Þjóðviljinn - 01.05.1983, Side 8

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Side 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.aprfl/l.maí 1983 Sýning Vilhjálms Bergssonar að Kjarvalsstöðum Odysseifsferð um geiminn Dregið í kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins 10. maí F jöldi góðra vinninga Lífrænar víddir nefnir Vilhjálmur Bergsson myndir sínar aö Kjarvalsstöðum, þar sem hann heldur sýningu um þessarmundir. Vilhjálmurer afkastamikill málari og undanfarin ár hefur hann tekiðumtalsverðum framförum íformbyggingu mynda sinna og litavali. Hann hefur óneitanlega nokkra sérstöðu meðal íslenskra málara, þar sem hann hefur ratað inn á brautir sem óvenjulegar mega teljast hér álandi. Þetta stafar af skyldleika Vil- lijálms með súrrealisma, þeirri tegund sem notast við sjónhverf- istækni (illusjónisma), til að framkalla sálræn viðbrögð hjá áhörfandanum. Notkun á mis- munandi gildum eins og sama litar til að laða fram þrívíddar- kennd form er næsta sjaldgæf í íslenskri nútímalist. í þeim efn- um er Vilhjáímur skilgetið af- kvæmi franska súrrealistans Yves Tanguy. Munurinn er þó allnokkur. Meðan Tanguy málar furðulandslag líkt og frá öðrum og fjarlægum plánetum, svipast Vilhjálmur um úti í geimnum. Lífræn og ólífræn forntin fljóta í tómarúmi. Þau eiga sér enga fót- festu, fremur en smástirni himin- hvolfsins eða öreindir hins ósýni- lega smáheims. Málverk Vilhjálms eru því í senn mikrokosmos og makrokos- mos. Þau eru óhlutkennd, en hlutbundin eigi að síður. Formin skrifar sem sigla um flötinn eru gjarnan plánetulaga eða lífræn, minna jafnvei á líffæri líkt og innvols úr eyra. Stundum kallar málarinn fram kjarnsýrukeðjur, en einnig er farið að örla á ólífrænni fornt- sköpun á borð við bergkristalla sem umbreytast í geometrísk frumform. Það sem telja má heillavænlega þróun, er aukin glíma Vilhjálms við uppbyggingu myndflatarins. Einföld formlausn fyrri verka þar sem stakur hlutur flaut í til- breytingarsnauðu tómarúmi, hefur vikið fyrir flóknara samspili lína, sem skipta fletinum, ein- angra vissa myndhluta og skapa formunum tvírætt og mótsagna- kennt rými. Þetta eykur víddirn- ar í málverkunum og gefur þeim aukna spennu sem fyrri verk Vil- hjálms skorti. Myndirnar verða margbrotnari. Einnig hefur litameðferðin tekið stakkaskiptum til hins betra. Einkum er notkun Vil- hjálms á sígildari litasambönd- um, grænum, brúnum og gráum farsælli en fyrri tónameðferð. Þau eru ef til vill sprottin af áhuga og athugun á tækni klassískra málara. Alltént er það til bóta og eykur mjög virkni og verund skynrænna áhrifa, sem þessum verkum er ætlað að hafa á áhorf- andann. Málverk Vilhjálms eru ekki súrrealísk, þótt aðferðarfræði hans sé sprottin úr þeirri list. Þau eru ekkí könnun á innri lendum sálarlífsins né hinni frægu dulvit- undFreuds. Þaðerfremurvísind- askáldskapur atómaldarinnar sem þrengir sér inn í málverk Vil- hjálms. Hann tekur sér ferð á hendur út í óravíddir alheimsins og þvælist þar unt ókunnar slóðir, svipað og Ódysseifur um Miðjarðarhafið forðum daga. Á vegi hans verða marglyttur, smokkfiskar og þari, öll kynjadýr geimsins birtast málaranum ásamt Skyllu og Karybdís í formi bergkristalla, oddhvassra, sem gætu orðið ferðalangnum skeinu- hættir. Hið eina sem vantar í myndir Vilhjálms Bergssonar, er söngur sírenanna. í málverkum hans ríkir þögnin, jafnvel meir en í flestum málverkum seinni tíma. 50 ferðávinningar innan lands og utan bíða hinna heppnu í Stóra ferðahappdrættinu, sem Alþýðu- bandalagið hleypti af stokkunum til að fjármagna kosningabaráttuna. Hafa stuðningsmenn flokksins fengið heimsenda miða og nú eru þeir hvattir til að gera skil í flokks- miðstöðinni, Hverfisgötu 105 eða flokksskrifstofunum úti um land. A sömu stöðum fást einnig miðar, og kosta þeir 100 krónur. Dregið verður í Stóra ferða- happdrættinu 10. maí og eru vinn- ingarnir freistandi; ferðir til Rim- ini, Júgóslavíu, sumarhús í Dan- mörku, ferðir til Toronto, Sviss, Helsinki, Þrándheims, Amster- dam, innanlandsflugferðir með Arnarflugi, ferð til Akureyrar og önnur til Borgarness Halldór B. Runólfsson ritstjjórnargrein Fyrsti maí í sextíu ár hefur verkafólk hér í Reykjavík gengið um göturnar fyrsta maí til að efla sig til bar- áttu, minna á kröfur sínar og rétt- indamál. Dagurinn er löngu orðinn að hefð, og eins og menn vita fylgir sá ókostur hefðbind- ingu, að frískleikinn vtkur fyrir venjunni, broddur vígorðanna deyfist. Sumir segja þá sem svo, að við þessu sé ekkert að gera - og draga það mjög fram, að menn hafi ekki til einskis farið í verk- föll,staðið í samningum, gengið í kröfugöngum. En þeir sem ekki eru eins þolinmóðir eða sáttfúsir eru þá eins vísir til að leggja alla áherslu á það, að lítið hafi miðað á göngunni löngu, og kannski breytist ekki neitt sem- máli skiptir. Hvaö breytist? Það ætlar sér enginn þá dul í stuttum leiðara að meta árangur af starfi og baráttu íslensks verka- fólks á liðnum áratugum. En öll vitum við, að mannlífið hefur breyst með róttækum hætti og vísar hver eftir sínu höfði á al- menn lífskjör, réttarstöðu verka- fólks, jafnari möguleika til náms, merka áfanga í félagslegri þjón- ustu eða jafnréttisbaráttu kvenna. Það er blátt áfram sið- ferðilega rangt að vanmeta það sem nú var nefnt - því þar með væri sýnd lítilsvirðing miklu og fórnfúsu starfi hundruða og þús- unda karla og kvenna. Hitt er svo annað mál, að verkalýðshreyfing og flokkar henni tengdir hafa ald- rei lokið sínum ætlunarverkum, mörg vandamál verða seint leyst svo vel sé, og með nýjum tíma breytist einatt sjálft inntak þess vanda sem við er að glíma. Sömu kjör En enn sem fyrr hljóta margir að nefna fyrsttil jöfnun lífskjara sem brýnast verkefni verkalýðs- hreyfingar. Eins og menn vita er hér ekki um einfalt verkefni að ræða - ekki síst vegna þess, að í reynd er það svo, að kauptaxtar fyrir venjulegan vinnutíma segja varla hálfa sögu af kjaramálum hópa og einstaklinga. Þeim mun brýnna er það, að menn leiti sem kappsamlegast leiða til að stór- auka vægi venjulegrar dagvinnu í kjörum almennings til móts við yfirborganafargan, yfirvinnu- praxís og bónuskerfi, en allt þetta hefur - meðal annars - hin neikvæðustu áhrif á samstöðu alþýðu og pólitískt heilsufar - auk þess beina heilsutjóns sem vinnu- þrælkun leiðir til. Það hlýtur og að fylgja öllum áformum um kjarajöfnun, að þótt margt gott hafi verið unnið í því að finna félagslegar lausnir á húsnæðisvanda, þá er það Arni eitthvert brýnasta verkefni nú um stundir að efla það kerfi og finna fleiri leiðir til að leysa nýjar kyn- slóðir undan því oki sem núgild- andi lánakjör leggja á fólk. Atvinnuleysi Vofa atvinnuleysisins fer um öll nálæg lönd, og þau kreppu- einkenni sem víða gera vart við sig hafa að vonum aukið áhyggjur Bergmann skrifar manna af því að skrímsli þetta gerði hér strandhögg. Reynsla úr öðrum löndum minnir okkur á það, að atvinnuleysið er í sjálfu sér mikil prófraun á styrk og sam- heldni verkalýðshreyfingar - eins og sjá má af þeim kappræðum sem fram fara í Danmörku og víðar um að skapa fleiri mönnum atvinnu með styttingu vinnutíma og þá um það, að hve miklu leyti tekjutap af slíkri breytingu er bætt einstaklingum.Hér er einnig spurt um pólitískan styrk verka- lýðshreyfingar - hvort hún getur komið í veg fyrir að atvinnuleysi verði notað sem hagstjórnartæki og það réttlætt með því að brýn- ust sé baráttan við verðbólguna. Samráðsnefnd norrænna verka- lýðssambanda hefur einmitt ný- verið vísað slíkum málatilbúnaði á bug. Yfir heimsbyggðir allar Fyrsti maí er alþjóðlégur bar- áttudagur: á þeim degi minnast menn verkalýðsforingja í fangels- um einræðisstjórna, bannaðra verkalýðsfélaga, hafa uppi mót- mæli gegn mannréttindabrotum í austur, suður og vestur. Á þeim degi mótmæla menn því vígbún- aðarkapphlaupi sem bæði stefnir tilveru mannkyns í beinan háska og stelur í revnd brauði frá svelt- andi heimi. Á þeim degi er minnt á mikla nauðsyn þess, að róttæk breyting verði á viðskiptum auðugra ríkja og snauðra - og um leið er lögð á það þung áhersla, að tilvera frjálsra verkalýðsfélaga er ein höfðuðforsenda fyrir því, að umbotaviðleitni komi að haldi, aðneyðarhjálpoglangtíma- aðstoð komi að raunverulegu gagni í þeim hlutum heims sem verst eru á vegi staddir. - ÁB.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.