Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 23
HUGVEKJA E.MJ. Um ráðspjöll Á svartsýnisstundum lífsins ber það stöku sinnum við, að ýmsar efasemdir laumist að mönnum um réttmæti þeirra trú- arbragða, sem nú mega heita ein- ráð á Vesturlöndum, en það er trúin á stöðugar framfarir. Hafa þessar efasemdir ekki síst skotið upp kollinum nú á þessum síð- ustu tímum, þegar flestar kenn- ingar, sem áður voru ekki dregn- ar í efa, virðast ótryggar og fallvaltar. Líta menn þá stundum á samanlagða speki nútímans og hugsa með sjálfum sér að jafnvel í fornöld hafi andinn flögrað eins hátt: „Er mælt hér eitt orð er ei fyrr var kunnað?" Og hvað er það svo sem við skilgreinum sem framfarir? „Höfum vér gengið til góðs, götuna fram eftir veg?" Pegar slík svartsýnisalda hellist yfir manninn og viðbúið er að hún muni kaffæra hann, er ekki til nema eitt ráð til þess að hann geti bjargað velferð sálarteturs- ins, og hún er sú að hugleiða sem vendilegast einhvern þann af- kima tilverunnar, þar sem miklar og óvéfengjanlegar framfarir hafa orðið, og reyna með því að rækta upp bjartsýnina. I ljósi þeirra umræðna sem hér hafa gengið yfir síðustu vikur og mán- uði má fullyrða að eitt er það svið þar sem miklar og ótvíræðar framfarir hafa orðið, og það svo mjög að því mætti helst lfkja við byltingu, en það er skilgreining og meðhöndlun kynferðisaf- brota. Má segja að nú fyrst séu menn að komast út úr miðalda- myrkrinu og byrja að öðlast skýran skilning á þessu óhugnan- lega fyrirbæri. Samt er það svo, að mönnum virðist hafa gengið eitthvað illa að átta sig á þeim nýju og bylting- arkenndu hugmyndum sem nú eru að ryðja sér til rúms um þetta mál, og er það bagalegt fyrir vöxt bjartsýni í Íandinu. En hægt er að útskýra þær með mjög einföldum dæmum, þannig að öllum megi vera ljóst hvað um er að ræða, og er þá rétt að sleppa beinum of- beldisglæpum, sem ekki hefur leikið neinn vafi á um langt skeið, og líta fremur á atvik úr daglega lífinu. Hugsum okkur nú, lesandi góður, að karlmaður komi sprangandi eftir götu á sólheitum sumardegi, og verði honum litið upp í svalir, þar sem fáklædd kona er að sóla sig. Þá er karl- maðurinn orðinn sekur um at- hæfi, sem venjulega er nefnt einu nafni á íslensku „gluggagægjur", en hægt væri að kalla á dálítið víðtækari hátt „gægjuhvöt". Sprettur slfkt athæfi ekki nema af hinum gruggugustu kenndum. En hugsum okkur síðan, að kona komi trítlandi eftir sömu götu á jafn sólríkum sumardegi, og verði henni þá litið upp í aðrar svalir, þar sem fáklæddur karl- maður er að sóla sig. Þá er karl- maðurinn orðinn sekur um at- hæfi, sem kallað er „exhibition- ismi" á erlendum málum, en hægt væri að nefna „sýnihvöt" á ís- lensku, svo eitthvert system sé í galskapnum. En slíkt athæfi sprettur ekki nema af hinum ljós- fælnustu ástríðum. Þegar hér er komið sögu, er ekki nema von að mönnum bregði í brún, og þeir taki að velta því fyrir sér hvort hægt sé að ganga öllu lengra í öfugugga- hættinum á þessu sviði. En mikil er hugkvæmni ballræðisins til myrkraverkanna, og skulum við líta á annað dæmi. Hugsum okk- ur sem sé, að á björtum og heit- um sumardegi sé fáklædd kona að sóla sig úti á svölum, og á svölum á móti henni, eða kannske eilítið á skjön, sé fákl- æddur karlmaður einnig að sóla sig. Þá er karlmaðurinn orðinn sekur um tvöfalt ódæði, sem sé „sýnihvöt" og „gægjuhvöt" hvort tveggja í senn. Einungis alda- gömul uppræktun upptyppings- háttarins getur skýrt samtvi- nningu ódæðanna af þessu tagi, og þegar á kjarna málsins er litið hljóta allir hugsandi menn að spyrja: hvers vegna þarf maður- inn að láta svona? Af hverju get- ur hann ekki tekið sér til fyrir- myndar konuna, sem situr í sól- inni á móti honum, og aðhyllst hin mjúku gildi? Eða verðum við að álykta sem svo að vegna upp- eldisins séu hin hörðu gildi ger- samlega runnin karlmanninum í merg og bein, einkum þegar kona er annars vegar? ¦ ¦ ¦ Slíkum spurningum hafa konur oft velt fyrir sér í tímans rás. Ný- lega birtist í dyrunum hjá mér vinkona mín, og var að venju klædd að hætti frjálsra nútíma- kvenna sem vilja sýna og sanna að þær séu búnar að hrista af sér okið. Hún var í dökku og þröngu örpilsi og undir því í svörtum sokkabuxum með saum að aftan, en að ofan var hún víðum og ein- litum stutterma bol, sem á var letrað „Bevete piu latte" (drekk- ið meiri mjólk) nákvæmlega á þeim stað sem engir brjóstahald- arar voru undir. Hárið var litað kastaníubrúnt og var það stíft og krullað í allar áttir, og fast í þeim skorðum, sem það hefði hugsan- lega farið í, ef stúlkan hefði hlaupið í vindi. Varirnar voru málaðar brúnrauðar í stíl við háralitinn, en í skarpri andstöðu við örpilsið. Svo var stúlkan með ósamhverfa eyrnalokka en báða gormlaga, mjög stóran í öðru eyra og lítinn en nokkuð langan í hinu, og á handleggjunum hafði hún marga hringa sem klingdi í hvenær sem hún hreyfði sig. Á fingrunum var hún með langar gerfineglur og á fótunum flata hlaupaskó og hentuga hverjum þeim sem vill vera reiðubúinn til að hlaupast á brott. En nú var hún alveg miður sín, og hún spurði mig í angist hjartans: „Hvað hefur eiginlega komið yfir karlmenn? Hvers vegna þurfa þeir alltaf að vera að glápa á sak- lausa stúlku sem vill bara fá að vera í friði fyrir augnagotum þeirra og áleitni? Svo þurfa þeir ekki annað en heyra hvað ég heiti til að á þá komi eitthvert blaut- legt afmors-glott", bætti vinkona mín svo við, en hún heitir Nátt- fríður Bera. Hverju á nú að svara slíkri spurningu? í raun og veru ekki öðru en því, að hinar miklu fram- farir sem orðið hafa í skil- greiningu kynferðisglæpa hafa einmitt þann kostinn að þær gera frekari vangaveltur af þessu tagi nánast óþarfar. Það skiptir ekki máli að vita hvers vegna Náttfríð- ur Bera er sérstaklega að flækja sig í sjóngeislum karlmanna. Það er sem sé einfalt skilgreiningar- atriði, að þegar sjóngeislar karl- mannsins rekast yfirleitt einhvers staðar á konur, hvernig svo sem aðstæðum kann að vera háttað, er þar á ferðinni „gægjuhvöt", sem getur reyndar verið blönduð öðrum álíka óhreinum hvötum. Er þá ekki annað fyrir höndum, en grafast fyrir um sögulegar ræt- ur þeirrar lókstjórnar sem óbeisluð framrás og kraftbirting hvatanna er sprottin af, og svo vitanlega byggja áfram á þeirri þekkingu sem menn hafa þannig öðlast. ¦ ¦ ¦ Eftir allar þessar miklu fram- farir er því kannske tími til kom- inn að fjalla á breiðum grundvelli um hinar nýju skilgreiningar og niðurstöður þeirra, og væri eðli- legt að um það væri haldin fjöl- menn alþjóðaráðstefna, sem veg- legast væri að hýsa í Reiðhöllinni í Víðidal. Þær umræður sem verið hafa í gangi víða um heim sýna glögglega hver gæti verið næsti áfanginn, eftir að búið er að skil- greina á svo augljósan hátt „gægjuhvöt", „sýnihvöt" og ann- að slíkt: hann er að sjálfsögðu sá að fjalla um þau kynferðisafbrot, sem framin eru með fullu og ótví- ræðu samþykki konunnar. Undir þau mætti að sjálfsögðu flokka ýmis konar athæfi ljósmyndara gagnvart fyrirsætu, sem er ekki annað en lítt dulbúin útrás fyrir „gægjuhvöt", en einnig óramargt annað. Hingað til hefur reynst erfitt að koma lögum yfir slíka menn, og hefur oft verið undan því kvart- að. Gæti það orðið verkefni ráð- stefnunnar að finna einhverja lausn til að ráða bót á því. Vand- inn er sá að sýna að hið svokall- aða „samþykki" hafi verið allt annað en það sýndist og hægt sé að afturkalla það eftir á, „post eventum", án þess að þörf sé að styðja það með sérstökum rökum eða vitnaleiðslu. En nú vill svo til, að íslensk löggjöf vísar ein- mitt á leiðir til þess. Mun það ekki vera á margra vitorði, og væri það því staðgóður stuðning- ur við hina tilvonandi ráðstefnu að rifja það upp. Einu sinni höfðu lögin að geyma ákvæði, sem komin voru allar götur úr Jónsbók og lögðu þungar kárínur við „ráðspjöll- um". Svo nefndist bá einu nafni um sem þá voru komnar upp, og þá firrti það gerandann engan veginn ábyrgð, þótt konan hefði á sínum tíma gefið sitt samþykki. Samkvæmt anda Jónsbókar mætti líta svo á, að dálítið í- smeygileg Ijósmynd sem birtist af hispursmey í Samúel og torveld- aði henni síðan að öngla í verð- bréfabraskara flokkaðist undir „ráðspjöll", þótt Jón lögmaður Éinarsson muni ekki beinlínis hafa gert ráð fyrir því 1281 og Loðinn leppur víst ekki heldur. En þessi mál eru svo flókin sam- kvæmt öllu sínu eðli, að það hefði þurft ráðahagfræðinga til að koma lögum yfir alla ráð- spellvirkjana. ¦ ¦ ¦ Því miður hefur þetta ákvæði nú verið fellt úr lögum, þannig að einungis hinir lögfróðustu þulir rata um alla króka þess, en annað ákvæði bætir það upp og á kannske betur við í nútíma- þjóðfélagi. í 199. grein refsilag- anna er það nefnilega látið varða allt að sex ára fangelsi, ef maður „kemst yfir kvenmann vegna þess að hún heldur ranglega að þau hafi samræði í hjónabandi". Hér er það vitanlega karlmaðurinn sem ber ábyrgðina, því að það er hvergi tekið fram að refsing skuli niður falla ef karlmaðurinn lifii og hrærist í sömu trú, og ábyrgðin er víðtæk og þung, því að engin skilyrði eru yfirleitt sett um það hvernig misskilningurinn þurfi að hafa komið upp til að athæfið teljist refsivert. Myndu menn 'með júrídískan þankagang hæg- lega geta sýnt fram á að karlmað- urinn sé engan veginn laus allra allt það athæfi karlmanns við konu sem spillti fyrir mögu- leikum hennar á góðum ráðahag síðar, þ.e.a.s. gerði henni erfið- ara fyrir að næla sér í góðan skaff- ara, en einkum var átt við allt ástafar þeirra á milli, m.a. ef karl- maðurinn komst yfir konu með því að lofa að kvænast henni og ruglaði hana sem sé svo mjög í ríminu að hún vissi ekki lengur full skil á heitorði og legorði. Hét þetta að „ráðspella" konuna, og var hið versta mál fyrir karlmann- inn, þar spjöllin var hægt að á- kveða eftir á, kannske í samræmi við þær markaðshorfur á sköffur- mála,þótt hann haldi því fram að hann hafi haldið að konan vissi að þau hefðu að vísu ekki verið púss- uð saman, og gengi því að öllu saman vitandi vits. Hér er sem sé um trúaratriði að ræða og um slíkt er samkvæmt eðli málsins ekki annað vitni, sem mark er á takandi, en sá sem trúir eða hefur trúað. Með öðrum orðum: það nægir sem sé að kona beri það fyrir rétti, að hún hafi statt og stöðugt trúað því að hún væri harðgift sínum hvílunaut til þess að sá hinn sami verði við engi grið að snauta beint í tugthúsið, en karlmaðurinn getur engum vörn- um við komið. Þetta íslenska fordæmi opnar leiðir, sem vafalaust verða fjöl- farnar á næstu árum. Og koma kannske í staðinn fyrir þær leiðir sem konur í hefðbundnu þjóðfé- lagi beittu til að hafa hemil á ásóknum ballræðismanna. „Ef karlmaður leitar á mig alveg við- þolslaus" sagði lífsreynd kona við mig á dögunum, „segi ég hon- mum bara að fá sér kalda greip. Það slær á brímann." Straumur í ríkið Gaflarar bíða nú „spenntir" í orðsins fyllstu merkingu eftir því að ný útsala ÁTVR í Hafn- arfirði verði formlega opnuð á mánudaginn Útsalan verður til ^úsa í verksmiðju- húsnæði : 'ftækjaverksmiðj- unnar Rf' ' við Lækjargötu og verðu> ílurum boðið upp á flestar undir í sjálfsaf- greiðslu. Heimamenn segja aö búast megi við að mikill „straumur" verði í nýja ríkið en menn ótt- ast hins vegar að gleymist að taka „strauminn" af í verk- smiðjunni þegar veislan byrjar.B Hann skaffar svo vel! Það vakti mikla athygli í síð- asta mánuði þegar stjórn Sparisjóðs , Neskaupstaðar réö Sveín Árnason í starf sparisjóðsstjóra en ekki Klöru ívarsdóttur sem þó hafði 13 ára starfsreynslu í Sparisjóðnum en Sveinn enga. Þegar greidd voru at- kvæði um umsækjendurna í stjóminni voru kvaddir til tveir varafulltrúar sem báðir greiddu Sveini atkvæði. Þeg- ar annar þeirra var spurður af- hverju hann hefði greitt Sveini atkvæði sitt en ekki Klöru sagði varafulltrúinn: Maður- inn hennar skaffar svo vel til heimilisins að Klara hefur enga þörf fyrir laun spari- sjóðsstjóra. - Þá vitum við það.B Ýmsar afleiðingar konungskomu Það hefur verið misviðra- samt ( pólitíkinni þessa viku og fokið í skafla milli ráðherra og annarra helstu stjórnar- sinna, og það er aldrei að vita nema búið sé að slíta stjórn- arsamstarfinu og boða til kosninga þegar Nýtt Helgar- blað kemur út. Guomundur Einarsson framkvæmda- stjóri Alþýðuf lokksins heyrðist gefa sínar skýringar á þess- um sveiflum í kunningjasam- tali í vikunni: Þetta er bara skapvonska.-menneru úrillir á morgnana eftir kampavínið með Ólafi fimmta...B - NÝTT HELGARBLAÐ - WÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.