Þjóðviljinn - 01.05.1983, Side 10

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Side 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 30. apríl/1. maí 1983 sunnudagspistill Árni Bergmann skrifar Svartir fánar í fyrstamaígöngum má einatt sjá tákn og vígorð sem annars eru sjaldan uppi höfð. Til dæmis er eins víst, að þegar lagt er af stað frá Hlemmi þá megi einhversstaðar sjá bregða fyrir eins og tveim svörtum fánum. Og líklega vita fæstir hvað þeir eiga að tákna. En þar sem svartir fánar eru þar eru anarkistar á ferð, stjórnleysingjar. Og hvaða fólk er það? spyrja menn. Eru það ekki þeir sem trúa á upplausn og óreiðu og eru ófeimnir við að sprengja fólk í tætlur í nafnþsinna hugsjóna, ef hugsjónir skyldi kalla? Slík tilsvör gætu öðru fremur minnt á það, að áróðursstríðið, innrætingarbardagarnir, hafa verið heldur óhagstæðir anarkistum. Anarkistar eru nú afar fáir og dreifðir og líklega mestu mein- leysismenn flestir - en við nafn þeirra eru oft tengd sprengj utilræði ntannskæð og önnur ofbeldisverk. Þau samtök sem kennd eru við Baader-Meinhof í Vestur- Þýskalandi hafa oft verið kennd við anarkisma - en gamalreyndir an- arkistar eins og Augustin Souchy neita að svo sé. Að kasta sprengjum Að vísu er það ekki út í hött að menn tengja saman í huganum an- arkista og sprengjutilræði. Anark- isminn er skrýtin hreyfing, sem jafnan hefur eðli sínu samkvæmt komið í veg fyrir að úr henni yrðu langlífir pólitískir flokkar. Og innan hennar hafa veriö allskonar straumar og hafa áhangendur hvers þeirra kannski ekki við að afneita öðrum (hefur þetta gerst í mörgum trúm eins og kunnugt er). Og það var seint á síðustu öld, að þeir menn uröu talsvert áberandi, sent töldu auðog forréttindi þvílík- an glæp, að best yrði svarað með ofbeldi - sem vitanlega átti að vera allt annarrar merkingar en ofbeldi yfirstéttanna og búa í haginn fyrir bræðralag og fullkominn jöfnuð framtíðarinnar. Einn slíkur tók sér nafnið Ravachol, og var mikill blaðamatur í Frakklandi og víðar á árunum 1891 og 1892. Ravachol þessi myrti gantlan okurkar! til fjár, hann sprengdi einnig í loft up hús tveggja manna (dómsforseta og saksóknara) sem höt'ðu dæmt stjórnleysingja til harðra refsinga. Ravachol var sjálfur dæmdur til dauða og gekk upp á aftökupallinn syngjandi níð um klerka og hróp- andi: Lifi stjórnleysið! Gerska œvintýrið Ýmisleg fleiri dæmi mættí nefna -til dæmis af Alexander Berkman, sem sýndi banatilræði verksmiðju- eiganda einum í Pittsburgh í Bandaríkjunum, sem hafði látið skjóta á verkamenn í verkfalli og biðu ellefu manns bana. Verk- smiðjustjóri þessi særðist lítillega, en Berkman var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Berkman lifði það sfðar að slást í för með þeim anarkistum sem héldu austur til Rússlands eftir að byltingin hafði sigrað þar 1917. Anarkistarnir héldu þá, að heimsbyltingin væri að hefjast og vildu gjarnan vera með. En þeir höfðu (eins og mjög rækilega kem- ur fram í endurminningum Emmu Goldstein og annarra þekktra an- arkista) allt aðrar hugmyndir um það, hvernig byggja ætti upp fram- tíðarríkið en Lenfn og menn hans. Lenín og bolsévikarnir töldu ekki aðrar leiðir færar en sterka mið- stjórn yfir framleiðslu og fram- leiðendum - en þetta nýja ríkisvald átti svo að lyfta samfélaginu til þess þroska síðarmeir að ríkið gæti „dá- ið út“. Anarkistarnir töldu þetta I þorpum Andalúsíu og Katalóníu voru stofnaðar margar anarkistakommúnur. Er kafíi óþarfa munaður? Krapotkín fursti: engin lög, engir valdhafar. STJORNLEYSIÐ hvaða skepna er nú það? verstu villu - þeir sögðu, og segja enn, að stefna bolsévika leiði ekki til nýs frelsis, þótt svo bylting þeirra kálaði einveldi keisaranna, heldur efni í nýja valdastétt og nýja tegund kúgunar, sem þeir kalla rík- iskapítalisma. Anarkistar vildu treysta á verka- mannaráðin sem áttu að tryggja að framleiðendurnir (verkamennirn- ir) stjórnuðu sér sjálfir- bæði starfi sínu og svo ráðstöfun þess sem framleitt er. Ekki leið á löngu áður en til fulls fjandskapar kom milli anarkista og bolsévika - fjand- skapar, sem átti eftir að kosta margan góðan dreng lífið, bæði í aði og óþaría, og bændur í anark- istaþorpum sumum gengu svo langt að „ákveða" að þeir hefðu ekki lengur þörf fyrir saklausan munað eins og t.d. kaffi. Á Spáni kom einnig rækilega frarn sá höfuð- veikleiki anarkista, að hin firna- lega sterka andúð þeirra á aga og valdboði gerir þá, þótt hugrakkir menn séu og einatt fórnfúsir, illa fallna til að sýna úthald í flókinni pólitískri baráttu í skuggaborgara- styrjaldar. Auk þess komu ýmsir glóðarhausar, sveitir ofstopafullra anarkista, sem voru fljótir til að brenna kirkjur og skjóta grunaða fasista, allmiklu óorði á hina sér- samfélag, þar sem öllum sam- skiptum manna er ekki stjórnað af lögum eða valdhöfum, sjálfskip- uðum eða kosnunt, heldur af gagn- kvæmu samkomulagi milli aðila samfélagsins og af samanlögðum félagslegum venjum og siðum - ekki þeini sem lög eða hjátrú stein- gera, heldur séu þau í sífelldri þró- un og aðlögun í samræmi við kröfur hins frjálsa lífs og njóti örvunar vís- inda, nýjunga og eflingar háleitra hugsjóna. Engir stjórnendur, eng- in krystallisering og hreyfingarleysi heldur stöðug framþróun - eins. og við sjáum í náttúrunni" („Nútíma vísindi og anarkismi“) um ritstjóri eins helsta málgagns anarkista. Hann kallar anarkismann „fé- lagslega og menningarlega hreyf- ingu sem er ekki pólitískur flokk- ur til ao ná völdum“. Souctiy, sem nýlega hefur gefið út sjálfsævisögu sína, „Varúð - stjómleysingi“ sér í ýmsum hneigðum samtímans - kröfunni um velferð fyrir alla, jafn- rétti kvenna, grasrótarhreyfingum ýmiskonar, - bein og óbein áhrif anarkismans. Sem má vel vera rétt. þegar rnenn muna eftir því, að þeg- ar allt kemur til alls er anarkisminn ein grein á risafuru sósíahsinans Valddreifingarumræðan í sam- Lenín 1919 : gátu þeir orðið samferða í heimsbyltingunni? Rússlandi og síðar á Spáni, en þar varð anarkistinn að meiriháttar fjöldahreyfingu, sem hafði veru- lega áhrif á dögum þess spænska lýðveldis, sem barðist fyrir lífi sínu gegn Franco á árunum 1936-1939. Spœnskar tilraunir Anarkistar stóðu þá fyrir merki- legri tilraunastarfsemi bæði í hundruðum spænskra þorpa og í stórborgum eins og Barcelona: verkamannanefndir yfirtóku verk- smiðjur og margskonar þjónustu- fyrirtæki, í sveitum var skipt upp landi eða stofnaðar santhjálpar- kontmúnur í anda Krapotkíns fursta. Á Spáni kom víða fram sú meiniætatilhneiging sem fylgt hef- ur mörgum anarkistum: þeir voru gjarna mjög andsnúnir öllum mun- stæðu og merkilegu hreyfingu spænskra anarkista. Hugsjón Krapotkíns En hvað sem líður vandkvæðum agaleysis, meinlætahneigðar og svo tortímingarástríðu - en allt þetta hefur sett sinn svip á sögu anark- ismans, þá er því ekki að neita, að hér er um einhverja hreinræktuð- ustu hugsjónarstefnu að ræða sem sögur fara af, og hafa margir for- ystumenn hennar verið einhverjir göfugustu boðberar mannlegrar samhjálpar sem um getur. Hinn þekktasti þeirra er að líkindum Krapotkín fursti, sem hefur m.a. komist svo að orði um þann draum stjórnleysingja, að menn geti lifað í frelsi án ofbeldis og þvingunar: „Stjórnleysingjar ímynda sér Ravachol handtekinn : stundum varð skammt á milli bófans og hugsjónamannsins. Draumur og veruleiki Mörgum hljómar slíkt tal sem draumur - og það hefur líka oft verið sagt um stjórnleysingja, a£ þeirra veikleiki sé sá að framtíðar- draumurinn sé jafnan svo óralangt frá hvunndagsleika samtíðarinnar. En þeim hefur líka lærst að binda ekki hugann alfarið við hinn mikla dag, þegar gengið er inn í anark- íska paradís, heldur líta á fram- vindu sögunnar sem langa þróun. sem einnig þeir eiga nokurn þátt í. Einn slíkur er Augustin Souchy sem áðanvar nefndurþýskur anark- isti sem korhinn er yfir nírætt, mað- ur sem þekkti Krapotkín og Lenín og Berkman og var á millistrfðsár- tíðinni er vafalaust rótskyld anar- kismanum, einnig sú formúla nýrrt vinstrihreyfinga, að „frelsi án sósíal- isma leiðir til arðráns, sósíalismi án frelsis til kúgunar" (ummæli Souc hys). Og síðast en ekki síst: þegar ýmiskonar hreyfingar rísa, seir draga mjög í efa hagvaxtarhug- sjónina, sem mótmæla ránsskap á náttúrunni og spillingu umhverfis - þá eru menn að halda áfram ýms- um merkum hugmyndum anark ista, sem aldrei lofuðu því, að þeir myndu skapa allsnægtaþjóðfélög. Vegna þess, að þá grunaði sterk- lega, að „þarfir" mætti frantleiðí eins og hvað annað - og því væri hugmyndin um „allsnægtaþjóðfé- lög“ dýrkeypt þvérstæða í sjálfri sér. áb

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.