Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 30
MYNDLIST Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, lokað um óákveðinn tíma vegnaviðgerða. FÍM-salurinn, MessíanaTómas- dóttir sýnir myndir og rýmisverk. Sýningineropin daglega kl. 14-19, og stendurtil sunnudags, 11. september. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, sýning á verkum sem galleríið hefur til sölu eftir gömlu (slensku meistarana. Gallerí Borg er opið virkadagakl. 10-18, ogkl. 14-18 um helgar. Grafíkgalleríið, Austurstræti 10, kynning á graf íkmyndum Daða Guðjörnssonarog keramikverk- um Borghildar Óskarsdóttur. Galleríið er opið virka daga kl. 10-18. Gallerí Gangskör, verk Gang- skörunga eru til sýnis og sölu í galleríinusemeropiðkl. 12-18 þriðjudaga til f östudaga. Gallerí Svart á hvítu, Laufá- svegi 17, BrynhildurÞorg- eirsdóttiropnarsýningu á högg- myndum kl. 20 í kvöld. Sýningin verður opin alla daga nema mán- udaga kl. 14-18, og stendur til 25. september. Gerðuberg, Sóley Ragnarsdóttir sýnir collage- og einþrykksverk, til 10. september. Opiö kl. 9-21 virka daga, til kl. 19 föstudaga og frákl. 15-19umhelgar. Hafnargallerí, Hafnarstræti 4, Gréta Ósk Siguröardóttir, Guð- rún Nanna Guðmundsdóttir, (ris Ingvarsdóttir og Þórdís Elín Jó- elsdóttirsýnagrafíkverk. Sýning- in er opin á opnunartíma vers- lana og stendur til 22. septemb- er. Hótel Selfoss, ÓlafurTh. Ólafs- son sýnir vatnslitamyndir og teikningar. Sýningin stendur út mánuðinn. Kjarvatsstaðir, Vestursalur, Ragna Róbertsdóttir borgarlista- maður sýnir skúlptúa úr torfi og grjóti. Austursalur, Ragna Herm- annsdóttirsýnirolíumálverk. Austur-forsalur, málverkasýning SigríðarGyðu. Sýningarnareru opnardaglegakl. 14-22, og standatil sunnudags, 11. sept- ember. Listasaf n ASÍ, hin árlega f rétta- Ijósmyndasýning, World Press Photo, verðuropnuð ísafninu á morgun kl. 14:00. Sýningin stendur til 25. september, og er opin virka daga kl. 16-20, og kl. 14-20 um helgar. Listasaf n Einars Jónssonar, er opið alla daga nema mánudaga kl. 13-16. Höggmyndagarðurinn eropinndaglegakl. 11-17. Listasaf n íslands, sýning 5 ung- ra listamanna, þeirra Georgs Guðna Haukssonar, Huldu Hák- on, ívars Valgarðssonar, Jóns Óskars og Tuma Magnússonar. Sýningin stendurtil 2. október. Leiðsögnin Mynd mánaðarinsfer framáfimmtudögumkl. 13:30, og er mynd septembermánaðar Höfnin, eftir Þorvald Skúlason. Listasaf nið er opið alla daga nemamánudaga, kl. 11-17, MÍR, Vatnsstíg 10, sýning á verk- um sovéska listamannsins Orest Vereiskys stendurtil sunnu- dagskvölds, og eropin ídag kl. 17-22, á morgun og á sdnnu- daginnkl. 14-22. Norræna húsið, kjallari: Norr- ænt grafík-þríár (triennal), sýning grafíkverka eftir Vigni Jóhannes- son, Yngve Næsheim, Finn Ric- hardt Jörgensen, Krystyna Piotr- owska, Tuomo Saali og Mimmo Paladino. Sýningin stendur til 18. septemberog eropin daglega kl. 14-19. Anddyri: Sýning á grafíkverkum norska listamannsins Rolf Nesch stendurtil 13. sept. og eropin kl. 12-19 ásunnudögumog kl. 9-19 allaaðradaga. Nýhöf n, Hafnarstræti 18, sumar- sýning á verkum ýmissa lista- manna. Nýhöfn eropin alla virka daga kl. 12-18, en lokuð um helg- ar. Nýllstasafnið, v/Vatnsstíg, Guð- rún Hrönn Ragnarsdóttirsýnirol- íumálverk, akrílmyndir og skúlp- túra og Sarah Pucci sýnir perlu- skreytt verk og aðra skrautlega hluti. Sýningarnarstandatil 18. sept. og er safniö opið virka daga f rá 16-20 og frá 14-20 um helgar. Þjóðminjasafnið, Bogasalur, sýning á verkum W.G. Colling- woods (1854-1932). Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 11-16, og stendurtil lokasept- ember. LEIKLISt Alþýðuleikhúsið, Ásmundarsal v/Freyjugötu. Elskhuginn eftir Harold Pinter, íkvöld og annað kvöld kl. 20:30, sunnudag kl. 16. Fantasia Eurytmí Ensemble, verður með sýningar í Félags- heimili Kópavogs á sunnudags- og mánudagskvöld kl. 20. Á efnisskránni eru „dansar" við tónlist Benjamíns Brittens og Ijóð Karinar Boyes, auk verks sem Peter de Voto, stjórnandi og danshönnuður hópsins, hefur samið við Völuspá. Sögusvuntan, brúðuleikhús, Sagan af músinni Rúsínu eftir Hallveigu Thorlacius, f rumsýning í Gerðubergi kl. 18 á sunnudag- inn. Hvað á að gera um helgina? Þórhallur Sigurðarson, leikari Ég ætla að vinna í húsinu mínu. Á laugardag mun ég mála. Á sunnudag fer ég á æfingu í N.Ö.R.D, en Gríniðjan mun bráðlega hefja sýningar að nýju á þessum skemmtileik. Ég sícýst svo í sveitina ef smá tími gefst. Ég fer á óðalið mitt fyrir austan fjall og skrepp þá á bak. Ég er með einn hest. Lappi heitir hann og er rauðblesóttur og af hreinræktuðu Kirkj ubæj arky ni. Skýst í sveitina TONLIST Heiti potturinn, Duus-húsi, Kvartett'Kristjáns Magnússonar spílar á sunnudagskvöldið kl. 21:30. Kvartettinn skipa Kristján (píanó), ÞorleifurGíslason (tenór- óg altsaxófón), Tómas R. Einarsson (kontrabassi) og Guð- mundurR. Einarsson (trommur). Sinfóníuhljómsveit íslands er á tónleikaferð um Austurland og heldurtónleika á Seyðisfirði í kvöld, á Vopnafirði á morgun, á Eskifirði og á Neskaupstað á sunnudaginn og á Fáskrúðsfirði á mánudagskvöldið. Einleikari í ferðinni er Guðmundur Magnús- son píanóleikari, einsöngvari Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú)og stjórnandi er Anthony Hose. Sönghópurinn Emil og Anna Sigga heldur tónleika Undir pilsfaldinum að Vesturgötu 3b, á sunnudagskvöldið kl. 20:30. Emil eru þeir Bergsteinn Björgúlfsson, Ingólfur Helgason, Sigurður Hall- dórsson, Snorri Wium og Sverrir Guðmundsson, og Anna Sigga er Anna Sigríður Helgadóttir. HITT OG ÞETTA Sjóminjasafn Islands, Vestur- götu 8, Hafnarfirði, sýningin Ára- bátaöldin eropin aila daga nema mánudagakl. 14-18. Arbæjarsafn, sýning um Reykjavík og raf magnið, í Mið- húsi (áður Lindargata 43a). Safn- ið er opið laugardaga og sunnu- dagakl. 10-18. Fundarsalur Norræna húss- ins. Ásunnudaginnkl. 17heldur Leslie Luebbers listfræðingur fyrirlestur um sýninguna Norrænt grafík-þríár. Félag eldri borgara, opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á sunnu- daginn kl. 14, frjálst spil og tafl. Dansaðkl. 20-23:30. Söng- og skemmtif élagið Samstilling hefur vetrarstarfið á mánudaginn. Félagið hittist og tekur lagið á mánudögum allan veturinn og er þáttaka öllum opin. Áhugasömum er bent á að mæta í Risið á Hverfisgötu 105 kl. 20:30 ámánudaginn. Upplýsingarí síma688016. Ferðafélagið, dagsf erðir á sunnudaginn: 1. Kl. 8, Þórsmörk, verð 1.200 kr. 2. Kl. 10, Ólafss- karð - Geitaf ell - Þrengslavegur, gengið inn Jósepsdal, yfir Ól- afsskarð, á Geitafell að Þrengslavegi. Verð 600 kr. 3. Kl. 13, Nýja brúin yf ir Ölf usár- ósa/ökuferð. Ekið um Þrengsla- veg, Hafnarskeið og Hraunskeið og yfir nýju brúna við Óseyrar- tanga. Ekið verður um Eyrar- bakka og komið við í verksmiðj- unni Alpa, síðan Stokkseyri, Sel- foss og Hveragerði og til Reykja- víkurum Hellisheiði. Verðkr. 1.000. Brottfórfrá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl, frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Helgarferðir9.-11. sept: 1. Land- mannalaugar- Jökulgil, 2. Þórs- mörk- Langidalur. Brottför íferð- irkl. 20 íkvöld, upplýsingarog farmiðasala á skrifstofu F.í. Öldugötu 3. Hana nú, leggurupp ílaugar- dagsgönguna f rá Digranesvegi 12,kl. 10ífyrramálið.Nýlagað molakaffi og bæjarrölt í skemmti- legum félagsskap. IÞROTTIR Síðari leikur íslendinga og Dana í handbolta verður í íþrótta- húsi Seljaskóla í kvöld en þetta er síðasti leikur landsliðsins áður en það heldur á Ólýmpíuleikana í Seoul. Fótbolti Knattspyrnuvertíðinni fer nú að Ijúka og er henni þegar lokið hjá konum en heil umferð verður í 1. og 2. deild karla um helgina. Leikirnir í 1. deild verða sem hér segir: Laugardagurkl. 14.00 Völsungur-Fram Laugardagurkl. 14.00 ÍBK-Valur Laugardagurkl. 14.00KA-Leiftur Laugardagurkl. 14.00Víkingur- Þór Sunnudagurkl. 14.00 KR-ÍA í 2. deild verða allir leikirnir á laugardag kl. 14.00 en það eru: Selfoss-Víðir, ÍR-Fylkir, UBK- Þóttur, KS-ÍBVog FH-Tindastóll. Þá er rétt að minna á úrslitaleiki 3. og 4. deildar en á laugardag leika Stjarnan og Einherji til úr- slita í 3. deild og á sunnudag leika Bi og Austri til úrslita í 4. deild. FJÖLMIÐLAR ÞROSTUR HARALDSSON Hver erfir HP-lesendurna? ~~~—•— ,tI,],*WMr Um síðustu helgi varð fjölgun á reykvískum blaðamarkaði. Nýtt vikublað, Pressan, leit dagsins ljós og reyndist vera rif úr síðu málgagns jafnaðarstefnunnar á íslandi. Og hafi mönnum fundist Þjóðviljinn fara í fötin Helgar- póstsins með útgáfu Nýs Helgar- blaðs þá veit ég ekki hvað þeir segja um Pressuna. Enda sagði Garri Tímans að nú væru Helg- arpóstarnir orðnir tveir og ratað- ist kjöftugum þar satt orð á munn. Líkindin með Pressunni og Helgarpóstinum sáluga eru að sjálfsögðu engin tilviljun. Rit- stjórinn, Jónína Leósdóttir, var blaðamaður á HP þegar hann fór yfir um og ég sá að minnsta kosti þrjú önnur HP-andlit á síðum blaðsins. En það sem sennilega skiptir þó mestu um það hversu , líkt yfirbragð er með blöðunum er að útlitsteiknarinn sem mótar útlit Pressunnar er sá sami og lagði drýgstan skerf til útlíts Helgarpóstsins lengst af, Jón Óskar. Einhver orðaði þessa þróun sem svo að Þjóðviljinn og Al- þýðublaðið hefðu skipt á milli sín Helgarpóstinum, Þjóðviljinn tekið þyngri hlutann en Pressan léttari partinn. Og má það til sanns vegar færa. Mín tilfinning eftir þetta fyrsta tölublað Press- unnar er sú að þar sé einmitt ætl- unin að gefa út "léttari" útgáf u af HP. Það er í sjálfu sér rökrétt því HP hafði á síðustu misserunum lést verulega ef svo má að orði komast. Áherslurnar höfðu færst frá harðri fréttamennsku yfir á mýkri mál. Það var eins og neist- ann vantaði í fréttahaukana sem voru á blaðinu síðustu mánuðina. Þróunin yfir í Pressuna er líka rökrétt vegna þess að ritstjóri nýja blaðsins var einmitt fulltrúi mjúku línunnar á HP. Stöð 2 gerði dálitla úttekt á helgarblaðamarkaðnum daginn áður en Pressan birtist og ræddi þar ma. við Mörð Árnason rit- stjóra Þjóðviljans. Mörður benti á að það væri í sjálfu sér ekki fýsilegur kostur að feta í fótspor HP því það ágæta blað fór jú á hausinn. Við þetta er því að bæta að þótt engan langi á höfuðið þá munar fátæk blöð um þá lesendur sem HP hafði. Þeim hafði að vísu farið fækkandi en einn er hver einn eins og þeir vita í útbreiðslu- deildum blaðanna. Ég held að eitt af því sem olli kaupendaflóttanum frá HP hafi einmitt verið áðurnefnd áherslu- breyting á efni blaðsins. Ekki svo að skilja að mér finnist mjúku málin ómerkilegri og ósóluhæfari en þau hörðu. Hins vegar er framboðið af mjúku lesefni ærið á íslenskum blaða- og tímarita- markaði. Með því að færa til á- Iherslurnar fór HP inná markað sem var þéttsetinn fyrir og slegist um hvern bita. Þar voru tímaritin Nýtt líf, Mahnlíf og Heimsmynd, þar var Vikan og þar var föstu- dagsblað Moggans svo fátt eitt sé aefnt. Hins vegar er framboðið á vandaðri, harðri og aggressívri, fréttamennsku - eins og HP bauð upp á þegar best lét - allt of lítið. Dagblöðin eru ýmist of upptekin af því að flytja okkur daglegar fréttir svo það gefst lítill tími eða svigrúm til að líta yfir sviðið,- nú eða þau eru hreinlega of bundin einhverjum hagsmunum til þess að hafa áhuga á harðri frétta- mennsku. Það er því mitt álit að til þess að ná í lesendurna sem HP skildi eftir í lausu lofti og líka þá sem höfðu gefist upp á HP þurfi blað að ástunda harða fréttamennsku og leggja rækt við hinar alvarlegri deildir samfélagsins ef svo má að orði komast. Þá er ég ekki að tala um endalaus Hafskipsævintýri og aðra skandala í fjármálum og pólitík, þótt þeir þurfi svo sann- arlega að fljóta með. Ég er til dæmis að tala um vandaða og gagnrýna umfjöllun um menn- ingarmál, i velferðarmál, um- hverfismál osfrv. Svo ég vitni aftur í kénninguna unuþað hvernig Þjóðviljinn og Alþýðublaðið skiptu HP á milli sín þá mætt^ ætla að Þjóðviljinn hefði erft lífvænlegri partinn. En til þess að hann nýtist þarf að vanda til hlutanna, hreinsa gler- augun vel og reglulega. Og síðast en ekki síst er alveg óhætt að vekja athygli á vörunni með auglýsingum. Það kunna þeir þó, kratarnir. 30 SÍÐA - WÓÐVIUINN! _ NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.