Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 11
Helgin 5. - 6. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Ný bók Germaine Greer: Árið 1970 kom út bók nokkur undir heitinu The Female Eunuch eða Kvengeldingur- inn og vakti þegar í stað þjóð- arathygli. Þar var ráðist með mikilli rökfimi að karlaveld- inu í þjóðfélaögum Vestur- landa og þeirri mynd af kon- um, sem karlar hafa skapað gegnum aldirnar. Nú til dags þykir bókin fremur hvers- dagsleg - efni hennar er löngu þekkt og margþætt meðal femínista og kven- f relsissinna og fátt nýtt til hennar að sækja. Þegar hún kom út gilti öðru máli, því þá voru konur rétt að hefja sóknina gegn karlaveid- inu. Höfundur bókarinnar var Germ- aine Greer og hún varð að svip- stundu heimsfræg og eftirsótt um allar jarðir. Lengi vel hélt hún uppi hatrömmum árásum á karlaveldið og hvatti konur um allan heim til að sækja á brattann. En nýlega kom út bók eftir hana, sem engu minni at- hygli hefur vakið, en undirtektirn- ar hafa vægast sagt verið aðrar en þegar Kvengeldingurinn kom út. Femínistar um allan heim keppast nú við að mótmæla skoðunum Germaine Greer og telja hana hafa lagst á sveif með þeim íhaldsöflum, sem helst vilja konur inn í eldhúsið aftur. Bókin heitir Sex and Destiny -The Politics of Human Fertility eða: Kyn og örlög-pólitíkin í frjó seminni (útg. Secher og Warburg 1984). Germaine Greer boðar þar hreinlífi af miklu kappi, lofsyngur móðurástina og vill koma öllum í stórfjölskylduna eins og hún gerist best í þriðja heiminum. Á móti getnaðarvörnum Germaine Greer ræðst í bókinni af mikilli hörku að þeim getnaðar- vörnum, sem „troðið“ hefur verið upp á konur í hinum vestræna heimi og hún telur stórhættulegar. Vitað er, að getnaðarvarnir fyrir eru hvergi nærri fullkomnar og sumar hættulegar - og það sem verra er: Þær eru fyrst prófaðar á konum í þriðja heiminum áður en óhætt er talið að við þessar hvítu notum þær. í mörgum tilfellum er þeim síðan þvingað upp á konur í löndum þriðja heimsins með alvar- legum afleiðingum fyrir konurnar þar. Germain Greer vill allar þess- ar vamir í burtu, sem hún segir að- eins skapa veikindi og óáran meðal kvenna. í stað þess eigum við að taka upp „náttúrulegar“ aðferðir, svo sem ryþmaaðferðina, hreinlífi, rofnar samfarir og samfarir án sáð- láta. „Masters og Johnson hafa margoft sagt okkur, að það sé alls ekki nauðsynlegt að hafa eigin- legar samfarir til að njóta kynlífs", segir Greer í bók sinni. Germaine Greer sækir einkum í reynslusjóði kaþólskra kvenna, þegar hún t bendir á leiðir í stað getnaðarvarna okkar, en kaþólikkum er bannað að nota getnaðarvarnir, eins og | kunnugt er. Eins og áður sagði keppast fem- ínistar við að mótmæla þessum skoðunum. Vissulega er það rétt, segja femínistar, að karla ráða | miklu, allt of miklu raunar, um getnaðarvarnir, og vissulega er það rétt að bæði pillan og lykkjan geta verið hættulegar. En varla vill Germaine Greer það ástand, sem mæður okkar og ömmu þekktu, þ.e. óttinn við að verða barnshaf- andi yfirskyggði alla kvenlega til- veru. Þær benda einnig á, að til- lögur Greer hafi á sér marga van- kanta. Konur hafa mikla þörf fyrir getnaðarvarnir, sem eru nærri 100% öruggar; það sýna viðtök- urnar, svo ekki verður um villst. Aðferðir Germaine Greer munu Kyn og örlög pólitíkin ífrjóseminni taka völdin úr höndum kvenna - þær munu ekki lengur ráða því • hvort og hvenær þær vilja eignast böm. Nær væri að berjast fyrir getnaðarvörnum, sem engar auka- verkanir hafa heldur en hverfa til fyrri háttu. Germaine Greer tekur mjög upp hanskann fyrir lönd þriðja heimsins. Raunar másegja, að hún tuskið" hvenær sem er. Sem sé: bólfimin er orðin lausnarorðið - en við blasir dauðinn. Þessu ástandi vilja nú hinar ríku velmektarþjóðir Vesturlanda koma á í löndum þriðja heimsins. Þar hefur fólk enn gaman af börn- um, þar hafa konur styrk af börn- um og hverri annarri og þar fær fólk styrk af stórfjölskyldunum gerð, að ekkert pláss er fyrir börn, óléttuástand eða brjóstagjafir. Allt er sniðið að þörfum vinnumarkað- arins. Væri slíku þjóðskipulagi komið á í löndum þriðja heimsins myndi fólksfjöldasprengingin án efa koðna niður eins og skot. EN - og það er stórt en í munnum femínista. Germaine Greer horfir aðeins á kosti stórfjöl- Vekur álíka deilur og „Kvengeldingurinn (( ráðist að siðmenningu Vesturlanda með þjóðskipulag þriðja heimsins að vopni. Vesturlöndin eru dauð þjóðfélög, segir hún, steríl, mann- fjandsamleg og barnafjandsamleg, en börnin eru það sem gefa tilver- unni líf. Allt okkar þjóðskipulag miðar að því að útrýma bömum. Gleðin yfir börnunum hefur verið tekin af konum, segir hún, og þá er lítið annað eftir en gleðin yfir sam- förunum. Enda miðar allt að því að láta alla fá eitthvað út úr kynlífinu. Konur hafa tekið undir þennan söng og gert sitt til að hjálpa til við að koma á því ástandi að verða „til í segir Greer. „Heldur vildi ég fæð- ast í stórfjöískyldu í Afríku og svelta en fæðast inn í dauða kjarna- fjölskyldu í velmektarlandi á Vesturlöndum“, segir hún. Þetta eru lifandi þjóðfélög og þau ber að varðveita - en við erum á góðri leið með að eyðileggja þau, gera þau að neyslusamfélögum með til- heyrandi barnafjandskap og al- mennum mannfjandskap Femínistar telja Germaine Greer hafa margt til síns máls, mikil ósköp. Það sé til að mynda rétt hjá henni, að karlasamfélög Vesturlanda eru þannig úr garði skyldunnar í löndum þriðja heimsins en sér ekki gallana. Karl- arnir ráða eins miklu, ef ekki meiru, í þeim fjölskyldum og í fjöl- skyldum á Vesturlöndum. Stórfjöl- skyldan hefur víðast hvar sterka og fastmótaða yfirbyggingu með til- heyrandi stjórnsemi sumra og undirgefni annarra. Og þar eru konurnar undirgefnar. Sums stað- ar eins og þrælar. Framhjá þessu horfir Gremaine Greer. Germaine Greer á allar þakkir skildar fyrir að verja lönd þriðja heimsins, segja femínistar. Það er ljóst, að okkar menning er menn- ing dauðans en þeirra menning framtíðarinnar. En Germaine Greer bendir okkur á enga valkosti í þessum efnum. Það er jafn fárán- legt að halda því fram, að okkur beri að taka upp þjóðskipulag sem tíðkast í löndum þriðja heimsins, og að ætla þeim að taka upp okkar skipulag, Slík menningartilfærsla lukkast aldrei. Og hvað er þá til ráða? Hægrisinni? Femínistar telja bók Germaine Greer gott vopn í höndum þeirra (karla), sem vilja konurnar inn í eldhúsin aftur nú þegar þrengir að á vinnumarkaðnum. Þeir mæra hinar kvenlegu dyggðir og einkum ogsérílagi kjarnafjölskylduna, sem Germaine Greer segir skapa i senn einingu og einmannaleika,og ný- hægrisinnar geta margt notað í bók Germaine Greer. En það er ekki þar með sagt að framfarasinnað vinstra fólk geti ekki líka notfært sér ýmislegt, sem Germaine Greer hefur fram að færa. Bók hennar er þjóðfélags- gangrýni á kvennavísu, þótt ekki sé hún ýkja róttæk. Vinsta fólk getur lært af bók hennar að tala um al- mennan lífsleiða þorra fólks á Vesturlöndum, sem á ekki aðeins rætur í helsprengjunni heldur öllu þjóðskipulaginu. Leita verður or - sakanna og ræða leiðir til úrbóta- og þar gætu hugmyndir Germaine Greer reynst betri en engar, þótt ekki ætti að stíga þau skref til baka, sem hún vill fara. Þróunin á Vest- urlöndum hefur, þrátt fyrir marga galla, fært konum sjálfstæði á ýms- um sviðum, og því skulum við halda hvað sem á dynur. (ast úr Time, 16. apríl, og Information, 28. apríl)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.