Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 14
Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals segist hafa lyktað af hval frá því hann man fyrst eftir sér. Eru kaupin á Granda upphafið að endalokum hvalveiða hérlendis? Góð kaup á réttum tíma? Olíustríð á bak við tjöldin? Vill kaninn hafa hvali á beit umhverfis landið? Hver er tilgangurinn? - í stað þess að leggja fjármuni í t.d. einhverja verk- smiðju þá völdum við þessa fjárfestingu sem einhverjir telja kannski feigðarflan en við trúum ekki öðru en að þetta gangi. Við höfum verið í þessum bransa og þekkjum beturtil á þessu sviði en í bjór- bruggun til dæmis. Við hefð- um alveg eins getað keypt bruggvélar, segir Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. og væntanlegur hluthafi í Granda hf. einu stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Grandakaupin, hvalveiðar, hvalfriðunarsam- tök, yfirgangur Bandaríkja- manna og „misvitrir" stjórnmálamenn er til umfjöll- unar í fróðlegu viðtali við Krist- ján. En fyrst: Hvað kemur til að Hvalur hf. festir kaup á hlutabréfum í Granda ásamt Venusi hf., Hampiðjunni og Sjóvá þar sem Kristján er stjórnarmaður? - Hlutur Reykjavíkurborgar í fyrirtækinu hefur verið til sölu frá því að Bæjarútgerðin og ísbjörn- inn voru sameinuð. Því var lýst yfir af borgarstjóra að hann vildi selja hlut borgarinnar ef einhver boð kæmu. Istað þess að hafa peningana í einhverju öðru þá var þetta alveg eins álitlegur kost- ur. Það var farið að skoða þessi mál og niðurstaðan varð sú að við sendum inn þetta tilboð í eignarhlut borgarinnar. Átti þetta sér allt stuttan aðdrag- anda? - Nei, við vorum búnir að velta hlutunum fyrir okkur lengi og spá í þessi mál. Hlutirnir gerast ekki á fimm mínútum. Þetta var ekki keppni við einn eða neinn. Við vissum að þetta var til sölu og skoðuðum því þennan mögu- leika. Pað hefur mörgum þótt ein- kennilegt að þetta tilboð ykkar kemur fram á sama tíma og fisk- vinnsla í landinu er sögð rekin með bullandi tapi. Til hvers að kaupa taprekstur? - Jú það árar ekki vel í þessum atvinnurekstri en kannski menn trúi því að það verði einhvern tímann sköpuð eðlileg rekstrar- skilyrði fyrir sjávarútveginn hér á landi. Við erum að veðja á það. En var þetta þá ekki einmitt rétti tíminn til að bjóða í fyrirtœkið, meðan reksturinn gengur illa og beðið er eftir aðstoð frá ríkinu? - Ég veit það ekki. Það eru sjálfsagt skiptar skoðanir um það. Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjamt verð sem við buðum í hlutabréfin, annars hefðum við ekki sent þetta tilboð inn. Þið hafið þá gert góð kaup? - Já ég held að þetta sé sann- gjarnt verð fyrir báða aðila. Við buðum rúmlega tvöfalt nafnverð hlutabréfanna. Þessar umræður um kvótaútreikninga og kvóta- kaup finnst mér alveg út í biáinn. Hvaða tryggingu hafa menn fyrir þessum kvóta? Stjórnmálamenn gætu ákveðið að fara að selja kvótann, bjóða hann upp. Kvót- inn var settur á á sínum tíma til bráðabirgða, þetta er alls ekki hugsað til eilífðar. Kaupbætir frá stjórnvöldum Þú ert ekkert hrœddur um að þið séuð að fara út í einhverja vit- leysu? - Ég veit ekki, eflaust getur það verið. Maður reiknar þó með því að sjávarútvegurinn fái að búa við eðlileg skilyrði. Ég veit ekki hvernig þjóðfélagið á að ganga öðruvísi. Er það ekki einmitt ykkar hag- ur að fá vœntanlegar efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar í sérstak- an kaupbœti? - Ef rekstrarskilyrðin batna, þá auðvitað batna þau eftir að þessi kaup eru gerð. Það er alveg augljóst. En þessi rekstur verður ekki bættur á einum degi. Þetta tekur lengri tíma, skuldirnar eru miklar, það er fyrirsjáanlegur áframhaldandi samdráttur í veiðum og það mun trúlega enn harðna á dalnum í bili. Ég reikna þó með því að fólk borði áfram fisk en ekki bara kornfleks og hamborgara, en út- gerð og fiskvinnsla verður auðvit- að að fá eitthvað fyrir framleiðsl- una, öðruvísi gengur þetta dæmi ekki upp. Ætlum ekki aö kasta Olís út Því hefur verið haldið fram að tilboð ykkar í Granda séu saman- tekin ráð stóru olíufélaganna ESSO og Shell til að koma Olís úr viðskiptum við Granda. Sjálfur ert þú í stjórn ESSO og ert í stjórn fyrirtækisins og Sjóvá sem er einn kaupandinn og á hlut í Shell. Er verið að bola Olís í burt af mark- aðnum? - Þetta er einhver tilbúningur sem ég kannast ekki við. Ég er í stjórn Olíufélagsins og Sjóvá á óverulegan hlut í Skeljungi og menn hafa þá sjálfsagt lagt þetta svona saman. Þetta hefur ekki verið nefnt á nokkurn hátt. Grandi eða Bæjarútgerð Reykja- víkur áður, er hluthafi í Olíufé- laginu frá því á tímum ný- sköpunartogaranna eins og mörg útgerðarfélög í landinu frá þeim tíma og hafði viðskipti sín við Olíufélagið. Seinna var olíuviðskiptum við Bæjarútgerðina skipt á milli olíu- félaganna þriggja en í dag er að því ég best veit Olís með bróð- urpartinn af olíusölunni til Grandaskipanna og Skeljungur með restina en Esso ekki neitt. Standa til einhverjar breytingar íþeim efnum? - Ég kannast ekki við það. Þessi kaup eru ekki gerð með það í huga. Hvað hugsanlega gerist í framtíðinni, því getur enginn svarað á þessari stundu. Þegar gengið verður frá þessum kaupum á Granda þá verður ekki gefin út nein tilkynning um að hætta viðskiptum við OIís. Það er ekki á dagskrá. Hvar œtlið þið að stokka upp í rekstri Granda? Hvernig verður með stjórnendur fyrirtœkisins og stjórnina? - Tilboð okkar í hlutabréfin hafa ennþá ekki verið formlega samþykkt í borgarstjóm þannig að við höfum ekki tekið við neinum rekstri ennþá. Grandi er alveg sjálfstætt félag og það er ekki á dagskrá að blanda rekstri þess saman við þann rekstur sem við höfum í dag. Ég get alveg svarað því að það verður ekki skipt um forstjóra og það eru engar breytingar úppi varðandi starfsmannahald eða annað en einhver uppskipti verða í stjórn fyrirtækisins. Of mikið um óskhyggju- snakk Ber að líta á þetta tilboð ykkar í Granda á þann hátt að þrátt fyrir allan barlóminn í fiskvinnslunni þá hafið þið trú á sjávarútvegin- um sem undirstöðuatvinnugrein þjóðfélagsins ? - Við verðum að gera okkur grein fyrir því að það er ekki úr mörgu öðm að moða og hefur ekki verið. Síðustu tvo áratugi em einu nýjungarnar í íslenskum útflutningsatvinnugreinum, ál- ver, jámblendi, og ýmis minni iðnaður. Annað hefur ekki gerst. Sjávarútvegurinn er 75% af okkar útflutningi, hann er okkar stóriðja og verður það áfram. Það hefur lítið lukkast af öðm. Allt þetta snakk um hitt og þetta sem verið er að æsa menn upp í, það er að stórum hluta ósk- hyggjusnakk sem því miður menn skoða ekki nógu rækilega niður í kjölinn áður en hafist er handa og fara því miður margir illa út úr framkvæmdum. Hér er oft um útflutningsgreinar að ræða sem stílaðar eru á mjög sveifluk- ennda markaði og nægir í því sambandi að nefna t.d. loðdýra- rækt og seiðaeldi. Er þessi þátttaka Hvals hf. í kaupunum á fiskvinnslu- og út- gerðarfyrirtækinu Granda, ekki vísbending um að þið séuð að búa ykkur undir endalok hvalveiða og koma ykkur fyrir á nýjum vett- vangi? - Nei, þetta hefur ekkert með það að gera. Okkur hefur ekki gengið illa í hvalnum undanfarna áratugi. Ég sé alls ekki fyrir mér nein endalok hvalveiða og kaupin á Granda koma hval- veiðunum ekkert við. Lyktaö af hval frá fæöingu Hvalveiðarnar, úrvinnslan og sala á hvalaafurðum erlendis hafa verið mjög umdeildar og í sviðs- Ijósinu undanfarin ár, bæði hér heima og erlendis. Hefurþú alltaf verið á kafi í hvalnum? - Ég get eiginlega sagt eins og norskur mjölsérfræðingur sem við fengum einu sinni í heimsókn uppí Hvalstöð til að líta á búnað sem þurfti að endurnýja. Ég spurði hann að því hversu lengi hann hefði verið í mjölbransan- um og hann svaraði:„Da jeg blev födt, sa lyktede jeg av fiskemel“. Hann hafði tekið við af föður sín- um og sama má segja um mig. Ég hef lyktað af hval frá því ég man fyrst eftir mér. Ég var á bátunum í fimm sumur með námi og eftir að ég kom úr framhaldsnámi í Bretlandi kom ég inn í reksturinn með pabba, Lofti Bjamasyni sem var einn af stofnendum Hvals hf. 1947 og tók síðan við rekstrinum þegar hann dó 1974. Þau veiðiskip sem þið hafið notað eru komin nokkuð til ára sinna. Er þessi búnaður ekki meira og minna að úreldast? - Hvalveiðiskipin voru endur- nýjuð á árabilinu 1961-1966 þeg- ar keypt voru notuð skip frá Bret- landi og Noregi en þessi gufuskip tilheyrðu breskum og norskum móðurskipum sem stunduðu hvalveiðar í Suður-íshafinu en þessar þjóðir hættu hvalveiðum um þetta leyti. Þessi skip geta enst næstu hundrað árin þess vegna. Við höfum reynt að halda þeim vel við og þau em í góðu. ásigkomulagi. Innréttingar og rafmagn ónýtt Ekki eruþað öll skipin. Erekki rétt að Hvalur 6 og 7 sem útsend- arar Sea Shepherd samtakanna sökktu í Reykjavíkurhöfn í hittið- fyrra séu meira og minna ónýt, enda hafa þau ekki verið hreyfð síðan þá? - Við höfum notað Hval 8 og 9 við vísindaveiðarnar í sumar eins og árin 1986 og 1987 enda bjóða þær veiðar ekki uppá nema tvö veiðiskip. Þessi skip brenna minni olíu og em því hentugri. Eftir að við náðum Hval 6 og 7 uppúr höfninni var strax farið í að kynda upp katlana og þurrka þá. Það tók nokkra daga. Síðan var sett gufa inn á vélamar og þær hreinsaðar með því að keyra þær. Þetta gekk allt upp. Hitt er að allar innréttingar og rafmagn í þessum skipum er ónýtt og það verður að endurnýja það þegar að því kemur. Við höfum ekki farið út í það þar sem við þurfum ekki á þessum skipum að halda í ár né næsta ár. Við bíðum og sjáum til. Aðalvélar og gufukatl- ar eru í toppstandi. Áhrifalítil samtök Skipar þú félögum í Greenpe- ace og Sea Shepherd á sama bekk? - „Love the Whale“ og „Save 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.