Þjóðviljinn - 01.05.1983, Síða 21

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Síða 21
Helgin 30. aprfl/1. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 brMae Úr ýmsum áttum í dag kl. 10., hefst í Menning- armiðstöðinni við Gerðuberg í Breiðholti, hið árlega „Portoroz“ mót B. í. og Samvinnuferða- Landsýn. Ekki er vitað um þátt- töku í mótinu, en gert var ráð fyrir 36 pörum, eða 42 pörum. Keppt er um ákaflega góð verðlaun. Mótinu verður skipt í 3 umferðir og munu efstu pörin eftir 2 umferðir skipa A-riðil, þarsem keppt verður um aðalverðlaunin. Veitt verða svo aukaverðlaun þeim pörum er efst Verða í B og C riðlum, kr. 2.500 fyrir hvort sætið. Keppnisstjóri verður sennilega Guðmundur S. Hermannsson, fá- ist ekki annar stjórnandi. Mót þetta er orðinn árlegur við- burður í okkar bridge, og er það vel. Með hækkandi sólu fer að draga úr starfsemi bridgefélaganna í landinu. Einu reglulegu mótin á sumrin, eru Bikarkeppni B. í., og Sumarspilamennskan í Reykjavík. Þar af leiðir að bridgeskrif drag- ast saman, og framvegis verður aðeins einn þáttur í viku, þ. e. helg- arþátturinn. Högni Torfason fyrir hönd Skák- blaðsins (Jóhanns Þóris) stendur nú í stórræðum. Hann er að undir- búa viðtöl og frásagnir úr íslands- mótinu í sveitakeppni, í sérstöku riti (fylgiauka) Skákblaðsins. Má vænta góðs af þessu starfi Högna, en hann er þaulvanur þessháttar vinnu, sem gamall fréttahaukur. Eins og áður hefur komið fram í þættinum, er búið að velja landslið okkar, sem fer á EM í júlí í Wiesba- den Þýskalandi. Fyrirliði liðsins verður hinn góðkunni og fyrrum landsliðsmaður, Guðmundur Pét- ursson. Gott val það, því Guðmundur er ekki með öllu óvanur keppnum sem þessum. Fyrir nokkrum árum síðan skrif- aði Guðmundur grein um lands- liðsmál sem birtist í Vísi. Það var eftir eina förina út, þar sem sumum þótti uppskeran frekar rýr. Þessi grein Guðmundar stendur enn fyrir sínu, því á það er. að líta að þessir kappar sem skipa landsliðin úti í heimi eru velflestir atvinnu- menn í greininni, eða sem næst því. Þess vegna er allur samanburður mun erfiðari í dag heldur en fyrir tuttugu eða þrjátíu árum síðan. Tækninni fleygir fram, og allir vita að jurtir þrífast síður í grýttum jarðvegi. Hvernig skyldi standa á því, að svo margir snjallir bridgespilarar hefji keppnisferil sinn í skák en ljúka honum í bridge? Lygilega margir af okkar keppn- ismönnum hafa einmitt fetað þessa slóð, að hefja keppni í skák en gefa það síðan á bátinn og snúa sér al- farið að bridge.Nú er ég ekki að segja, að að liggi í augum uppi hver ástæðan er, en vil aðeins í því sam- bandi nefna nokkur nöfn: Hjalti Elíasson, Benedikt Jóhannsson, Brynjólfur Stefánsson, Jónas P. Erlingsson, Ómar Jónsson, Björ- gvin Víglundsson, Ásgeir P. Ás- björnsson, Björn Halldórsson, Jón Þorvarðarsón, Þórir Sigursteins- son, Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson, Þórarinn Sigþórsson o.fl. Er þetta tilviljun? Eða hafa skákmenn, sem jafnframt snúa sér að bridge betri möguleika á ár- angri? Hver veit. Oddur A. Sigurjónsson fv. skólastjori í Víghólaskóla í Kópa- vogi lést fyrir skömmu. Oddur var einn af stofnendum Ásanna í Kópavogi og mjög virkur í starfi þeirra meðan hans naut við í Kópavogi. Umsjónarmaður vill þakka fyrir þau kynni sem hann hafði af Oddi, bæði sem skóla- stjóra og vini. Guðmundur Sveinsson - Mikill áhugi virðist vera fyrir Bikarkeppni Bridgesambandsins, sem senn verður hleypt af stokkun- um. Þar spilar eflaust inní, að meg- inpartur þátttökugjaldsins rennur nú beint í ferðastyrk viðkomandi sveita, sem lengst þurfa að fara til keppni. Þetta þýðir, að allir geta verið með því formið á þessari kep- pni hentar velflestum, enda rúnrar keppnistími í hverri umferð. Og þá er ekkert annað en að tilkynna þátttöku sem fyrst. Umsjón Ólafur Lárusson Spilarar eru minntir á að til- kynna þátttöku í íslandsmótið í tví- menning hið allra fyrsta. í síðasta lagi næstu helgi. Frá Bridgedeild Skagfiröinga Nú mun um nokkurt skeið verða spilaður tvímenningur á þriðju- dagskvöldum, í einum eða tveim riðlurn eftir þátttöku. 26. apríl urðu eftirtalin pör efst (átján para riðill): 1. Sigmar Jónsson - Vilhjálmur Einarsson 272 2. Guðni Kolbeinsson - Magnús Torfason 261 3. Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 225 4-5. Baldur Árnason - Sveinn Sigurgeirsson 218 4-5. Bjarni Pétursson - Ragnar Björnsson 218 Meðalskor 210 Spilað er í Drangey, Síðumúla 35. Keppnisstjóri er Guðmundur Kr. Sigurðsson, hinn „síungi“ stjórnandi Frá Bridgefélagi Hafnarfjardar í annarri umferð hraðsveita- keppninnar náðu hæstri skor sveitir: stig: Sævins Bjarnasonar 512 Aðalsteins Jörgensen 471 Einars Sigurðssonar 461 Mcðalskor 432 Að tveimur umferðum loknum eru efstar sveitir: stig: Sævins Bjarnasonar 100 Aðalsteins Jörgensen 972 Einars Sigurðssonar 902 Síðasta umferð sveitakeppninn- ar verður spiluð mánudaginn 2. maí n.k. og verður það jafnframt síðasta spilakvöld á þessum vetri. Frá Bridgefélagi fíeykjavíkur Nú er lokið undankeppni i butler keppni félagsins og urðu úrslit þar þessi: A-riðill Sigtryggur Sigurðsson - Stcfán Guðjónsson Sigurður Vilhjálmsson - 192 Sturla Geirsson Bragi Erlendsson - 182 Ríkharður Steinbergsson Sigurður Sverrisson - 179 Valur Sigurðsson Guðmundur Arnarson - 174 Þórarinn Sigþórsson 166 Þorgeir Eyjólfsson 166 B-riðill: Guðlaugur Jóhannsson - Örn Arnþórsson 180 Guðni Þorsteinsson - Sigurður B. Þorsteinsson 180 Þorfinnur Karlsson - Gísli Hafliðason 176 Jón Baldursson - Hörður Blöndal 169 Jakob R. Möller - Runólfur Pálsson 168 Aðalsteinn Jörgensen - Stefán Pálsson 164 Þessi pör munu spila til úrslita n.k. miðvikudag og byrja þau með einn þriðja af skor úr undankeppn- inni. Að auki verður frjáls spila- mennska á miðvikudaginn skv. nánari ákvörðun stjórnar, en þetta kvöld er síðastá spilakvöld hjá fé- laginu á þessu starfsári. Frá Bridgefélagi Keflavíkur Nú eru aðeins loka umferðir eftir í undankeppni meistaramóts B. F. S. og er keppnin sérlega skemmti- leg, 7 sveitir hafa möguleika á að komast í lokakeppnina Qg er stað- an þessi, leikjafjöldi fylgir með: 1. Haraidur Brynjólfsson, 129 9 2. Alfrcð Alfreðsson, 127 9 3. Sigurður Brynjólfsson, 124 10 4. Jóhannes Ellertsson, 108 9 5. Einar Baxter, 106 9 6. Grethe Iversen, 101 8 7. Guðmundur Ingólfsson, 98 9 Félagsmálastofnun Selfoss Staða umsjónarmanns Hótel Selfoss er laus til umsóknar. í starfinu felst meðal annars yfirumsjón með rekstri og umsjón með veit- ingasölu, þar með talið tilboð veitinga. Umsóknum sé skilað á skrifstofu Félagsmál- astofnunar, Tryggvaskála, sími 99-1408. Umsóknarfrestur er til 9. maí. Félagsmálastjóri 1.MAI Opið hús Kaffiveitingar Hið nýja húsnæði VR í Húsi Verzlunarinnar verður til sýnis fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra 1. maí frá kl. 15.00-18.00. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Kaffiveitingar. Lúðrasveit leikur frá kl. 15.00. Verið virk í VR. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur HJA OKKUR NA GÆÐIN IGEGN Við hjá Ramma h.f. í Njarðvík notum eingöngu úrvals við frá Norður-Kirjalalandi (Karelia) í Finnlandi. Á svo norðlægum slóðum vaxa trén hægt. Árhringir trjánna liggja því þétt — viðurinn verður betri en annars hefði orðið raunin. í sögunarmillu Nurmeksen Saha er viðurinn flokkaður eftir gæðum og útliti. Við kaupum af þeim eingöngu I. flokk. Og við notum ekkert annað timbur. Kröfur okkar eru því mun meiri en þær sem gerðar eru samkvæmt íslenskum staðli IST 41. Þar ná ákvæðin aðeins til þeirra flata sem eru sýnilegir. Hjá okkur ná gæðin í gegn. *NURMES* I. FLOKKUR NUR*MES 2. FLOKKUR NURMES 3. FLOKKUR niiHi m o íuiöaverksmiðja NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf14 Söluumboð í Reykjavík: IÐNVERKH.F. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.