Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. maí 1984 Matthías yrkir um Afríku í síðustu Lesbók Morgunblaðs- ins var birt ljóð eftir Matthías Jo- hannessen sem er fróðlegt fyrir ým- issa hluta sakir. Það er um Afríku. Matthías hefur hlustað á trúboða segja frá Eþíópíu. Trúboðinn er að harma það, að annarlegir straumar og öfl séu að eyðileggja þá Afríku sem var. Hann varar við múh- ameðstrúarmönnum og marxistum og vestrænum hagræðingarfulltrú- um (en telur kristið trúboð eðli- legt, eins og vænta mátti). Trúboð- inn hefur, eins og svo margir hafa gert fyrr og síðar, áhyggjur af því, að Afríka sé að týna sjálfri sér. Menntamenn koma heim aftur frá Evrópu og eru eins og fiskar á þurru landi, hvít þróunarmynstur úr austri og vestri gefa fyrirheit sem ekki er unnt að standa við og að lokum er Afríkuland hvorki svart né hvítt lengur, eitthvað verðmætt í sambýli fólks og samskiptum við náttúruna hefur farið forgörðum án þess að nokkuð gott komi í stað- inn. Matthías tekur undir viðhorf af þessu tagi og segir í særingarþulu í þágu Eþfópíumanna: Bergmann skrifar Um Ijóð eftir Matthías Jo- hannessen, George Orwell og sjálfumleikann þurrka út fortíðina Svo að sál þeirra verði ekki svört undir hvítu hörundi Svo að þeir megi halda áfram að standa hver við annars hlið eins og tré frumskógarins Svo að þeir megi lifa í töfrum sínum og æði að land þeirra megi lifa. Nú mætti búast við hljóði úr horni: að afstaða sú sem í ljóðinu kemur fram sé ekki annað en einn yfirgangur hins hvíta manns enn: hann vilji hafa svarta menn áfram í „frumstæðu" ástandi, til að geta skemmt sér við að skoða hann inn- an um ljón og gíraffa í „þjóðgörð- um“. Vissulega er þessi hlið til á óskhyggju menningarþreyttra Evr- ópumanna um hið sterka og „frum- stæða“ líf. En það er óþarft hér að snúa málum á þennan veg. Allt á þetta einkar vel saman, Afríkuljóðið og tiivitnanirnar. I hrollvekju Orwells er gert fyrir því, að um allan heim hafi árið 1984 sigrað harðsvírað alræði, sem með- al annars „endurskapar fortíðina“ og þurrkar hana út með ströngu lögregluvaldi og ótta við djöful- legar refsingar. Helsti talsmaður hins Algjöra valds, O’Brien heitir hann, segir við fanga sinn, sem hef- ur heldur betur vikið af réttri braut: „Við ætlum að kreista þig tóman og fylla þig með sjálfum okkur“. Við fyllum þig Mörg dæmi um að eitthvað þess- legt gerist í alræðisríkjum eru þekkt. En það er athyglisvert að þegar menn nú taka upp hrollvekjuna sem Orwell samdi 1948, til dæmis í bandarísku greinasafni sem heitir „1984 revis- ited“ þá er það meðal annars til að fagna því, hve erfitt það reynist að koma á „fullkomnu alræði“ sem standist til lengdar. Hinsvegar hafa ýmsir greinarhöfundar í sömu bók áhyggjur af því, að hinn margefldi vitundariðnaður nútímans, sem Hrollvekjur Á undan Afríkutexta Matthíasar fara tvær ívitnanir sem er vert að vekja athygli á. Önnur er úr skáld- sögunni „1984“ eftir George Orw- ell. Aðalpersóna sögunnar, sem starfar að því að falsa fortíðina með því að eyðileggja heimildir eða breyta þeim frá degi til dags í sam- ræmi við pólitíska nauðsyn dags- ins, hugsar sem svo: „Og einhversstaðar, þótt enginn vissi hvar, var heilinn sem sam- rœmdi alla starfsemina og ákvað stefnuna, sem krafðist þess að þetta brot fortíðarinnar skyldi varðveitt falsað, og hitt gert að engu... fortíð- in var þurrkuð út... þegar fortíðin hefur verið þurrkuð út íþeirri mynd sem þörf augnabliksins krefst, þá er þessi nýja útgáfa fortíðin og engin önnur fortíð hefur nokkru sinni verið til. “ Við hlið þessarar ívitnunar í hrollvekju Orwells setur Matthías Johannessen brot úr frétt af því, hvernig myndbönd hafa gjörbreytt lífi fólks á Fijieyjum í Kyrrahafi: „Þeir horfa á allt að 20 Dallas- þœtti í rykk... líf mitt hefur ger- breyst, ég er hœttur að lesa, hœttur að tala við fólk, ég bara drekk og glápi á myndband". menn þekkja í auglýsingum og af- þreyingu margskonar, geti verið róttækari leið en aðferðir lögregl- uríkisins til að ýta fortíðinni úr hug- um manna og „fylla hann með okk- ur“ - rétt eins og Dallasfólkið ásamt með bjórdósum úr síðustu efnahagsaðstoð Bandaríkjanna hefur lagt undir sig mannlíf á mörg- um smáum eyjum Kyrrahafsins. Um þetta segir Mark Crispin Miller í greininni „Örlög skáld- sögunnar 1984“ á þessa leið: O’Bri- en segist ætla að „kreista þig tóm- an“ og hann skýrir í raun frá áætl- unum sem aldrei eru í orð færðar, áætlunum auglýsingameistara stór- fyrirtækja okkar, sem vinna „af miklum dugnaði og snilld að því að brjóta niður alla mótspyrnu einstaklingsins, allan sjálfumleika hans“ og breyta alþýðufólki sem eitt sinn hélt ströngum trúnaði við sín lífsform (eins og t.d. „frum- stæðar þjóðir“ hafa gert) í „auðsveipan múg“ sem er síhung- raður í það sem verið er að mata hann á. I sama streng tekur Johann •Strasser í greininni „1984 - áratug- ur sérfræðinganna“ þar sem hann óttast ekki mest „afturhaldsöfl“ ýmiskonar, heldur alla þá mögu- leika sem er að finna í nútíma lífs- háttum okkar heimshluta til að leiða framfarir á villigötur: „Það eru hættur sem ógna frelsi okkar og mennsku fólgnar í okkar eigin lífss- tíl, í hinni félagslegu byggingu heims, sem einkennist af tækni og vísindum - en þennan háska hafa menn tilhneigingu til að láta sér sjást yfir“. Slátrun á fortíðinni Þetta er mjög eftirtektarverð framvinda umræðunnar um þróun samfélaga á næstliðnum tíma og á næstunni og þegar allt kemur til alls er þessi umræða tengd óttanum við að „týna fortíðinni", týna því minni einstaklinga og þjóðar sem gerir menn og þjóðir að því sem þeir og þær eru, en ekki að fúlli undan- rennu af einhverju öðru. Það er ekki gamaldags fegrun á hinu „frumstæða" eða eitthvað þess- háttar sem fær okkur til að vita, að Pólínesinn eða Eþíópinn séu miklu verr komnir með einhverja undan- rennu af hagsýslu lasinna iðnríkja ” og með fjöldaframleiðslu hans á tómleika í formi skemmtunar, heldur en í því lífi sem áður var lifað á þessum fjarlægu slóðum. Það líf var engin Paradís - en það gat orðið forsenda að einhverju sérstæðu og merkilegu, ef að þessar þjóðir hefðu fengið að ráða því hvernig og með hvaða hraða nú- tíminn, sem enginn kemst undan, kæmi inn í líf þeirra. Þetta hefur flestum smærri þjóðum í þriðja heimi mistekist og því upplifum við núna hina mestu slátrun á fortíð- inni, á minninu sem mannkynið þekkir. Og það er nota bene ekki gert með herfólki og lögreglu, heldur með því friðsamlega mark- aðsfrelsi sem er öllu einræðisvaldi öflugra. íslendingar hafa sloppið betur en Fijimenn, svo önnur eyþjóð sé nefnd til dæmis - og það hefur ver- ið vegna þess að við áttum nóg af mönnum sem kunnu að glíma við þann nútíma sem að utan kom, án þess að týna sjálfum sér. Hitt er svo ískyggilegra að við lifum nú á tím- um, þegar niðurfelling Dallasar í sjónvarpi veldur einskonar frá- hvarfseinkennum í lesendabréfum dagblaðanna og öflug samtök berj- ast fyrir því, að hin Fagra Nýja Veröld íslendinga muni þá fyrst hefjast að þeir hafi að minnsta kosti tuttugu rásir til að velja um og til að hrekja burt úr minni sér Egil karl Skallagrímsson og það fólk, sem Matthías Johannessen víkur reyndar að einnig í Afríkuljóði sínu. Árni Bergmann. sunnudagspistill Árni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.