Þjóðviljinn - 26.08.1988, Page 22

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Page 22
því sem hann er að gera. Því ef maður er ekki trúr sjálfum sér þó maður sé í samvinnu við annað fólk, stendur sá hluti heildarinnar sem er manns eigið verk ekki undir sér. - Þú sérð strax ef það er ein- hver málamiðlun í leikmynd, ef sá sem gerði hana hefur ekki fengið að útfæra hana til fulls eins og hún átti upphaflega að vera. Þú verður að útfæra þína hug- mynd til enda, annars brotnar hún, og maður sér strax hvar hún hefur brotnað. Þetta er eitt af því sem gerir samvinnuna í leikhúsi mjög spennandi, það að vinna „Reyndu að klappa svarta kettinum með öðrum en skila samt sterku persónulegu verki. Því það verð- ur líka að gæta að því að brjóta ekki annað í sýningunni, eitt atr- iði má ekki kæfa annað. Sterk og heilsteypt leikmynd - Ég hef mikla ánægju af því í dag að sjá hvað nýir myndlistar- menn í leikhúsinu, leikmynda- teiknararnir, gera sterk verk. Mér finnst skemmtilegt að sjá hvað þeir hafa lagt í að gera í með hjartslætti þínum.“ samvinnu við leikstjórana, hvað nýir leikmyndateiknarar og leik- stjórar hafa getað myndað skemmtileg pör. Umgjörð sýn- ingar er orðin mikið meiri sam- vinna en áður, og leikniynda- teiknarar eiga orðið stóran hlut í að ákvarða þá leið sem er valin fyrir sýningu. - Leikmyndin er orðin mikið stærri hluti af leiksýningu en hún var, og þegar ég geri leikmynd reyni ég að uppfylla þá kröfu að hún veiti áhorfandanum sterka sjónræna upplifun. Því þó að leikmyndin byggi á textanum þar sem hann er fyrir hendi, er hann aðeins hluti af sýningunni og get- ur fengið mismunandi vægi og skírskotun eftir því hvernig hann er meðhöndlaður. Leikmynd verður að vera sterkt og heilsteypt verk þó hún virki kannski einföld, því að í leikhúsi nemur maður fyrr með augum en með eyrum. Ekki bara gluggagægjar - Vinnan með rýmið er líka eitt af því sem er spennandi við leikmyndagerð. Sem betur fer er gluggaleikhúsið á undanhaldi, ég er orðin leið á því og vil mikið síður vinna með það. Mér finnst mjög jákvætt að geta unnið með allt rýmið, tekið áhorfendur með í myndina, því nú er oftar og oftar gert ráð fyrir þeim sem þeim hluta leikhússins sem þeir eru. Ekki bara einhverjum glugga- gægjum úti í sal sem koma sýn- ingunni ekkert við. Leikhúsið býður upp á ótæmandi mögu- leika, það eru til svo margar teg- undir leikhúss og stöðugt hægt að skapa nýjar. Sýning Messíönu stendur til 11. september, og verður opin daglega kl. 14:00-19:00. LG „hún stendur ein í blámanum..." RÝMIMGARSALA Á ÖLLUM HÚSGÖGNUM AFSLATTUfi f rAAAAAA ' BJtíEJÖi ll i_j i_ w. í_ u>íaaQaa5^ t_i a Jón Loftsson hf.___________ Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild, 2. hæð FLUGMÁLASTJÓRN Útboð Flugmálastjórn óskar eftirtilboöum í 3. áfanga að nýrri flugbraut við Egilsstaði. Helstu magntölur: Gröftur 115.000 rúmmetrar Fylling 190.000 rúmmetrar Útboðsgögn verða afhent hjá Ingólfi Arnarsyni, umdæmisstjóra Flugmálastjórnar á Egilsstaða- flugvelli og hjá Almennu verkfræðistofunni h.f., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík frá og með föstu- deginum 26. ágúst 1988 gegn kr. 5.000,- skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á Almennu verkfræðistofunni h.f., Fellsmúla 26, Reykjavík, mánudaginn 12. september n.k. kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Flugmálastjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Flugmálastjórn Garðabær ^ Áhaldahús Áhaldahús Garðabæjar vantar verkamenn til starfa. Upplýsingar um laun og fleira veitir bæjarverk- stjóri í síma 53611 og 51532. Bæjarverkstjóri

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.