Þjóðviljinn - 28.01.1984, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 28.01.1984, Qupperneq 22
í i-vVi >;* .ti»;|oi 22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. janúar 1984 Halldór Sigurður Backman Framhald af bls. 11 einstök og úrræðagoður var hann svo af bar. Þessir eiginleikar Halldórs gerðu honum kleift að halda góðum anda á vinnustað þótt unnið væri undir álagi. Verkum var líka oft lokið á ótrúlega skömmum tíma. Miklu hefur Halldór komið í verk, og víst er að mörg voru verkefnin fram- undan. Forlögin eru oft erfið að sætta sig við og söknuður fyllir huga manns er rifjaðar eru upp samverustundir með Halldóri á vinnustað eða í faðmi fjölskyldu. Ætíð var hann hrókur alls fagnaðar og hlátur ríkti hvar sem hann fór. Erfiðleikum lífsins mætti Hall- dór með staðfestu og bjartsýni og yfirsté þá alla. Með ólíkindum var líka af hve mikilli hreysti hann tók á móti sjúkdómi sínum og örlögum síðastliðið hálft annað ár. Forlögin verða ekki flúin þótt . spyrnt sé við fótum og á þeim degi, sem Halldór Sigurður verður jarð- settur, hefði hann orðið sextíu og tveggja ára, hefði dauðinn ekki knúið dyra. Þegar Halldór Sigurður er kvaddur geta eftirfarandi ljóðlínur í þýðingu Steingríms Thorsteinsen átt vel við: Allt hefðarstand er mótuð mynt, en maðurinn gullið þrátt fyrir allt. Stjórn Torfusamtakanna vottar aðstandendum Halldórs samúð sína á þessari erfiðu skilnaðar- stund. Þorsteinn Bergsson. Það vildi svo til að ég var lögð inn til skurðaðgerðar á Borgarspítal- ann, á sömu deild og þú dvaldist þar til yfir lauk. Ég hafði satt að segja kviðið dá- lítið fyrir sjúkrahússlegunni, en það birti þó yfir mér við það, að fyrsta manneskjan sem ég hitti skyldi vera frændi minn. Ég þekkti þig ekki mikið þá, en vissi þó að þegar þörf var á að laga eða breyta einhverju heima, var alltaf kallað á Halla Back. Á spítalanum vorum við saman allan daginn og fólk talaði um „ætt- armótið á Borgarspítalanum". Það var nú kannski ekki að ástæðulausu enda áttum við þar tvær frænkur sameiginlega og er önnur þeirra þar ennþá, því voru allar heim- sóknir tvöfaldar. Þann tíma sem ég var á spítalan- um töluðum við saman um alla heima og geima. Þú sagðir mér frá mörgu um þig og lífið yfirleitt, ým- islegt sem ég vissi ekki áður, en geymi nú með mér. Viljastyrkur þinn og glaðværð kom mikið við mig. Gamansemi þín var engu lík. Þó að þú vissir, að það væri búið að taka úr þér allan magann, og endalokin að nálgast, þá baðst þú mig oft um að ná í göngugrind fyrir þig. Þú ætlaðir að safna nægum kröftum til þess að geta farið heim um jólin, þar sem þú áttir svo margt eftir ógert. Ég þakka þér þessar samveru- stundir. Eyrún Starfsmenn Húsnæðisstofnunar ríkisins hafa á síðustu mánuðum mátt fylgja til grafar þremur mætum samstarfsmönnum. Fyrst var það Guðmundur Vigfússon einn af elstu starfsmönnum stofn- unarinnar, síðan Sigurður Guð- geirsson, sem nýlega hafði tekið við starfi forstöðumanns Bygging- arsjóðs verkamanna, og nú er fall- inn frá Halldór Backman bygging- armeistari, starfsmaður við mats- gerðir félagslegra íbúða. Við sam- starfsmenn þessara mætu manna hörmum fráfall þeirra og söknum góðra félaga, sem okkur fannst all- ir vera á góðum starfsaldri. Halldór Backman hóf störf við stofnunina fyrir þremur árum eftir að ný lög tóku gildi og reglugerð var sett um samræmda verðlagn- ingu og endursölu íbúða í verka- mannabústöðum. Hann tók á þessu starfi sínu með sama áhuga og krafti og öðrum störfum sem hann tók að sér um ævina. Halldór var jafnan mikill áhugamaður um húsnæðismál launafólks og vildi af heilum huga leggja þeim málum lið eftir mætti. Vegna starfs okkar að þeim málum átti ég mikið samstarf við Halldór síðustu þrjú árin og harma nú hvað það tímabil var stutt og tók skjótan enda. Ég minn- ist Halldórs Backman og samstarfs okkar með meiri hlýhug og ánægju en flestra annarra horfinna sam- starfsmanna á lífsleiðinni. Hann kom jafnan uppörvandi og hress til starfa, fullur af starfsþrótti og nýj- um hugmyndum. Ef tími gafst til frá dagsins önn gat hann brugðið upp nákvæmum áætlunum um það hvernig hapn vildi endurbyggja Bjamaborgina og fleiri gömul hús í borginni og veita þeim aftur þá reisn sem þau áður höfðu í svip- móti byggðarinnar. Starfsdagur trésmíðameistarans var því ekki að kveldi kominn í huga Halldórs Backman þegar óþekkt máttarvöld sviptu hann starfsþreki og tóku svo sjálfan lífsneista þessa lífsglaða og litríka persónuleika. Til hinstu stundar gerði hann áætlanir ásamt læknum sínum hvernig hann gæti byggt upp sitt líkamsþrek og unnið bug á sjúkleikasínum. Halldór Backman var hugsjónamaður og mikili bar- áttumaður fyrir bættum lífskjörum og fegurra mannlífi í okkar landi. Með lífi sínu og starfi á hann mik- inn þátt í þeim árangri sem hans kynslóð hefur náð í þeirri baráttu. Ég færi Halldóri Backman hug- heilar þakkir fyrir samstarfið og alla okkar viðkynningu um leið og ég sendi eiginkonu hans og börnum samúðarkveðjur. Olafur Jónsson í löngu veikindastríði, þar sem líkaminn varð að láta undan smátt og smátt, þrátt fyrir harða mót- spyrnu, var Halldór Backman and- Iega heilbrigður og lét endanbilbug á sér finna. Halldór hélt fast í lífið enda maður með óvenju mikla lífs- löngun og þrek, en varð þó að Iáta í minni pokann að lokum. Orösending um dráttarvexti frá Gjaldheimtunni í Reykjavík Athygli gjaldenda er vakin á því, aö gjalddagar opinberra gjalda skv. gjaldheimtuseðli eru 10 á ári þ.e. fyrsti dagur hvers mánaðar nema janú- ar og júlí. Dráttarvexti skal greiða af gjaldfall- inni skuld, þegar mánuður er liðinn frá gjald- daga. Framvegis verður stefnt að því að reikna drátt- an'exti sem næst mánaðamótum og mega gjaldendur ekki búast við, að neinn frestur verði þar á umfram þann mánuð frá gjalddaga, sem áskilinn er í lögum. Reykjavík 25. janúar 1984. Gjaldheimtustjórinn. Frá því að ég fyrst kynntist Hall- dóri, fyrir um 20 árum, hefur mér fundist ég eiga vin og félaga þar sem hann var. Bjartsýni og tak- markalaust áræði einkenndu manninn, alltaf tilbúinn að taka til- hendi og reyna það ómögulega jafnt og það mögulega, hrífa aðra með sér og láta hrífast. Hvar sem Halldór var staddur urðu til fjörugar umræður um menn og málefni, enda hafði hann einstakt lag á samræðulistinni og hafði líka áhuga á flestum sem bar á góma hverju sinni... Nú held ég að Halla Back sé hætt að lítast á blikuna, öll þessi há- stemmdu lýsingarorð og allt þetta lof. Ég ætlaði satt að segja að skrifa sem látlausast, eins og hann hefði helst kosið sjálfur, en þetta voru einu orðin sem ég fann. Jóhönnu, Ingu, Eddu, Adda og Ernst, sem stóðu sem styttur við hlið Halla þar til yfir lauk, votta ég samúð og einnig móður hans, systkinum, barnabörnum og öllum öðrum sem hann syrgja. Friðrik Örn Weisshappel Það mun hafa verið 1943, að ég frétti að þau Arnmundur Gíslason og Inga kona hans hefðu eignast rauðan tengdason, Halldór Back- man að nafni, sem flust hefði til Akraness úr Reykjavík, þar sem hann hefði kynnst Hönnu dóttur þeirra. Heimili þeira var ég vel kunnugur, hafði setið í bekk með syni þeirra, Sigurði, og skeið verið tíður gestur andbýlinga þeirra á hæðinni ofan kaupfélagsbúðarinn- ar. (Síðar giftist sessunautur minn í M.R. yngri dóttur þeirra). Halldóri kynntist ég samt ekki fyrr en veturinn 1945-1946, þótt ég hefði spurt, að hann hefði ásamt Ársæli Valdimarssyni haft for- göngu um stofnun Æskylýðsfylk- ingar á Akranesi. Á lista Sósíalista- félagsins í sveitarstjórnarkosning- unum í janúar 1946, fyrsta fram- boði félagsins, átti Halldór sæti, en efstu sætin skipuðu Skúli Skúlason, Hans Jörgensen, Ingólfur Runólfs- son, Pétur Jóhannsson, Helgi Þor- Iáksson, Magnús Norðdahl, Axel Eyjólfsson, en virðingarsætið Hall- dór Þorsteinsson. Hlaut listinn 183 atkvæði, og naut þar að nokkru rómaðs málflutninga Helga Þor- lákssonar (eina félagsmannsins, sem ég kynntist ekki). Og hlaut sá góði árangur staðfestingu um sumarið í Borgarfjarðarsýslu, þeg- ar Stefán Ögmundsson var í fram- boði. Skömmu síðar voru fimm ofan- talinna félagsmanna á brott, og var þá skarð fyrir skildi í Sósíalistafé- laginu. Fór þá Halldórs Backmans mjög að gæta. Meðan félagið starf- aði átti hann upp frá því lengstum sæti í stjórn þess oft sem formaður. Um land allt voru haustið 1948 harðar kosningar í verkalýðsfé- lögum um fulltrúa á þing Alþýðu- sambandsins. Sósíalistafélagið stóð þá að lista í Verkalýðsfélagi Akraness. Á fundi í íbúð Árna Ing- imundarsonar klæðskera á Suður- götunni var afráðið að leita um stuðning til þriggja gamalla for- ystumanna þess, sem um skeið höfðu staðið utan Alþýðuflokksins og Sósíalistafélagsins, þeirra Arn- mundar Gíslasonar, Ingólfs í Björk og Sigurdórs Sigurðssonar, því eftirmiðdegi gengu þeir allir til liðs við félagið. Félagið var aftur komið í sókn. I bæjarstjórn Akraness var Halldór kjörinn (janúar 1950, og sat í henni fram til 1954. Átti hann sæti í hafnarnefnd og togaranefnd og um skeið í bæjarráði. Halldór Backman lærði húsa- smíðar, eftir að hann fluttist til Akraness. Að þeim vann hann þar, uns hann fluttist til Reykjavíkur 1963, lengstum sem meistari. Þeg- ar tilbúin föt settu klæðskera út á kaldan klaka varð Árni Ingimund- arson lærlingur hjá honum. Sagði Halldór, að Árni hefði strax verið furðulega burðugur að berja klak- ann úr vettlingum á vetrarmorgn- um. Halldór fluttist til Reykjavíkur 1963, og varð hann umsvifamikill húsasmíðameistari. Kom þá hinn mikli dugnaður hans vel í ljós. Um sex eða sjö ár kom ég oft á heimili þeirra Halldórs og Hönnu, og minnist ég hlýlegrar og glað- værrar móttöku þeirra, oft í hópi fleiri félaga. Halldór reisti sér stórt hús, sem í daglegu tali var kallað „Kreml“, og undi hann vel þeirri nafngift. Var það önnur aðalmið- stöð sósíalista í bænum, (fáein fót- mál frá hinni). Halldór var glöggur maður, fljótur að átta sig á málum. Man ég, að Sigfús Sigurhjartarson, sem hlýddi á eina ræðu hans, hafði á því orð við mig, hve skýrt og greinargott mál hans hefði verið. Reykjavík, 27. janúar 1984 Haraldur Jóhannsson Einn kosturinn við að eldast er að manni lærist að meta mannkosti, og einmitt þeir eru faldir í lífsgöngu manna. Ég var heppinn, ég kynntist Halldóri í gegnum vin, sem sagði eitthvað á þá leið, „ég veit um manninn, sem þig vantar til að gera þá hluti sem þig vanhagar um“. Það þurfti að byggja við eldra hús. Ég hafði aldrei séð eða talað við Halldór, en yfir kaffibolla var spjallað um væntanlegar framkvæmdir, ég kjarklítill en hann kjarkmikill. Hann var fljótur að draga helstu þættina fram á blað, áætlun um væntanlegan kostnað, efniskaup og annað, sem tilheyrir slíkum framkvæmdum. Að enduðum kaffifundi fórum við út að væntan- legum framkvæmdarstað, skoðuð- um ummerki og staðhætti. Það var þá, sem mér varð á að segja: „Hall- dór, ég ætla að biðja þig um að byggja fyrir okkur eitt stykki hús“. Þar með var allt klappað og klárt, svo einfalt var þetta. Hann tók þetta að sér með þvílíkum léttleika og lipurð, að ég mun minnast þess til hins síðasta. Það er auðvitað til lítils að minnast á svona einstök verkefni sem Halldór tók að sér, þó verkefnin séu nú mörg sem leysa þarf í svona tilfelli og ég oft ráð- þrota hvernig leysa megi, kom Halldór alltaf með lausn, sem var studd rökum og sannaði hina ein- stöku verkhyggni sem hann bjó yfir og margir aðrir hafa orðið aðnjót- andi. Mörg ár eru nú frá kynnum okkar og þeirri húsbyggingu sem um er skrifað. En þar með er ekki allt sagt. Við hjónin höfum haldið kunningsskapnum áfram við Hall- dór og Jóhönnu hans ágætu eigin- konu og eigum við hjónin margar skemmtilegar minningar sem mað- ur vildi síður vera án, ekki síst er við hjónin brugðum okkur á gömlu-dansana og þeir sem til þekkja vita hve afburða flinkur Halldór var í dansi. Halldór var fél- agshyggjumaður, hann hafði áhuga á manngildinu, eyddi tölu- verðum tíma úr sínu lífshlaupi við að styðja og styrkja þá, sem máttu sín minna. Þegar ég renni huganum til baka og skoða kynni mín af Hall- dóri, er mér efst í huga rökhyggja hans. Hann lét sér fátt óviðkom- andi ef beita mætti rökhyggju, hann var reikningsglöggur með af- brigðum og fer það oft vel saman. Halldór var sérfræðingur í vinnutil- högun, hugvitssamur og djarfur svo, að mörgum fannst nog um og eru til nægar sögur um það. Það var gott að vinna með honum, hann var ætíð svo glaður og spaugsamur, að það hlaut að smita út frá sér. Frú Jóhanna og börn þeirra munu sjá að bak manni, sem mikil eftirsjá verður af. Þeir sem til þekkja vita hve Halldóri var annt um að koma öllu í höfn áður en yfir Iyki. Lengi lifi minningin um Halldór Backman. Trausti Thorberg St. Jósepsspítalinn Landakoti. • Hjúkrunarfræðingar, lausar stöður við eftirtaldar deildir: - Skurðdeild, sérnám ekki skilyrði - Augnskoðun, dagvinna - Göngudeild, dagvinna - Barnadeild - Handlækningadeildir l-B og ll-B - Lyflækningadeildir l-a og ll-A • Sjúkraliðar, lausar stöður við eftirtaldar deildir: - Skurðdeild, dagvinna - Barnadeild - Lyflækningadeildir l-A og ll-A Sumarafleysingar, lausar stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600 kl. 11-12 og 13-14 alla virka daga. Reykjavík 25.1 .’84. Skrifstofa hjúkrunarforstjóra. Framkvæmdastjóri Sljóm Félagsstofnunar stúdenta óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra. Umsækjendur þurfa að hafa háskólapróf eða aðra þá menntun eða reynslu, sem æskileg er við stjórnun og rekstur fyrirtækja. Nánari uþþlýsingar um starfið gefur núverandi fram- kvæmdastjóri í síma 15918 til 6. febrúar 1984. Skrifleg umsókn - þar sem fram koma upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist til skrifstofu Félags- stofnun stúdenta P. O. Box 21, 121 Reykjavík, fyrir 27. febrúar 1984 merkt: Framkvæmdastjóri. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Félagsstofnun stúdenta hefur það hlutverk að annast rekstur, bera ábyrgð á og beita sér fyrir eflingu félagslegra fyrirtækja í þágu stúdenta við Háskóla íslands. Félagsstofnun stúdenta rekur eftirfarandi fyrirtæki: Stúdentagarðana, Matstofu stúdenta, Kaffistofur Há- skólans, Háskólafjölritun, Bóksölu stúdenta, Hótel Garð, Stúdentakjallarann, Ferðaskrifstofu stúdenta og tvö bam- aheimili. Starfsmannafjöldinn er 55.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.