Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 27
Helgin 5. - 6. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Dregið í Blaðberahappdrætti Pjóðviljans 1984 Fimm blaðberar til Danmerkur Dregið var í Blaðberahappdrætti Pjóðviljans í gær. Hver blaðberi fékk 1 miða eftir að hafa borið út í þrjá mánuði frá 1. okt. 1983 og síð- an einn miða á mánuði til 1. apríl. Vinningar voru fimm, allt vikudvöl í sumarhúsum Samvinnuferða— Landsýnar í Danmörku frá 15. - 22. júní. Baldur Jónasson af- greiðslustjóri Þjóðviljans verður fararstjóri í blaðberaferðinni til Danmerkur. Vinningsnúmerin eru þessi: 819, 923, 661, 355 og 547. Um leið og Þjóðviljinn óskar vinningshöfum til hamingju er þeim bent á að hafa samband við afgreiðslustjóra blaðsins hið fyrsta. - ekh Davíð Olafsson Skólaskákmeist- s ari Islands Davíð Ólafsson tryggði sér nafnbótina Skólaskákmeistari fs- lands í eldri deild, í úrslitum sem fram fóru um síðustu helgi á Bol- ungarvík. Davíð er nemandi í Hólabrekkuskóla í Reykjavík og hefur nú um langan tíma verið einn af okkar efnilegustu skák- mönnum og miðað við þær fram- farir sem hann hefur sýnt undan- farið þarf þessi árangur ekki að koma á óvart. Davíð hlaut 8 vinn- inga af .9 mögulegum. I öðru sæti varð annar efni- legur, Þröstur Þórhallsson úr Hvassaleitisskóla og hlaut hann 7V2 vinning. Þriðji varð svo Karl O. Garðarsson frá Flúðaskóla með 5V2 vinning. Einnig var tefít í yngri deild og varð Hannes Stefánsson, Fella- skóla hlutskarpastur með 6'/2 af 8 mögulegum. Annar varð Birgir ö. Birgisson, Borgarnesi, með 5Vz og þriðji Þröstur Árnason Seljaskóla hlaut 5 vinninga. Greinilegt er að mikil gróska er í skáklífinu hjá yngri kynslóðinni því alls tóku 3500 þátt í undanrás- unum, þar af 1000 í Reykjavík. Rósa Hrund Kristjánsdóttir, 4 ára, dró út vinningsnúmerin í blaðberahappdrætti Þjóðviljans 1984 að viðstödd- um Baldri Jónassyni afgreiðslustjóra. Ljósm. eik. Stóð Ragnars Kjartanssonar sem f tllraunaskyni var steypt í epoxysteypu hefur hvorki þolað veðráttuna né titringinn frá umferðinni á Hringbraut. Það er að molna niður og kostnaður við að steypa verkið í varanlegt efni er um hálf miljón króna. Ljósm. - eik. Ný skýrsla um höggmyndir í borginni: Þrjár nær ónýtar Stöplarnir illa farnir af alkaliskemmdum Fréttir úr borgarstjórn „Það er sjálfsagður liður í. fegrun borgarinnar fyrir 200 ára afmælið að gera við og hreinsa og merkja höggmynd- irnar í bænum og því þótti okk- ur eðlilegt að fela afmælis- nefndinni að hafa forgöngu um það“, sagði Álfheiður Ingadótt- ir sem á fimmtudag mælti fyrir tillögu Alþýðubandalagsins í borgarstjórn þar um. Tillög- unni var vísað til umh verfismál- aráðs. í skýrslu sem tekin hefur verið saman um höggmyndir í borginni og ástand þeirra kemur fram að 3 höggmyndir eru nær ónýtar og nauðsynlegt að steypa þær upp í varanlegt efni. Þetta eru Stóð eftir Ragnar Kjartansson við Hring- braut, Piltur og stúlka eftir Ás- mund Sveinsson í Fríkirkju- vegsgarði og Hafmey Guðmundar Einarssonar við Sundlaug Vestur- bæjar. Að auki kemur fram að a.m.k. 7 stöplar undir öðrum stytt- um eru nær ónýtir af alkali- skemmdum. „Af þeim 73 höggmyndum sem eru á almannafæri í borginni eru 21 í einkaeign eða ríkiseigu“, sagði Álfheiður, „og það gæti verið kjör- ið verkefni fyrir félagasamtök sem gefið hafa styttur af ýmsum tilefn- um að taka þátt í þessu átaki í til- efni afmælisins. Kostnaður við merkingu hverrar höggmyndar er talinn um 2.500 krónur eða samtals rúmlega 180 þúsund fyrir þær allar og það er ekki óeðlilegt að eigend- ur höggmynda kostuðu merking- una og jafnvel hreinsun á sínum styttum að hluta“. f skýrslunni er talsvert fjallað um spanskgrænu sem sumum finnst lýti en öðrum eðlilegur hluti mynd- verkanna. Nefndin sem tók saman skýrsluna, þ.e. Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri, Þóra Kristjáns- dóttir listráðunautur og Jón Gunn- ar Árnason fulltrúi Myndhöggvar- afélagsins. komst að þeirri niður- stöðu að ekki skyldi hreinsa spanskgrænu af höggmyndunum og vitna þau til orða ýmissa mynd- höggvara um eigin styttur svo og sérfræðinga um viðhald högg- mynda máli sínu til stuðnings. Engu að síður er nauðsynlegt að þvo fugladrit og annan ófögnuð af höggmyndunum og hreinsa stöpla þar sem spanskgræna hefur runnið niður í taumum til mikilla lýta. „Ég er hrædd um að lítið verði af framkvæmdum fyrst málinu var vísað til umhverfismálaráðs", sagði Álfheiður að lokum. „Umhvefism- álaráð hefur engar fjárveitingar til þessara hluta og viðhald högg- mynda heyrir ekki undir það, held- ur embætti garðyrkjustjóra. Fjár- veitingin í ár, 250 þúsund krónur, dugir vart nema ti! að gera við tvær styttur sem verið er að vinna við, Klyfjahestinn í Sogamýri og Einar Ben á Miklatúni. Með sama áfram- haldi dugir ekki öldin til að ljúka þessu verkefni". Hækkanir hjá SVR og sund- stöðunum Frá og með 4. maí hefur að- gangur að sundstöðum verið hækkaður um 25% og fargjöld SVR hækkað um 14% og er m.a. stefnt að því með þessum hækk- unum að fyrirtækin standi undir sér í auknum mæli. Fulltrúar vinstri flokka greiddu atkvæði á móti þessum hækkunum. Laun í Vinnuskóla Reykjavíkur Samþykkt var í borgarstjórn á fimmtudag með atkvæðum meiri- hlutans að laun í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar verði 37.76 kr. á tímann fyrir 14 ára unglinga en 42.76 kr. fyrir 15 ára unglinga. Þetta er lægra hlutfall af lág- markstekjutryggingu heldur en verið hefur og munar þar rúmum tveimur krónum á tímann. Full- trúar Alþýðubandalagsins og Kvennaframboðs báru fram til- lögu um að sama hlutfall gilti og á síðasta ári og studdi hana fulltrúi Alþýðuflokks. Tillagan var felld með atkvæðum meirihlutans en fulltrúar Framsóknarflokksins sátu hjá. Deilt um gervigras Á sínum tíma var þýska fyrir- tækinu Balsam falið að leggja hið umdeilda gervigras á völl í Laugardal. Þetta fyrirtæki hefur hins vegar enga reynslu í lagningu slíkra valla á norðlægum slóðum en til stóð m.a. að það legði gervi- gras á völl í Osió í sumar. Það var því settur sá fyrirvari af hálfu borgaryfirvalda að beðið væri eftir lagningunni í Osló til að sjá hvernig til tækist. Á þessari for- sendu var tilboðið samþykkt samhljóða í íþróttaráði, Innkaupastofnun Reykjavíkur og borgarráði. Nú hefur komið í ljós að lagningu gervigrassins í Osló seinkar, en nú liggur svo mikið á að koma því upp í Reykjavík að meirihlutinn hefur ákveðið að falla frá fyrirvaran- um. Þetta ábyrgðarleysi var gagnrýnt harðlega af minnihluta borgarstjórnar á fimmtudag og borin upp tillaga um að fram- kvæmdum verði frestað. Það var fellt. Þess skal getið að sumarið 1978 var lögð gervihlaupabraut í Laugardal en ekki tókst betur til en svo að hún er nú ónýt. Lagning gervigrasvallarins í Laugardal á að kosta 20 - 30 milj. Ábyrgð á flotbryggju Reykjavíkurborg hefur nú lagt fram yfir 10 miljónir króna, reiknaðar til núvirðis, í smábáta- höfn í Elliðaárvogi þar sem um 80 smábátar í Snarfara koma til með að hafa aðstöðu. Á fundi borgar- stjórnar á fimmtudag var sam- þykkt að veita ábyrgð borgarinn- ar á láni til kaupa á flotbryggju. Sigurjón Pétursson átaldi harð- lega þessa ábyrgð og sagði að slíkt hefði ekki viðgengist nema þegar um atvinnuskapandi verk- efni væri að ræða. Sagði hann að borgin hefði gert það vel við smá- bátaeigendur að nú væri kominn tími til þess að þeir tækju ein- hverja ábyrgð sjálfir. Betra blað WMM - GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.