Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 18
H8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN i Helgin 5. - 6. mal 1984 Kennarar Kennara vantar við grunnskóla Eyrarsveitar í Grundarfirði. Kennslugreinar: íslenska, danska, enska, stærðfræði, raungreinar, samfélagsfræði, myndmennt, tónmennt og kennsla yngri barna. Auk þess skólaathvarf og skólasafn. Nánari upplýsingar gefa Jón Egill Egilsson skólastjóri (s. 93-8619 og 93- 8637) og Gunnar Kristjánsson yfirkennari (s. 93-8619 og 93-8685). Sóknarfélagar - Sóknar- félagar - Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðju- daginn 8. maí, að Borgartúni 6, kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sýnið félagsskírteini. Stjórnin. Húsnæði óskast strax Félagsmálastofnun Kópavogs óskar eftir að taka á leigu 4ra - 5 herb. íbúð í blokk, sérhæð eða einbýli, í nokkra mánuði. Upplýsingar á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranes- vegi 12, sími 41570. Félagsmálastjóri. Námsvist við Blaðamannahaskola Danmerkur Samkvæmt nýjum reglum um inntöku nemenda í Blaðamannaháskóla Danmerkur í Árósum er gert ráð fyrir, að einum íslendingi verði heimiluð námsvist í skólanum við hverja innritun, enda standist hann inn- tökupróf skólans. Innritun fer fram tvisvar á ári og verður inntökupróf háð 14. júní nk. fyrir þá sem óska að hefja nám haustið 1984. Umsóknir um námsvist skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6,101 Reykjavík, fyrir 20. maí nk. Tilskilin um- sóknreyðublöð ásamt nánari upplýsingum fást í ráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, 3. maí 1984. Svæðisstjórn Vesturlands Óskar að ráða starfsfólk við nýtt sambýli fyrir fjölfatlaða á Akranesi. Um er að ræða nokkr- ar stöður í vaktavinnu og við næturvörslu. Umsóknum skal skilað til Málfríðar Þorkels- dóttur, Vallholti 15,300 Akranesi, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 93-2403. Um- sóknarfrestur er framlengdur til 15. maí. Svæðisstjórn Vesturlands. Þroskaþjálfar Munið aðalfundinn annað kvöld. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. sKáh____________ Úr ýmsum áttum Sjaldan hefur verið jafn mikill uppgangur í skáklistinni og einmitt nú. Hvert stórmótið rekur annað, og í vændum er skemmtilegt heimsmeistaraeinvígi sem og Ól- ympíuskákmótið sem verður í Grikklandi næsta vetur. En það eru ekki bara alþjóðlegu mótin sem vekja athygli, heldur einnig landsmótin, sem eru nú mörg hver búin eða yfirstandandi. Flestar af Austur-Evrópuþjóðunum hafa til að mynda lokið sínum og almennt er talið að meistaramót Júgóslavíu og Sovétríkjanna séu með merki- j legri skákmótum sem haldin eru. Það má til sanns vegar færa því þar búa jú margir af sterkustu skák- mönnum heims og einnig er þar' ! gífurleg breidd, enda eiga Sovét- I menn besta útungunarkerfi skák- sénía sem völ er á í heiminum. Þegar síðast fréttist af Sovét- meistaramótinu var spennan í há- marki. Eftir 11 umferðir var And- rei Sokolow efstur með IVi vinn- ing, næstur kom K. Lerner með 6V2 vinning og biðskák og þriðji Belj- I avsky með 6 vinninga og biðskák. • Tvö efstu nöfnin kunna að virðast sumum framandi en báðir eru þeir | alþjóðlegir meistarar. Sokolow er reyndar eitt af mestu efnum So- í vétríkjanna um þessar mundir, að- ! eins 21 árs gamall. Það verður þó að viðurkennast að mótið er með j slappara móti, enda aðeins 6 af i keppendunum stórmeistarar. Ekki svo að segja að 6 stykki séu slæmt í 18 manna móti, en miðað við að Sovétríkin eiga um 50 stórmeistara þá verður það að teljast magurt. Af frægum nöfnum, utan Beljavskys, 1 má nefna Tukmakov, Balashov, Dorfman og Psahis. Vegna ofan- greindra ástæðna hefur mótið feng- ið litla umfjöllun og hefur ekki tek- ist að fá skákir úr toppbaráttunni. Engu að síður hefur undirritaður undir höndum eina stutta skák sem verður að nægja lesendum að sinni. Hvítt: K. Lerner Svart: W. Tschechov Drottningarpcðsleikur. 1. d4 Rf6. 2. Rf3 e6.3. Bg5 c5 4. e3 Be7 5. Rbd2 Þessi leikaðferð á hvítt er í hávegum höfð innan Sovétríkj- anna um þessar mundir . - 0-0 6. Bd3 b6. 7. De2 cxd3 8. exd4 Rd5 9. h4! (á’ann). - f5 10. c4 Bxg5 11. hxg5 Rf4 12. Dfl Rc6 13. 0-0-0 b5 14. c5 Ba6 15. g3 Rxd3+ 16. Dxd3 Da517. Db3 Da418. Hh4! Dxb319. Rxb3 Bb7 20. d5! Rd8 21. c6! Hc8 22. Kbl dxc6 23. Hdhl cxd5 24. Hxh7 R17 25. g6 Rh6 26. Hlxh6! gxh6 27. Hxb7 f4? (Svartur er að vísu í krappri vörn en nú hleypir hann öllu draslinu inn á sig.) 28. Re5 Hf5 29. Rg4! og svartur gafst upp. Gagnstætt Meistaramóti Sovét- ríkjanna var hliðstætt mót Ung- verja en þar mættu allar stjörnurn- ar til leiks, utan Ribli sem var veikur. Hann er kannski enn á bömmer yfir því að tapa fyrir hálf- ellilífeyrisþeganumSmysloví áskor- endaeinvíginu. Sigurvegari mót- sins var Andras Adorjan og kemur það nokkuð á óvart af tveimur ástæðum, í fyrsta lagi var súper- stórmeistarinn Portisch meðal þátttakenda og í öðru lagi er Adorjan maður taugaslappur en eins og gefur að skilj a telst það ekki til hæfileika í snarpari toppbaráttu. Engu að síður var sigur Adorjans nokkuð öruggur; hann varð vinn- ing ofar en Portisch, Farago og Groszpeter, hlaut 7 vinninga úr 10 skákum. Lítum á eina af sigur- skákum Adorjans. , Hvítt: A. Groszpeter Svart: A. Adorjan Drottningarindversk vörn. 1. d4 Rf6. 2. Rf3 e6 3. e3 (Þetta er að vísu nokkuð hægur leikur, en það táknar ekki að hvítur sé að jarma á jafntefli, þvert á móti. Staðreyndin er bara sú að Adorjan er einhver mesti byrjanasérfræð-- ingur vorra daga og þekkir allar hefðbundnar leiðir út í ystu æsar. Ekki þar með sagt að hann sé vél- rænn eins og oft vill verða um þá sem treysta um of á fræðin. Hann er einmitt nokkuð frumlegur og er óhræddur við að prófa ýmislegt, ef hann bara fílar það. Ég man eftir Lárus Jóhannesson skrifar um nýlegu dæmi þar sem upp kom mikið rannsökuð staða: 1. d4 Rf6 2. c4e6.3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 og hér lék Adorjan 5. -b5!?!) 3. -c5 4. Bd3 b6. 5. 0-0 Bb7 6. b3 (Slíkri uppbyggingu er oft beitt er svartur leikur d5, en það er mjög athyglis- vert að Adorjan ýtir þessu peði ekki strax og þá ekki nema um einn reit. Á þann veg viðheldur hann ákveðnum sveigjanleika í stöðu- nni.) 6. - Rc6 (Það getur verið að hér sé um smá ónákvæmni að ræða. Betra væri að leika fyrst Be7 og hróka síðan því þá gæti svartur hugsanlega farið með riddarann á d7. Framhald skákarinnar sannar að ýmislegt er til í þessu.). 7. Bb2 Be7. 8. Rbd2 0-0 9. a3 cxd410. exd4 He8 11. Hel Hc8 12. Hcl d6 13 c4 Rb8!? (Þar eð hvíti riddarinn stendur á d2 en ekki c3 er kannski ekki svo vitlaust að endurskipu- leggja stöðu svarta riddarans. Stæði sá hvíti hins vegar á c3 væri ákveðinn þrýstingur fólginn í því að hafa riddara á c6 því þá er peðið á d4 ekki eins vel valdað. Eins og áður sagði hefði kannski sparast tími með því að láta hvítan ákveða staðsetningu síns á undan.) 14. Rfl Rbd7 15. Re3 (Svartur hefur komið liði sínu þannig fyrir að erfitt er fyrir hvítan að finna átakspunkt. Ætlun hvíts er nú aðleika d5, en eins og framhaldið leiðir í ljós hefði kannski verið sniðugra að leika riddaranum til g3 og spila upp á b4.) 15. - Bf8 16. d5?! - exd5 (16. - e5 var einnig möguleiki með hug- myndinni g6 og Bg7.). 17. cxd5 Hxcl 18. Bxcl Da8 19. Bb5? (Þetta kann að virðast í hæsta máta eðli- legur leikur. Biskupinn rekur hrókinn af opinni línu. En með til- liti til framhaldsins þá hefði 19. Bc4 Stjómendur Rokkrásarinnar hafa ákveðið að gangast fyrir vinsældakosningu meðal lands- manna á bestu popplögum frá upphafi. Tilhögun er á þá leið að þátt- takendur velja þau 3 lög sem þeir telja best af popplögum síðustu tveggja áratuga, eða frá tilkomu Beatles, Rolling Stones og sam- tímahljómsveita þeirra, og allt til dagsins í dag. verið betri leikur. Það er alltaf hægt að vera gáfaður eftir á.) 19. - Hd8 20. Bc4 a6 21. a4 Re5 22. Bb2. 22. - b5! (Með þessum snjalla leik hrifsar Ádorjan til sín frum- kvæðið). 23. axb5 axb5 24. Bxb5 (Nú sést hvað átt var við í skýring- um við 19. leik hvíts. Ef svarti hrókurinn stæði nú á e8 hefði ekki verið mögulegt að framkvæma flét- tuna). 24. - Rxd5 25. Rh4 (í raun og veru þvingað eftir 25. Rxe5 dxe5 26. Dg4 Da5 27. De2 Rf4 tapar hvítum manni.) 25. - Rf4 26. Bfl Be7 27. Rhf5 Bf6 28. Bxe5? (Svart- ur hótaði að vísu 28. - Rh3+ 29. gxh3 Rf3+ o.s.fr. Betra var að draga úr þessari hótun með stað- setningu riddara á d4, en þegar hér var komið átti hvítur aðeins 2 mín- útur til þess að ljúka tilskildum 40 leikjum. Það er því skiljanlegt að hann setti öll sín spil á sókn.) 28. - dxe5 29. Dg4? (Nauðsynlegt var að: reyna að draga úr þrýstingnum á g2. Til þessvar29. Dal velfallinn.) 29. - h5 30. Dg3 Da5 31. Hbl Da2 32. Hel Dd2. (Sálfræðilega leikið! Svartur leikur ekki eðlilegustu leikjunum til þess að trufla hvítan í \ tímahrakinu, heldur leikjum sem! hvítur hafði alls ekki búst við. Best var að sjálfsögðu 32. - Dxd3 33. Bc4 Dxc4! 34. Rxc4 Re2+) 33. Hal (Hvítur sá að sjálfsögðu að ekki gengur 33. Hdl? vegna Dxdl) 33. - Be4 34. h4 Kh7? (Svartur flýtir sér um of í tímahraki hvíts; betra var að leika 34.-Dd7! strax.) 35. Kh2 Dd7 36. Hdl Dc7 37. Hxd8 Dxd8 38. f3 Bd3 39. Bxd3 Dxd3 og hvítur féll á tíma. Undirritaður hefur fengið spurn- ir af því að endurtaka skuli keppn- ina Sovétríkin - Heimurinn í Sviss í sumar. Ef þetta er rétt er um meiri- háttar skákviðburð að ræða. Eins og menn muna var um sambærilega keppni að ræða árið 1970. Teflt verður á 10 borðum, fjórfalda um- i ferð. Þetta geta menn gert með tvennum hætti: skrifað Rokkrás- inni bréf með lögunum þremur eða hringt upp í Rás 2 milli kl. 12 og 14 mánudaginn 7. maí. Ef rnenn vilja skrifaokkurerheim- ilisfangið þetta: Rokkrásin Rás 2, Hvassaleiti 60, 108 Reykjavík. Skúli Helgason og Snorri Skúlason, stjórnendur Rokkrásarinnar á Rás 2. Ljósm.: Atli. á Rokkrásinni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.