Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 9
Helgin 5. - 6. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Afstaða meirihluta borgarstjórnar til Fjalakattarins: Sólrún Davíð Álthelður Slgurður E. Tak þennan kaleik frá mér Það kom greinilega fram á fundi borgarstjórnar sl. fimmtu- dagskvöld að meirihluti borgar- stjórnar hefur varpað frá sér ábyrgð á framtíð Fjalakattarins í Aðalstræti. í bókun, sem Da- víð Oddsson lét gera, stendur „Eðlilegast er að viðræður nefndra samtaka (þ.e. Níu líf) og eiganda hússins fari fram á ábyrgð þessara aðila sjálfra". Álfheiður Ingadóttir, borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, sagði við umræðurnar að samþykktin um heimild til niðurrifs Fjalakattarins markaði kaflaskil. Sú vinnuregla hefur verið við lýði undanfarin ár að heimila ekki niðurrif húsa nema vitað sé hvað ætti að koma í stað- margir einstaklingar og félaga- samtök hafi boðist til að leggja málinu lið og axla hluta þeirrar fjárhagsábyrgðar sem af varðveislu hlýst. I bókuninni er einnig bent á að samkvæmt gildandi aðalskipu- lagi er leyfð nýting við Aðalstræti 2.0 en nýtingarhlutfall á lóðinni Aðalstræti 8 sé 2.36. 1 niðurrifs- heimild felist því ekki neitt vilyrði til eiganda lóðarinnar, um að hærri nýting fáist þó nýbygging verði reist á lóðinni. Slík ákvörðun væri á valdi borgarstjórnar og hlyti að taka mið af því deiliskipulagi sem nú er í burðarliðnum. Meðan það liggur ekki fyrir né heldur tillaga frá eiganda lóðarinnar um hugsan- lega nýtingu hennar telji framang- eindir borgarfulltrúar ótímabært nokkurn þokka til að bera. Segir hann að Fjalakötturinn sé eitt þeirra húsa sem ofangreind um- mæli eigi við. Síðan segir: „Sá galli er þó á gjöf Njarðar að þrátt fyrir 40 ára umleitanir eigenda hússins, hafa borgaryfir- völd aldrei viljað taka af skarið um málefni þess. Því síður hefur ríkis- valdið látið sig nokkru skipta hver yrðu örlög þess. Til þessa hefur enginn aðili fengist til að taka á sig ábyrgð af endurreisn þess og fram- tíðarnotum og því er ekki sjáan- legur fjárhagslegur grundvöllur þar að lútandi. Virðast því örlög þess ráðin.“ Þá segir Sigurður að lokum að hann sé ekki reiðubúinn að standa að því að Borgarsjóður einn fjár- magni kaup þess og endurreisn og því sitji hann hjá. Niðurrif hússins var samþykkt með 11 atkvæðum gegn 8 en 2 sátu hjá. Það vakti athygli að Hulda Valtýsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og formaður Um- hverfismálaráðs greiddi atkvæði gegn niðurrifi. - GFr. mn. Sjálfstæðismenn hafi verið samþykkir þessari vinnureglu á síð- asta kjörtímabili en nú sé verið að fara inn á braut gömlu niðurrifs- stefnunnar. Þá sagði Álfheiður að þessi samþykkt væri gerð þvert á vilja borgarminjavarðar, umhverf- ismálaráðs og húsafriðunarnefndar og í tillögu, sem liggur fyrir um deiliskipulag svæðisins sé gert ráð fyrir að Fjalakötturinn sem væri einstakur í sinni röð fengi að standa. Það væri rangt að sleppa hendi af honum með þessum hætti. Þá vítti Álfheiður framkomu Ragnhildar Helgadóttur í þessu máli. Húsfriðunarnefnd og þjóð- minjavörður sem eiga að vera menntamálaráðherra til ráðuneytis í slíkum málum, hafa mælt með friðun Kattarins en ráðherra hefur algerlega hundsað álit þeirra. Sólrún Gísladóttir, fulltrúi Kvennaframboðs, sagði að hér væri aðeins spurning um vilja og skilning og borgin gæti eignast lóð- ina með makaskiptum, eins og samtökin Níu líf hafa stungið upp á, ef hún aðeins vildi það. Þær Sólrún og Álfheiður bentu á að verð hússins væri á bilinu 12-20 miljónir og það væru mörg for- dæmi um slíkt utan fjárhagsáætlun- ar. Var bent í þessu sambandi á útleysingu á mannvirkjum fyrir- tækjanna Kolsýruhleðslunnar og Eims við Seljaveg sem kostað hefði Borgarsjóð 11 milj. kr., kaupin á Viðey, sem kostuðu Borgarsjóð 22 milj. kr. og framlagið til Isfilm upp á 2 milj. kr. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að veittur hefði verið frestur á málinu til 3. maí en ekkert hefði heyrst í samtökunum Níu líf upp á síðkastið, hvort þau hefðu t.d. far- ið út í fjársöfnun. Hilmar Guð- laugsson, formaður bygginganefn- dar, sagði að meirihlutinn hefði tekið ábyrga afstöðu í málinu. í sameiginlegri bókun Kvenna- framboðs og Alþýðubandalags segir m.a. að þeir harmi viljaleysi borgaryfirvalda og menntamála ráðuneytis til að. tryggja varð veislu Fjalakattarins. Hafi þau ekki haft neitt frumkvæði að því að grípa mn í mál Fjalakatt- arins þrátt fyrir að borgarminja- vörður, umhverfismálaráð og hús - friðunamefnd hafi eindregið mælt með varðveislu hússins og fjöl- og engum til hagsbóta að sam þykkja niðurrif. Gerður Steinþórsdóttir, annar fulltrúi Framsóknarflokks, greiddi atkvæði gegn niðurrifi og lét m.a. bóka að hún teldi ekki fullreyndar leiðir til að varðveita húsið. Segir síðan í bókuninni: „Samtökin Níu líf hafa t.d. sett fram hugmynd um makaskipi lóða og kaup á húsinu. Samþykki á nið- urrifi nú ber einungis vott um áhugaleysi borgaryfirvalda í þessu máli en ekki peningaleysi. Þá tel ég ríkið bera einnig ábyrgð á menn- ingarsögulegum byggingum, og harma afstöðu menntamálaráð- herra þar sem húsfriðunarnefnd hefur mælt með friðun hússins. Hverfi Fjalakötturinn af sjónar- sviðinu ber það vott um andvara- leysi ráðamanna gagnvart menn- ingarsögulegum verðmætum. Staðreyndin er sú að þjóð sem hef- ur efni á því að ganga í 40 milj. kr. ábyrgð í leit að gullskipi er ekki fjárhagslega á flæðiskeri stödd.“ Sigurður E. Guðmundsson, full- trúi Alþýðuflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðslu og lét bóka af- stöðu sína. Hann segist eindregið vera þeirrar skoðunar að leggja beri áherslu á að vernda og varð- veita sem allra best þær byggingar í Reykjavík, sem eigi langa sögu að baki, hafi menningarlegt gildi og | E RA kæliskápar T0RTILB0D! . ab^ o<íl HUOMBÆR HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI si'^'^fgg010 103 J blaðið sem vitnað er í Bifreiöa eigendur Tökum að okkur Við önnumst m.a.: — Mótorstillingar í — fullkomnustu tækjum — Ljósastillingar — Sjálfskiptingaviö- — gerðir — Boddyviðgeröir — Almennar viðgerðir Varahlutir ávallt til á staðnum. Bifreiðaverk- stæði í alfaraleið. Reynið viðskiptin. Leigjum út litlasendibíla. þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. i OATSLJNI @ NISSAN S\í^9a v w°Scv><vs'e' TALBOT V/SA Bifreiðaverkstæði Þórðar Sigurðssonar Armúla 36 - Sími 84363.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.