Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINn| Helgin 5. - 6. maí 1984 skammtur afhraðbraut óhamingjunnar Þegar djúpvitrir menn hugleiða undur veraldar, leyndardóma tilverunnar og tilgang - eða tilgangs- leysi - lífsins á jörðinni, hefur það stundum viljað vefjast fyrir þeim að finna réttu lausnina. í Matteusarguðspjalli 7. versi, 7. kapítula segir svo: „Biðjið og yður mun gefast; leitið og þér munuð finna; knýið á og fyrir yður mun upplokið verða.“ Þetta hefur sjálfsagt þótt góð latína í dentíð, en nútímahugsuðurinn sem slíkur, hefur í æ ríkari mæli séð ástæðu til að véfengja, eða jafnvel hafna þessum orðum heilagrar ritningar. Það eru einkum orðin „leitið og þér munuð finna“, sem standast ekki kröfur nútíma hugsunar. Immanuel Kant og Hegel bentu til dæmis á það, með gildum rökum, að aflvaki mannsandans væri „leitin"; Die ewige Suche (hin sífellda (eilífa) leit). Sören Kierkagaard andæfði lengst móti kenningum Hegels um „Die ewige Suche", eða allt þar til hann lést. Nútíma heimspekingar grundvalla hins vegar skoð- anir sínar og kenningar á þeirri staðhæfingu Hegels, að ef sá fræðilegi möguleiki væri fyrir hendi að einhver fyndi það sem hann leitar að, væri grundvöllur and- legrar tilvistar brostinn (gebrochen). Þessu hafði Sokrates raunar haldið fram á sínum tíma en það orðið gleymskunni að bráð, svo Hegel tók þetta upp sem frumlega og eigin kenningu. Af nágrannaþjóðum vorum beita Svíar ef til vill þessum aflvaka mannsandans; leitinni.í langríkustum mæli. Er þar um að ræða hina eilífu leit að próblemum. Á íslandi er það hins vegar leit að lífshamingjunni, sem umfram allt situr í fyrirrúmi. Og úr því að leitin að lífshamingjunni er hinn andlegi aflvaki hérlendis, hlýtur sú spurning að vakna, hvað geti helst orðið til að skyggja á lífshamingju manna á Islandi. Ekki nokkur vafi á því, að það er vegagerð og lagn- ing hraðbrauta á svæðum sem eru að byggjast upp fyrir ofan snjólínu í nágrenni Reykjavíkur. Varla er svo lagður vegarspotti um Breiðholt, Árbæ og Seljahverfi, að ekki sé upp kveðinn gífurlegur harmur og þúsundir manna verði óhamingjunni að bráð. Nú síðast voru þrjúþúsund Breiðhyltingar og Sel- hverfingar sviftir lífshamingjunni með lítilli auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu um það, að í ráði væri að leggja hraðbrautarspotta um fjalllendi Vatnsenda og Rjúpna- hæða. Augljóst er að þessari hraðbraut hefur verið valinn staðurþarsem allirvoru áðuralltaf áberjamó, skíðum, fuglalíf var í miklum blóma, sól í heiði, sæla á hverju leiti og semsagt hægt að njóta útivistar á einu af örfáum útivistarsvæðum á íslandi. Þrjúþúsundmenningarnir hafa sent frá sér greinar- gerð þar sem bent er á það að útblástursmengun geti orðið talsverð ef einhver umferð verði um hrað- brautina, þá er bent á slysahættuna á svona hrað- braut, þar sem fullsannað er að hraðar er ekið á hraðbrautum en öðrum brautum. Þá stendur hrað- brautin það hátt að hætt er við að hún fari í kaf undir snjó á vetrum, að ekki sé nú talað um ísingu sem oft vill koma á fjallvegi sem standa hátt. Skorað er á borgaryfirvöld að leggja þessa hrað- braut annars staðar og þá að sjálfsögðu einhvers staðar, þar sem hún veldur ekki slíkri röskun sem þessi. Hefur mönnum helst komið til hugar að leggja hana um Kapelluhraunið eða þá austur á söndum. Eitt af því sem veldur þeim sem málið varðar hvað mestu hugarangri, er það hve nálægt byggð hrað- brautin er og svo náttúrlega hvað hátt hún stendur. Auðvitað hefði besta lausnin verið sú að flytja alla 'byggð Reykjavíkur endanlega upp fyrir snjólínu og uppí fjalllendið kringum borgina, en leggja síðan hrað- brautina þar sem snjó festir ekki á vetrum, nefnilega um Kvosinamilli Reykjávíkurflugvallarog hafnarinnar. Þegar Davíð Oddsson borgarstjóri tók við mótmæl- unum hafði hann orð á því að fundin yrði lausn á þessu máli „sem allir gætu sætt sig við“ og frá æðstu stöðum fengu svo mótmælendur að víta það, að hraðbraut sem aðeins væri komin í Lögbirtingarblaðinu, yrði nú sennilega ekki lögð næstu áratugina. Og þá getur nú farið svo, að þegar hraðbrautin loksins kemur, verði allir mótmælendurnir dánir, en eftirlifendurnir hæstánægðir með að geta komist leiðar sinnar úr Breiðholtinu og niður í Arnarnes. En þeir sem halda áfram að vera óhamingjusamir eftir sem áður, ættu að rifja upp þessa gömlu vísu: Eitt er talið alveg víst eða svona hérumbii, að það valdi sorgum síst, sem að gerir iítið til. skráargatiö Vettvangur fyrir spaklega umfjöllun um sósí- alisma og lýðræði er nú loks fund- inn í tímaritinu Framvegis, sem gefið er út af hópi áhugamanna um þessi merku fræði. Fyrsta heftið er þegar komið út og lofar góðu. Þar er kræsilega fjallað um ferðalýsingar frá Sovét milli stríða, sósíalíska kvöldskóla, kvennaframboðið og fleira tíma- bært. Stefnt er að því að tímaritið komi út einu sinni til tvisvar á ári, allt eftir dugnaði útgefenda sem eru Örnólfur Thorsson og vaskur hópur í kringum hann. Kannski hér sé kominn hinn langþráði vettvangur fyrir naflaskoðun á vinstri vængnum... Bœndastéttin unir nú hag sínum illa og telur Framsóknarflokkinn hafa brugð- ist sér illa. Á sama tíma og verið er að lækka niðurgreiðslu á bú- vörum er kaup launafólks lækkað svo mjög að neysla hlýtur að dragast saman og bændum finnst þrengt að sér úr öllum áttum þannig að horfi til landauðnar í 'Sumum sveitum. í*á er einnig horft á það að verið sé að hreinsa fulltrúa bændastéttarinnar út úr valdastofnunum Framsóknar- flokksins. Þannig féllu síðustu Móhíkanarnir Jónas Jónsson Búnaðarmálastjóri og Hákon Sigurgrímsson talsmaður Búnað- arfélagsins niður í varamennsku í framkvæmdastjórn á nýaf- stöðnum miðstjórnarfundi. Það er því ekki að ófyrirsynju sem einum bændahöfðingjanum í Dölunum varð að orði fyrir nokkrum dögum: ,Jónas Krist- jánsson á DV er farinn að fram- kvæma iandbúnaðarstefnu sína undir dulnefninu Jón Heigason“. Morgunblaðið tilkynnti á baráttudegi verkalýðs- ins að skipulagsbreytingar hafi verið gerðar á ritstjórn blaðsins. Auk þess að Björn Bjarnason var gerður að aðstoðarritstjóra fólust breytingarnar í því að Arni Jörg- ensen var dubbaður upp í fulltrúa ritstjóra. Árni hefur um 11 ára skeið verið útlitsteiknari blaðsins og undanfarin ár verkstjóri hönnunardeildar. Nú á hann að móta nýtt útlit blaðsins vegna nýrrar prentvélar sem Mogginn er að kaupa. Einnig á hann að vera tengiliður milli ritstjórnar og tæknideildar og á herðar honum hefur verið lögð ritstjórnarleg ábyrgð á fylgiblaði Moggans á föstudögum. Þetta síðastnefnda kemur ýmsum spánskt fyrir sjón- ir því föstudagsútgáfunni hafa tvær konur stýrt frá upphafi, þær Hildur Einarsdóttir, fyrrum rit- stjóri Lífs og Valgerður Jónsdótt- ir. Þær stöllur hafa mótað þetta fylgiblað sem oft hefur verið einn frísklegasti hluti Moggans og ekki þurft neinn stjóra fram til þessa. Nú er settur yfir þær karl- maður sem ekki hefur komið ná- lægt skrifum í blaðið og vefst þessi ráðstöfun nokkuð fyrir blaðamönnum, ekki síst þeim sem eru af kvenkyni. Albert Guðmundsson hefur komið ár sinni þannig fyrir borð að hann má helst ekki leysa vind, þá eru fjölmiðlarnir komnir á staðinn. Ljósmyndarar eru fremur fáséðir gestir í borgarstjórn en á fimmtudag brá svo við að þrír voru mættir á mínútunni fimm. Ástæðan var auðvitað sú að Al- bert hafði boðað endurkomu sína í borgarstjórn. Lesið var bréf frá Er nafnlft Jón Helgason aóelns dulnefnl... Var Árni Jörgensen settur yfir óþægar konur? honum í upphafi fundarins þar sem hann tilkynnti að hann tæki sæti sitt á ný í borgarstjórn. Svo leið og beið og ekki kom Berti. Loks sagði einhver ljósmyndur- unum að Albert kæmi ekki fyrr en kl. 7 og þá gáfust þeir upp. Reyndar kom Albert aldrei á fundinn og stóð hann þó langt fram eftir kvöldi. ... fyrlr Jónas Kristjánason DV rlt- stjóra? Albert aftur í borgarstjórn ón þess aö vera þar. Þessi endurkoma Alberts er reyndar all hlægileg því að fyrir ári sfðan kvaddi hann borgarstjórn með pompi og pragt og héldu sam- herjar hans, Davíð & Co., hjartnæmar kveðjuræður. Astæðan fyrir því að Albert sest í borgarstjórnina á ný er hins vegar sú að honum finnst bera helst til mikið á Davíð og ætlar nú að bæta úr því. Ennfremur hefur verið (af Davíð) dregið úr fyrir- greiðslupoti hans meðal embætt- ismanna borgarinnar úr fjármála- ráðuneytinu og ætlar Albert því að taka sinn fyrri sess í borgar- stjórn til að hafa óheftan aðgang að embættismönnum. Hitt er annað mál hvort hann mætir nokkurn tíma á borgarstjórnar- fund. Helena, dóttir Alberts Guðmundssonar var nokkurs konar hershöfðingi hjá hulduhernum við síðustu kosningar og sá um að stýra einkabaráttu gamla mannsins. Nú er Helena hins vegar farin til Bandaríkjanna og samkvæmt síð- ustu heimildum komin þar í læri hjá engum öðrum en Ronnie Re- agan forseta! Hún mun starfa á vegum samtaka sem berjast fyrir endurkjöri „old Ronnie“ væntan- lega með það fyrir augum að geta numið þær aðferðir sem myndu duga til að koma fjölskylduhöfð- inu til Bessastaða ef málin snúast á þann veg... Starfsfólk Orðabókar Háskólans fékk nokkra tilbreytingu í gærmorgun. í stað þess að lepja sitt daglega morgunkaffi voru snittur og kampavín á borðum. Tilefnið var sá áfangi í tölvuskráningu á orða- safni stofnunarinnar að þá um morguninn var slegið inn á tölvu orð nr. 100.000. Drjúg vinna er þó eftir við tölvuskráninguna því alls mun vera að finna milli 600 og 700 þúsund orð í seðlasafni Orða- bókarinnar. Það spillti svo ekki gleðinni að orð nr. 100.000 reyndist vera fagnaðartíðindi. Elsta dæmi Orðabókarinnar um það orð er úr Guðbrandsbiblíu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.