Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. maí 1984 DJOÐVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Augiýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. Íþróttafróttarítari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Margrét Guðmundsdóttir, Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Öskarsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. r i«st Jórnararei n Buxnalaus Sjálfstœðisflokkur Steingrímur Hermannsson segir að ríkisstjórnin hafi komið sér saman um bandorm en Friðrik Sophusson kallar sköpunarverkið mús. Almenningur í landinu fær hins vegar að kenna á veruleikanum: Auknum álögum, stórfelldum hækkunum á lífsnauðsynjum og nýjum sköttum í erlendri skuldasöfnun sem þrengja svo fram- tíðarkosti að sókn til betri lífskjara og efnahagslegu sjálfstæði er stefnt í alvarlega hættu. Ríkisstjórnin hefur í verki staðfest algera uppgjöf í glímunni við að hafa forystu um raunhæfar lausnir á efnahagsvanda þjóðarinnar. Eftir tveggja mánaða þóf er bandormsboðskapurinn gamlar lummur um hækk- anir á matvöru, lyfjum og lækniskostnaði, nýjar álögur á unglinga, námsmenn og heimili launafólks ásamt sendiferðum fjármálaráðherra til bankastjóra í Was- hington, London og Zurich til að biðja um meiri erlend lán. Ráðherrarnir knúðu almenning til að taka á sig kjaraskerðingu sem nam fjórðungi af kaupmætti heimilanna. Þeir lofuðu í staðinn sterkum sparnaðar- tökum á fjármálum ríkisins, ströngu aðhaldi í glímunni við vaxandi erlenda skuldasöfnun og Iækkun bæði al- mennra skatta og neysluskatta svo að útgjaldabyrði heimilanna yrði léttbærari. Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins hefur nú játað skipbrot þessarar stefnu. Hann flytur flokksbræðrum sínum þann boðskap að efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar hafi í för með sér að Sjálfstæð- isflokkurinn komi „buxnalaus til næstu kosningabar- áttu“. Friðrik Sophusson krefst þess að skipt verði um ráðherra í ríkisstjórninni og saminn verði nýr stjórnar- sáttmáli. Hann innsiglar uppgjöfina með afdráttar- lausum hætti. Innan Sjálfstæðisflokksins ríkir nú upplausnará- stand. Þrátt fyrir allt eru enn til í forystu flokksins og þingflokki menn sem geta ekki unað því að taka þátt í slíkum svikum gagnvart fólkinu í landinu. Ráðherrarn- ir hafa algerlega brugðist hvað snertir þann þátt efna- hagsvandans sem sneri að þeim. Það eina sem þeir hafa gert er að skera niður kjör fólksins. Minna kaup, hærri skattar, dýrari lífsnauðsynjar og aukin skuldabyrði eru í stórum dráttum kjarninn í ríkjandi efnahagsstefnu á íslandi. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur nú risið gegn stjórnarstefnunni. Greinilegt er að sú uppreisn er gerð í samráði við Þorstein Pálsson. Örlög ríkisstjórn- arinnar munu ráðast af því hvort ást ráðherranna á stólunum verður sterkari en krafan um gerbreytta stjórnarstefnu. Á Alþingi hefur bandormsfrumvarpið sýnt að aukin skuldasöfnun, meiri álögur og enn frekari hækkanir eru boðskapur ráðherranna. Verði frum- varpið samþykkt hafa Friðrik Sophusson, Þorsteinn Pálsson og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins beygt sig í duftið og sætta sig við að ganga gjaldþrotsgönguna undir stefnumerkjum ráðherranna. Forsenda kjara- samninganna er brostin Það er rétt sem Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar bendir á í viðtali við Þjóðviljann í gær að í bandormsfrumvarpinu eru brotnar niður þær 'kaupmáttarstoðir sem talsmenn heildarkjarasamning- anna töldu mikilvægastar. j Með bandormsfrumvarpinu er kaupmátturinn skorinn niður um 2% og eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Þessi staðreynd hlýtur að setja sterkan svip á iumræður forystumanna launafólks þegar þeir koma saman til fundar eftir helgina. fréttashýrina „Frá 1. ágúst 1983 til 1. febrúar 1984 tók það verkamanninn 331 klst. að vinna fyrir húshitunarkostnaði yfir árið og 198 stundir að vinna fyrir heimilisrafmagninu eða alls 529 vinnu- stundir. Aukningin erþví62 stundirfrá því við stjórnarskiptin.“ Misheppnað hj álparstarf Meðreiðarsveinn iðnað- arráðherra, Egill Jónsson, hefur haldið því fram í þing- ræðu, að það hafi tekið verkamann um 6Y2 viku að vinna fyrir ársreikningi til húshitunar fyrir ráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar, en sá timi hafi þrefaldast á valdatíma Hjörleifs, farið upp í rúmar 18 vikur. „Ég hygg“, segir Egill Jónsson í þingræðu, „að hvergi sé hægt að finna jafn skýra mynd af árangri af störfum eins ráðherra og með þess- um einfalda hætti, að orku- verð til húsahitunar hækkar eins og þarna kemur fram á fáum árum.“ Þessi orð alþingismannsins benda til þess að honum láti ekki allskostar vel að fara rétt með staðreyndir. Eða hverjar skyldu þær nú vera í þessum málum? 379 - 467 Þegar ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar kom til valda 1. sept. 1978 þurfti verkamaðurinn 379 stundir til að vinna fyrir hús- hitunarkostnaði og öðru heimilis- rafmagni. Þegar gjaldskráin breyttist síðast í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen þá kostaði húshitun og heimilisrafmagn verkamanninn 467 vinnustundir. Aukningin á tæpum 5 árum nam þannig 88 vinnustundum eða rúmlega 23%. Samkvæmt kaupsamningum átti verkafólk rétt á rúmlega 20% verðbótum 1. júní 1983. Miðað við þá kaupbreytingu hefði þurft 389 stundir til að vinna fyrir orku- kostnaðinum eða um 3% umfram það sem var 1978. Auðvitað hefði útkoman orðið önnur ef niður- greiðslur hefðu ekki komið til 1. okt. 1982. Minna má og á, að á árunum 1978 og 1980 var verulega dregið úr verðmun á heimilisrafmagni milli þéttbýlis og dreifbýlis. Sá munur nam 90% við stjórnar- skiptin haustið 1978 en var minnkaður niður í 20-25%. Ferill Sverris En hvað gerðist svo þegar rík- Magnús H. Gíslason skrifar isstjórn Egils Jónssonar tók við? Eitt hennar fyrsta „afrek“ var að heimila stórfelldar verðhækkanir á rafmagni frá Landsvirkjun, eða um 19% 3. júnísl. ogsvoum31% frá 1. ágúst 1983 eða alls um 56%. Afleidd hækkun á heimilisraf- magni varð 38,5% og á rafhitun- artaxta 17,4% þrátt fyrir auknar niðurgreiðslur. Með öðrum orðum: Frá 1. ág- úst 1983 til 1. febr. 1984 tók það verkamanninn 331 klst. að vinna fyrir húshitunarkostnaði yfir árið og 198 stundir að vinna fyrir heimilisrafmagninu eða alls 529 vinnustundir. Aukningin er því 62 vinnustundir frá því við stjórnarskiptin í maí 1983. Er þá kauplækkunin á tímabilinu, (4% frá 1. júní til 1. oktl.), ekki tekin með í reikninginn og ekki bætir hún úr skák. Eftir kaupbreytinguna frá 1. mars sl. og smávægilega aukningu á niðurgreiðslum á raf- orku til húshitunar, eða um 5 aura á kílóvattstund frá 1. febr. sl., þarf 292 stundir til að vinna fyrir húshitunarkostnaðinum og 185 stundir fyrir heimilisraf- magninu eða 477 stundir alls, 10 vinnustundir meira en við stjórnarskiptin í maí fyrir ári. Og nú hafa verið gerðir kjarasamn- ingar án nokkurrar verðtrygg- ingar launa og launahækkanir til ársloka nema aðeins 5% í tveimur áföngum, komi ekki til uppsagnar samninga 1. sept. nk. Jafnframt eru svo, að frum- kvæði sjálfs iðnaðarráðherrans, numin úr gildi bráðabirgðalög, sem gerðu honum fært að hafa hemil á verðhækkunum Lands- virkjunar, sem getur nú, með ein- faldri stjórnarsamþykkt, hækkað gjaldskrá sína að vild. Og til þess svo að bíta höfuðið af skömminni lætur iðnaðarráðherra fjölmiðla hafa eftir sér að hann muni vinna að lækkun og helst afnámi verð- jöfnunargjalds á raforku, sem gert hefur mögulegt að jafna verulega taxta á heimilisrafmagni milli þéttbýlis og dreifbýlis. Það er ekki að undra þótt Egill Jónsson sé gleiður yfir þessari frammistöðu ríkisstjórnarinnr og iðnaðarráðherrans. Sjálfsflenging Á það var minnst í upphafi þessa máls að Egill Jónsson ætti í erfiðleikum með að segja satt þegar hann ræddi um raforku- kostnaðinn. Hann segir það hafa tekið verkamanninn 6,5 viku að vinna fyrir orkukostnaðinum þegar Hjörleifur Guttormsson varð iðnaðarráðherra en þessi 6 og hálf vika hafi verið orðin að 18 vikum er ráðherradómi Hjörleifs iauk. Staðreyndirnar tala hins- vegar nokkuð öðru máli. Þær segja að 6,5 vinnuvikurnar hafi orðið að 7,75. Hitt er svo annað mál að eftir að Landsvirkjun hækkaði raf- orkuverðið um 56% á sl. sumri hækkaði hlutfallið úr 7,75 vikum í 8,3, og er þá miðað við 400 rúmm. vel einangrað hús. Það er ósköp fallegt af Agli Jónssyni að reyna að hjálpa iðn- aðarráðherra í þrengingum hans. Það björgunarstarf ferst honum á hinn bóginn heldur óhönduglega. Höggið, sem hann hugðist reiða að Hjörleifi Guttormssyni varð að sjálfsflengingu. -mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.