Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. maí 1984 Sigrún Eldj árn sýnir í Höfn í dag, 5. maí kl. 16, opnar Sig- Sigurðssonar við Oster Voldgade rún Eldjám sýningu í húsi Jóns 12 í Kaupmannahöfn. Þetta er Jón Gunnarsson opnar um helgina sýnlngu á verkum sínum í Hafnarborg í Hafnarfir&l. Myndirnar sem hann sýnir eru iandslags- og sjávarlífs- myndir unnar á undanförnum 2-3 árum. Kvenfrelsi, nefnist þessi mynd eftir Björgvin Björgvinsson sem í dag opnar myndllstarsýningu í Bókasafni Vestmannaeyja. Finnsk listakona í heimsókn: Ulla í Norræna Ulla Rantanen, ein af þekkt- ustu listamönnum Finna af yngri kynslóðinni sýnir nú í Nor- ræna húsinu í boði þess og Félags ísienskra myndlistarmanna. Ulla Rantanen er fædd árið 1938 í Keitele, Finnlandi. Hún stundaði nám við Listaháskóla Finna 1955-1959. Ulla hefur sýnt víða um heim jafnt einkasýningar sem tekið þátt í samsýningum. Hún hefur sýnt á vegum Finna á Feneyjar- biennal 1976 og var fulltrúi þeirra á Parísarbiennal 1967, sem er sýning fyrir unga listamenn og í Bratislava 1968. Hún hefur sýnt á alþjóðlegum grafíkbiennölum í Ljubljana, Krakow og Lugano og unnið til margra verðlauna m.a. á Alþjóðlega teiknibiennalnum í Rijeka 1972 og fékk Grand Prix á Cagnes-sur-Mer sýningunni í Frakklandi 1980. Verk eftir hana eru í eigu safna á Norðurlöndum og víðar í Evr- ópu. Ulla er nú styrkþegi finnska ríkisins með iaunum í fimmtán ár. Til að vinna að sýningunni hér fékk hún styrk frá Menningar- sjóði Finnlands og íslands. Á sýningunni hér eru um 30 myndir, málverk, sem flest eru frá þessu ári og nokkur frá ís- landi, grafíkmyndir og teikning- ar. Myndirnar verða til sölu. Sýning Ullu Rantanen verður opnuð kl. 15 í dag, laugardag 5. maí og henni lýkur sunnudaginn 20. maí. Sýningin er opin daglega kl.14 - 19. fjórða einkasýning Sigrúnar og á henni verða grafíkmyndir og teikningar gerðar 1983 og 1984. Sigrún dvelur um þessar mund- ir ásamt fjölskyldu sinni í fræði- mannsíbúðinni í Jónshúsi. Sýn- ingin er opin virka daga kl. 17 - 22, laugardaga kl. 14 - 22 og sunnudaga kl. 14 - 20. Hún er lokuð á þriðjudögum og stendur fram til 27. maí. Spáð í vorið Listin til sölu Einsog Pylsuvagninn er Hótel Borg orðið að menningarstofnun og hýsir nú fleira en gleðimenn að stíga í vænginn við félaga Bakk- us. Þar munu nefnilega boðin upp verk 20 ungra myndlistar- manna á sunnudaginn klukkan þrjú. Þetta splunkunýja uppá- tæki mun tengt vorkomunni og vorhreingerningum á vinnustof- um, enda mál til komið að rýma fyrir verkum morgundagsins. Aðferðirnar sem notaðar eru í verkunum eru hefðbundnar, en að sögn uppboðshaldara höfða þær eigi að síður til morgundags- ins, en það mun vera listræn að- ferð til að segja að þær séu ekki mjög gamaldags. Þar er meðal annars að ræða sáldþrykk, æt- ingu, klippimyndir, olíu og dú- ristu, en þó ekki kviðristu. Allir hressir myndlistarunn- endur eru náttúrlega hvattir til að mæta, þeir sem eru óhressir mega líka koma ef þeir eiga pening. Listaverkin, sem ábyggilega eiga eftir að verða fræg, verða til sýnis í Gyllta salnum á Borginni um tveggja stunda bil fyrir sjálft upp- boðið. Ap Vorsýning Vorsýning Myndlista- skólans í Reykjavík stend- ur aðeins um þessa helgi í Tryggvagötu 15 6. hæð. Reynir Gu&mundsson Tónleikar í Norræna Reynir Guðmundsson tenór- söngvari heldur tónleika í Nor- ræna húsinu á sunnudagskvöld kl. 20.30. Undirieikari er Ólafur Vignir Albertsson. Reynir er Reykvíkingur og stundaði söngnám hjá Rut Magnússon en hefur nú stundað tónlistarnám og kennslu í Banda- ríkjunum um 15 ára skeið. Hann vinnur nú að doktorsritgerð í kennslufræðum við Boston há- skóla. Á efnisskrá tónleikanna eru gamiar ítalskar aríur, lög eftir ís- lensk og erlend tónskáld og óper- uaríur eftir Mozart, Bizet og Puccini Bergspricka e&a fjallagil nefnlst þessi mynd eftir Ullu Rantanen. um Kelgina myndlist Vorsýning Vorsýning Myndlistaskólans (Reykjavík verður opnuð f dag laugardag kl. 14. Á sýningunni sem er í Tryggvagötu 15. 6. hæð eru verk úr öllum deildum skólans. Hæst ber kannski höggmyndadeildina, en þar sýna nemendur sem hafa lokið tveggja ára námi í þeirri deild. Sýning- unni lýkur á sunnudagskvöld. Akureyrl: I dag verður opnuð í Listsýningarsaln- um, Glerárgötu 34, sýning á verkum Jóns heitins Engilberts, listmálara og nefnist sýningin „Brot úr lífsspegli". A sýningunni verða 64 verk. Hún stendur til 13. maí og er opin virka daga kl. 20 - 22 og kl. 14 - 22 um helgar. Hótel Borg: Á sunnudag kl. 15 verða boðin upp á Hótel Borg myndlistarverk eftir 20 unga myndlistarmenn. Listaveritin sem boðin verða upp verða til sýnis í Gyllta salnum á Borginni eftir kl. 13. Hefnarfjörður: Jón Gunnarsson listmálar iopnar 16. málverkasýningu sina á laugardag í Hafnarborg, Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Sýningin er opin daglega frá kl. 14 - 19 og stendur til 20. mai. Aðgangseyrir er enginn. Vestmannaeyjar: I dag kl. 14 opnar Björgvin Björgvinsson myndlistarsýningu ( anddyri Bókasafns Vestmannaeyja. Hann sýnir myndverk gerð með blandaðri tækni og collage- myndir. Þetta er önnur einkasýning Björgvins og hún er opin til 25. maí kl. 14 - 18 fyrstu sýningarvikuna en að öðru leyti fylgir opnunartími bóka- og byggð- asafns Vestmannaeyja. Gallerf Lækjartorg: Sýningu Friðríks Róbertssonar og Guðr- únar Eddu Káradóttur „Aprflsól á bláum himni" hefur verið framlengt til sunnu- dagskvöld. Opin um helgina kl. 14 - 22. Gallerf Langbrók: Kolbrún Björgólfsdóttir og Steinunn Bergsteinsdóttir sýna keramik og fatnað f Gallerí Langbrók. Sýningin verður opn- uð f dag ogopinkl.14-18um helgar og 12 - 18 á virkum dögum. Hún stendur f tvær vikur. Gallerf Islensk llst: I dag opnar Jóhannes Jóhannesson 14. einkasýningu sína í Galleríinu á Vestur- götu 17. Hann sýnir 20 málverk á þess- ari sýningu sem er 14. einkasýning hans en hann hefur komið mjög við sögu frægra samsýninga, svo sem Septemb- ersýningu bæði fyrr og síðar. Sýningin er opin til 27. maí. Norræna húsið: Finnska listakonan Ulla Rantanen sýnir málverk grafík og teikningar í sýningar- sal Norræna hússins. Hún er hér i boði FlM og Norræna hússins. Sýningin verður opnuð á laugardag og veröur opin daglega kl. 14 - 19 til 20. mai. I anddyri hússins er sýning á skartgrip- um eftir fjóra norska gullsmiði, sem allir eru konur. Þær sýna skartgripi úr silfri og öðaim málmum auk þess sem þær nota leður, fjaðrir og fleira f skartgripina. tónlist Muslca Nova: I dag laugardag heldur blásarakvintett Reykjavíkur tónleika á Kjarvalsstöðum á vegum Musica Nova og hefjast þeir kl. 17. Flutt verður pólsks samtfmatónlist. Vortónar skólanna: Lokatónleikar Vortóna skólanna verða f Háskóalbfói á laugardag kl. 14. Þar koma fram kórar og lúðrasveitir úr hinum ýmsu skólum borgarinnar. Aðgangur er ókeypis og alir velkomnir. Tónmenntakskólinn: Tónmenntaskóli Reykjavíkur heldur tón- leika kl. 14 á laugardag f Austurbæjar- bíói. Þar koma einkum fram yngri nem- endur skólans með einleik og samspils- atriði á ýmis hljóðfæri. Þá verðurhópatr- iði úr forskóladeild. Aðgangur er ókeypis. íslenska óperan: Rakarinn f Sevilla, vinsæl gamanópera eftir Rossini verður sýnf á laugardags- kvöld kl. 20 og er þetta næst sfðasta sýningarhelgí. Norræna húsið: Reynir Guðmundsson tenórsöngvari og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari halda tónleika f Norræna húsinu á sunn- udag kl. 20.30. A efnisskránni eru gaml- ar ítalskar aríur, lög eftir islensk og er- lend tónskáld og óperuaríur eftir Mozart, Bizet og Puccini. leiklist Þjóðleikhúsið: Gæjar og pfur á iaugardagskvöld, upp- selt. Næstu sýningar þriðjudag og mið- vikudag. Amma þól Eftir Olgu Guðrúnu Árnadótt- ur verður sýnt kl. 15 á sunnudag og eru aðeins örfáar sýningar eftir á þessu vin- sæla barnaleikriti. Sveyk f síðari heimsstyrjöldinni verð- ur sýnt f næst síðasta sinn á sunnudag. Leikfélag Reykjavfkur: Bros úr djúpinu eftir Lars Norén á laugardagskvöld. Gfsl 41. sýning á sunnudagskvöld. Leiklistarskóllnn: Reykjavík er peria, nefnist leik- og lestr- ardagskrá með söngvum sem Leiklistar- skóli Islands og Reykjavíkurdeild Nor- ræna félagsins standa að í Norræna húsinu á sunnudag kl. 15. Flutt verður efni úr dagblöðum þriðja áratugarins, Ijóð og gamanmál og sungnir revíu- söngvar frá þeim tíma. Aðeins þessi eina sýning og miðaverð er 100 krónur. ýmislegt Landmótun: Mánudaginn 7. maf flytur prófessor Bri- an Whalley frá Belfast fyrirlestur um landmótun f háfjöllum. Hann lýsir þar rannsóknum sínum á fjöllum í Afganist- an en hann hefur einnig starfað hér á landi í Bandaríkjunum og vlðar. Fyrirlest- urinn er á vegum Jarðfræðifélags (s- lands og hefst kl. 20.30 f stofu 101 f Lögbergi. Kaffisala: Sunnudaginn 6. maí kl. 15 halda fær- eyskar konur sina árlegu kaffisölu i hinu nýreista færeyska Sjómannaheimili að Brautarholti 29, Reykjavík. Allur ágóði rennur til sjómannaheimilisins. Fjölskylduskemmtun: Foreldra- og kennarafélag Æfingaskóla Kennaraháskólans gengst fyrir fjölskyld- uskemmtun í skólanum laugardag kl. 15. Skemmtunin er haldin í fjáröflunarskyni og verður það sem aflast notað til að fegra skólann. Veitingasala að skemmtun lokinni. Norðurljós: Kvikmyndaklúbburinn Norðurljós sýnir á sunnudag kl. 17 dönsku myndina Harry og Kammertjeneren í Norræna húsinu. Myndin er gerð 1961 og leikstjóri er Bent Christensen. Lfffræðlstofnun: i tilefni af 10 ára afmæli Lfffræðistofnun- ar háskólans verður húsnæöi stofnunar- innar að Grensásvegi 12 opið kl. 14 -19 á sunnudag og munu kennarar og nem- endur veita gestum leiðsögn. Fjórir stutt- ir fyrirlestrar verða um rannsóknir sem nú er unnið að á Lfffræðistofnun og hefj- ast þeir kl. 14.30. Kl. 17 verður sýnd ný kvikmynd um Mývatn sem Magnús Magnússon hefur gert í samvinnu við Lfffræðistofnun. Landafræðlkennsla: Landfræðingafélagið gengst f dag, laug- ardag fyrir málþingi um landafræði- kennslu I framhaldsskólum, og gerð námsefnis og stöðu landafræði f efstu bekkjum grunnskólans. Málþingið er haldið (Kennslumiðstöð Námsgagnast- ofnunar að Laugavegi 166 og hefst kl. 10 árdegis. Málþingið er öllum opiö og eru kennarar sérstaklega hvattir til þátttöku. LATIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ Tökum að okkur aö þétta sprungur i steinvegjum, iógum alkalískemmdir, þéttum og rydverjum gömul bérujárnsþók. Sprungu- og þak pj- Upplýsingar i simum (91) 66709 & 24579 þétting Hófum háþróuö amerisk þéttiefni trá RPM 11 ára reynsla á efnunum hér á landi. Gerum föst verötilboA yAur aA kostnaAarfausu án skuldbindinga af yAar hálfu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.