Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. maí 1984 Sundkaffi auglýsir Kaffi, kökur, smurt brauð. Heitar og kaldar samlokur. Hamborgarar og franskar kartöflur Heitar pylsur, tóbak, öl og sælgæti. Opið alla virka daga frá kl. 7 - 22, laugardaga frá kl. 8-19, sunnudaga frá kl. 10 - 19. Sundakaffi, Sundahöfn. Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf deildarstjóra hagdeildar. Viðskipta- eða hagfræðimennt- un tilskilin. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist fyrir 20. maí 1984 merkt starfs- mannahaldi. Upplýsingar veitir forstöðumað- ur fjármálasviðs. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 Reykjavík. Hafnfirðingar - Matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði er bent á að síðustu forvöð að greiða leiguna eru föstudaginn 11. maí nk. Eftir þann dag verða garðarnir leigðir öðrum. Bæjarverkfræðingur. Lækningastofa Hef opnað lækningastofu að Bjargi, Bugðu- síðu 1,600 Akureyri. Stofutími: Þriðjudagar kl. 14 -18. Tímapöntunum veitt viðtaka í síma 26888 alla virka daga kl. 8 - 15.30. Þorkell Guöbrandsson dr. med. Sérgrein: Lyflækningar og hjartalækningar. ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í SAUÐÁRKRÓKSBRAUT III (4,5 km, 44.000 m3). Verkinu skal lokið fyrir 15. september 1984. Útboðsgögn verða af- hent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og á Sauðárkróki frá og með 7. maí nk. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 21. maí 1984. Vegamálastjóri. Við þökkum af alhug öllum þeim er vottuðu okkur samúð við andlát og útför systur okkar og mágkonu, Guðbjargar (Stellu) Stefánsdóttur frá Hvalskeri. Þórir Stefánsson Sigurbjörg Sigurbergsdóttir Pálína Stefánsdóttir Hörður Kristófersson Pétur Stefánsson Þórhalla Björgvinsdóttir Arnfríður Stefánsdóttir Ari ívarsson og börn. Llstaverk eftir Eyborgu Gunnarsdóttur, Ragnhildi Jónsdóttur, Nínu Tryggvadóttur og fleiri konur prýða veggi kaffistofunnar á Keldnaholti. Á myndinni eru Þuríður Magnúsdóttir sem er forstöðumaður fræðslumiðstöðvar iðnaðarins og Svanlaug Baldursdóttir bókasafnsfræðingur sem hafði veg og vanda af því að fá sýnlnguna. Mynd - eik. Vinnustaðasýningar Listasafns ASÍ Kvennalist á Keldnaholti Listaverk eftir konur skreyta nú veggi kaffistofu Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins á Keldnaholti. Verkin eru frá Listasafni ASÍ sem sér um vinnustaðasýningar um allt land. Vinsældir þeirra hafa farið vaxandi og nú í maíbyrjun hefur verið ráðinn starfskraftur til Listasafnsins sem eingöngu sér um sýningarnar sem kallast List fyrir landið. „Ég var ánægð þegar ég sá að hægt var að koma upp frá Lista- safni ASÍ svo frambærilegri sýn- ingu eftir konur“, sagði Svanlaug Baldursdóttir bókasafnsfræðingur sem er í Fræðslu- og menningar- deild starfsmanna á Keldnaholti. Sýningin hefur verið nefnd Kvennalist og á henni eru málverk, grafíkmyndir og vefnaðarlist eftir konur. Frá Listasafninu fylgja upp- lýsingar um verkin og höfunda þeirra. Sýningartíminn er 1 mán- uður, því starfsmannafélagið réð ekki við að fjármagna lengri tíma, sagði Svanlaug. Þorsteinn Jónsson forstöðumað- ur Listasafns ASÍ sagði Þjóðviljan- um að nálega 30 sýningar væru nú í gangi frá þeim. Þær standa ýmist í 1-4 mánuði og eru allt frá 10 til 50 myndir á hverjum stað. Hópar sem eru í verkalýðsfélagi innan ASÍ greiða 3.700 krónur lántökugjald fyrir 4 mánuði ef þeir eru með sýn- ingar að staðaldri, en sýningar á vegum annarra aðila kosta 6.400 sem er raunkostnaður. Einnig er hægt að fá stakar sýningar í 1 mán- uð fyrir þetta verð. Þorsteinn sagði að Listasafnið sjái um uppsetningu og velji verkin en hægt er að óska I eftir ákveðnu þema eins og gert var fyrir sýninguna sem er á Keldna- holti um þessar mundir. -jP Bragi Agnarsson sagöi upplífgandi aö hafa myndlr á veggjum kaff istofunnar frá ýmsum listamönnum. „Mér fannst mjög skemmtileg sýning hér í vetur eftir Jónas stýrimann Guömundsson“. Mynd - eik. Almenn ánægja er með veggskreytingarnar á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Hér eru myndlr eftir Slgrúnu Eldjárn og fleiri grafíklistakonur. Mynd- eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.