Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. maí 1984 „Eigi ástin að endast lengi, verður hún að sameinast vinátt- unni nánum tengslum. Þessar tvær kenndir veita hvor annarri gagnkvœman styrk, og við sam- einingu þeirra verður ástin traustari og vináttan innilegari". Boudier de Villemert / skugga bankans þrumar Jakinn silkiröddu. Golan kyssir kinn. Kvenhafið iðar á Hallœrisplaninu. Vorgolan þýtur. Þar gnœfir kona sem eitt sinn heilsaði mér uppi á palli. Rísið upp konur, kljúfum karlrembukerfið í herðar niður. FG Kvíaær Brjefspjald gertaf Einari Gunnarssyni, Reykjavík Það er fyrsti maí frá Hlemmi á Lœkjartorg sigurbraut fólksins. Borðar á lofti línið rautt, svartir stafir sumstaðar hvítir. Á þúsund fótum þrammar borðalögð éining dálítið klofin. Maíhœkú Nokkrir þelrra sem sýna nú í Listasafni ASÍ ásamt formönnum og öörum fulltrúum sambanda byggingarmanna og málm- og skipa- smföa. (Ijósm. eik) Þaö er einhver innri þörf Litið við á sýningu á frístunda verkum byggingarmanna, málm- og skipa- smiða Úrstarfi í leik nefnistsýning áfrístunda- verkum félaga í Sambandi byggingar- menna og Málm- og skipasmiðasam- bandinu, sem opnuð er nú í dag, laug- ardag, í Listasafni ASÍ við Grensásveg. Þátttakendur eru 23 og sýna þeir rúm- lega hundrað verk og muni. Þareru tréskurðarmyndir, rokkarog skrín, kertastjakar og álskúlptúrar, vatnslitamyndir og olíumálverk af landslagi, sjávarplássum, fuglum, mönnum og skipum með seglum þöndum. Nokkrir þátttakenda á sýningunni voru teknir tali þegar verið var að festa upp sýn- inguna á fimmtudag. Jón Magnússon sýnir einkum manna- myndir skornar í tré, fólk við ýmisleg hefð- bundin störf. Ég hef lengi fengist við þetta, sagði hann, og haft gaman af. Ég ætlaði ungur í tré- skurðarnám, en auraleysi á kreppuárunum leyfði það ekki. Ég Iærði til húsgagnasmíða en hefi alltaf stundað þetta með. Og ég hefi ekki tímt að láta myndirnar frá mér, ég geymi það hjá mér sem ég er sæmilega ánægður með. Georg Vilhjálmsson er húsa- og bflamál- ari, sem sýnir vatnslitamyndir af fuglum og landslagi. Ég hafði, sagði hann, j afnan svo mikið að gera við að mála bfla og annað hjá bróður mínum Agli Vilhjálmssyni, að ég hafði ekki tíma til neins fyrir sjálfan mig. En ég byrjaði að föndra við vatnsliti í námskeiði hjá Val- gerði Briem fyrir aldrað fólk árið 1980. Síð- an hefi ég verið að fást við þetta og finnst gaman að - þótt mér finnist svo að andinn mætti koma miklu oftar yfir mig. Og kann- ski er ég ekki nógu þolinmóður - mér finnst ég endilega þurfa að klára mynd sem ég byrja á - þetta er vaninn. Björgvin Frederiksen sýnir stóra stjaka og fánastengur sem hann hefur rennt. Ég hefi verið í öllu mögulegu síðan ég lauk við iðnskólann fyrir fimmtíu árum, rekið vélsmiðju, verið formaður Lands- sambands iðnaðarmanna og vasast í pólitík. En nú er ég eins og kominn í hópinn aftur - með öðrum sem hafa verið að fást við smíði fyrir sjálfa sig. Ég hef verið að þessu vegna þess að nú gefst betra næði, vegna þess að ég á verkfæri í kjallaranum og er ekki skjálf- hentur. Og þeta eru mínar hugmyndir, bæði hönnun og útfærsla eins og nú er sagt. Hann lyfti litlum fundarhamri með fangamerki ristu í skallann og sagði: Þessir gripir eru hjá mér og börnunum, nema hvað svipaðan hamar gaf ég útvarp- inu, þegar mér fannst að þeir mættu stjórna sínum málum betur. Guðmundur Kristinsson húsgagnasmið- ur sýnir vatnslitamyndir frá sjávarsíðunni og Þingvöllum. Ég hef verið í 5-6 ár í Myndlistarklúbbi Seltjarnarness og við höfum haft ýmsa leiðbeinendur, m.a. Hring Jóhannessson. Já það er ekki laust við, að mig hafi á sínum tíma langað til að læra að mála. Ég var farinn að teikna strákur og það kom sér vel þegar ég fór í iðnskóla. En segja menn I ekki, að það sé betra seint en aldrei? Og ég hefi verið óvenju duglegur við þetta í vetur, þótt mér finnist enn að ég gefi mér ekki nógan tíma til þess að fara með liti. Talsmenn verklýðsfélaganna, sem að sýningunni standa, sögðu þetta vera fyrstu sýningu af þessu tagi á þeirra vegum í Reykjavík. Verslunarmenn hafa efnt til i svipaðrar sýningar og á Akureyri hefur ver- ið haldin sýning sem bar yfirskriftina „Vinna - frístundir - heimili" þar sem margt ágætt kom fram. Boðað var til sýn- ingarinnar í félagsbréfum, auk þess sem rætt var við menn sem vitað var af. En margir eru sjálfsagt feimnir um of eða hlé- drægir til að gefa sig fram. Og vonandi er þetta vísir að meiru, sagði Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skip- asmiðasambandsins. Það er einhver innri þörf, sem er að verki í þessum mönnum, margir þeirra vinna mjög mikið, en samt finna þeir sér tíma til að stunda listasmíði og málverk. Sýningin er opin virka daga nema mánu- daga kl. 14-20 og um helgar kl. 14-22 til 27. maí. -áb i Kvtaær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.