Þjóðviljinn - 05.05.1984, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. maí 1984 fréttasKýrina ___________ Uppgj öf upplausn, ringul- reið Það fer vart framhjá lands- mönnum nú þegar rétt tæpt ár er liðið frá því að ríkisstjórn íhalds og framsóknar tók við völdum, er farið að bresta ill- þyrmilega í stjórnarsamstarf- inu og hin áður samhenta afturhaldsstjórn kaupskerð- ingar og niðurskurðar, riðar til falls vegna sundrungar jafnt innan stjórnarflokkanna sem í millum þeirra. Atburðarás síð- ustu vikna hefur sannað á áþreifanlegan hátt hversu staða stjórnarinnar er veik vegna þess innbyrðis sundur- lyndis og nú er svo komið að meiriháttar uppgjör er óum- flýjanlegt. Hundleiðir Eftir aö fjármálaráðherra opin- beraði „Stóra gatið“ fyrir tveimur mánuðum hefur áður samstilltur leikur stjórnarinnar snúist upp í mikla togstreitu, sundurþykkju og j afnvel persónulega ó vild, sem hefur speglast í hatrömmum deilum stjórnarsinna jafnt í hlið- arherbergjum sem í fundarsölum alþingis. Pað var forsætisráðherra sem fyrstur gafst upp á leiknum og sagðist vera orðinn „hundleiður á gatinu“ og Albert væri „problem í stjórninni". Þegar svo tillögu- pakkinn var opnaður í vikunni eftir endalaus fundahöld, þref og yfirlýsingar í allar áttir, kom í ljós að það var ekki aðeins forsætis- ráðherra sem var orðinn leiður, stjórnin hafði eins og hún lagði sig gefist upp. Mangó-deilan En það eru fleiri spjót sem beinast gegn stjórninni Mangó- málið svokaliaða er meira alvöru- mál en margur heldur. Þar ætlar fjármálaráðherra að sýna fram-' sóknarmönnum í tvo heimana og þar á hann tryggt heimaland í heiþ ögu stríði íhaldsins við „land-1 búnaðarmafíu“ framsóknar. Búið er að skipa átta manna nefnd ráðherra og annara „sér- fræðinga“ úr ráðuneytum til að leyta lausnar á þessu heita deilu- máli, en Albert hefur marglýst því yfir að hér ætli hann í engu að láta undan. Mangósopinn, kakó- mjólkin og Jógi skulu skattlögð. Flokksbræður Alberts á þingi hafa farið hljóðir með veggjum því þeir vita að honum er alvara og hér reynir mjög á þolrif stjórn- arinnar. Hafa stjórnarþingmenn m.a. lýst því yfir við undirritaðan að hér sé um að ræða eitt erfið- asta deilumál sem stjórnin hefur átt við að glíma til þessa, þar sem enginn getur látið sitt eftir. Búseti og loforðin Enn nýtt harðvítugt deilumál skaut síðan upp kollinum á þingi á miðvikudag þegar Halldór Blöndal lýsti því yfir að hin nýju húsnæðislög sem stjórnin ætlaði að keyra í gegnum 2. umræðu í fyrradag tryggðu Byggingasam- vinnufélaginu Búseta á engan hátt rétt til lána samkvæmt lögum um félagslegar íbúðir. Þessi yfir- lýsing sem stærsti hluti þingflokks Sjálfstæðismanna segir sig sam- þykka kom félagsmálaráðherra Alexander Stefánssyni mjög í opna skjöldu og sagði hann í sam- tali við Þjóðviljann ekki skilja hvað svona árásir á Búseta ættu að þýða. Félagsmálaráðherra hefur ver- ið yfirlýsingaglaður varðandi húsnæðismál á hinum stutta ferli sínum í embætti en lítið gengið eftir af þeim loforðum sem hann hefur gefið húsbyggjendum og kaupendum. Byggingasjóðir ríkisins og verkamanna eru sem næst tómir og loforðin þarf að uppfylla með erlendum lánum. Sjálfstæðismenn þykjast vita að Alexander þoli vel að kyngja einu loforðinu til viðbótar og því lítil áhætta á setjast á Búseta sem á engan hátt fellur undir hug- myndafræði þeirra um einstakl- ingshyggju og eignarrétt. Alexander er hins vegar í mikilli klípu því loforðið er stórt og fjölmargir flokksbræður hans sem hafa skipað sér undir merki Búseta ætlast til þess sem aðrir að menn standi við gefin loforð. Hér er því tekist á í hatrammri glímu. Yfirlýsingar Friðriks Á fundi Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi sl. fimmtudags- kvöld brast Friðrik Sophusson síðan þolinmæðin. Hann lýsti því þar yfir að stjórnarsamstarfið væri komið út í algerar ógöngur, stokka þyrfti spilin upp, skipta um ráðherra og koma Þorsteini Pálssyni formanni flokksins að. Það gengi ekki lengur að formað- urinn væri utangátta f flokknum og þingflokkurinn væri skilinn út- undan í allri ákvörðunartöku. Ef stjórnarsamstarfið ætti ekki að fara í vaskinn þá þyrfti að setjast niður og endurskipuleggja hlut- ina „því annars myndi flokkurinn leysast upp í óskiljanlegar ör- eindir“, eins og Morgunblaðið hefur eftir varaformanninum á baksíðu í gær. Friðrik lýsti því líka yfir á fund- inum með Seltirningum þar sem Ólafur G. Einarsson formaður þingflokksins var einnig mættur, að ríkisstjórnin hefði gefist upp við að fylla upp í gatið. „Verið væri að ýta vandanum á undan sér sem þýddi að Sjálfstæðis- flokkurinn kæmi buxnalaus til næstu kosningabaráttu“. Ef menn væru ekki tilbúnir að taka á þessum málum af einhverrri festu þá ætti að boða til nýrra kosn- inga. Morgunblaðið búið að fá nóg Það vekur sjálfsagt furðu margra að Morgunblaðið skuli á svo áberandi hátt opinbera þau innbyrðis átök sem nú geisa jafnt innan þingflokks sjálfstæðis- manna og ríkisstjórnarinnar. Menn vilja minnast þess að litlir kærleikar eru í millum pólitísks ritstjóra Morgunblaðsins Björns Bjarnasonar og Friðriks frá því að sá fyrrnefndi féll í sögufrægum kosningum fyrir varaformannin- um til formanns SUS hér um árið. Fréttin af ummælum Friðriks á Seltjarnarnesi sé því tilraun til að skapa óeiningu um hann innan flokksins. Trúlegri er hins vegar sú skýring sem undirritaður hefur eftir áhrifamanni í flokknum að lengur gat Morgunblaðið ekki þagað yfir þeirri endaleysu sem víðgengist hefur í stjórnarsam- starfinu. Sjálfstæðismenn séu að missa niður um sig buxurnar og það verði að grípa inní áður en öllu verður keyrt í strand. Það þurfi að skipta um forystulið í stjórninni og það gangi ekki lengur að hinn „sterki“ formaður flokksins sé hafður í hlutverki sendisveins í þinghúsinu. Lúðvík Geirsson skrifar Það er heldur engin tilviljun að það er Friðrik Sophusson vara- formaður flokksins sem gefur upp boltann. Hann hefur haft þann starfa í vetur að halda utan um þingflokkinn og reyna að halda opnu sambandi við ráð- herra flokksins. Sundurlyndið og sambandsleysið er orðið slíkt að ekki verður lengur við unað. Þingmenn hafa ekki fengið þær upplýsingar sem þeir hafa óskað frá ráðherrum flokksins og við uppfyllingu fjárlagagatsins fengu þeir hvergi nærri að koma og jafnvel veigamiklum ákvörðun- um eins og um 10% viðbótar- bindiskyldu banka var komið í lagafrumvarp stjórnarinnar án vitundar þingflokksins, eins og Morgunblaðið upplýsti sl. fimmtudag. Hver á að ríkja? Þar sem aðeins hálfur mánuður er eftir að þingi og fjölmörg mikilvæg lagafrumvörp óaf- greidd er ljóst að stjórnarflokk- arnir verða að halda vel á spöð- unum ef eitthvað á að ganga að afgreiða mál fyrir þinglok. Það er ljóst að sú mikla spenna sem ein- kennt hefur stjórnarsamstarfið undanfarnar vikur mun fara vax- andi og þótt málamyndasamstarfi verði haldið upp framm yfir þing- lok, þá verður ekki komist undan því uppgjöri sem Friðrik Sophus- . son hefur óskað eftir. Þar verða menn að gera upp við sig hvort gefa á stjórnarsam- starfið upp á bátinn eða skipta um lið í fremstu víglínu. Átökin verða hörð, því eins og mál standa í dag þá er enginn ráð- herra flokksins tilbúinn að standa upp fyrir formanninum. Állra augu beinast að sjálf- sögðu að Albert Guðmundssyni en það eitt að hann veit að flestir þingbræður hans og forsætisráð- herra að sjálfsögðu vilja losna við „próblemið" stælir hann í því að sitja sem fastast. Geir Hallgríms- son er ekki tilbúinn að standa upp fyrir Þorsteini nema frekari upp- stokkun eigi sér stað í stjórnarlið- inu og þar stendur hnífurinn í kúnni því hvorugur Mattanna er tilbúinn að fylgja honum úr stóln- um, hvað þá Ragnhildur eða Sverrir. Kosið í haust? Það er því ekki ólíklegt að nið- urstaðan úr þeim innanflokks- átökum í Sjálfstæðisflokknum sem nú hafa verið færð upp á yfir- borðið í gegnum Morgunblaðið,. verði sú að aðeins ein fær leið sé fyrir höndum. Þingrof og nýjar kosningar í haust þar sem yngri kynslóðin í flokknum lýsir ábyrgð skipsbrotsins á herðar þeim „gömlu“ og segist tilbúin að tak- ast á við vandann af alvöru. -*g r itst jórnargrei n Sameiningarafmœli rithöfunda Um þessar mundir eru liðin tíu ár frá því að rithöfundar samein- uðust í einum samtökum, Rit- höfundasambandinu, en það hafði þá alllengi verið til sem samstarfsform tveggja rithöfund- afélaga sem höfðu lengi átt í ým- islegum erjum. Margar ástæður liggja til þess, að sambúðarvandamál verði í samtökum listamanna enn erfið- ari en í flestum samtökum öðrum - er af því löng reynsla úr mörg- um löndum. í ljósi þeirrar stað- reyndar er það í raun mjög merkilegt, hve vel Rithöfunda- sambandinu hefur þrátt fyrir allt gengið í því að skapa samstöðu um helstu hagsmunamál rithöf- unda. Ýmsir þeir sem fátt sjá annað í menningarlífi en rauð skrímsli, sem ætli að gleypa listir og bókmenntir, hafa að sönnu gert ýmsar tilraunir til að hnekkja þessum samtökum og eyðileggja þau ef hægt væri, en sem betur fer hafa þeir ekki haft erindi sem erf- iði. Eins og allir vita freistast fs- lendingar gjarnan til að státa af því að þeir séu bókmenntaþjóð, skrifi mikið og lesi öðrum meira. Það er auðvitað ekki nema rétt og satt, að líf þjóðarinnar hefur ver- ið nátengt lífi bókanna, það er líka rétt að bókmenntir vekja enn áhuga, sem er að líkindum mun meiri en gengur og gerist í skyldum samfélögum. En hitt er líka víst, að bókin á í vaxandi samkeppni um athygli og tíma fólks - og þá ekki síst við alþjóð- legan skemmtanaiðnað sem vill metta hvern jarðarbúa með stöðluðu myndefni fyrir tilstilli hins kurteislega en grimma yfir- gangs markaðslögmálanna. Það er því full ástæða til að hafa áhyggjur af bókinni, sem hefur öðru fremur verið hinn íslenski fjölmiðill, sá spegill sem við höfðum getað skoðað í okkar mannlíf og sérkenni þess. Nú er það auðvitað ekki á færi neinna hagsmunasamtaka á borð við Rithöfundasambandið að tryggja stöðu bókmennta í vitund þjóðarinnar, þar koma fjölmarg- ir aðilar aðrir og áhrifasterk öfl við sögu. En samtökin hafa engu að síður náð umtalsverðum ár- angri á því sviði, sem þeim er eðlilegast að beita sér - í því að gera það lífvænlegra en áður að skrifa á íslensku. A liðnum árum hefur Rithöfundasjóður orðið veigamikið skref í þá átt, að starf rithöfundarins njóti lágmarksvið- urkenningar, en sé ekki talið falla undir meira eða minna æskilega sérvisku. Þýðingarsjóður hefur og verið stofnaður sem auðveldar leiðir merkra erlendra bók- mennta til íslendinga með aðstoð sæmilega skrifandi manna. Ýmis- legt fleira jákvætt hefur gerst á sviði þeirrar kjarabaráttu sem við aðstæður okkar tíma er í vaxandi mæli barátta fyrir hlutskipti bók- mennta í þjóðlífinu. Hitt er og víst, að mörg slík mál bíða enn úrlausnar, ekki síst vegna þess, að meira en nóg er um þá íhaldssemi sem eitt sinn sagði, að bókvit yrði ekki látið í askana, og nú um stundir vill helst fela örlög bókmennta sem og annars menningarlífs hinni „ósýnilegu hönd“ markaðslög- mála og láta þar við sitja. Von- andi tekst samtökum rithöfunda, sem og samtökum annarra lista- manna, sem best að kveða niður þá drauga, sem geta, ef þeim tekst að koma ár sinni fyrir borð, haft einstaklega skaðleg áhrif einmitt á menningarlíf örsmárrar þjóðar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.