Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN! Helgin 5. - 6. maf 1984 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Munið vorhappdrættið! Dregið 10. maí! Gerið skil sem fyrst! Stjórn ABR. Aðalfundur 3. deildar ABR Laugarnes- og Langholtsdeild Aðalfundur 3. deildar ABR verður haldinn þriðjudaginn 8. maí kl. 20.30 í flokksmiðstöðinni, að Hverfisgötu 105. - Stjórn 3. deildar. Aðalfundur 4. deildar ABR Grensásdeild Aðalfundur 4. deildar ABR verður haldinn fimmtudaginn 10. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. - Stjórn 4. deildar. Aðalfundur 5. deildar ABR Breiðholtsdeild Stjórn 5. deildar ABR boðar til aðalfundar í deildinni miðvikudaginn 9. maí kl. 20.30 í Gerðubergi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Svavar Gestsson kemur á fundinn og ræðir stjórnmálaástandið. 3. önnur mál. Fjölmennum. - Stjórn 5. deildar. Alþýðubandalagið á Akureyri Bæjarmálaráð Fundur verður í bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins á Akureyri mánu- daginn 8. maí kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Sagðar fréttir af ráðstefnu AB um sveitarstjómarmál. Auk þess eru mjög mikilvæg mál á dagskrá. Félagar fjölmennið. - ABA. Alþýðubandalagið í Borgarnesi Skírnarhátíð Óskabarnið okkar að Brákarbraut 3 hefur staðið nafnlaust of lengi, og er nú mál að linni. Föstudaginn 11. maí verður haldin vegleg skirnar- hátíð í húsinu og hefst hún kl. 21. Góðarveitingarverðafram bornarog boðið uppá fjölbreytt skemmtiefni. Meðal annars leikur nýstofnuð jasshljómsveit Gunnars Ringsted. Hafið samband í síma 7628 eða 7506. Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið í Borgarnesi. Sveitarstjórnarráðstefna Sveitarstjórnarráðstefna Alþýðubandalagsins, sem hófst í gærkvöldi verður fram haldið í dag, laugardag og á morgun sunnudag, á Hverfis- götu 105, Reykjavík. í dag kl. 9 -12 verður unnið í starfshópum og kl. 13.30-16.30 verða almennar umræður. ( fyrramálið verður fjallað í þremur hópum um Fræðslumál, Félagsmál og Umhverfismál kl. 9-12 og eftir hádegi kl. 13.30-15.30 sitja eftirtaldir sveitarstjórnarmenn fyrir svörum: Adda Bára Sigfúsdóttir, Björn Ólafsson, Kristinn V. Jóhanns- son og Sigurjón Pétursson. Barnagæsla verður eftir hádegi á laugardag og sunnudag. Ráðstefnan er opin öllum áhugamönnum um sveitarstjórnarmál. Þingeyingar Almennir fundir um landbúnaðarmál, utanríkismál og stjórnmálaviðhorfið verða á: Kópaskeri í dag, laugardag 5. maí kl. 14.00 og Ýdölum á morgun, sunnudag 6. maí kl. 14. Á fundina koma Ríkharð Brynjólfsson, kennari, Hvanneyri og alþingis- mennirnir Helgi Seljan og Steingrímur J. Sigfússon. Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Reggie-kvöld Föstudaginn 11. maí kl. 20.30 verður minningarkvöld um Bob Marley á þriggja ára dánarafmæli hans. Jónatan Garðarsson mun kynna tónlist hans, líf og trú á Jamaica. Allir Reggie-aðdáendur velkomnir á Hverfis- götu Í05 n.k. föstudag. - Nefndin. Vinsamlega sendið eða hringið inn augiýsingar í' þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga að birtast og taiið við Einar Karl eða Álfheiði. - Ritstjórn. Steinunn Bergsteinsdóttir textílhönnuður og Kolbrún Björgólf sdótt ir leirlistarmaður kynna fatnað og skartgripi á sýningu í Gallerí Langbrók sem hefst í dag. Mynd - eik. Kynning á verkum tveggja Langbróka hefst í dag Gangandi sköpun „Við höfum mikla ánægju af því að búa til listaverk sem fólk ber með sér hvert sem það fer“, sögðu Kolbrún Björgúlfsdóttir leirlista- maður og Steinunn Bergsteinsdótt- ir textflhönnuður við Þjóðviljann þegar þær voru að setja upp kynn- ingu á verkum sínurn í Gallerí Langbrók í gær. Steinunn kynnir handmálaðan Um 20 andlegir og líkamlegir öryrkj- ar fá hvergi viðunandi vistun Engin lausn í sjónmáli segir heilbrigðis- ráðherra sem sagðist vera búinn að leysa málið „Það er athyglisvert að það virðist ekki vera neinn ág- reiningur um það á stjórnar- heimilinu að vandi u.þ.b. 20 ís- lendinga sem hafa orðið hvað verst úti í slysum verði í engu leystur. Þetta harma ég“, sagði Guðrún Helgadóttir alþm. á al- þingi í gær. Stjórnarliðar samþykktu með nafnakalli með 25 atkvæðum gegn 19 að vísa til heilbrigðis- og féiags- málaráðuneytis tillögum Helga Seljan og fjögurra annarra stjóm- arandstöðuþingmanna um að vandi þeirra öryrkja sem sakir and- legrar og líkamlegrar fötlunar eiga örðugt um vistun á þeim stofnun- um sem fyrir eru, verði leystur með því að efla stuðning við hjúkrun í heimabyggð eða stofnun sérdeildar við ríkisspítala. í bréfi sem allsherjarnefnd barst vegna þessa máls frá heilbrigðis- og tryggingaráðherra kom fram að fulltrúi ráðuneytisins í stjórnar- nefnd um málefni þroskaheftra og öryrkja hefði flutt tillögu um að slík sjúkradeild fyrir 6 - 10 sjúk- linga yrði stofnuð við Kópavogs- hæli og væri lausn þessa máls því í sjónmáli. Guðrún Helgadóttir og Helgi Seljan sögðu að hér væri um enga lausn að ræða, Kópavogshæli væri enginn staður til að taka við þessu fólki, þar þyrfti að fækka vist- mönnum og bæta alla aðstöðu frá sem nú er. Kröfðu þau heilbrigðis- ráðherra svara um hvernig hann ætlaði að leysa þetta mál. Ráð- herra gaf engin svör en tók fram að það væri ofmælt að lausn væri í sjónmáli. Það vakti athygli við atkvæða- greiðslu málsins að Stefáni Bene- diktssyni sem skrifað hafði undir nefndarálit meirihluta allsherjar- nefndar um að vísa tillögunni til ráðuneytanna snérist hugur og greiddi hann atkvæði gegn tillögu- nni þar sem ekki væri ljóst hvemig leysa ætti þetta brýna vandamál. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra sat hjá við at- kvæðagreiðsluna. -•g- fatnað úr bómull ásamt flíkum úr íslensku eingirni og Kolbrún kynn- ir handmótaða skartgripi úr postu- líni. „Ég hef verið að undirbúa þessa ‘sýningu í vetur jafnhliða fullri vinnu hjá Hildu hf. Ég er með | peysur úr eingirni og jakka og vesti ; úr bómull sem ég mála og þrykki á. Ég ætlaði mér alltaf að vinna með þrykk en hef nú í 6 ár starfað við ullina og hef hana því með núna“, sagði Steinunn Bergsteinsdóttir. Hún hefur nýlega sett upp eigin vinnustofu en í vetur vann hún við verk sín heima á stofugólfi (ef til vill með aðstoð barnanna sem em 10 mánaða og 7 ára). Kolbrún Björgúlfsdóttir býr í Búðardal og hefur í vetur unnið við ; gerð skartgripa úr postulíni í sam- vinnu við Magnús Kjartansson sem teiknaði í suma skartgripina. Þetta eru hálsfestar, eyrnalokkar og armbönd sem Kolbrún fullyrti að væm alls ekki brothætt. „Ég hef aldrei fyrr unnið við gerð skart- gripa. Þetta er óskaplega gaman. Venjulega er maður að gera eitthvað sem fólk stillir upp hjá sér en það er miklu persónulegra að sjá að maður er að gera eitthvað sem fólk vill hreinlega ganga með hvert sem það fer, eins konar gang- andi sköpun. Geysiskemmtileg stemmning að sjá fólk máta það sem maður hefur verið að gera og kemur því beinlínis við“, sagði Kolbrún. Sýningin í Gallerí Langbrók verður opin frá kl. 12 virka daga en kl. 14 -18 um helgar. Aðgangseyrir er enginn en verkin em öll til sölu. Afmælishátíð Heklu Afmælishátíð Heklu hf. sem heldur upp á 50 ára afmæli sitt þessa dagana, verður opin almenn- ingi um helgina frá kl. 10 -17 í dag og sunnudag. Á sýningunni eru vömr sem þetta stóra innflutnings- fyrirtæki hefur umboð fyrir og boð- ið verður upp á ýmis skemmtiatriði. Þá verða til sýnis gamlir gripir úr innflutningssögu Heklu hf. í gær var búið að koma fyrir á planinu fyrir framan Heklu- húsið á Laugavegi 170-172 ýmsum vinnuvélum af Caterpillar gerð sem fyrirtækið hefur umboð fyrir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.