Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 2
Karl Guðmundsson og Sólveig Þórarinsdóttir veröa fulltrúar Islands þegar heimshlaupið verður ræst í New York á sunnudaginn. Hér færa þau Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands þátttökumerki að gjöf. En Vigdís mun ávarpa þátttakendur áður en hlaupið hefst. Vertu með í Heims- hlaupinu Heimshlaupið fer fram á sunnudaginn kl. 15.00. Heimshlaupið er ganga, skokk og hlaup, - fyrir alla. Heimshlaupið er ekki keppni, það byggir á þátttöku allra aldurshópa Þannig lýsa aðstandendur Heimshlaupinu sem nú stendur fyrir dyrum. Hlaupið fer fram um heim allan, en tilgangur þess er Voitivöt ekki Hvöt Blaðinu hefur boríst eftirfar- andi athugasemd frá Kvenfé- iaginu Vorhvöt. Vegna fjölda upphringina, fyrirspurna og athugasemda vill Kvenfélagið Vorhvöt taka skýrt fram að María E. Yngvadóttir, sem vitnað er til í Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins sl. sunnu- dag, er ekki formaður Vorhvat- ar. Hún mun vera formaður í Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt. Efasemdir Hvatarformannsins um óheftviðskiptafrelsihljóta að valda mörgum sönnum frelsis- unnendum nokkrum sársauka, og þá ekki síst Vorhvatarkonum, sem löngum hafa aðhyllst skoð.- anir þeirra fræðimanna, sem hafa hvað best kynnt íslensku þjóðinni kosti hins frjálsa markaðsbú- skapar. Með þessari yfirlýsingu er að sjálfsögðu ekki ætlunin að varpa neinni rýrð á Mariu E. Yngva- dóttur, hér er einungis leitast við- að leiðrétta misskilning. Þess er vinsamlega óskað að þér birtið þetta í blaði yðar. Með fyrirfram þökk Kvenfélagið Vorhvöt að safna fé í þágu barna um allan heim. - Markmiðið er að minnsta kosti 15.000 manns taki þátt í hlaupinu hér, bæði ungir og aldn- ir. Þeir munu þannig stuðla að bætum haga barna víða um heim. stærsti hluti þeirra peninga sem safnast hér verður varið til að draga úr barnadauða í þriðja heiminum. En 20% af því sem safnast fer hins vegar til áfram- haldandi þróunar á starfsemi Rauðakrosshússins í Tjarnargötu og kemur því mörgum íslenskum unglingum og börnum til góða. Sagði Ólafur Oddsson einn af þeim fjölmörgu hjá Rauða Krossi Islands sem nú vinna hörðum höndum við að undirbúa Heimshlaupið hér á landi. Heimsviðburöur Dagskrá Heimshlaupsins hefst í Reykjavík á Lækjartorgi klukk- an 13.45. með skemmtidagskrá. Þar leikur Lúðrasveit, nokkrar popphljómsveitir koma fram og Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands ávarpar þátttakendur, kynnir verður Ómar Ragnarsson. Sjónvarpað verður beint frá hlaupinu víða um heim m.a. á ís- landi. Valdar hafa verið 23 borgir til að sjónvarpa frá og er Reykja- vík ein þeirra. Héðan verður sýnt þrívegis auk þess verður sýnt stutt landkynningarmynd. Heimshlaupið fer fram í 128 löndum samtímis og hafa margir Madonna er ein af mörgum lista og íþróttamönnum sem ætla að taka þátt í hlaupinu. þekktir íþrótta og listamenn lagt hlaupinu lið. Aðal rásmarkið verður fyrir framan aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York, en þar verða saman komn- ir minnst tveir þátttakendur frá hverju landi. Fulltrúar íslands verða þau Sólveig Þórarinsdóttir og Karl Guðmundsson. - Við vonum svo sannarlega að sem flestir verði með, hlaupið er ekki nein keppni en það ætti hins vegar að vera öllum kappsmál að draga úr barnadauða í heiminum, sagði Ólafur og bætti við: - aðal- málið er: Vertu með! -sg Fyrstu réttir haustsins íHraunsrétt í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu, Hrútatungu- rétt í Hrútafirði, V-Húnavatns- sýslu, Kaldárbakkarétt í Kol- beinsstaðarhreppi í Hnappadals- sýslu, Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V-Húnavatnssýslu, Skarðarétt í Gönguskörðum í Skagafirði, Skarpatungurétt í Vindhælis- reppi, A-Húnavatnssýslu og Tungurétt í Svarfaðardal í Eyja- firði. Nú um helgina hefjast réttir. Fyrstu réttir haustsins verða í Austur-Húnavatnssýlu, í Auð- kúlurétt í Svínadal, í dag föstu- daginn 9. september. Á morgun verður svo réttað áfram í Auðkúlurétt en einnig í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skaga- firði og í Tjarnarrétt í Keldu- hverfi í N-Þingeyjarsýslu. Á sunnudag verður réttað í Fljótstungurétt í Hvítársíðu, RÓSA- GARÐINUM Viömiðunin éina og sanna Þau eiga nokkra funheita ástar- fundi sem eru ekkert „ótrúlega djarfir" miðað við Landlæknis- auglýsinguna. Kvikmyndaumsögn í Uorgunblaðinu Já, hvernig var það nú aftur? íslendingar hafa efni á að vera eilítið jákvæðari, eða erum við ekki enn hamingjusamasta og langlífasta þjóð í heimi? / Timans rás Útfærslan erþóönnur Dýrið er eins og maðurinn; hafi báðar tegundirnar nóg af öllu, fara þær út í vitleysu sér til dægra- styttingar. Maðurinn sekkur sér í kynsvall, eiturlyf eða aðrar nautnir en dýrið þjónar með- fæddri eðlishvöt, veiðinni. Úr bréfi til Velvakanda Gálginn eða snaran? Morðinginn hefur þegar drepið rokkstjörnu, sjónvarpsþátta- stjórnanda og kvikmyndagagn- rýnanda og Harry vinur okkar er næsturálistamorðingjans. Það er að segja ef mafían nær honum ekkiáundan. Kvikmyndaumsögn I Morgunblaðlnu Þaft bjargast ekki neitt... Eru harðjaxlar hvíta tjaldsins í útrýmingarhættu? Kvlkmyndaumsögn I Morgunblaðinu Langttiljafnaö Allt, sem ég hef heyrt og lesið um eyðni eða alnæmi, finnst mér eitt hið óhugnanlegasta, sem ég hef kynnst og farið að hugsa um,- þó kannske að sósíalismanum und- anskildum. Magnús Þóröarson IGIætu (raslstarlt án útgefanda og ébyrgðarmapns) Vonlítil barátta Þeir fá allir eyðni að lokum og dey j a af því,- verði þeir þá ekki dauðir úr einhverju öðru áður. Magnús Þórðarson I Glmtu Mátturfjölmiöla Held sagðist vera reynslunni ríkari hvað fréttamenn varðaði og benti í því sambandi á atgang fjölmiðla dagana fyrir leikinn gegn Austu-Þjóðverjum í fyrra, en viðurkenndi að fréttamenn hefðu ekki haft áhrif á úrslit leiksins" Iprottatrétt í Morgunblaðinu Bragðerað... Það er hægt að reka áróður bæði með því sem sagt er og líka með því sem látið er ósagt. Stakmteinar Morgunblaðsins 2 SlÐA - ÞJÓDVILJINN j - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.