Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 21
Helgin 5. - 6. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Minning Guðlaugur Gunnar Jónsson F. 8. febr. 1894 - D. 24. apríl 1984 í dag verður til moldar borinn afi minn og vinur, Guðlaugur Gunnar Jónsson en hann andaðist 24. apríl sl., níræður að aldri. Hann er syrgður af stórum hópi afkomenda en afkomendur hans og ömmu minnar, Guðlaugar Matthildar Jakobsdóttur sem lést árið 1938 á fertugasta og sjötta aldursári, munu vera orðinir 164 talsins. Sú sem þetta skrifar er ein úr hópi 65 barnabarna. Þegar ég kveð þennan glaðværa og góða mann í hinsta sinn er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hann að sem kærleiksríkan afa og vin og einnig stolt yfir því að vera afkomandi slíks manns sem afi var. í mínum huga er hann verðugur fulltrúi alþýðu þessa lands, maður sem háði harða lífsbaráttu til að koma stórum barnahópi til þroska við þröngan kost en óbilandi trú á lífið. Mætti fordæmi hans og lífs- viðhorf verða okkur afkomendun- um leiðarljós og veganesti. Á kveðjustundinni sækja minn- ingarnar að, en afi er órjúfanlega tengdur uppvaxtarárum mínum í Vík í Mýrdal. Ég er fædd í Guð- laugshúsi en svo er hús hans jafnan nefnt. Fannst mér það hús alltaf vera mitt annað heimili og þangað sóttum við mikið börnin í fjölskyld- unni. Mínar fyrstu minningar eru úr því húsi. Áfi vann lengstum í pakkhúsi Kaupfélags Skaftfellinga og var oftast kenndur við starf sitt og kall- aður Guðlaugur pakkhúsmaður. Þar var hann kóngur í ríki sínu og þangað áttum við krakkarnir ófáar ferðir. Við skólakrakkarnir vorum viktuð þar á haustin og þar keyptum við stelpurnar sippubönd sem voru kaðlar af mjóstu gerð sem þeir afi og Hákon Einarsson, sem einnig vann í pakkhúsinu, hnýttu listilega á endunum svo að úr urðu fínustu höldur. Þangað fór- um við lfka með masónítplöturnar, sem við fengum á smíðaverkstæð- inu hjá Matthíasi, og fengum snæri í. Þessum plötum renndum við okkur síðan á í snjónum í Þor- steinsbrekku rétt þar hjá sem pakkhúsið stóð. Gamla pakkhúsið var okkur krökkunum ævintýra- heimur með öllum sínum krókum og kimum. Mörgum var eftirsjá í því þegar það var rifið þótt annað nýtt kæmi í staðinn. Áfi stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um eins og hann var í þá daga, hár og grannur, með silfurgrátt hár, oftast í gráum vinnuslopp með der- húfu og mér fannst hann alltaf svo fallegur. Einnig man ég hann í góðra vina hópi, stundum við skál, eða þá í útreiðartúr á einhverjum gæðingnum eða á hestamanna- mótum. Þá vorum við bamabörnin alltaf svo montin af honum, enda var hann landskunnur hestamaður og átti margan gæðinginn um ævina. Guðlaugur Gunnar Jónsson fæddist á Suður-Fossi í Mýrdal 8. febrúar 1894. Foreldrar hans voru þau hjónin Jón Árnason frá Suður- Fossi og Valgerður Bárðardóttir frá Ljótarstöðum í Skaftártungu. Annan son áttu þau einnig, Bárð, sem líka var búsettur í Vík en hann lést fyrir tuttugu árum. Afi var hjá foreldrum sínum til þriggja ára aldurs en þá urðu þau að senda hann frá sér sökum fátæktar. Var hann í fóstri í Suður-Vík í 7 ár. Sagði hann mér að fólkið þar hefði verið sér gott en aldrei gat hann gleymt sorginni við aðskilnaðinn við foreldrana og hvað hann grét sárt lengi á eftir. Tíu ára gamall fer hann aftur til foreldra sinna sem þá bjuggu á Sólheimum. Fluttist hann síðan með þeim að Ketilsstöðum, Höfðabrekku og loks að Kerlingar- dal. Árið 1918 kvæntist afi ömmu minni, Guðlaugu Matthildi Jakobsdóttur frá Fagradal. Fengu þau hálfa jörðina í Kerlingardal til ábúðar á móti foreldrum afa. En í október 1918 gaus Katla og þótti þá ekki fýsilegt að búa í Kerlingardal. Fluttu þau afi og amma þá til Víkur þar sem þau bjuggu ávallt síðan. Afi hafði alltaf mikla ánægju af sveitastörfum og sagði hann mér að helst hefði hann vilja búa, en ýmis- legt kom í veg fyrir að svo yrði. Var sagt um hann að hann hefði verið glöggur bæði á fé og hross. Eins og margir sömu kynslóðar naut afi lítillar skólagöngu, var að- eins stutt í barnaskóla hjá Stefáni Hannessyni í Litla-Hvammi. Reyndist honum þó sá lærdómur notadrjúgur og enginn skyldi held- ur vanmeta þá þekkingu sem hon- um áskotnaðist í hörðum og margbreytilegum skóla lífsins. Eftir flutninginn til Víkur vann afi ýmis störf, var í vegavinnu, í póstflutningum o.fl. Snemma hóf hann störf hjá Kaupféiagi Skaftfellinga og var fastráðinn þar 1935 sem pakkhúsmaður. Vann hann eftir það hjá Kaupfélaginu allt fram á áttræðisaldur. Pakk- húsmannsstarfið var erilsamt starf en hann sá um allar útsendingar og pantanir fyrir bændur. Var einhver tímann sagt að þar væri réttur mað- ur á réttum stað vegna þess að hann hefði þekkt vel þarfir bænda og því orðið vinsæll í starfi. Til gamans má geta þess að hann var með eindæm- um árrisull maður og alltaf mættur í pakkhúsið fyrir allar aldir, enda var hann ekki að telja eftir sér vinnustundimar fyrir samvinnu- hreyfinguna. Frá 1942 til 1971 var hann verk- stjóri í sláturtíð hjá Sláturfélagi Suðurlands í Vík. Einnig sá hann um sandgræðsluna í Vík frá því að hún hófst og þar til nokkrum mán- uðum áður en hann lést. Sagði hann eitt sinn við mig að þar sæist þó a.m.k. einhver árangur af ævi- starfinu: Þar sem áður voru svartir sandar eru nú grónar grundir. Sem barn og unglingur vann ég undir hans stjóm í sláturhúsinu og við melskurð og hafði mikla ánægju af. Sum barnabarnabörnin urðu einnig þeirrar ánægju aðnjót- andi að skera mel í vinnu hjá lang- afa sínumogvorusynirmínirtveir meðal þeirra. Afi starfaði einnig mikið að fé- Iagsmálum.Hann var mikill fram- sóknarmaður alla tíð og sat lengi í hreppsnefnd Hvammshrepps fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var einn af stofnendum Hestamanna- félagsins Sindra og jafnan virkur félagi og formaður þess um árabil. Þeim afa og ömmu varð fimmtán barna auðið. Þau eru þessi: Jakob, f. 1917, býr að Skaftafelli í Öræfum, kvæntur Guðveigu Bjarnadóttur. Valgerður, f. 1918, Vík, gift Magnúsi Þórðarsyni. Jón, f. 1919, Reykjavík, kvæntur Mar- gréti Ógmundsdóttur. Anton, f. 1920, Vík, kvæntur Charlottu, fæ- ddri Tilsner. Guðrún, f. 1922, Reykjavík, gift Sigursveini Jó- hannessyni. Guðfinna, f. 1923, Reykjavík, gift Björgvin Ól- afssyni. Sólveig, f. 1924, Reykja- vík, gift Guðjóni Eggertssyni. Guðlaug Sigurlaug, Vík, gift Ein- ari Bárðarsyni. Einar, f. 1927, Reykjavík, kvæntur Guðlaugu Höllu Jónsdóttur. Guðbjörg, f. 1929, Vík, gift Ólafi Ögmundssyni. Ester, f. 1931, Vík, gift Guðmundi Sigfússyni sem lést 1978. Erna, f. 1932, Reykjavík, var gift Birni Óskarssyni. Þorsteinn, f. 1933, Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Ágústsdóttur. Svavar, f. 1936, Reykjavík, kvæntur Steinunni Auði Guðmundsdóttur. Guðlaug Matthildur, f. 1938, Sólheimum í Mýrdal, gift Þorsteini Einarssyni. Amma lést árið 1938. Hún var manni sínum og börnum mikill harmdauði. Hefur það verið þungt hlutskipti að standa einn uppi með þennan stóra barnahóp. Afa tókst þó að mestu að halda heimilinu saman með dyggilegri aðstoð tveggja elstu dætra sinna, þeirra Valgerðar móður minnar og Guðr- únar sem þá voru nítján og sextán ára gamlar. Lögðu þær oft nótt við dag að halda heimilinu gangandi. Oft var erfitt um vik sökum fátækt- ar og þröngbýlis. Einnig var mjög gestkvæmt og hefur móðir mín sagt mér að nærri daglega hafi afi tekið með sér gesti heim í mat eða kaffi. Oftast voru það bændur úr nær- liggjandi sveitum sem áttu erindi til Víkur. En einhvern veginn tókst þetta nú allt saman og börnin kom- ust öll til manns. Held ég að bjartsýnin og létta lundin hans afa hafi átt stóran þátt í því. Hann hafði þann hæfileika í ríkum mæli að sjá það jákvæða í tilverunni. Einnig voru systkinin ákaflega samrýmd og samhent. Sambandið milli afa og barna hans var einstaklega hlýtt og gott og var hann umvafinn ástúð þeirra í ellinni. Dóttir hans Ester og maður hennar Guðmundur Sigfússon bjuggu í Guðlaugshúsi allan sinn búskap eða þar til Guðmundur lést fyrir fáum árum. Þau voru honum stoð og stytta í ellinni. Afi naut þess að geta verið á heimili sínu þar til aðeins nokkrum mánuðum áður en hann lést. Var það m.a. að þakka ástúð og umhyggju Esterar og barna hennar að slíkt var mögu- legt. Má segja að hann hafi upp- skorið eins og hann sáði, einnig í samskiptum við aðra en sína nán- ustu. Bændurnir og aðrir, sem hann vann svo vel fyrir á langri ævi, endurguldu honum það með því að sækja hann heim í ellinni. Ég held að vart hafi liðið sá dagur að ekki hafi einhver litið inn og stytt hon- um stundir. Sama gilti þegar hann var kominn á sjúkrahús í Reykja- vík og síðast á Selfossi. Ótrúlegur fjöldi fólks kom og fór allan daginn til að heilsa upp á heiðursmanninn Guðlaug Jónsson. Hann lifði það að halda níræðisafmæli sitt á sjúkrahúsinu, umkringdur börnum sínum og vinum. Þegar hann svo lést aðfaranótt 24. apríl sl. á sjúkra- húsinu á Selfossi voru þrjú barna hans hjá honum. Hvíli hann í friði. Guðlaug Magnúsdóttir. bridge Umsjón Ólaffur Lárusson Metþátttaka í Islandsmóti í tvímenningi Metþáttaka er í íslandsmótinu í tvímenningi 1984. Vel yfir 90 pör eru skráð til leiks í undanrásirnar sem verða spilaðar um þessa helgi á Hótel Esju. Keppendum verður skipt í 14-16 para riðla (eftir þátt- töku) og slönguraðað í 2. og 3. um- ferð 24. efstu pörin spila svo til úr- slita seinna í maí. Spilamennska hefst kl. 13.00 í dag. Næsta umferð verður í kvöld og undanrásum lýkur svo seinni partinn á morgun. Búast má við mikilli keppni um þessi 24 sæti, þegar svo mörg pör taka þátt. Eins má búast við að ýms „þekkt“ nöfn nái ekki í úrslit, þegar svona fjöldi er samankominn. Úrslit í þessu móti verða birt í bridgeþætti á miðvikudaginn. Landsliðskeppnin Á fimmtudaginn voru 12 pör skráð til leiks f landsliðskeppni Bridgesambands íslands.sem hald- in er til undirbúnings þátttöku okk- ar á Ólympíumótið í sveitakeppni, sem haldið er í Seattle, USA, í haust. Búast má við að 14-16 pör taki endanlega þátt í landslið- skeppninni, sem verður spiluð um næstu helgi í Drangey í Síðumúla. Keppnin hefst á föstudagskvöid, síðan allan laugardaginn og um kvöldið, og lýkur á sunnudag. Spil- uð eru 10 spil milli para með But- gler útreikningi. Sumarbridge 1984 Hin árlega sumarspilamennska bridgefélaganna í Reykjavík, hefst fimmtudaginn 17. maí nk. Spilað verður að þessu sinni í sal að Borg- artúni 18, í sama húsi og Sparisjóð- ur vélstjóra. Aðstæður eru allar vel í meðallagi, góð lýsing og loftræst- ing og veitingasala. Að venju mun Ólafur Lárusson sjá um stjórnun á Sumarbridge 1984. Keppni hefst semsagt fimmtudaginn 17. maí og síðan verður spilað tvo næstu miðviku- daga (23. maí og 30. maí) en síðan alla fimmtudaga út sumarið. Spila- mennska hefst í síðasta lagi kl. 19.30, en að líkindum eitthvað fyrr í fyrstu riðlum. Keppnisgjaldi er stillt í hóf og verður kr. 100 pr. spilara. Spilað verður um meistarastig, auk heildarverðlauna til stigefstu spilara að sumri loknu. Fólk er hvatt til að benda byrjendum á, að Sumarbridge er tilvalið tækifæri til að hefja reglulega keppni. í Sumarbridge hittirðu fyrir meistar- ann, jafnt sem byrjandann. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Fyrstu tvímenningskeppni hér á landi með forgjafarsniði lauk sl. miðvikudag hjá félaginu. 30 pör tóku þátt í keppninni, sem var með hefðbundnu sniði (utan forgjafar). Sigurvegarar urðu þeir Árni K.Bjarnason og fsak Sigurðsson. í verðlaun fengu þeir að launum ut- anlandsferð, nánar tiltekið til Amsterdam með Samvinnuferðum-Landsýn. Röð efstu para varð þessi (for- gjöf innan sviga): stig 1. Árni K. Bjarnason - Isak Sigurðsson 811 (101) 2. Björgvin Þorsteinsson - Jón S. Gunnlaugsson 779 (101) 3. Valgarð Blöndal - Þórir Sigursteinsson 762 ( 76) 4. Hjálmtýr Baldursson - Ragnar Hermannsson 753 (101) 5. Rúnar Magnússon - Stefán Pálsson 733 ( 50) 6. Böðvar Magnússon - Ragnar Magnússon 732 ( 76) Efstir án forgjafar urðu þeir Árni og ísak með 710 stig en Guð- laugur R. Jóhannsson og Hjalti Elíasson urðuí 2. sæti með 707 stig. Skor þeirra Guðlaugs og Hjalta gefur tilkynna að forgjafarreikn- ingurinn hefur að líkindum verið nokkuð hár, betri (stighærri) pöru- num í óhag. Þess má geta að þeir Björgvin og Jón Steinar, sem urðu í 2. sæti fengu í verðlaun spilaborð frá SOLO-húsgögnum. Þetta var síðasta keppniskvöldið hjá B.R., á þessu starfsári. Ekki hefur verið ákveðið hvenær aðal- fundur félagsins verður haldinn. Frá TBK Síðastliðinn fimmtudag 3. maí lauk 36 para Barometerkeppni fél- agsins, sem var jafnframt síðasta varð þessi: 1. Ingvar Hauksson - Onvell Utley 2. Sigurður B. Þorsteinsson - Gylfi Baldursson 3. Sigtryggur Sigurðsson - Sverrir Kristinsson 4. Anton R. Gunnarsson - Friðjón Þórhallsson 5. Sveinbjörn Guðmundsson - Bryiyólfur Brynjólfur Guð mundsson 6. Gunnlaugur Óskarsson — Helgi Einarsson 7. Guðjón Jóhannsson - Þórhallur Þorsteinsson 8. Þorsteinn Kristjánss - Rafn Kristjánsson 9. Ómar Jónsson - Jón Þorvarðarson 10. Dagbjartur Grímsson - Alfreð Alfreðsson TBK þakkar öllum spilurum þátt- tökuna á liðnum vetri sem var frá- bær og við vonumst til að sjá ykkur sem allraflest aftur í haust, nýir spilarar eru velkomnir. TBK þakk- ar einnig vinafélögum sínum sem spilað hafa við okkur ánægjulegar samverustundir. Frá Bridgefélagi Breiðfirðinga Eftir tvær umferðir í Butler- tvímenningskeppni deildarinnar er staða efstu para þessi: 1. Ingibjörg Halldórsdóttir - Sigvaldi Þorsteinsson 119 2. Eggert Benónýsson - Sigurður Ámundason 106 para 3. Magnús Oddsson - Jón G. Jónsson 4. Birgir ísleifsson - 104 Gujðón Sigurðsson 101 347 5. Erla Sigvaldadóttir - Lovísa Jóhannsdóttir 97 264 6. Brandur Brynjólfsson - Þórarinn Alexandersson 97 210 7. Ámi Magnússon - Jón Ámundason 96 194 8. Gísli Stefánsson - Kristján Ólafsson 95 171 Meðalskor er 80 stig. 32 pör þátt í mótinu. Alls taka 138 Ný bridgebók 136 á markaðinn 124 112 100 út er komin þriðja bókin í bóka safninu „íslenska bridgesafnið sem Sigurjón Þór Tryggvason stendur að og þýðir. Að þessu sinni hefur Sigurjón valið bók til þýðing ar eftir hinn fræga bridge-og skák blaðamann, Svend Novrup. Fjall að er um „uglurnar" svokölluðu þ.e. þá sem sitja við hiiðina á kepp endunum og sjá yfirleitt allt betur en spilararnir sjálfir. Nokkuð fróð legt viðfangsaefni, ekki satt? Bókin fæst hjá Bridgesamband inu og einnig á bóksölustöðum Óhætt er að mæla með þessari bók fyrir allan þorra bridgeáhuga manna. Sigurjón Þ. Tryggvason gat sér gott orð við spilaborðið hér á árum áður, m.a. í sveitum Gests Jóns sonar og Ólafs Lárussonar. Nú hin síðari ár hefur Sigurjón mest megn is fengist við stjórnun í bridgekepp num, auk útgáfustarfsemi sinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.