Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. maí 1984 Júlíanna Gottskálks- dóttir skrifar: Varla hefur nokkur stefna í by gg- ingalist náð jafnmikilli útbreiðslu og funksjónalisminn. í hálfa öld hafa hugmyndir að baki honum ráðið ferðinni við skipulag um- hverfis manna hvar sem er í heiminum og við mótun hýbýla þeirra. Áður fyrr voru stefnur ára- tugi ef ekki aldir að berast frá ein- um hluta álfunnar til annars og tóku yfirleitt breytingum á leiðinni, allt eftir aðstæðum á hverjum stað. Nú á tímum berast boðin á svipstundu og allt er með svipuðu sniði. Ör samskipti á milli landa ef ekki heimshluta hafa því verið einn þáttur í útbreiðslu funksjónalismans. Annar þáttur og mikilvægari var afstaða frum- kvöðla hans til iðnaðarþjóðfélags nútímans. Samkvæmt hugmyndum þeirra var funksjónalisminn ekki stíll heldur stefna og var sú stefna byggð á skynsemis- og framfaratrú. Markmiðið var að búa manninum betra umhverfi og til þess varð að hafa áhrif á iðnaðinn. I stað þess að líta um öxl eins og Morris og fé- lagar hans gerðu á öldinni sem leið litu menn fram á við, viðurkenndu árið 1928. Byggingar Bauhaus í Dessau frá 1928. BAUHAUS og funksj ónalisminn verra er: menn dreymir um slíkt enn þann dag í dag. Maöurinn aðlagast skipulaginu Margt af því sem funksjónalist- arnir boðuðu mun hafa þróast á annan veg en þeir hugsuðu sér, þótt það sé í mörgum tilvikum af- leiðing af því. Þéttbýlissvæði, sem skipt er niður í svefnbæi, atvinnu- svæði, útivistarsvæði og umferðar- svæði, eru ávöxtur „raunsærra" viðhorfa til þjóðfélagsins. Skipu- lagið skyldi aðlagast þjóðfélágs- gerðinni og maðurinn skipulaginu. Nánasta umhverfi mannsins skyldi honum út búið svo að hann hefði allt til alls en ekkert að óþörfu. Fyrir öllu skyldi séð og á sem hag- kvæmastan hátt. Menn vildu geta sameinað magn og gæði og boðuðu fegurð einfaldleikans. Listin og iðnaðurinn skyldu mætast á miðri leið þar sem formgjöf og fram- leiðsla ynnu saman. í fjöldaframleiðslu þar sem magn er metið ofar gæðum og arð- ur ofar þörf er hins vegar erfitt að búa til fagran grip. Hann verður í mesta lagi snotur. Fegurðina er ekki svo auðvelt að framleiða. Er fram í sótti urðu formin því fremur einhæf en einföld og eftirlíking úr verra efni tók við. Ef til vill var ekki hjá slíkri þróun komist í efnahag- skerfi þar sem hagvöxturinn ræður. Funksjónalistarnir vildu enn frem- ur fyrir engan mun boða stfl. Form hlutanna skyldi ráðast af notagildi fjöldaframleiðsluna í iðnaði og stórborgarasamfélagið og vildu koma til móts við þann veruleika. Fyrir nokkru var í Stokkhólmi þýsk sýning þar sem Bauhaus, skólinn sem reistur var á þeim hug- myndum sem funksjónalisminn óx úr, var kynntur. Bauhaus var stofn- aður ári eftir lok fyrri heimsstyrj- aldarinnar þegar þáttaskil urðu í sögu Evrópu. Á þeim tíma höfðu ýmsar framúrstefnur séð dagsins ljós: de Stijl í Hollandi, dada í Þýskalandi og í Rússlandi þróaðist konstrúktífisminn í framhaldi af til- raunum byggðum m.a. á fútúrisma og kúbisma. Ný heimsmynd blasti við, ný vídd varð mönnum ljós og þeir vildu rjúfa tengslin við hefð- bundið myndform. Hönnun ekki skilin frá iðnaði Samanborið við hinar róttæku stefnur var Bauhaus í upphafi um- bótasinnaður. Þar var ekki stefnt að því að rjúfa tengslin við fortíð- ina heldur aðlaga hefðbundnar að- ferðir nýjum aðstæðum og Iæra af gömlu handverki við mótun nýrra forma. Stofnandi Bauhaus, arki- tektinn Walter Gropius,var alinn upp í anda Deutscher Werkbund sem hafði svipaða stefnuskrá og Morris í Englandi, þ.e. að sameina myndlist, handíð og iðnað. Grop- ius vildi halda áfram á þeirri braut og sá að leiðin til þess var að stofna skóla þar sem menn gætu fengið menntun á öllum sviðum hönn- unar. Honum var hins vegar ljóst að í framkvæmd varð hönnun ekki skilin frá iðnaði nútímans og þar með viðskiptalífinu og út frá þeirri víðfeðmu hugmynd var Bauhaus stofnaður árið 1919. Til þess að geta skapað þurfa menn að kunna til verka var eitt af boðorðum Gropiusar í ávarpi Bauhaus árið 1919. Góð þekking á eðli þess efnis sem menn hafa á milli handa var því undirstaða allrar frekari vinnu í Bauhaus. All- ir nemendur skólans, án tillits til bakgrunns þeirra eða áforma, urðu að fara í gegnum sex mánaða for- skóla þar sem þeim voru kennd undirstöðuatriði í lita- og efnis- meðferð, teikningu, form- greiningu og myndbyggingu. Kennslan var bæði bókleg og verk- leg og tilhögun hennar svipuð meistarakerfinu en án stéttskipt- ingar þess. Að loknu forskólanámi varð hver nemandi að vinna á verkstæði þar sem hann eða hún var í læri hjá tveim meisturum, öðr- um handverksmanni en hinum hönnuði. Á þann hátt öðlaðist nemandinn þekkingu á báðum hliðum verksins. Þegar nemendur voru komnir lengra í námi fengu þeir verkefni við að hanna muni sem síðar mátti nota í fjöldafram- leiðslu. Með því móti komust þeir í snertirtgu við iðnaðinn og efna- hagslífið. Að loknu þriggja ára námi í handíð og hönnun gekkst nemandi undir próf hjá meistara frá Bauhaus og úr hópi iðnaðar- manna og hlaut sveinsbréf. Vildi nemandi halda áfram námi tók við nám í byggingarlist. Þar var unnið í byggingarvinnu, gerðar tilraunir með ný byggingarefni og notið kennslu í handíð og verkfræði. Að loknu prófi fengu nemendur meistarabréf Bauhaus. Það virðist hafa ríkt mikill bjartsýnisandi í Bauhaus og í lista- sögunni er einhver ljómi yfir heiti hennar. Þetta hefur verið alveg stórkostlegur skóli. í kennaraliði hans voru samankomnir helstu brauðryðjendur nútímalistar, allt fólk sem vildi kanna lögmál mynd- ar og efnis og losa sig við hlutveru- leikann í verkum sínum. Það er at- hyglisvert að Gropius fékk mynd- listarfólk, einkum málara, til liðs við sig en ekki arkitekta. Þegar nemendur skólans unnu að fyrsta byggingarverkefni sínu, sem var tilraunahús fyrir Bauhaussýning- una árið 1923, var það eftir teikningum og undir leiðsögn Ge- orgs Muche sem var málari. Það segir nokkuð um opinn hug Gropi- usar að hann taldi róttækar tilraun- ir myndlistarmanna arktitektum hollur vegvísir. Fyrstu sex árin eða fram til 1925 var Bauhaus í Weimar og einkenndist sá tími af líflegri til- raunastarfsemi. Þangað komu framúrstefnumenn víða að og tóku þátt í kennslunni. Frá Hollandi kom árið 1921 Theo van Doesburg, fulltrúi de Stijl, og boðaði ný form: beinar Iínur og rétt horn og liti tak- markaða við hvítt, grátt og svart. Þessar kenningar höfðu viss áhrif í Bauhaus en höfðuðu lítt til manna eins og Klees og Kandin- skys sem voru meðal aðalkennara skólans. Rétthyrningar í hvítu, gráu og svörtu fullnægðu ekki myndheimi þeirra. Grundvallar- formin í kennslu þeirra voru rétt- hyrningur, þríhyrningur og hringur sem í litum voru rauður, gulur og blár og í þrívídd kubbur, keila (eða pýramídi) og kúla. Kandinsky hafði fjallað um geómetrísk form í ritum sínum og með komu hans til Bauhaus árið 1922 og einkum ung- verjans Moholy-Nagy ári síðar urðu áhrif konstrúktífismans þar meiri. Á þessum tíma var ekki hafin kennsla í byggingarlist í Bauhaus vegna fjárskorts. Nýjungar í þeirri grein höfðu þó sín áhrif þar, enda rak Gropius eigin teiknistofu í Weimar þar sem nemendum hans gafst kostur á að vinna. Upp úr 1920 fóru að birtast greinar eftir Le Corbusier. Samanborið við hann virðast Gropius og félagar hans hafa verið afar rómantískir. Hafi þeir í upphafi séð gotneska kirkju sem tákn komandi byggingarlistar, þá sá Le Corbusier grundvallar- form hennar í mannvirkjum klass- ískrar fornaldar. Sú ró sem ríkir í klassískum byggingum höfðaði frekar til hans en spennan í gotn- eskum kirkjubyggingum sem hann áleit ekki byggingarlist heldur drama. Leit að samræmi var líka rauður þráður í starfi hans. Það voru einkum kenningar Le Cor- busiers um hönnun íbúðarhúsa og -hverfa ásamt afstöðu hans til nú- tímatækni sem höfðu mest áhrif í Bauhaus. Eftir að kenningar Le Corbusi- ers og konstrúktífistanna fór að gæta varð funksjónalisminn aðal- stefnan þar. Árið 1925 var skólinn fluttur til Dessau og tveim árum síðar var þar hafin kennsla í bygg- ingarlist undir stjórn Gropiusar. Ári síðar lét hann af starfi og við tók Hanns Meyer arkitekt. Við það breyttist kennslan mjög, því Meyer hafði ekki jafnvíðan sjóndeildar- hring og Gropius. Hann var marx- isti og leit á verkefni sín með augum efnishyggjumannsins sem sá efnahagslegar og félagslegar hliðar þeirra, en lét fagurfræðina eiga sig. Árið 1930 varð Meyer að flýja land og tók arkitektinn Mies van der Rohe Við starfi hans. Þrem árum síðar var skólanum lokað af nasistum. Með komu van der Rohe var listinni og handverkinu aftur fundinn staður í byggingardeild Bauhaus, en stefna Meyers og sam- kennara hans hefur þó reynst lífsseig og skiptir þá litlu máli hvaða pólitíska fána menn veifa. Tillögur þeirra að háhýsabyggð minna mann óþægilega á það sem maður hefur séð í raun og það sem peirra. 1 funksjónalískum bygging- um skyldi ekkert glepja augað, en það er ekki heldur margt til að gleðja það. Stundum er eins og skynsemistrú funksjónalistanna hafi glapið þeim sýn þegar eðii mannsins var annars vegar. Það er því kannski engin fúrða að skran hefur orðið funksjónalismanum samferða, en kraðak komið í kjöl- far hans. Staðnæmst við form og fleti Undanfarinn áratug hefur mikið verið rætt um funksjónalismann og hann gagnrýndur. Á sú umræða m.a. rætur að rekja til vaknandi vitundar manna um umhverfí sitt og breyttra viðhorfa til þess sem nefnt hefur verið þróun. Breytt efnahagsástand í heiminum hefur líka haft í för með sér að nú er meira teiknað en byggt og meira rætt en framkvæmt. Slíkt er raunar andstætt byggingarlistinni sem er hagnýt listgrein. Það er því talað um kreppu, ekki aðeins í iðnaðinum heldur líka í listinni og ástandinu stundum líkt við það í lok 16. aldar á Ítalíu, er hrikta tók í endurreisnarstflnum, eða eftir miðja síðustu öld þegar nýklassíkinni sleppti og stflstæl- ingin tók við. Þeir arkitektar, sem reynt hafa að losa sig úr viðjum funksjónalismans, virðast margir hverjir hafa staðnæmst við form og fleti. Klassískar táknmyndir eru notaðar óspart og án allrar gagnrýni af hræðslu við nafnleysið sem einkennir margar funksjónal- ískar byggingar. Ef til vill hefur sú myndfælni og það söguleysi, sem funksjónalisminn fól í sér, verið arkitektum nútímans jafnþungur baggi og stflsagan fyrirrennurum þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.