Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 17
Helgin 5. - 6. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 daegurmál Ný spor Bubba og... Þaö er best að slá tvær flugur í einu höggi og fjalla saman um fjórðu sólóplötu Bubba Ný spor og þriðju Egóplötuna sem heitir einfaldlega Egó. Ekki verður kvartað undan afköstum þeirra félaga. Þau eru meiri en við eigum að venjast en það getur haft slæmar hliðar jafnt sem góð- ar. Ef við byrjum á sólóplötu Bubba, þá verður að segjast að hún rennur átakalítið í gegn. Það er lítið um nýja spretti en þó heyrast þeir inni á milli. Erfitt er að fara fram á miklar breytingar ef afköst Bubba eru höfð í huga undanfarin fjögur ár. Ný spor er fjórða sólóplata hans, hann hefur sungið inn á þrjár plötur með Ut- angarðsmönnum og þrjár með Egóinu auk annars sem hann hef- ur gert. Þessi kappsigling er dá- lítið varhugaverð. Ef hún verður ekki stöðvuð á hann á hættu að sigla inn í tónlistarlega lognmollu. Því held ég að það hafi verið rétt hjá honum að skipta um umhverfi, hvíla sig í nokkurn tíma, reyna eitthvað nýtt, ganga í endurnýjun lífsdag- anna Jnni á milli sýnir Bubbi sínar bestu hliðar í íögum eins og „Strákarnir á Borginni“ og „Vil- mundur“ en þess á milli dettur hann ofaní algjöra flatneskju í lögum eins og „Pönksvíta no. 7“ og „Utangarðsmenn“. Á Nýjum sporum nýtur Bubbi aðstoðar nokkurra valinkunnra tónlistarmanna: Fúsa fallbyssu úr Baraflokknum sem leikur á trommur, Þorleif bassaleikara úr Frökkunum og Þorsteins Magnússonar fyrrum liðsmanns í Þey. Þessir þrír bera uppi hitann og þungann af tónlistarflutningn- um en auk þeirra koma ýmsir aðrir góðir kappar fram. Platan er tekin upp á stuttum tíma og ber þess nokkur merki. Ekki svo að það spilli neitt fyrir, yfirleitt er ég hrifnari af plötum þar sem stúdíó- vinnan er í lágmarki. Stemmningin verður allt önnur. Söngur Bubba á þesari plötu er góður, hann hefur meira vald á rödd sinni en áður og hún er sterkari. Umslagið er ágætt en óþarflega mikið er af villum á textablaðinu. Ný spor er að mínu mati sísta sólóplata Bubba og þarf hann að taka sig saman í andlitinu ef hann á ekki að enda sinn tónlistarferil sem lifandi steingervingur Á Egóplötunni kveður við allt annan og freskari tón. Egó er tví- mæialaust besta plata Egósins til þessa. Margir hafa verið með efa- semdir um framtíð hljómsveitar- innar eftir að Bubbi fór til Amer- íku en þeir tveir meðlimir Egós- ins sem eftir eru á landinu ætla að halda áfram af fullum krafti. Þessi þriðja plata Egósins kem- ur svo sannarlega á óvart. Þyngri, kröftugri og í alla staði betri en hinar. Einhverjir kunna að sakna laga á borð við „Stórir strákar“ og „Móðir", því að ólíklegt er að eitthvert lag á þessari plötu öðlist neinar vinsældir í líkingu við fyrr- nefndu lögin. Þeir Beggi og Rún- ar eru mennirnir á bak við þessa plötu. Sömdu sex af átta lögum plötunnar en hin tvö eru samin af þeim og Bubba. Einnig annast þeir tveir upptökustjórn. Styrkur þessarar plötu felst í hugmynda- auðgi þeirra bæði hvað varðar lagasmíð, útsetningar og upp- tökustjórn. Hljóðfæraleikurinn á Egó er allur til fyrirmyndar enda að- stoða tveir af okkar bestu hljóð- færaleikurum þá við plötugerð- ina, þeir Ásgeir Óskarsson á trommur og Pétur Hjaltested á hljómborð. Þeir eru allir pott- þéttir en sérstaklega er trommu- leikur Ásgeirs góður. Bubbi syngur vel eins og á Nýjum spor- um. Sándið er mjög gott, eins er hljóðblöndunin ágæt. Eins og fyrr eru textar Bubba beinskeyttir og koma við kauninn á mörgum. Hann tekur sem fyrr fyrir málefni líðandi stundar og gerir þeim skil á sinn góða máta. Þannig fær vor ástkær fjármála- ráðherra sinn skammt, karl- mennskuímynd samtíðarinnar og tvískinnungur í siðferðismál- um. En áhrifamesti texti á þess- um tveimur plötum finnst mér „Blýhöfuð". Hann hittir beint í mark. Hann var öðruvísi. Dálítið feiminn inní sér á svipinn dreyminn. Ekki var hann Ijótur, ekki fríður var hann fríður. Gal verið grimmur gal verið blíður. Dagurinn tók aldrei enda. Hann lifir í honum enn. Það álti bara að prófa að fljúga og lenda, hann er víst þar enn. Augun tóm, slefan hylur brjóstið. Heilann þekur storknað lím. Enginn veit hvað hann skilur, á sama stigi og fóslrið. Nema fóslrið mun þroskast en í honum tómið býr. Dagurinn tók...o.s.frv. Skakkur og skœldur, eins og límbrunnið módel. Votar varir reyna að mynda hljóð. Hann brosir ef þú nefnir spítala eða hótel, nema brosinu fylgir alls engin glóð. Dagurinn tók...o.s.fr. Þó að textar Bubba séu efnis- miklir og beinskeyttir þá finnst mér hann mætti laga fráganginn á þeim. Það er töluvert af klaufa- legu orðalagi sem stingur í augu, villum sem eru langt fyrir neðan ... nýju sporin Egósins það sem við fáum vanalega frá honum. Egó platan er góð og stendur sannarlega undir nafni sem besta Egóplatan. Það kann að hljóma undarlega að hrósa Egóplötunni en kvarta undan sólóplötu Bubba. Hann syngur jú á báðum plötunum og semur textana á þær báðar. Munur á þessum tveimur plötum liggur fyrst og fremst í tónlistinni. Mér finnst tónlistin betri á Egóplötuni og kannski á gamla lumman við hér, í yfir- færðri merkingu, betur sjá augu en auga. -jvs Eitt ömurlegasta og sorgleg- asta dæmi um hljómsveit sem far- in er í hundana er Thompson Twins. Hljómsveitin hefur tekið miklum mannabreytingum á undanförnum þremur árum. Árið 1981 var hún sex manna hljómsveit en er tríó í dag. Að- eins tveir eru eftir af þeim sex sem voru á plötunni A Product of Participation sem kom úr árið 1981. Nýjasta plata hljómsveitar- innar Into the Gap á í raun ekkert skylt við fyrstu plötu hennar frá 1981 og væri í raun betra að tala um tvær hljómsveitir með sama 2 stuttur plöttifréttir nafni. Breytingin á tónlist hljóm- sveitarinnar er ömurleg. Má með nokkuð góðri samvisku líkja henni við að Talking Heads færi að leika tónlist eins og Human Legue. Sorglegur ferill vægast sagt. Alarm er nafn á enskri hljóm- sveit sem hefur getið sér gott orð þar í landi seinustu misserin. Þeir THEfliiflHIH OEGLARATiOH sendu fíá sér litla plötu á seinasta ári og voru í alla vega einu ensku tónlistarblaði kosnir efnilegasta hljómsveitin. Það þykir nú gott fyrir eina litla plötu. Þeir flytja líka tónlist og Clash, ekki bætir úr skák að stundum mætti halda að Joe Strummer söngvari Clash væri að syngja. Þeir eru glettilega líkir hann og söngvari Alarm, Mike Peters. Tónlist Alarm er kröftug og mei- ódísk, textarnir góðir, þannig að hér er á ferðinni afbragðs góð plata sem hægt er að mæla með. jvs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.