Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 5
Helgin 5. - 6. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Skipulögð umrœða um stefnu og starfshœtti í Alþýðubandalaginu Spurningar sendar út til félaganna A síðasta landsfundi Al- þýðubandalagsins var ákveðið að hefja skipulega umræðu um stefnu og starfs- hætti. Þessa dagana er verið að senda fyrstu gögn til að- ildarfélaga bandalagsins og sagði Steingrímur J. Sigfús- son alþingismaður að hér væri um að ræða nokkrar spurningar til flokksmanna og hvatningu um að hefja störf á þessu sviði. Steingrímur sagði að 20. febrúar hefði framkvæmdastjórn Alþýðu- bandaiagsins samþykkt tillögur starfshóps, sem skipaður hafði ver- ið til undirbúnings. Framkvæmda- stjórn hefði síðan gert samþykkt um helstu markmið stefnuumræð- unnar og kosið allfjölmenna sam- ráðsnefnd til að hafa yfirumsjón með verkinu, safna hugmyndum og vera tengiliður í umræðunni. Þessari samráðsnefnd veita forystu Steingrímur J. Sigfússon, Kristín Á. Ólafsdóttir og Engilbert Guð- mundsson. Markmið stefnuumræðunnar eru þessi: • Að fjalla um grundvallaratriði í lífsskoðun og þjóðfélagssýn ís- lenskra sósíaiista. • Að skýra mikilvægustu þættina í stefnumótun á næstu áratugum og opna sýn til viðfangsefna nýrrar aldar. • Að skapa umræðu um (nýjan) landsmálagrundvöll, sem stuðl- að geti að víðtækari samfylkingu vinstri manna. • Að tryggja þátttöku sem flestra í umræðum og umhugsun um stefnumið sósíalista næstu ára- tugi. • Að stuðla að útgáfu stefnumark- andi rita. „Það er skoðun okkar að um- ræða sem þessi um ýmis grundvall- aratriði geti orðið öllu flokksstarfi til góðs og glætt áhuga þeirra sem utan þess standa að kynnast Al- þýðubandalaginu og hafa áhrif á stefnumótun þess. Ég vona að bæði flokksmenn og aðfir eigi eftir að heyra töluvert frá samráðsnefnd- inni á næstu mánuðum, en ég hvet fólk líka til þess að hafa samband við okkur til þess að koma sfnum skoðunum á framfæri, bæði um form og innihald í þessari stefnu-_ umræðu sem nú er að hefjast með skipulegum hætti“, sagði Stein- grímur J. Sigfússon. - ekh Stelngrímur J. Slgfússon: Það er skoðun okkar að umræða sem þessl geti orðlð öllu flokksstarfl tll góðs. í lifandi lýðræði í dag, 5. maí, eru liðin 35 ár síðan Evrópuráðið var stofnað og er þess minnst í öllum aðildarríkjum þess, en þau eru 21 talsins. í tilefni dagsins hefur Evrópuráðið sent frá sér ávarp þar sem lögð er áhersla á að virk þátttaka í lif- andi lýðræði gefi hinum ófrjálsa heimi vonir og ungu fólki möguleika á að taka sjálft framtíðina í sínar hendur. Ávarp Evrópuráðsins er svohljóð- andi: Frelsi er frelsi til skoðanamyndunar og tjáningar, ferðafrelsi, og frelsi gagnvart óréttmætum ríkisafskiptum. Frelsi er að búa í réttarríki, sem verndar einnig hagsmuni minnihlutahópa. Frelsi þýðir réttindi til að taka þátt í mótun og vörslu lýðræðisþjóðfélags. Sá sem játar frelsinu, er einnig samþykkur, alþjóðahyggju og margháttaðri menn- ingu. Það er já við Evrópu. Evrópuráðið, sem samanstendur af 21 ríki, tryggir með mannréttindasátt- málanum vernd og þróun frjáls svæðis sem yfirstígur landamæri. íbúar þessa svæðis geta, gagnstætt því sem tíðkast hjá meirihluta jarðarbúa, beitt sér á op- inskáan hátt fyrir persónulegum, stað- bundnum, þjóðlegum eða alþjóðlegum málum. Með þessu frelsi á ungt fólk möguleika á að taka sjálft framtíðina í sínar hendur. Virk þátttaka í lifandi lýðræði gefur hinum ófrjálsa heimi von- ir - og frelsinu framtíð. ggissiig;^^ 2-3JA HERBERGJA ÖLDUSLÓÐ 79 m2 1480 þús. DALSEL 40 m2 1090 þús. FRAKKASTtGUR 50 m2 1090 þús. HAMRAHLÍÐ 50 m2 1250 þús. NJARÐARGATA 70 m2 1250 þús. SPÍTALASTÍGUR 65 m2 1290. þús. HOLTSGATA Hfn. 50 m2 1200 þús. MÁNASTÍGUR 85 m2 1390 þús. 3JA HERBERGJA BLÖNDUBAKKI 97 m2 1720 þús. aukaherbergi í kjallara. BÓLSTAÐARHLÍÐ 97 m2 1500 þús. LEIRUBAKKI 90 m2 1700 þús. aukaherbergi í kjallara. LINDARHVAMMUR 80 m2 1450 þús. URÐARSTÍGUR 80 m2 1500 þús. sórinngangur. 4RA HERBERGJA DRÁPUHLÍÐ 100 m2 1950 þús. HOLTSGATA 120 m2 1900 þús. HRINGBRAUT Hfn. 117 m2 2100 þús. í skiptum fyrir stærri eign. SERHÆÐIR GUNNARSSUND 110 m2 1550 þús. MIÐSTRÆTI 160 m2 2.5 mill. RVÍK.VEGUR HFN. 140 m2 2.8 milj. BERGST.STRÆTI 130 m2 2.2 milj. EINBÝLI SKUGGAHVERFI gamalt einbýli - 130 m2 gróinn garður, 2.0 milj. GUNNARSSUND eldra einbýli - 1600 þús. VITASTÍGUR gamalt einbýli, þarfnast standsetningar, verðtilboð. ^nipfn^rT^ÁNTÁFYKKUR EíHMÁfiKIPTl EP>» ÖRUGGARI FASTEIGNASALAN Evrópuráðið 35 ára Leitarþjónusta ANPRO leitar að hinni réttu eign ÁN ALLRA skuldbindinga af þinni hálfu. OPIÐ Mánudag - föstudag kl. 9 - 18 um helgar 13 - 17. simar Virk 687520 39424 687521 Bolholti 6 4. hæö NORÐDEKK heílsóluð radial dehh, ístensk framíeíðsta. Framleiðandi Gúmmívinnustofan hf, Réttarhálsi 2, R. Við tökum fulla ábyrgð á okkar framleiðslu Umboðsmenn um allt land Reykjavík Gúmmívinnustofan hf, SKIPHOLTI 35. s.31055 & 30360 Gúmmivinnustofan hf, RÉTTARHÁLSI 2. s.84008 & 84009 Höföadekk hf, TANGARHÖFÐA 15. s.85810 Hjólbarðastöðin sf, SKEDFAN 5. s.33804 Hjólbarðahöllin, FELLSMÚLA 24. s.81093 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, HÁTÚNI 2a. s_. 15508 Hjólbarðaverkstæði Jóns Olafssonar, ÆGISSÍÐU. s.23470 Holtadekk sf, BJARKARHOLTI, s.66401 Landið Hjólbarðaverkstæði Bjöms, LYNGÁS 5, RANG. s.99-5960 Gúmmívinnustofa Selfoss, SELFOSSL s.99-1626 Vélaverkstæði Björas og Kristjáns, REYÐARFlKÐL S.97-42Þ1 Ásbjöra Guðjónsson,STRANIXíÖTU 15a, ESKJFIKÐL s.97-6337 Hjólbarðaverkstæði Jónasar, ÍSAFIKÐL s.94-3501 Hjólbarðaþjónustan, HVANNAVÖLLUM 14b, AKUREYRL s.96-228ál Smurstöð Shell - Olls.FJÖLNISGÖTU 4a, AKUREYRL s. 96-21325 Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar, SIGLUFIRÐL s.96-71860 Dagsverk, VALLAVEGL EGILSSTÖÐUM. s.97-1118 Hjólbarðaviðgerðin hf, SUÐURGÖTU 41, AKRANESL s. 93-1379 Hjólbarðaþjónustan, DALBRAUT 13, AKRANESL s.93-1777 Bifreiðaþjónustan hf, ÞORLÁKSHÖFN. s.99-3911 Aage V Michelsen, HRAUNBÆ, HVERAGERÐL s.99-4180 Bifreiðaverkstæði Bjaraa, AUSTURMÖRK 11, HVERAGERÐL s.99-4535 Aðalstöðin hf, HAFNARGÖTU 86, KEFLAVÍK. s.92-1515

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.