Þjóðviljinn - 01.05.1983, Síða 12

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Síða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 30. apríl/1. maí 1983 Svala Sigurleifsdóttir skrifar frá New York: „Fjall“ (frá 1980-82, 128x137 sm). Eitt af verkum Sigurðar Gúðmundssonar á Guggenheim-sýningunni. Aö sitja i fílabeinsturni í þessari borg eru peningar mál málanna. Ef ég heföi í upphafi flutt inn fílabeinsturn hér þá væri ég fyrir löngu komin niöur á jörðina því þaö væri örugglega búið aö stela fílabeininu. En það má segja aö um stundarsakir sé ég í vissri fjarlægð frá dægurþrasi á íslandi. Ég er í þeirri fjarlægð að íslensku dag- blöðin eru venjulega viku til hálfsmánaðar gömul þegar ég les þau. Stundum finnst mér fátt læsilegt í þeim, en stundum eru í þeim gullkorn eins og þetta: „Því að auk foldarinnar sjálfrar og sögunnar verður aldrei um eilífð til neitt ísland utan það ísland, sem geymist í listmenningararfi þess.“ Og þetta eru orð Árna Björnssonar (tilbrigði við orð Árna Magnússonar?) í smápistli um tónlistarárið 1982 í Helgar- póstinum í seinasta mánuði. Þessi orð koma honum í hug við að hlusta á Seðlabanka- stjórann þungbúinn í útvarpinu að ræða efnahagsmálin. Mér dettur nú einna helst í hug að listmenningararfurinn hefur hingað til ekki verið skapaður af fólki á banka- stjóralaunum. Peningar hafa löngum verið eins konar feimnismál meðal listamanna, en það er að breytast. Það er ýmislegt sem bendir til þess að myndlistarmenn ætli ekki að sætta sig við það lengur að vinna þeirra sé lítilsmetin, en afrakstur vinnu þeirra þó oft notaður til að sanna að á íslandi búi menningarþjóð. Það væri hægt að taka ótal dæmi um þetta, en ég ætla að taka það nærtækasta: Scandinavia Today menning- arkynninguna sem enn er á dagskrá hér í Bandaríkjunum. Menningarkynning eða vörukynning? Ef ég ætti að draga ályktun af því sem hefur verið skrifað um þessa menningar- kynningu í íslensku dagblöðin, þá mundi ég álíta að þetta væri fyrst og fremst kynning á skinnkápum, þorskflökum, lopapeysum, lambakjöti og öræfaferðum. Og kannski líka kynning á þjóðhöfðingjum Norður- landanna. Það hefur mest lítið verið fjallað um þau listaverk sem kynnt hafa verið hér. Eins og það sé ekki á hreinu að án listaverk- anna, þ.e. vinnu listamannanna, þá hefði ekki þurft neina þjóðhöfðingja á staðinn. Það hefðu ekki verið neinar sýningar, engin tónlist og enginn upplestur, - ekkert til að tala um og hrósa. Myndlist hefur verið sú listgrein sem hvað mesta kynningu hefur hlotið hér í New York. Aðalsýningin var í Guggenheim- safninu, sem er eitt af stærstu myndlistar- söfnunum hér. Þar voru þrjár sýningar undir merkjum Scandinavia Today. Ein sýning á verkum danans Asger Jorn (1914- 1973), önnur á verkum svíans' Öyvind Fahlström (1928-1976) og sú þriðja á verk- um tíu núlifandi myndlistarmanna. Þeir voru frá Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð, tveir frá hverju landi. Allir karlkyns! Fulltrúar íslands voru þeir Hreinn Friðfinnsson og Sigurður Guð- mundsson, báðir með þræl-góð verk. Þeir hafa báðir verið búsettir í Hollandi um ára- bil, enda búa hollenskir myndlistarmenn við mun betri kjör en tíðkast á íslandi. Haf- ið þið hugsað út í það hve mikið af þeirri listsköpun sem við köllum íslenska hefur farið fram á erlendri grund? Umfjöllun um það gæti fyllt þykka bók. Ódýr menningar- sönnunargögn Þegar þarf að sanna fyrir útlendingum að við íslendingar liggjum ekki bara yfir þriðja klassa kvikmyndum á vídeóspólum, heldur séum við þjóð sem eigi sér hámenningu, þá er gripið til myndlistarverka sem sönnun- argagna. Jafnvel þótt það verði að sækja þau til Hollands. Því skildi maður ætla að myndlist væri í hávegum höfð af heildinni. Er hún það? Á Listahátíð seinasta sumars var einu prósenti af fjárhagsáætlun varið í að kynna myndlist. Það voru um 30 þús. krónur. Rökin fyrir svo nánasarlegri upp- hæð voru þau að Listahátíð ætlaði sér ekki að stunda taprekstur á menningarkynn- ingu. Myndlistarsýningar áttu að standa undir sér fjárhagsíega rétt eins og hljóm- leikar. Nú berast hins vegar þær fréttir að tapið á Listahátíðinni hafi verið um 750 þúsund krónur. Já bara tapið á hátíðinni er tuttugu og fimm sinnum sú upphæð sem ráðamönnum fannst við hæfi að kynna myndlist fyrir. Niðurstaðan af svona dæmi hlýtur að vera sú að þegar kemur að heildinni að leggja fram fé til að styðja myndlist þá er myndlist lítils metin, en þegar það þarf að hreykja sér af íslenskri menningu þá er myndlist mikils metin. Og til að kóróna þennari hugsunarhátt þá þykir það sjálfsagt að myndverk íslenskra myndlistarmanna séu notuð til að auglýsa hvað svo sem íslenskum fjármagnseigendum gott þykir. . í Þjóðviljanum á bls. 17 þann 16.-17. okt- óber síðastliðinn er til dæmis það harmað að íslensk fyrirtæki hafi ekki áttað sig í tíma á því hvernig nota mætti auglýsingargildi Scandinavia Today til fuilnustu. Auðvitað verður að selja fiskinn, en mér finnst samt ástæða til þess að íslenskir myndlistarmenn hugleiði stöðu sína í þessu sambandi. Er það sjálfsagt að íslenskir myndlistarmenn láni verk sín endurgjaldslaust í skjóli menn- ingarkynningar sem reynist svo ekki síst vera auglýsing á hinum ýmsu vörum fyrir hin og þessi fyrirtæki á íslandi? Það er öll- um kunnugt að ágóði flestra þessara fyrir- tækja rennur alls ekki til almenns verka- fólks. Og það verður seint sagt með sanni að íslenskir fjármagnseigendur hafi verið myndlistarmönnum af SÚM-kynslóðinni þeirra helsta stoð og stytta. Það mætti meira að segja taka ótal dæmi um það hvernig dagblað þessara fjármagnseigenda, Morgunblaðið, hefur löngum gert lítið úr starfi þessarar kynslóðar myndlistarmanna á allan hátt í gegnum árin. Viljum við listir eða húmbúkk? Þegar farið er fram á fé til menningar- starfsemi frá því opinbera þá er svarið yfir- leitt þetta: „Nú er hart í ári og engir pening- ar til“. Alveg burtséð frá því hvernig árar. Eins og allir viti ekki að það er illa farið með heilmikið af þeim peningum sem til eru? Maður þarf ekki að hafa komið nær hinu opinbera en það, að hafa farið í gegnum menntakerfið til að sjá mörg dæmi um undarlega skiptingu á þeim peningum sem til eru. Hér kemur eitt lítið dæmi: Fyrir tæpum tíu árum stundaði ég nám í málaradeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og var líka við nám í enskudeild Há- skóla íslands. Ég drakk morgunkaffið í MHÍ við borð sem nemendur smíðuðu úr gömlum upplýsingaspjöldum frá Torfu- samtökunum sem negld voru á símalínurúllur frá Landsímanum, stólarnir voru ósamstæðir rimlastólar með trésetum og bolla kom maður með sér. Ég er ekki að kvarta. Þetta var ágætt og það var oft fín stemming í kaffinu þar. Síðdegiskaffið drakk ég í Lögbergi því sumir enskutímarn- ir voru þar á fyrstu hæð. Þar drakk ég kaffið úr finnskum fontum með undirskál, köku- disk, sykurkari og rjómakönnu í stíl, í þægi- iegum leðurstólum við lág harðviðarborð með flísum og á veggjunum blöstu við málverk eftir viðurkennda íslenska málara. Það var öllum sem sátu við harðviðarkaffi- borðin í Lögbergi ljóst, að ástæðan fyrir þessum flottheitum var sú að stór hluti kennaranna í lögfræði var oft og iðulega frá kennslu við það að stjórna því í hvað alm- mannafé varvarið,þeir voru að stjórna ís- landi. Ef lögfræðin hefði getað sætt sig við minni íburð þá hefði mátt nota heilmikið af almannafé til að byrja á grunni að húsi fyrir Myndlista- og handíðaskóla íslands. Einhvern veginn er alltaf hægt að redda peningum þegar byggja á bankabyggingar, diskóhallir og stórverslanir, á meðan alls engir peningar fyrirfinnast ef minnst er á að byggja Myndlista-og handíðaskóla, Al- þýðuleikhús eða koma upp góðum tónleikasal. Er þetta það sem við viljum? Ef svarið er já þá finnst mér eðlilegast að þegar það þarf næst að sýna menningar- ástandið á íslandi í útlöndum verði sett upp sýning á seðlum hér í Guggenheim-safninu, í stað ljóðaupplesturs verði diskódans og í stað þess að flytja verk eftir íslenska tóns- miði þá verði bara boðið upp á sefjandi mússak úr stórverslunum. Þá yrði forvitni- legt að vita á hvað þjóðhöfðingjar legðu áherslu í sínum opnunarræðum. Þegar rætt er um hagsmuni myndlistar- manna kemur alltaf að því að raunveruleiki þeirra stangast á við goðsagnir um þá. Ein slík goðsögn gengur út á það að sköpun myndlistar sé hafin yfir tíma og rúm. Sam- kvæmt þessari goðsögn er myndsköpun listamanns algerlega óháð því hvort við- komandi hefur í sig og á. Gott ef það er ekkí almennt álitið farsælast að myndlistarmenn séu sem blankastir. Frístundamálari, sem er að atvinnu annað hvort tannlæknir eða lögfræðingur (skammarlegt að muna þetta ekki!), sagði í blaðaviðtali seinasta vor á þá leið að hann hefði ekki gert myndsköpun að æfistarfi sínu því hann hefði ekki viljað vera fátækur eins og Kjarval. En augnablik! Ef öll verk Kjarvals væru metin á gangvirði í dag mundi sú upphæð mun hærri en eignir meðal-tannlæknis eða meðal-lögfræðings. Þó var Kjarval lengst af alls ekki auðugur maður. Sköpunarverk Kjarvals prýða nú að mestu veggi íslenskrar borgarastéttar. Eitt af hagsmunamálum íslenskra myndlistar- manna er að koma í veg fyrir að aðrir en myndlistarmennirnir hirði launin fyrir vinnu þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.