Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 05.05.1984, Blaðsíða 28
Bandormurinn reiðarslag fyrir námsmenn Lánin hrapa í 60% „Það virðist ljóst að nái þess- ar tillögur ríkisstjórnarínnar um niðurskurð á framlögum til Lánasjóðsins fram að ganga, mun lánshlutfaUið hrapa niður i 60% en það þarf að fara aUt aftur fyrir árið 1970 til að finna jafn lágt lánshlutfall", sagði Sigurjón Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna í samtali við Þjóðviljann i gær. Samkvæmt frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um aðgerðir vegna fjárlagagatsins fær LÍN aðeins um 572 miljónir króna til útborgunar lána á þessu ári. Þegar búið er að greiða út rúm- lega 402 miljónir af því fé þann- ig að ljóst er að námsmenn fá verulega skert lán í haust. „Þetta þýðir ósköp einfald- lega að fjöldi námsmanna hrökklast frá námi og fyrir- sjáanlegt er að margir munu hætta við nám erlendis af þess- um sökum“, sagði Emil Bóas- son formaður SINE er Þjóðvilj- inn náði sambandi við hann vegna þessa máls. „Hins vegar er hægt að grípa til einhverra annarra ráða en að lækka láns- hlutfallið í 60%, til dæmis að hætta að greiða skólagjöld nemenda. Það hefur þær afleið- ingar í för með sér að t.d. nem- endur t Bandaríkjunum hverfa langflestir frá námi“, sagði Emil. „Ráðherra hefur fullyrt að hægt sé að spara í rekstri Lán- asjóðsins en þar erum við hon- um ósammála því það er þegar búið að grípa til ýmissa ráðstaf- ana í þeim efnum sem ekki verða endurteknar“, sagði Sig- urjón ennfremur. _ v. Þorsteini kom ræða Friðriks EKKI á óvart Upp með hendur! Víkingasveitin yfir- bugar byssumann í Daníelsslipp Drukkinn byssumaður var í gær- kvöldi handtekinn af víkingasveit lög- reglunnar um tíuleytið í gær í bát við Danielsslipp vestast í vesturbæ Reykja- víkur eftir hávaðasamt ævintýri á gönguför um Vesturgötu og Bakkastíg. Rétt fyrir níu í gærkvöld urðu íbúar við ofanverða Vesturgötu og þarum- kring óþyrmilega varir við mann sem gekk eftir götunni með haglabyssu og skaut hvað eftir annað útí loftið. Lög- reglan kom á staðinn um níuieytið og var maðurinn þá við Bakkastíg, fer nið- ur stíginn niðrí Daníelsslipp og útí bát sem þar lá. Skothríðinni linnir ekki og skýtur maðurinn á leiðinni að sögn sjónarvotta að bílum og að húsum í grenndinni. Auk lögregluliðs á vakt var víkingasveit á vettvangi með riffla og skammbyssur og er maðurinn um- kringdur og yfirbugaður án þess nokkr- um yrði mein af. „Hættu þessu, er ekki komið nóg?“ og „Upp með hendur" mun hafa glumið um Vesturbæinn í kvöldkyrrðinni meðan á handtökunni stóð, en lögreglan hafði mikinn viðbún- að, lokaði nærliggjandi götum fyrir bílaumferð og hélt mannfjölda í hæfi- legi fjarlægð. Rúnar Sigurðsson varðstjóri taldi að tveir til þrír tugir lögreglumanna hafi Á Vesturgötunnl f gærkvöldl: Ásta og Helga sýna högl úr byssu óhappamannsins. Verksummerki sjást á bílnum. Helga varð á vegl byssumannsins. Ljósm. eik. tekið þátt í handtökunni. Hann sagði og óreglu en að háttalagi af þessu tæi Rannsóknarlögregla ríkisins hóf byssumanninn einn kunningja lögregl- væri maðurinn hingaðtil ókunnur enda rannsókn málsins strax eftir handtök- unnar, aðallega vegna drykkjuskapar dagfarsprúður. una. m/óg. DMVIUINN Helgin 5. - 6. maí 1984 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Ulan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Nú eru þáttaskil segir formaðurinn um stjórnarsamstarfið • Albert hœðir Friðrik : „Hann er snillingur, drengurinn!(í Mikil ólga er nú innan Sjálf- stæðisflokksins eftir þær yfir- lýsingar sem Friðrik Sophus- son varaformaður flokksins gaf á fundi með Sjálfstæðis- mönnum á Seltjarnarnesi í fyrrakvöld. Þar lýsti Friðrik því yfir að flokkurinn væri að sigla í strand. Engin lausn hefði verið fundin á efnahagsvand- amálum. Skipta þyrfti um ráð- herra í stjórninni og koma for- manni flokksins þar að. Stokka upp stjórnarsáttmál- ann og ef ekki næðist viðun- andi niðurstaða þá þyrfti að boða til nýrra kosninga. Þorsteinn Pálsson sagði í samtali við Þjóðviljann aö þáttaskil væru orðin í stjórn- arsamstarfinu. Stjórnin þyrfti að endurmeta stöðu sína og það yrði að ráðast af verkefn- um hvort stokkað yrði upp í ráðherrastólum. Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra sagði um yfirlýs- ingu Friðrik: „Hann er snillingur, drengurinn“. Áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum sagði að Friðrik hefði verið að vekja at- hygli á sér með þessari ræðu og það hefði tekist vel því hún hefði hlotið góðan hljómgrunn hjá hin- um almenna flokksmanni, en ýmsir forystumenn væru ekki yfir sig hrifnir. í ræðu sinni á Seltjarnarnesi í fyrrakvöld lýsti Friðrik Sophus- son því meðal annars yfir að endurskoða þyrfti hverjir sætu á ráðherrastóli fyrir flokkinn. Efnahagsaðgerðir stjómarinnar væru blekking, verið væri að ýta vandanum á undan sér og floick- urinn „kæmi buxnalaus til næstu kosningabaráttu“. „Nei, þetta kom mér ekki á óvart. Hann er ekki að lýsa neinu ástandi heldur vekja athygli á því að við stöndum frammi fyrir miklum óleystum vanda, þótt mikill árangur hafi náðst fram til þessa. Ég lít fyrst og fremst á þetta sem viðvörun um að fólk megi ekki sofa á verðinum“, sagði Þorsteinn Pálsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins í samtali við Þjóðviljann í gær um yfirlýs- ingar varaformanns flokksins. „Staða mín er mjög skýr, það er hins vegar ákvörðunaratriði af minni hálfu á hvaða vettvangi eða með hvaða hætti ég tel að ég gegni því starfi með áhrifamest- um hætti. Það fer eftir verkefnun- um sem við blasa. Nú eru orðin ákveðin þáttaskil í starfi stjórnar- innar og komin ný verkefni og þá verður það metið í Ijósi þeirra hvort það kemur til álita eða ekki“, sagði Þorsteinn aðspurður hvort hann^sæktist eftir sæti í rík- isstjórn. Hefur þú trú á þessari stjórn áfram? „Ég tel að það sé full ástæða til að reyna það og ég veit að þjóðin ætlast til að hún starfi áfram á þeirri braut sem hún hefur ver- ið“ -lg- Úlfur Markússon formaður Blfrelöastjórafélagslns Frama og framkvæmdastjóri Bandalags leigublfreiöastjóra. Mynd: - Atll. Stríð hafið milli leigubifreiðastöðva vegna undirboða á akstri Leigubifreiðastj órar slást um aksturinn „Við ætlum okkur að stöðva þetta því það samræmist ekki lögum Bandalags leigubifreiðastjóra að akstur sé boðinn út. Allar leigubif- reiðastöðvar hafa séð um að aka starfsfólki spítala til og frá vinnu á þeim tíma sem strætisvagnar eru ekki í gangi. Forstjóri Bæjarleiða segist hafa átt 50% af þessum akstri en BSR hefur einnig haft mikið af honum ásamt Hreyfli. Það hefur enginn heimild til að semja um breytingu á þessu fyrir- komulagi nema Bandalag leigubif- reiðastjóra þar sem Frami, stétt- arfélag bflstjóra á Reykjavíkur- svæðinu, á 3 fulltrúa af 5“, sagði Úlfur Markússon formaður Frama við Þjóðviljann. Bæjarleiðir hafa nú fengið allan akstur á starfsfólki spitalanna vegna þess að þeir sendu lægsta tilboð í akstur þennan sem Innkaupastofnun auglýsti í apríl. „Það er margt alvarlegt við þetta mál. í fyrsta lagi er samkvæmt lögum Bandalags leigubifreiðastjóra öllum skylt að hafa sama taxta og með þessum samningi hefur Frami gerst brotlegur við landssambandið. f öðru lagi gerir þessi samningur öðrum stöðvum en Bæjarleiðum erfitt um vik vegna þess hve hátt hlutfall þessi akstur hefur verið af vinnu okkar allra. I þríðja lagi er ætlunin að koma beinni símalínu frá spítölunum til Bæjarleiða þannig að gestir sem koma á þessa staði munu einnig versla við þá. í fjórða lagi, sem er mikilvægt sérmál í öllu þessu, missir einn bflstjóri, sem hefur séð um akstur til og frá öldrunarlækningadeild í Hátúni 10 í mörg ár, vinnuna. Honum hefur verið gert skylt að hætta störfum á mánudaginn sem þýðir í raun og veru að honum er sagt upp störfum með hálfs mánaðar fyrirvara. Hann krefst nú verndar síns stéttarfélags sem er sjálfsagður hlutur.“ Úlfur sagði að hægt væri að spara með ýmsu öðru móti en útboði og væri hægt að kanna nýtingu og þörf fyrir akstur með því að fá leigubflstjóra í nefnd sem myndi athuga þetta. „Við getum skipulagt þessa vinnu því ekki vantar okkur reynsluna. Ef niðurgreiðsla á akstri leigubfla með þessu móti verður ekki stöðvuð verður sama leið farin víðar. Þetta er slæmt fyrir bílstjór- ana á Bæjarleiðum sem nú verða að greiða aksturínn niður sjálfir í formi mun hærra að- stöðugjalds til stöðvarinnar. Þeir borga nú samtals 81.000 krónur á mánuði í þessar nið- urgreiðslur." _jp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.