Þjóðviljinn - 01.05.1983, Side 15

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Side 15
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.apríl/l.maí 1983 Helgin 30.apríl/l.maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 íeinumafgömlu verkamannabústöðunum vestur í bæ búa hjónin Guðgeir Jónsson bókbindari og fyrrv. forseti ASÍ og kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Hann varð níræður á mánudag og hún verður níræð í haust. Bæði eru þau ern og kát og fjörug. Þegar blaðamaður kom í heimsókn á fimmtudag var blómahaf hvarvetna í íbúðinni eftir afmælið. Erindið var að fá að spjalla við Guðgeir svolítið um liðna daga nú á baráttudegi verkalýðsins og í tilefni af afmæli hans. - Þú ert alinn upp í Fífuhvammi í Kópavogi hjá afa þínum og ömmu, Guðgeir. Var þar stórt býli? -Nei, Fífuhvammur varekki stórbýli, þar er fremur landþröngt. Afi minn flutti úr Þingvallasveitinni eftir að hann var kjörinn á þing fyrir Árnessýslu. Ekki veit ég af hverju, kannski til að vera nær alþingi. Áður hét býlið reyndar Hvammkot en hann breytti því íFífuhvamm. Það hefur e.t.v. verið vegna systkinanna frá Hvammkoti sem fórust í læknum þar. Þau voru þrjú að fara þar yfir og tvö fórust eins og sr. Matthías hefur gert frægt í kvæði sínu. Stúlkan sem komst af varð síðan mikil raunamanneskja. Hún komst til ísafjarðar og Vilmundur Jónsson skrifaði minningargrein um hana þegar hún dó þó að hann væri á móti því að skrifa minningargreinar. - Já, afi þinn Þorlákur Guðmundsson var þingmaður. Var það kannski á heimili hans sem þú fékkst áhuga á félagsmálum og stjórnmálum? - Ég veit það varla, og það var ekki svo mikið talað um þau mál á heimilinu og afi var ekki lengur á þingi þegar ég kom til hans. Ég veit ekki einu sinni hvort hann var Valtýingur eðaekki. í hádegiserindi sem Gísli Jónsson menntaskólakennari flutti í útvarpi fyrir nokkru kom það fram að Þorlákur afi minn varð fyrstur til að flytja frumvarp til laga á alþingi um kosningarétt kvenna. Það mun hafa verið 1886 en náði þá ekki fram að ganga. Þetta finnst mér nokkuð gott hjá ómenntuðum bónda austan úrsveit. „Bókbindarar lepja dauðann úrskel“ - Hvenær fluttist þú til Reykjavíkur? - Afi keypti býlið Eskihlíð árið 1902 og þangað fluttum við en vorum í Fífuhvammi ÁGIRNDIN er því miður drifkrafturinn“ Rætt við Guðgeir Jónsson bókbindara og fyrrverandi forseta ASÍ en hann varð nfræður á mánudaginn. ásumrin. Hannnýtti þájörðhálfaá árunum 1903-05 en leigði hinn helminginn. Afi dó svo 1906 og fluttum við þá á Skólavörðustíginn og vorum þar þangað til amma mín, Valgeröur Ásmundsdóttur, dó árið 1912. Þá leystist heimilið upp. - Þú hefur þá verið í nágrenni við Þórberg Þórðarson er hann var í Bergshúsi við Skólavörðustíg. Þekktirðu hann? -Já,ég kynntist honum. Viðvorumþá þrír nemar í Félagsbókbandinu, ég, Júlíus Björnsson og Þorleifur Gunnarsson. Þorleifur og Þórbergur voru miklir mátar og sá síðarnefndi kom oft í Félagsbókbandið og þá var spjallað saman um pólitík og allt milli himins og jarðar. - Hvað olli því að þú fórst að læra bókband? - Ég sá auglýsingu í ísafold í janúar 1909 um að bókbandsnemi gæti komist að í Félagsbókbandinu, sótti um og komst að. Guðmundur Gamalíelsson var meistari minn en síðar Guðbjörn Guðbrandsson. - Og hver voru svo kjör bókbandsnema á þessum árum? - Benedikt Þórarinsson kaupmaður var kunnugur afa mínum og ég kom í búðina til hans. Þegar hann frétti að ég væri farinn að læra bókband sagði hann: „Bókbindarar lepja dauðann úr skel“. Hann var mikill bókamaður og lét binda mikið inn fyrir sig svo að hann mátti gjörst um þetta vita. Ég fékk 15 krónur á mánuði fyrsta árið, 20 krónur annað árið, 25 krónur þriðja árið og 35 krónur fjórða árið. - Var hægt að framfleyta lífinu á þessu? - Nei, það var ekki hægt að lifa á þessu þó að annað verðlagværi þá. En égbjóí heimhúsum svo að þetta gekk. Éghefaldrei verið skörungur - Hvar lifnaði áhugi þinn á félagsmálum fyrir alvöru? - Ég gekk í góðtemplararegluna í nóvember 1908 og var einnig um tíma í ungmennafélagi. Síðan valdi ég á milli og sagði mig úr ungmennafélaginu. Hjá góðtemplurum vandist ég félagsmálum, en var þó óframfærinn og hafði mig lítt í frammi, var alltaf feiminn. - En þú varst í fararbroddi í kj aramálum bókbindara. - Bókbindarafélagið var upphaflega stofnað 1906 á heimili Péturs G. Guðmundssonar og var hann aðalstofnandi þess ásamt Lúðvík Jakobssyni sem var fyrsti formáðurinn. Pétur hafði komist í kynni við verkalýðshreyfingu og sósíalisma við lestur útlendra bóka. Hann var mikill þýskumaður og skrifaðist á við jafnaðar- mannaforingja í Þýskalandi. Lúðvík hafði unnið við bókband í Danmörku og auk þess verið í siglingum og kynntist bæði samtökum bókbindara og sjómanna ytra. Sjálfur kom ég ekkert nærri félaginu til að byrj a með enda var ég í námi. Þetta félag lognaðist svo út af Í912 en var endurvakið 1915 og þá var Lúðvík aftur formaður og ég var þá í stjórn um tíma. Félagið dó aftur en var endanlega endurvakið 1934. Fyrsti formaðurinn þá var Pétur G. Guðmundsson, en gj aldkeri var Jens Guðbjörnsson ogritari Sveinbjörn Arinbjarnarson. Égvarívarastjórn. Égvar svo gjaldkeri frá 1935 og formaður félagsins í 18 ár 1942-1960. Þá var ég að verða 67 ára og fannst mál til komið að yngri menn tækju við. - Og á þessu tímabili varst þú forseti ASÍ um tíma? - Já um tveggja ára skeið. Um það er ekki mikið að segja. Ég hef aldrei verið skörungur. Því meiri lygi eftirþvísem letrið erstærra - Hvað viltu annars segja um bókbind- araferilþinn? - Ég vann að mestu í Félagsbókbandinu til 1916 en frekar lítið var að gera svo að ég Guðrún Sigurðardóttir og Guðgeir Jónsson. Hann varð níræður á mánudaginn en hún verður níræð í haust. Lífsgleðin ljómar af þeim báðum. Ljósm.: Atli. fóríeyrarvinnuþessámilli. Arið 1916 stóð til að ég gifti mig og þá fór ég í verkamannavinnu til Siglufjarðar. Þótt undarlegt megi virðast var kaupið 5 aurum hærra á tímann í slíkri vinnu heldur en bókbandinu og auk þess meiri möguleikar á aukavinnu. Við giftum okkur svo um haustið. Næstu ár var ég hj á Ársæli Árnasyni og Guðmundi Gamalíelssyni og 1918 fékk ég smáaðstöðu fyrir sjálfan mig ogvannsjálfstætttil 1922. Upp úr þeirri starfsemi kom Sveinabókbandið. Við vorum nokkrir um það en svo minnkaði vinnan og þeir yngri gengu úr skaftinu og ég sjálfur 1924. - En þú varst lengst af í Gutenberg? - Já. Ríkið keypti Gutenberg 1929 en sú prentsmiðj a rak ekkert bókband. Svo var það 1932 að Steingrímur Guðmundsson gerði tilraun með bókband á efsta loftinu í Þingholtsstrætinu þar sem áður var prentmyndstofa Ólafs Hvanndals. Ég var ráðinn þangað og það entist nú í 47 ár. Ég var þar verkstjóri í 32 ár - svo hafði ég vit á að draga mig til baka áður en ég yrði svo vitlaus að halda að enginn annar en ég gæti sinnt því starfi. Síðustu árin vann ég hálfan daginn og hætti ekki fyrr en á 86. aldursári. Það var 1979. Þá var mér farin að daprast svo sjón að éghætti. - Þú sérð illa? - Ég get lítið orðið lesið nema fyrirsagnir í blöðunum og sumir segj a nú að minnst sé að marka þær. Hallbjörn Halldórsson prentari sagðist einu sinni hafa orðið samferða gyðing í lest einhvers staðar erlendis og sá sagði að eitthvað gæti kannski verið satt í smágreinunum sem birtust í blöðunum en eftir því sem letrið yrði stærra því meiri væri lygin. - Þú starfaðir lengi innan Alþýðuflokksins? - Já, éggeri ráð fyrir því að enginn núlifandi Islendingur hafi verið lengur áskrifandi að Alþýðublaðinu. Ég var nefnilega orðinn áskrifandi áður en blaðið komút. Þóaðéggengiúrflokknumásínum tíma sá ég ekki ástæðu til að segja blaðinu upp. - Varst þú ekki í miðstjórn Alþýðuflokksins? - Jú, ég var t.d. í miðstjórn þegar nýsköp- unarstjórnin var. - Mér skilst að það hafi verið mjótt á mununum þegar greidd voru atkvæði um það hvort Álþýðuflokkurinn ætti að vera með í þeirri stjórn? -Já,það munaði vísteinu atkvæði. Ég sagði já á fundinum en ég man það t.d. að Guðmundur í. Guðmundsson stóð upp og sagði: „Ég tel Ólaf Thors ekki hæfan til að vera þingmann hvað þá ráðherra og segi því nei“. Þeir voru auðvitað keppinautar um þingmannssæti í sama kjördæmi svo að þetta var kannski eðlilegt. Þaðvarrúmtum okkurþó að við værum9íheimili - Hvaða leiðtogar eru þér minnisstæðast- ir úr Alþýðuflokknum? - Það er enginn vafi á því að Jón Baldvinsson var notadrjúgur maður og hjálpsamur. Það munaði líka mikið um Héðinn Valdimarsson. Hann var forystumaður að byggingu verkamannabú- staðanna. - Eru þetta ekki elstu verkamannabú- staðirnir sem þú ert í hér? - Byggingafélagið var upphaflega stofnað 1930 ogupp úrþvívar helmingurinn af þessari samstæðu reistur við Bræðraborgarstíginn. Ég var framarlega í röðinni og gat fengið íbúð en vantaði peninga. Ég vissi að bærinn hafði lánað barnakörlum til að kaupa skýli yfir sig og fór til ráðamanns í bænum. Það þurfti að greiða 1650 krónur áður en flutt var inn og það í þrennu lagi. Hann sagði enga eign í slíkri íbúð og varð ekki frekar úr. Þegar þessi helmingur var svo byggður 1934-35 gat ég klofið það að komast yfir íbúð og hef búiðíhenni síðan 1935. Oghún hefur reynst mér notadrjúgeign. Þvímiður eru margir sem hafa verið sáróánægðir með að geta ekki selt á frjálsum markaði. Þeir vilja kaupa fyrir lítið en selja fyrir mikið. Ágirndin er víst drifkraftur í skipulaginu og svo hefur það alltaf verið og mun líklega verða áfram. - Var ekki mikil framför að fá verka- mannabústaðina? - Það var rúmt um okkur í þessari litlu þriggja herbergja íbúð þó að við værum 9 í heimili. í íbúðinni beint á móti voru líka 7 börn. Ég man að einhvern tíma þurfti að fylla út manntalseyðublað fyrir húsið og svo margt var í því að það þurfti að sækja viðbótarblað niður á Hagstofu. Niðri eru tvær tveggja herbergja íbúðir og þar var líka margt. - Það hefur verið líflegt hér í hverfinu með öll þessi börn? - Já, en nú sést varla barn hér á leikvellinum. Þettaer allt orðið gamalt. - Að lokum, Guðgeir. Hvað áttu orðið marga afkomendur? -Égá58afkomendur. Börnineru7, barnabörnin 23, barnabarnabörnin 27 og svo er komið 1 í fimmta lið. -GFr „Viljinn til aö bæta laun hinna lægstlaunuðu í landinu sérstaklega virðist mér aðeins vera í orði en ekki á borði. Ég get ekkisagt, aðeinhverjirákveðnir hópar eða félög standi þarna í veginum. Þaðerákvæðisvinnan, sem fyrst og fremst setur strikið í reikninginn - það er ekkert hugsað lengur um tímakaupið, aðeíns bónusinn". Þetta segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Starfsmannafélagsins Sóknar í Reykjavík. Við erum að forvitnast um það hjá henni h vað standi í veginum fyrir því, að lægstu laununum verði lyft í kjarasamningum. Hættulegteftil atvinnuleysis kemur I „Þetta viðhorf margra í röðum launafólks mun koma mjögilla viðfólk, ef tii atvinnuleysiskemur“, sagði Aðalheíður ennfremur. „Atvinnuleysisbæturnar miðast við þessi lágu dagvinnulaun, og ég er hrædd um að mörgum bregði illa við að þurfa að fara að lifa á þessum lúsarlaunum. En um þetta hugsar margt fólk í bónusnum ákaflega lítið. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir um láglaunastefnu: „Viljinn kannski aðeins í orði“ Ég er eínnig eindregið þeirrar skoðunar, og hef alla tíð verið, að vísitölu skuli greiða í krónum og þá miða við góðar miðlungstekjur. Égget ómögulega komið því inri í mitt höfuð hvers vegna þeir sem hæstu launin hafa, þurfa að fá meira en hinir. Því hærri sem tekjurnar eru, þcim mun meiriervísitöluuppbótin. Þetta skilég ckki .w - Hvað stcndur í veginum fy rír því að tekin vcrði upp krónutala? „Það er satt að segja það mikil andstaða gegn þessu víða í verkalýðahreyfingunni, að þetta hefur ekki fengist fram. Þetta var reynt einu sinni. í samningunum 1976. En þá átti BSRB eftir að semja, og þeir sömdu um prósentuuppbót. Þetta gekk því ekki. Það verður að vera ein vísitala í öllu landinu - öðru vísi er þetta ekki gjörlegt“. Húsnæðismál, dagvistarmál og lágmarkstekjurnar - II ver eru að þínu mati brýnustu málin. sem verkalýðshreyfingin þarf að berjast fyrir, fyrir utan kauphækkanir? „Égvil nefna fyrst af öllu, að lágmarkstekj- urnar þurfa að hækka verulega. Það lifir enginn á þeim sultarlaunum, en alltof margir, inestmegnis konur, verða að sætta sig við þessi laun. Þá vil ég nefna húsnæðismálin, sem eru að sliga margt okkar unga fólk. Það þarf veruleg breyting að veröa á og stórauka þarf lánin. Leigjendamálin erú brennandí; nú heyrir maður nefndar tölurnar 6-9000 krónur fyrir „Það lifír enginn á þeim iúsariaunum, sem lágmarks- tekjurnar eru. “ Aðalheiður Bjarnfreðsdöttir, formaður Sóknar. litlar íbúöir. íöllum verkalýðsfélögum er nokkurhópurfélagsmanna, ogafturnefni ég konur sérstaklega, sern ekki hef ur mikið hærri laun en þessi. Þar eru t.d'. ekkjur, sem hafa ekki þrek til að vinna meira en hálfan daginn og ef þær eiga ekki íbúðiHara þær hreint út sagt á vonarvöl. Leigjendureru almennt mjög illa settir og í þeirra málum þarfverulegtátak. Nú, ég vil skjóta dagvistarmálunum að. sem ég vil ekki kalla „kvennamál41. Vinnu- markaðurinn þarfnast vinnuframlags kvenna - og börnin okkar eiga rétt á góðri umönnun. Þeim þarf aðfylgja vel eftirog verkalýðs- hreyfingin þarf að hafa vakandi auga með loforðinu sem ríkisstjórnin gaf í samningun- um 1980. Svo vil ég nefna mál, sem konurnar í mínu félagi hafa mikinn áhuga á. Nokkur hópur fólksíþjóðfélaginu-fólkafkreppukynslóð- inni svokallaðri - sem fór að vinna strax um fermingu og hefur ekki dregið af sér síðan, er hreinlega orðið útslitið. Það hefur ekki'þrek til að vinna nteira. EUilífeýrisaldurinn er miðaður við 67 ár, en sumt fólk er hreinlega búið fyrir þann tíma. Þess vegna höfum við mikinn áhuga á því að gcra ellilífcyrisaldurinn sveigjanlegan, þannig að fólk sem er búið með sitt þrek geti farið á eftirlaun. Þeir sem treysta sér til að vinna lengur eiga hins vegar að fá að gera það. Þetta er okkur mikið hjartans mál. og við vil jum gjarnan að þetta verði tekið upp“. Tryggjumgóða þátttöku 1. maí - Á morgun er 1. maí. Áttú einhverja hvatningu til íslensks launafólks á þeim degi? „Mér finnst ákaflega mikilvægt að það verði góð þátttaka á þeim degi. Þátttakan í hátíðahöldum verkalýðsins hinn 1. maíhefur oft á tíðum haft veruleg áhrif á gang þjóðmála í þessu landi, og hún getur enn haft það. Þess vegna er mikilvægt að sem flestir taki þátt í þeim og verkalýðshrey fingin sýni þannig afl sitt. Við skulum vera þess minnug, að víða um heim hefurfólk ekki freisi til þess að halda þennan dag hátíðlegan. Við hofum þetta frelsi - og við skulum nota það“. -as

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.