri valkost fyrir þjóðina alla. Annars vegar er kjósendum boðið uppá að velja íhaldið í samstjórn með miðjuflokki eða flokkum eða Alþýðu- bandalagið með miðjuflokki eða flokkum. Við megum ekki gleyma því að árið 1978 náði Alþýðubandalagið því að fá 14 menn kjörna í kosningum. Við hljótum að stefna að því að ná betri árangri einhvern tíma á næstu árum. Fyrir þann tíma þurfum við að búa okkur undir það að gerbreyta þessu þjóðfélagi til hins Ólafur Thors. Eftirmyndirnar eru falsaðar en ieitin heldur áfram.. Geir Hallgrímsson. í kapphlaupi við tímann en með blessun Morgunblaðsins. Albert Guðmundsson. Hefur heyrt at- geirinn syngja í Aðalstræti. betra. Um kerfisbreytingu af þeim toga sem við hljótum að stefna að í framtíðinni er grundvallarágreiningur við burgeisana og flokka þeirra, sérstaklega Sjálfstæðisflokk- inn. í millitíðinni gætum við þurft að eiga aðild að einhverjum ríkisstjórnum, en þær mega ekki vera útlokandi á þann íslenska sósíalisma sem við öll stefnum í rauninni að. Óskar_______ Guðmundsson skrifar Það er engin ástæða til að draga fjöður yfir það, að hvað sem varnarsigrum viðvík- ur, varð Alþýðubandalagið einnig fyrir pól- itísku áfalli í þessum kosningum. Þing- flokksformaðurinn fráfarandi, Ólafur Ragnar Grímsson náði ekki kjöri. Auðvit- að er það verulegt áfall fyrir okkur- en sem betur fer er það einungis tímabundið. Allar líkur benda til þess, að kosningar verði fljótlega og engin ástæða til að ætla annað heldur en Ólafur Ragnar glansi þá inn á þingið. Hitt er svo annað mál að víðar er rekin pólitík heldur en á þingi. Og það er mikil þörf fyrir pólitíkusa utan alþingis. Alþýðu- bandalagið hefur líka þá sérstöðu meðal stóru flokkanna, að leggja mikla áherslu á starf almennra félaga, á pólitískt starf útum allt þjóðfélag. Markmið okkar nást heldur aldrei einungis á þingi, það þarf meira til. Og stórskyttur eru pólitískum andstæðing- um okkar jafn hættulegar utan þings og innan. Auk þessa hefur pólitísk staða Ólafs Ragnars styrkst mjög í þessari kosningabar- áttu, einsog Svavar Gestsson hefur bent á. Allt þetta leiðir hugann að því, að við vinstri menn hljótum og verðum að leggja meiri áherslu á utanþingsbaráttuna í fram- tíðinni. Við þurfum að vinna betur að því að vekja áhuga fólks á félagshyggju innan verkalýðshreyfingarinnar og við þurfum að láta rödd okkar heyrast betur og skiljast á öðrum vettvangi. Samstarfs- grundvöllurinn Alþýðubandalagið hefur góðan grund- völl að standa á þegar kemur til alvöru stjórnarmyndunarviðræðna í næstu viku, þarsem samstarfsgrundvöllurinn til fólks og flokka er annars vegar. Þetta plagg sem Alþýðubandalagið gaf út fyrir kosningar eru nokkuð sérstakt að því leytinu til að nokkuð skýrt er kveðið á um það hvað AI- þýðubandalagið vill semja um. Þar er kveðið á um uppgjörsleið gagnvart verð- bólgu, þar er kveðið á um tekjutryggingu láglaunafólks, stórátak í húsnæðismálum, hækkun raforkuverðstil álversins,andstöðu við erlenda stóriðju og fleira gott. Þetta er það leiðarljós sem kjósendur hafa valið for- ystumönnum Alþýðubandalagsins í yfir- standandi viðræðum við aðra flokka. Ekki má gleyma að í samstarfsgrundvellinum er kveðið skýrt á um algera stöðvun á tækni- búnaði og á endurnýjun vígbúnaðar á veg- um Nató og bandaríska hersins hér á landi svo ogum yfirlýsingu íslands sem kjarnorku- vopnalauss svæðis • Öll eru þessi mál fyrirferðarmikil í far- ( teski forystumanna Alþýðubandalagsins er | til stjórnarmyndunarviðræðna kemur. Vandræði Sjálfstæðisflokksins Það hefur oft verið minnst á það í grein- um hér í Þjóðviljanum, að hagsmunir hinna ýmsu afla í Sjálfstæðisflokki fara ekki alltaf saman. Þessar innri mótsagnir meðal borg- arastéttarinnar og áhangenda hennar birt- ast okkur í opinskáu stríði um persónur valdsmanna í flokknum. En með sama hætti og við störfuðum með hluta borgara- stéttarinnar í síðustu ríkisstjórn, þá kann alveg eins svo að fara aö einhver öfl kljúfi sig frá flokknum endanlega. Einsog nú er í pottinn búið hjá Sjálfstæð- isflokknum er næsta fátt sem bendir til þess að tími hinna innri átaka sé liðinn. Það er í sjálfu sér allt í lagi - ef við berum gæfu til að notfæra okkur það jafnaðarstefnunni í hag. En engu að síður verða þessi átök til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn er enn ótraustari og óábyrgari í ríkisstjórnum. Það er ekki einu sinni hægt að reiða sig á íhaldið. Þessar sprungur og Rauðavatnsskriður í flokknum eru vísar til að koma uppá yfirborðið hve- nær sem er. Og það er eins gott að detta ekki niður í þær eða láta einsog maður viti ekki af þeim. Sjálfstæðisflokkurinn á sér ekki viðreisnar von. Þessi flokkur sérgæskunnar og eiginhagsmunanna er altént ekki sú kjölfesta sem hann þóttist vera í íslensku þjóðlífi. í enn ríkari mæli munu vandamál verða að leysast á grundvelli félagshyggju í framtíðinni. Það er þess vegna senr fram- tíðin er Alþýðubandalagsins. Og það er lag að hugsa um göfugar hugsjónir á baráttu- degi verkalýðsins, 1. maí -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.