Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 10
FOSTUDAGSFRÉTTIR Verslun Dregið úr vöruúrvali M enn fara varleea í innkaup vegna verðstöðvunarinnar, taka ekki mikið magn inn í einu. Hins vegar er ekki farið að svelta búðirnar, þannig að það bitni á viðskiptavinunum, sagði Bragi Björnsson verslunarstjóri í Spar- kaupum Hólagarði, en mörgum hefur fundist úrval í matvöru- verslunum vera að dragast saman undanfarið. Bjöm sagði aö allir kaupmenn væru að saxa á fjölda vöruliða í nýlenduvöruverslunum. - Það sjá allir að það er alger vitleysa að vera t.d. með 5-6 tegundir af bökuðum baunum. Því er verið að henda út ýmsum vörumerkj- um og reynt að ná hagstæðari samningum við færri heildsala. Heildsalar hafa verið geysilega margir, en fer nú eitthvað fækk- andi. Að sögn Braga er fólk sífellt að kvarta undan háu vöruverði við starfsfólkið og margir virtust álíta að kaupmenn væru í því að reyna að pretta fólk. - Það er skiljan- legt að því þyki dýrt að kaupa inn, því matarskatturinn hækkaði vöruverð rosalega og svo þyrfti að taka heildsölurnar og millilið- ina í gegn. Varan er búin að fara í gegnum marga aðila áður en hún kemur í verslunina og þeir fá að leika sér eins og þeir vilja, sagði Björn. Almenningur virðist ekki vera með fulla vasa fjár þegar innkaup eru gerð, því að sögn Braga er ekki óalgengt að um 80% af mán- aðarveltunni séu útistandandi í lok mánaðar. - Oft eru 60-65% veltunnar í greiðslukortum og 15- 20% reikningsviðskipti, þannig að reksturinn er þungur í dag. Starfsmaður heildsölufyrir- tækis tjáði blaðamanni að kaup- menn fylgdust nú betur með verði, en ekki hefði dregið sér- staklega úr sölu í kjölfar verð- stöðvunarinnar. Almennt virtist þeim grunnvörur eins og t.d. hveiti seljast betur en vörur sem flokkuðust frekar undir lúxus og benti það til þess að buddan hjá fólki væri léttari. Hann sagði að hækkun innkaupsverðs lenti á heildsölun- um og vel gæti verið að minni heildsalar lægju á vörum, frekar en að ná ekki inn sinni álagningu. mj Vesturbæjarskóli Nýja húsið í gagnið Fyrri áfanginn vígður í gær. 310 nemendur í vetur. Kristín Andrésdóttir: Innri starfshœttir skólans halda sérþráttfyrir flutninginn - Innri starfshættir skólans breytast ekki með þessum flutn- ingum og því verða kennsluhætt- irnir í nýja húsinu beint framhald af því sem tíðkaðist á gamla staðnum, nema hvað núna erum við að fa mun bjartara og vist- legra hús, sagði Krístín Andrés- dóttir, skólastjóri Vesturbæjar- skólans, en í gær var fyrri áfangi nýbyggingar skólans tekinn í gagnið. Fyrir bragðið flyst öll kennsla í vetur úr fyrra húsnæði skólans, en það er gamli Stýrimanna- skólinn við Öldugötuna. Hluti hennar fær þó ekki inni á nýja staðnum þar sem ekki verður Iok- ið við seinni áfangann fyrr en að Kampakátir Vesturbæingar fagna nýja skólanum sínum. Mynd: Jim Smart. ári, og því fer heimilisfræði- kennsla og íþróttakennsla fram í Miðbæjarskólanum í vetur. 310 börn stunda nám við Vest- urbæjarskólann í vetur, á aldrin- um 6 til 12 ára, en að sögn Kristín- ar getur hann tekið við um 350 börnum og má því heita að hann sé fullnýttur. Skólahverfið afmarkast af Lækjargötu að austan og Hring- braut að sunnan, en fylgir annars sjónum. Kristín sagði að þar sem skólinn gerði ekki miklu meir en að anna eigin hverfi einskorðað- ist skólavist að langmestu leyti við það. Þar við bættist að um- ferðin í kring væri víða þung og hættuleg, s.s. um Hringbrautina, og því væri skólabörnum sem byggju til dæmis úti á Granda og á Bráðræðisholtinu ráðið að halda sig við eigin hverfisskóla. Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar teiknaði hinn nýja skóla, en byggingarstjórnin er í höndum byggingadeildar borgar- verkfræðings. Húsið er á þremur hæðum. Á neðstu hæð eru tvær almennar kennslustofur, tón- menntastofa og skrifstofa fyrir kennara svo eitthvað sé nefnt. Á miðhæð eru sex almennar kennslustofur, stofur fyrir saumakennslu, myndmennt og smíði á sama stað og bjóða því upp á samstarf um kennslu þess- ara gieina að sögn Kristínar. í>á er þarna miðrými sem á að nýta fyrir hópvinnu og skólasafn. Á efstu hæðinni er svo bókasafn, lesstofa og tæknirými. n§ it ¦M Kennarl: Parnell 5g^ a| »; NÚTÍMADANS Kennari: Pamell DANSSPUNI Kennari Joáo WS AFR0CARABIAN DANÍn Kennarí: Parnell , ^•"-'¦* SAMBALEIKFIMI %i Kennari: Joáo li KLASSÍSKUR BALLEn SSJi Kennari: Lára j$ rr~ blus/jass &m#-i-^x 2 ?M Kennari: Parnell *i u-1- -• ', •-: Wh. JASSDANS 7-8 ÁRA ~^É Kennari Joáo JASSDANS9-10ÁRA ^§j| •**$¦ Kennarí: Joáo ; LEIKLIST FYRIR BÖRN •¦; \ OG UNGUNGA j ..* ,.;.'. Kennarí: Sigríður Eyjþórs «£; DANSZ-LEIKIR-SPUNI \ • •'¦;'-'¦'-;;-¦:,- 4-7ÁRA v ; Kennari: Lára ,.,,.•>: NNARAR KRAMHUSSINS IVETUR ..LLAN PARNELL FRÁ NEW Y0RK 0G J0Á0 SILVA FRÁ BRASILÍU ALLAN PARNELL hefur starfað sem dansari, kennari og dansahöfundurvíða um Bandaríkin, Kanada og á Karabísku eyjunum. Hann hefur dansað í kvikmynd- um, söngleikjum og dansleikhúsum, m.a. i West Side Story, Hair og All That Jazz. Hann hefur hlotið mcnntun hjá þekktum skóium, svo sem Fred Benja- min og Alvin Ailey. JOÁO SILVA hefur starfað sem dansari og leikari við dans- og spunaleikhús í Brasiliu. Upplyfting og heilsubót í Kramhúsinu! 13 víkna námskeið hefjast 12. sept. -«í MUSIKLEIKFIMI (þol - teygjur - dans) Kennarar: Hafdís og Elísabet MORGVN-, HÁDEGIS; SÍDDEGIS- OG KVÖLDTÍMAR ATHI: Sérstaklr karlalímar í hádeglnu .. LÁTBRAGÐSLEIKUR OG SPUNI (4 vikna námskeið 13. scpt. - 9. okt.) Kennari: Gcraldine Brams, kennari við leiklistarskólann i Amsterdam. „FL0H F0RM" 7 bekkja æfingakerfið fyrir fólk á öllum aldri. Styrkír - iiðkar - grennir og veitir slökuii. Handbolti Naumursigur á Dönum í slökum leik íslendingar sigruðu Dani naumlega, 21-20, í fyrri leik lið- anna í gærkvöld. Leikurinn var frekar slakur og höfðu Danirnir tveggja marka forskot í leikhléi, 10-12. íslenska liðið var mjög lengi í gang og var vörn þess og mark- varsla hriplek í fyrri hálfleik. Svo tekið sé dæmi þá vörðu Einar Þorvarðarson og Brynjar Kvaran aðeins þrjú skot til samans allan hálfleikinn. í síðari hálfleik fór Einar síðan að verja svo um mun- aði og allt liðið lék betur fyrir vikið. íslendingar sigu framúr og náðu fjögurra marka forystu, 18- 14, þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Sigurinn var í raun aldrei í hættu og skoruðu Danir síðasta mark leiksins, sem lauk með sigri íslands, 21-20. Ljósasti punktur leiksins var leikur Kristjáns Arasonar en hann skoraði 10 mörk, þar af 4 úr vítum, og virtist hann geta skorað af vild. Bjarki Sigurðsson skoraði 3 mörk, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Guðmundur Guðmundsson 2, og þeir Geir Sveinsson, Sigurður Gunnarsson og Atli Hilmarsson sitt markið hver. Einar Þorvarð- arson varði 12 skot en Brynjar Kvaran 1. -þóm Evrópukeppnin Fjömgt en markalaust Akurnesingar léku fyrri leik sinn gegn ungverska liðinu Új- pesti Dozsa í Evrópukeppni fé- lagsliða í gær og lyktaði leiknum með markalausu jafntefli, 0-0. Leikurinn var opinn og skemmtilegur og fengu Skaga- menn tækifæri að skora sem nýtt- ust ekki. Það fengu Ungverjarnir reyndar líka en góður leikur Ólafs Gottskálkssonar í markinu hélt marki Akurnesinga hreinu. -bf/þóm Stýrimannaskólinn Engin ákvöroun enn i Innritun alla daga frá kl. 9.30 - 18.00. Símar: 15103 og 17860. Nýbygging Vesturbæjarskólans við Hringbraut var vígð í gær, og þar með losnar um gamla húsnæðið; Stýrimannaskólann við Öldugötu. Allt er á huldu um hvers konar starfsemi sú gamla bygging mun hýsa í framtíðinni. Stýrimannaskólinn hefur verið í eigu ríkisins allt frá þeim tíma er hann stóð undir nafni, en Reykjavíkurborg hefur lengi haft húsið til afnota fyrir grunnskóla- kennslu. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um notkun hússins eftir að gangskör var gerð að því að reisa Vesturbæjarskóla nýtt húsnæði. Til að mynda hafa íbúasamtök Vesturbæjar lýst áhuga á að gera Stýrimannaskólann að félags- miðstöð hverfisins. Pá má og nefna að Landak- otsspítalamenn hafa sýnt húsinu áhuga, meðal annars til að gera það að barnaheimili fyrir stofn- unina. HS Útft arir Kistur ekki niðurgreiddar Kistur frá Kirkjugörðum Reykja- víkur eru ekki niðurgreiddar af kirkjugarðsgjaldi, segir forstjóri Kirkjugarðanna í athugasemd sem hann hefur beðið Nýtt helgarblað Þjóðviljans að birta. „I tilefni greinar um útfararkostnað í Nýju helgarblaði 19. ágúst síð- astliðinn, langar mig að koma á fram- færi eftirfarandi: í greininni er ýmist vitnað til sam- tals við undirritaðan, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmis, eða Yngva Zóphoníasson starfsmann Líkkistuverkstæðis Eyvindar Árnasonar. Það er rétt sem fram kemur í greinínni, að kistur frá Kirkjugörðum Reykjavíkur eru talsvert ódýrari en kisturnar frá Eyvindi Árnasyni. Hins vegar eru þær fullyrðingar, að líkkistuverð Kirkjugarða Reykjavík- ur sé niðurgreitt að hluta með tekjum af kirkjugarðsgjaldinu, byggðar á misskilningi. Kirkjugarðsgjöldin eru notuð til greiðslu á rekstrarkostnaði kirkjugarðanna, öðrum en kistufram- leiðslunni. Ávallt hefir verið við það miðað að kistuframleiðslan standi undir sér og er rekstrarkostnaður verkstæðisins sérgreindur innan stofnunarinnar. Skýringin á því, hvers vegna við getum boðið kistur á hagstæðara verði en aðrir framleiðendur er sú að við erum langstærsti framleiðandinn. Við getum því komið við meiri hag- ræðingu í rekstrinum en smærri fram- leiðendur." 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NYTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.