Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 15
14 SÍÐA - ÞJOÐVIIJINNi Helgin 5. - 6. maí 1984 Helgin 5. - 6. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 3 GREIN 17 dagar með Sandínistum EINAR KARL HARALDSSON SEGIR FRÁ FERÐ UM NICARAGUA í bændamessu á kaffiplantekru Rætt viö Torfa Hjartarson, sem dvalist hefurí eittárí Nicaragua á vegum alþjóðlegra ungmennaskipta kirkjunnar Svona er umhorfs viða í sveitum Nicaragua, þar er hæg hrynjandi í mannlíflnu en fólklð á sér mikla sögu. Hér áttar maður sig á því að ruggustól- arnir ómissandi eru ekki bara til þess að rugga sér í heldur til þess að svala sér með hreyfíngunni. Það er enn ákafíega heitt. Svitinn perlar á enni og handarbökum en rennur þó ekki í lækjum um allan líkamann eins og þegar verst gegnir. í glösunum er Pepsi, því það tappa þeir í Nicaragua á sjálf- ir, en Coke er innflutt og fæst ekki nema stundum, og nógur ís. Til þess að bæta á sæluna er svolítið bragð af rommi úti í mínu glasi, en Torfi lætur sér nægja gosið, því hann vill ekki hætta á að fá skorpulifur ofan í guluna, sem hann fékk í vetur, eða í sumar eins og réttara er að segja miðað við árstíðir í Nicaragua. Það væsir semsagt ekki um okkur, og því má skjóta inní að víða í Nicaragua eru hótel í einkaeigu eins og Ticamo, sem eru ferða- mönnum paradís, og stjórnvöld hugsa sér gott til glóðarinnar að hafa dollara út úr ferðalöngum þegar byltingin fær frið. En á meðan haldið er uppi hernaðarbrölti á veg- um CIA gegn henni er vertíðin heldur léleg hjá blessuðum hóteleigendunum í landinu. Skiptinemar frá sjö löndum Viðmælandi minn heitir Torfi Hjartar- son, borinn og barnfæddur Reykvíkingur, sonur hjónanna Hjartar Torfasonar hrl. og Nönnu Þorláksdóttur, og ber hið þekkta nafn afa síns, Torfa Hjartarsonar sátta- semjara. Hann er 23 ára og nemur uppeldis- fræði í félagsvísindadeild Háskóla Islands. Torfi hefur verið í Nicaragua frá því4. ágúst 1983 og hefur því kynnst landi og þjóð með því að lifa og starfa þar. - Hversvegna Nicaragua, Torfi? - Ég starfaði á vegum Nemendaskipta Þjóðkirkjunnar heima og Alþjóðlegra ung- mennaskipta. í alþjóðasamtökunum eru 20 þjóðir og koma ungmenni frá þeim til árs- dvalar á íslenskum heimilum, og íslending- ar hafa dreifst til margra landa í slíka árs- dvöI.Kirkjusamtök mótmælendaí Nicarag- ua tóku í fyrsta sinn þátt í þessum ung- mennaskiptum núna, og ég hafði milli- göngu í þessu máli upphaflega. Til Nicarag- ua komum við svo tíu frá sjö þjóðlöndum, Þýskalandi, Sviss, Ítalíu, Belgíu, Svíþjóð, Danmörk og íslandi. Þetta voru allt skóla- nemar nema hvað Þjóðverjarnir voru land- búnaðarverkfræðingur og félagsfræðingur. Við gerðum náttúrlega ráð fyrir að okkur yrði komið fyrir á víð og dreif, en annað hvort höfðu Krikjusamtökin misskilið eitthvað, eða þau gátu hreinlega ekki kom- ið okkur út. Margir í hópnum áttu dálítið erfitt með að skilja það í byrjun að í Nicar- agua er baráttan á fullu ennþá, mikil ringul- reið á mörgum sviðum, og menn verða að lifa frá degi til dags ef svo má segja. Og þú verður hreinlega að finna þér þann vett- vang sjálfur sem þú vilt starfa á. Svo reyndi það töluvert á mannskapinn að þurfa að hafast við í einu skrifstofuherbergi tíu sam- an, fólk sem vant er sérherbergjum og öllum þægindun. Krafturinn er smitandi - En hvað var það sem leitaði á hugann við fyrstu kynni af landinu? -Það sló mann að sjálfsögðu illa að kynn- ast fátæktinni og koma í fyrstu skiptin inn í barríóin, verkamannahverfin hér í Manag- ua. Annars var þetta töluverður biðtími hjá okkur til að byrja með og við vorum að dóla á málanámskeiði. En þegar ég tók að kynn- ast baráttuhreyfingu Sandínista þá fór ekki hjá því að maður smitaðist af þvf hve kraft- urinn í fólkinu er magnaður. Samfara kraft- inum er svo þessi suðræni léttleiki sem ékki er annað hægt en að dást að við þessar erfiðu aðstæður. - Hver voru svo fyrstu verkefnin sem þið fenguð? - Við fengum tvö fjölbýlishús frá hjálpar- stofnuninni Caritas og reistum þau í Jino- tega fyrir Eje Ecumenica, sem er samstarfs- ráð mótmælendakirkna en um 15% þjóðar- innar eru mótmælendur af ýmsum toga. Síðan rann upp nóvember og þá var mikil spenna ríkjandi í landinu. Innrásin á Gren- ada var nýafstaðin og bæði almenningur og Sandínistastjórnin áttu von á innrás frá Bandaríkjunum. Það var gripið til margvís- legara ráðstafana. Meira en 100 þúsund manns mótmæltu Kissinger þegar hann kom. Konur, gamalmenni og börn tóku að grafa skotgrafir í næsta nágrenni og sprengjuskýli við hús og samkomustaði. Við sjálf grófum 10 metra langan og nokk- uð djúpan skurð í garðinn við skrifstofu Kirkjusamtakanna. Það var komið á fót stöðvum sem áttu að taka við börnum til umönnunar ef til innrásar kæmi og fólk sér- þjálfað til þess að sinna þeim. Menn veltu því og fyrir sér hvernig leysa ætti ýmis heilbrigðisvandamál í innrásarástandi. Áður höfðu herskyldulög verið keyrð í gegnum þingið og um þau urðu miklar um- ræður frá öllum hliðum þar, í fjölmiðlum og á meðal fólks. Fólk var slegið ótta og hjá ýmsu milli- stéttarfólki bar nokkuð á úrtölum. Menn sögðu sem svo;„Ef við höldum svona áfram verða engir karlmenn eftir í landinu". - eða „við erum ekki að ala börn okkar upp til þess að láta Bandaríkjamenn slátra þeim“. En þrátt fyrir siíkar úrtöluraddir þá var greinilegt að almennt náðist upp mikil stemmning og baráttuhugur. í kaffitínslunni. - Og svo var það uppskeran? - Já svo var það uppskeran. Eftir að ákveðið var að við færum í kaffitinsluna biðum við í þrjár vikur eftir að eitthvað gerðist. Þannig var það í þessu baráttu- ástandi, þar sem flest er verið að gera í fyrsta sinn, að tímasetningar og verkefni vilja riðlast. Menn vita sjaldnast hvar þeir verða í næstu viku eða við hvaða verkefni. En loksins, daginn fyrir Þorláksmessu, var haldið af stað áleiðis til héraðsins Jinotega. Við fengum ekki að vita hvert förinni var heitið fyrr en komið var á staðinn og munu öryggissjónarmið hafa ráðið þar. Við vor- um í hópi 60 útlendinga sem búsettir eru í Nicaragua. Svona liðssveitir eins og þessa, og reyndar hverskyns samtök og herflokka, er til siðs að kenna við innlendar og er- lendar hetjur. Sveitin okkar var kennd við Maurice Bishop. Okkur var skipt á tvo bæi, og á þeim sem okkar helmingur lenti voru 350 skólakrakkar og stúdentar sem voru við tínslu í þrjá mánuði, allt skólafríið. Þau voru aðallega frá Managua og Chondales. Auk þess voru fýrir 100 fastir starfsmenn. Þetta var kaffiplantekra í ríkiseign, sem hafði verið gerð upptæk vegna þess að fyrri eigendur höfðu vanrækt hana. Hér má kannski skjóta því inn að Sandín- istastjórnin hefur öll tök á fjármála- og bankakerfinu og greiðir fast verð til bænda fyrir kaffiframleiðsluna í innlendri mynt, sem nefnist cordoba. Ríkið hirðir dollarana sem fyrir kaffið fást erlendis og það er liðin tíð að gróðinn verði eftir í útlöndum. Einkarekstur er þó ríkjandi form í landbún- aði en þeir sem eiga og reka búgarða verða að hlýta settum reglum og hafa félagslegum skyldum að gegna við landbúnaðarverka- fólk sem þeir höfðu ekki áður. Þetta hefur komið verst við stærstu framleiðendurna, en minni bændur, sem áður voru mjög háðir milliliðum, una hag sínum vel, og hefur fjölgað til muna. Ekkert hóglífi Nú, svo haldið sé áfram sögunni, þá var okkur holað niður í tveimur herbergjum og höfðum ekki nema Iíkamslengdina af gólf- plássi hver um sig. Þarna voru engin þæg- Við höfðum komið okkur vel fyrir á ruggustólum á veröndinni fyrir framan eitt ioftkælda smáhýsið í Ticomo-hótelgarðinum. Ticomo er hótel í útjaðri Managua og þar er ekki fátækrabragurinn. Garðurinn er sleginn með langskeftri Machete-sveðju sem bændur nota við uppskerustörf og í uppreisnum þegar önnur tól eru ekki við hendina. Hér eru vökvunarþyrlar í gangi allan sólarhringinn og allt er iðjagrænt þótt annarsstaðar sé gróður sviðinn af sólarbreiskjunni. Yfir okkur hvolfast laufkrónur suðrænna trjáa sem nátturufræðiauli kann ekkí að nefna. Smáfuglar fela sig á grein að feykjast milli trjánna fyrir hægum andvara. Degi er tekið að halla, sólin að roðna og missa sárasta stinginn úr geislum sínum, og þaðer farið að sljákka í húsdýrum nágrannanna sem annars halda uppi látlausum samræðum frá sóiarupprás til sólarlags. Aðeins stöku hundgá heyrist í kyrrðinni. indi o£ '"5 svafum á hörðu steingólfinu. Á bænum var ein sturta fyrir 500 manns, en bót í máli að hægt var að baða sig í ánni sem þarna rann rétt hjá. Þarna voru þó kamrar og tveir þrír vatnskranar. Umhverfið var ákaflega fallegt, allt iða- grænt, og allt vex sem vaxið getur. Kaffi- plönturnar eru í hlíðum fjalllendis upp af bænum. Þetta eru stórar ekrur sem liggja eftir sillum hver upp af annarri. Við fylktum liði á morgnana. Varðliðar úr Militiunni og fólk úr Æskulýðssamtökum Sandínista, sem stjórnaði þessu sjálfboðaliðastarfi, spjölluðu við fólk um vinnuna, afköstin og héldu pólitíska ræðustúfa. Þetta var allt ungt fólk, um og yfir tvítugt, en ákaflega einbeitt og skörulegt. Af öryggisástæðum vorum við látin ganga í einni fylkingu upp hlíðina á vinnustaðinn. Varðliðarnir voru vopnaðir rifflum og voru það mest gamlir hólkar en líka nýtísku hríðskotarifflar. Ég held að hafi verið um 20 byssur á bænum. Mataræðið var harla fábrotið. Baunir, hrísgrjón og rúgkaka, tortilla, í öll mál, þri- svar á dag, og stundum kaffigutl. Eldhúsið var ekki annað en risastór pottur á opnum hlóðum, og maturinn var síðan borinn upp hlíðina til okkar í hádeginu í stórum kötlum. Og svo var ekki um annað að ræða en kafa með lúkunum ofaní pottana og troða f sig. Þetta átti ekki við magann í öllum og af þeim þrjátíu útlendingum sem voru á þessum bæ fengu 5 gulu og 1 malaríu. Ég fékk væga gulusótt eftir að ég sneri aftur til Managua. Misa-campesino á jólum - En hvernig var vinnan sjálf? - Þeta var býsna erfið vinna í hitanum, og það tekur tímann sinn að komast upp á lagið að tína kaffibaunirnar. Plönturnar standa í löngum röðum tvær og tvær og síðan gengur maður á röðina með körfu bundna um mittið. Það þarf að fara mjúk- um höndum um greinarnar svo þær skem- mist ekki, og ekki bætti úr skák að ekran var í niðurníðlsu og ofvöxtur og flækjur í plöntunum. Fyrir okkur sem ekki vorum fastlaunafólk var þetta nokkurskonar ákvæðisvinna, og það var ótrúlegt að sjá hversu fljóttir þeir voru að tína sem vanir voru. Þeir tíndu þrefalt á við okkur byrj- endurna. - Þú sagðir að þið hefðuð komið á bæinn um jólaleytið. Hvernig var jólahaldið þarna? - Það var nú ekki mikið haft við hvorki um jól né áramót, en tveimur tímum áður en jólahátíðin gekk í garð var slátrað belju, og við fengum einhverjar kjöttætlur ól- seigar með baununum. En jólanóttin var ákaflega skemmtileg, menn settu upp skreytingar og voru með uppákomur og einhverja dagskrá. Það voru pólítískar um- ræður, það var sett á svið leikrit, Misquito- indjánar sem þarna voru sýndu dansa, og við útlendingarnir reyndum að leggja eitthvað til. Með okkur í kaffítínslunni var franskur prestur sem í 13 ár hafði starfað í hinni róttæku kirkju víðsvegar um Rómön- sku Ameríku. Hann söng þarna messu í þeim stíl sem nefndur er Misa-campesino, þeas. bændamessustílnum. Hann bað okkur um tákn úr baráttunni; trébekkur var hafður fyrir altari og við hann var raðað tínslukörfu, byssuhólki, eintaki af sjtórnmálgagninu Barricada, og kennslu- bókum, til þess að minna á hina samþættu baráttu: Framieiðsluna, byltingarvarnirn- ar, nauðsyn áróðurs og fræðslu. Og franski presturinn lagði út af biblíunni og talaði um byltinguna sem fagnaðarerindið um hið nýja framtíðarland. Svo var sunginn söng- urinn „Guð hinna fátæku“, og aðrir barátt- usöngvar. Þetta var merkileg stund. Þú drapst á að Misquito-indjánar hefðu verið þarna á bænum. Hvernig iétu þeir af sínum högum? - Þessi Misquito-indjánar voru fluttir frá landamærunum í norðri við Honduras árið 1982. Ég kynntist foringja þeirra sem talaði spönsku en annars eru ekki nema sumir þeirra mælandi á þá tungu. Þeir voru fluttir frá landamærunum af öryggisástæðum og með eigin samþykki. En þeir höfðu ekki orðið fyrir neinum árásum og áttu erfitt með að skilja þessa ráðstöfun. í landamærahéruðunum lifðu þeir frjálsu lífi, höfðu nautgripi og ræktuðu ávexti og korn. Þeir gátu líka flakkað fram og aftur yfir landamærin og nutu þess að rúmt var um þá. Nú lifa þeir við allt aðrar aðstæður sem eru þeim framandi, vinna á plantekrum og una hag sínum heldur illa. Það er áberandi hversu erfiðlega Misquito-indjánunum gengur að skoða hlutina í heildarsamhengi og margir þeirra eru ekki einu sinni klárir á því hvar Managua er eða hverskonar ríki þeir tilheyra. En Sandínistarnir ræða mikið við þetta fólk og eru að reisa þorp fyrir það, þar sem þessi tiltekni hópur Misquito- indjána, sem var mér samtíða, á að fá að vera út af fyrir og rækt eigið land. Misquito- indjánarnir þarna kvörtuðu og höfðu margt á hornum sér, en þeir voru hvorki reiðir né vonlausir. - Og hvað tekur svo við hjá þér hér í Nicaragua á næstunni? -Það má segja að ég sé rétt að komast inn í hlutina og þá fer að líða að því að árið sem ég ætlaði að vera hér sé liðið. Ég komst í samband við menningarhreyfingu meðal bænda og vinn á hennar vegum. Hún heitir Moviemento Campesino Artistica et Teatr- al, og varð fyrst til innan ATC (Asociacion Torfi Hjartarson í Ticoma-hótelgarðinum sem til umræðu er í viðtalinu og er mikil andstæða vlð það bænda- samfélag sem lýst er. iMi mmM : ■:■ ;tífítí>£&S?- Það greip um sig mikill ótti sl. nóvember við innrás frá Bandaríkjunum og vlð vorum send út í húsagarð til þess að grafa ioftvarnabyrgi. de Trabajadores del Campo) sem er sam- band landbúnaðarverkamanna, en starfar nú sjálfstætt. Þessi hreyfing vinnur geysi gott starf. Það byggist á því að hvetja bændafólk til þess að skapa eitthvað út frá sínum eigin veruleika. Hreyfingin er í tengslum við 90 hópa víðsvegar um landið. Þetta eru mest hljómsveitir, dansflokkar, leikhópar og ljóðlistamenn. Enn sem kom- ið er nær starfið aðeins til níu af 16 héruðum landsins, t.d. ekki yfir til Atlantshafs- strandarinnar. MECATE (sem er skammstöfun hreyfingarinnar og einnig heiti á reipi) hef- ur einn skipuleggjanda í hverju héraði sem starfið nær til og síðan einn samræmanda í Managua, sem er dugmikil kona. Þessi hóp- ur hittist síðan á hálfsmánaðarfresti og ákveður næstu verkefni, og skriffinska er ekki til. Ég hef verið í slagtogi með einum skipuleggjandanum sem hefur á sinni könnu Rivas og Leon. Hann er jafngamall mér, gifti sig fyrir mánuði síðan og þau hjón búa hjá tengdamóður hans í 300 manna sveitasamfélagi austast í Leon upp við Matagalpafjallagarðinn. Þetta er jaðarland og erfitt um ræktun og fólkið hraktist þarna uppeftir í jarðnæðisskorti. í þessu litla þorpi eru tvær bændahljómsveitir sem syngja um baráttuna, um lestrarherferðina o.fl.. Leikhópur barna og unglinga starfar í þorpinu og allar fjöldahreyfingar Sandín- ista hafa skipulagðan kjarna á staðnum. Einn þeirra sér um skólann og hann byggðu þorpsbúar sjálfir. Þegar þeir báðu um skólann útveguðu stjómvöld þeim bygg- ingarefni og smið, en að öðru leyti önn- uðust þorpsbúarsmíðinasjálfir. Ekki var komið rafmagn í þorpið en sjálfsagt hefði það verið lagt þangað ef samstaða hefði verið um að fara þess á leit. En þannig er það að ekkert kemur af sjálfsdáðun, krafan um úrbætur verður að hafa fengið hjóm- grunn hjá fólkinu fyrst. Hœg hrynjandi í daglegri önn — En hvernig var daglega lífið í þessu fjalllendisjwrpi? - Mér fannst merkilegt til þess að vita að fólkið þarna lærði að lesa og reikna í lestrar- herferðinni 1980. Það sagði mér að áður hefði það mjög oft verið snuðað í launum og viðskiptum vegna fákunnáttu sinnar. En það er að sjálfsögðu ekki mikið sem fólk tileinkar sér á fjórum árum, og þarna er mjög erfítt að vinna að uppbyggingu vegna slæmra náttúruskilyrða. Mér fannst þó gaman að kynnast því að fólk er greinilega mjög vant að ræða málin í fundarstíl og mér fannst áberandi að það talaði saman af skilningi og tilfinningu um rétt sinn og ann- arra. Stjórnmálalíf og samstarf nálgast það að vera eitthvað í líkingu við það sem við köllum grasrótarstarf. Nú, daglegt líf fólksins er feikilega ólíkt því sem við eigum að venjast. Dagurinn líður hægt og það er hæg hrynjandi í mannlífinu. Mikill tími fer í að sækja vatn og búa til mat. Verkaskipting kynjanna er hefðbundin, konan er í matseldinni, vatns- burðinum og útvegun eldiviðar, en karl- maðurinn dyttar að húsum, sinnir jarðyrkjustörfum og aðdráttum. Börnin þarna í sveitinni sýndust mér vera í dálitlu reiðileysi, lífsbaráttan er greinilega hörð og þau harðgerðustu komast best af í slags- málaleikjunum. Málþroski barnanna þarna er slæmur og mikil þörf á meira skólahaldi. Sem dæmi um hægaganginn má svo nefna að ætli menn að bregða sér af bæ eins og við þurftum að gera er ekki um annað að ræða en að fara út á veg og bíða fars. Það getur tekið tvo þrjá tíma og stundum snúa menn heim í erindisleysu. Þessu er öllu tekið með jafnaðargeði, enda morgundagurinn jafngóður og aðrir dagar til verkanna. Fólkið á sér mikla sögu En þegar maður kemst inn úr skinninu á fólkinu fer það smátt og smátt að opna sig. Þá kemst maður oftar en ekki að því að þetta fólk hefur gengið í gengum ótrúleg- ustu lífsreynslu í byltingunni og á tímum Somoza-stjómarinnar. Tengdamóðirin áð- urnefnda tók að segja mér sögu og þær voru ekki allar fagrar. Til að mynda hafði þjóðvarðliði einn komið eins og þmma úr heiðskíru lofti og numið á brott með sér eina dóttur hennar. Hélt hann henni nauðugri í Managua og gat við henni fjögur börn. Þegar fjölskyldan hvatti stúlkuna til þess að snúa heim var henni hótað öllu illu af þjóðvarðliðanum. Atökin vom líka alltaf nálægt, alltaf voru einhverjir úr þorpinu að berjast með skæru- liðum Sandínis og næstum því hver fjöl- skylda hefur orðið að færa byltingunni ein- hverja fórn. „Sonur minn var kallaður í herinn á síðasta ári, og stundum er ég svo áhyggjufull að ég sef ekki á nóttunni", sagði sú gamla, „en samt stend ég með bylting- unni“. Svona hefur hver og einn sínar per- sónulegu ástæður sem móta afstöðuna. En það er ekki svo gott að menn þurfi einungis að hafa áhyggjur af stríðsrekstrin- um geng Nicaragua. Þama er lítið af kvik- fénaði og setið um hverja skepnu. Hlutirnir snúast um það hvort og hvenær sé hægt að ná í kjöt. Fólk er þreytt á fábreyttu fæði og það er erfitt að komast á markað. Starf MECATE snýst að verulegu leyti um að vekja bændafólkið til umhugsunar um þennan veruleika sinn. Þetta er hápólit- ískt starf sem unnið er í nánum tengslum við fjöldahreyfingar Sandínista. Ég var t.d. í þorpinu Cantimplora sunnar í landinu og þar tóku konurnar sig til og vildu hefja græn- metisrækt. Til þess að virkja alla þorpsbúa í þessari ráðagerð setti leikhópur þorpsins á svið leikrit um konu sem kom börnum sín- um vel á legg með því að gefa þeim græn- meti og mjólk. MECATE kemur svo við sögu með því að gera áætlun um frekara menningarstarf og ýta undir það með ýmis- konar aðstoð. Bændafólkið í Nicaragua er hógvært og dálítið til baka, og starfið beiníst aðþví að virkja það til athafna á eigin forsendum. Þetta fólk hefur til að bera mikið þolgæði og hefur gengið í gegnum miklar þjáningar. Það hefur því frá miklu að segja þegar það opn- ar sig. MECATE fæst við það verkefni að fá bændafólkið til þess að meta sjálft sig, reynslu sína og þá sögu sem það sjálft á og hefur skapað. - Að lokum Torfi, samviskuspurning um byltinguna, hvernig líst þér á? - Ég hef kynnst þessu byltingarferli frá mörgum og ólíkum hliðum. Ég er ekki í neinum vafa um það að Sandínistar leitast við að halda framvindunni opinni. Þeim hefur tekist það ótrúlega vel til þessa miðað við þá gífurlegu pressu sem á þeim er. Ég hef svo dálítið fylgst með því sem sagt er í fréttum og fjölmiðlum um byltinguna f Evr- ópu og í Bandaríkjunum og þykir hrikalegt að sjá þá mynd sem þar er upp dregin. __íí__ f þessum orðum töluðum er sólin sest og hlýtt myrkrið skollið á. Pappírinn er orðinn þvalur af svita og kominn tími til þess að bæta sér vatnsmissinn með einhverjum vökva. Um leið og við göngum í átt til veitingasíaðarins minnir Torfi mig á að skila glerjunum, enda eins gott ef við ætlum að fá tryggingarféð til baka. Það er flösku- skortur í landi. Manni hættir til að gleyma því í Ticoma-hótelgarðinum innanum öll þægindin, sundlaugina, tennisvöllinn, úti- leiksviðið og ilmandi gróðurinn. Og svo er eins gott að tygja sig í háttinn hvað líður, því sólin kemur upp um fjögurleytið og þá vaknar allt sem lffsanda dregur, bæði skepnur og fólk. Þeim sem ekki eru aldir upp við slíkan sólargang verður ekki svefn- samt þegar morgunkór Nicaragua byrjar söng sinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.