Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 28
DIOÐVIIIINN Helgin 30.apríl/l.maí 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 R íkisstjórnarmyndunin:_________________ Geir fékk umboðiö Ríkisstjóm Sjálfstœðisflokks og Framsóknarflokks er líklegasta stjómarmynstrið Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins fékk í gær um- boð frá f orseta íslands til myndun- ar meirihluta ríkisstjórnar og hóf hann þegar viðræður við formenn annarra flokka. Þjóðviljanum er kunnugt um að hann ræddi í gær við þá Steingrím Hermannsson, Svavar Gestsson og Kjartan Jó- hannsson. Þjóðviljanum er ekki kunnugt um hvort hann ræddi við fulltrúa kvennalista og Vilmundar- bandalagsins. Mikið hefur verið rætt um þá möguleika sem fyrir hendi eru til stjórnarmyndunar og sýnist sitt hverjum. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans telja raunsæir menn í stjórnmálum að í raun sé aðeins um einn raunhæfan möguleika að ræða til myndunar meirihluta stjórnar, en það er samstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Jafn- framt hefur Þjóðviljinn heimildir fyrir því að þessa leið muni Geir Hallgrímsson reyna til þrautar. Gegn þessu mælir að vísu and- staða Steingríms Hermannssonar að fara í stjórn með íhaldinu og nokkrir þingmenn Framsóknar fylgja honum að málum og vilja þeir að Framsókn verði utan ríkis- stjórnar meðan flokkurinn sleikir sárin eftir kosningar. Aftur á móti fer Ólafur Jóhannesson hamförum í tilraunum sír.um til að fá menn í slíka stjórnarmyndun og þá senni- lega undir hans forsæti, enda hefur hann sagt að Geir skuldi sér eitt stykki ríkisstjórn síðan 1974 að Ólafur myndaði ríkisstjórn fyrir Geir. Alþýðuflokkurinn vill allt til vinna að komast í stjórn með íhald- inu og fer Jón Baldvin Hannibals- son þar fyrir. Honum hefur að vísu ekki orðið neitt ágengt í viðræðum við fulltrúa kvennalistans enda munu þær vera mjög óráðnar í hvað gera skuli. Vitað er að innan Sjálfstæðis- flokksins, eða réttara sagt þing- flokks hans eru aðilar sem vilja reyna stjórnarmyndunarviðræður í alvöru við Alþýðubandalagið. En svo mörg ljón eru þar í veginum að engar líkur eru taldar á að endar myndu nokkru sinni ná saman, auk þess sem mjög almenn andstaða er gegn slíkri stjórn innan Alþýðu- bandalagsins í heild, þótt þar séu líka til menn sem vilja gera tilraun til slíkra viðræðna. Margir spá því, þar á meðal þing- menn, að í uppsiglingu sé stjórnar- kreppa, sem muni leiða til utan- þingsstjórnar og annarra kosninga í haust. Þessir sömu aðilar segja að einungis séu tveir kostir fyrir hendi, stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ef þeir ná ekki saman, þá utanþingsstjórn og kosningar aftur í haust. - S.dór. Geir fékk umboð til stjórnarmynd- unar í gær. Baráttusam- koma í Rein Á Akranesi var nýlega stofnað félag ungra sósíalista, sem þeir nefna Verðandi. Þeir gangast fyrir baráttusamkomu í Rein að kvöldi 1. maí og verður þar fjölbreytt dag- skrá. Flutt verður sögulegt yfirlit yfir verkalýðsbaráttu liðinna ára, ræðumenn brýna raustina og flutt verður tónlist af ýmsu tagi. Þá verða kaffiveitingar. Samkoman hefst kl. 20.30. Nú kynnum við allar gerðir af Slií0D/il ásamt hinum glæsilega nýja Skoda 3APiD SM0O1 Sérstakt kynningarverð frá kr. 111.600 ** gengl 01.04’83 Komið á staðinn, kynnist Skoda og látið Halla svara öllum ykkar spurningum. JÖFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.