Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. maí 1984 Sögur af Irum Sögur úr safni Sean McCanns, sem hefur kannað það, hvernig írar hafa öldum saman blandað saman fyndni, vísdómi, bjór og viskí með mörgum ófyrirsjáan- legum afleiðingum. ★ Lúðvík 14., konungur Frakka, spurði Mahoney greifa hvort hann skildi ítölsku. - Já, yðar hátign, ef hún er töluð á írsku. ★ írskur nýliði fær ávítur frá lið- þjálfa sínum fyrir að lemja einn af félögum sínum. Hann svarar: - Ég hélt það gerði ekkert til, liðþjálfi. Ég var ekki með neitt í hendinni nema hnefann. ★ Blessun írsks betlara: - Megið þér lifa lengi, herra minn, og aldrei sjá konu yðar ekkju. ★ Úrskurður írsks kviðdóms: - Við höfum komist að þeirri niðurstöðu, að maðurinn sem stal merinni sé ekki sekur. ★ Verið er að kynna írskan prest fyrir söfnuði sínum: - Hann er þekktur um allan heim og á öðrum stöðum einnig. ★ írskur heiðursmaður nafn- kenndur, kom auga á mjög fall- ega hanska í búðarglugga. Hann gekk inn og spurði eftir verði, og fannst það óguðlega hátt, eins og fram kemur í þessu tilsvari hans: - Heldur skulu hendur mínar berfættar það sem eftir er ævinn- ar. bæjarrölt reiðari út í manninn. Þarna sat hann og hrósaði í hástert konum sem hafa ekki um neitt annað að velja. Það rann upp fyrir mér að einmitt þessi skoðun er stærsti vandi einstæðra mæðra. Með því að setja þær á stall, gera þær að einhvers konar fyrirmynd ann- arra kvenna, hrósa dugnaði þeirra, þar til þær verða píslar- vættislega sáttar, já jafnvel ánægðar með hlutskipti sitt, þröngvar samfélagið upp á þær ómanneskjulegri kúgun. Það sem fólk virðist eiga mjög örðugt með að skilja er, að ein- stæðar mæður vinna ekki svona af einstæðum dugnaði, heldur er þeim hreinlega ekki boðið upp á betri félagslega aðstöðu. Með því að láta þær trúa því að þær séu duglegar, verða þær æ minna meðvitaðar um hlutskipti sitt, taka því sem sjálfsögðum hlut. Þær hætta að hugsa um að þær geta ekki tekið þátt í félagsstörf- um, því það krefst tíma, kannski á kvöldin og um helgar, þá þarf að útvega barnapíur, sem kostar jú heilmikinn pening, sem dæmi má nefna að bíóferð kostar allt að kr. 400. Oft er þröngt í búi hjá einstæðum mæðrum og þær skera þá jafnan þennan útgjaldalið nið- ur. Samskipti þeirra við annað fólk minnka jafnt og þétt, vegna þess að þær komast sjaldan í heimsóknir, þar með fækkar heimsóknum til þeirra og þær einangrast smátt og smátt. Afleiðingin af þessum dugnað- ar heilaþvotti er orðin sú, að margar einstæðar mæður sitja einar, velta fyrir sér vandamálum uppeldis, og fjáröflunar og hafa endalausar áhyggjur og samvisku- bit yfir því að þær séu að van- rækja börnin sín því þær hafa ekki tfma til að ræða við eða leika sér við þau. Þær hafa ekki að- stöðu til að gefast upp og halda því áfram að berjast. Eg efast líka um að þær myndu gefast upp, þótt þær gætu, því þar með viður- kenndu þær að þær væru ekki duglegar en það er jú það eina sem einstæðar mæður eiga að vera. Súsanna Dugnaðardellan Á dögunum hitti ég mann sem var uppveðraður af dugnaði ein- stæðra mæðra. Hann átti vart orð til að lýsa aðdáun sinni á þessum konum, sem eins og hann lagði það út, hefðu kannski fyrir tveimur eða fleiri börnum að sjá, annað væri í skóla, hitt á dag- heimili. Vinnudagur þessarra kvenna væri harla langur. Ef t.d. annað bamið væri í skóla kl. 8, hitt á dagheimili, þyrfti móðirin að vakna kl. 7, hafa börnin til, gefa þeim morgunmat, koma þeim á sinn stað, vinna síðan til kl. 16 eða 17. Af vinnustað þyrfti móð- irin síðan að sjá um pössun fyrir skólabarnið eftir skóla og fylgjast með því að það fengi hádegis- verð. Eftir vinnu þyrfti að sækja börnin, versla inn, fara með þau heim (oft ættu þessar konur ekki bíl og eyddu miklum tíma í strætó), elda mat, gefa börnun- um að borða, og koma þeim í rúmið. Þá væru öll heimilisstörfin eftir, taka til, þvo, strauja, bæta og staga. í mörgum tilfellum þyrfti móðirin að vinna auka- vinnu, þannig að vinnudagurinn væri oft allt að 16 tímar á sólar- hring að staðaldri. Á meðan ég hlustaði á þessa romsu varð ég sífellt reiðari og sunnudaasKrossaátan J Z 3 5 b 9? 2 7 *M (7 9 u> 10 V H /2 V 8 10 b 13 1$ 9? gD 12 )¥ d 2á> 3 12, 12 3 ¥ 13 V 8 13 )b >2K )? ¥ V 31 '2 3 )8 /9 V 18 ¥ /9 20 9? /¥ 13 i? ¥ 5 U> ¥ 19 1 2/ 1? 'yi V 19 15 15 V 1¥ V T /9 /3 9? ÖT~ í? 7 V 23 ¥ 8 9? 1D 12. 30 3 IS' V 2¥ ¥ IV 2sr 25* )? V 25 )9 26 V )2 JSr V 2</ ? /9 V 19 IV 28 1? 7 1? 25 n 2? ZO V 10 3 16' 1S V 9 3 19 20 19 d )9 13 ¥ 16 13 19 V 25 R 7 19 15 V 10 <6 13 )? 19 ¥- 7 19 )¥ 1D 13 (í> )Z /9 9 19 10 >9 V 13 G y 5 b ¥ 2! s )? ¥ 28 )3. H- 2$ S2 28 ¥ /? 5 19 ¥ 92 ¥ 92 A Á B D DEÉ FGHllJKLMNOÓPRSTU U V XYÝÞÆÖ Nr. 422 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá kven- mannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 422“. Skila- frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 10 15 2/ 8 7 /? 19 25 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti- hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp "því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Éinnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- 'hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. launin Verðlaunin fyrir krossgátu nr. 419 hlaut Elín Tómasdóttir Ing- veldarstöðum, Skarðshreppi, Skagafirði. Þau eru Suður- nesjaljóð og lög frá liðnum ár- um eftir Kristin Reyr. Lausnarorðið var Kirkjuból. Verðlaunin að þessu sinni eru Eitt rótshtið blóm, söguleg skáldsaga eftir Valgarð Stef- ánsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.