Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 9
• • Bangladesh Flóð, hungur og farsóttir Loksgeta hjálpargögn boristflugleiðis til Dakka. Stjórnvöldum hefur verið heitið 70 miljónum dollara íaðstoð en betur má efduga skal Flugvöllurinn í Dakka, höfuð- borg Bangladesh, er kominn í samt lag eftir tímafreka viðgerð. Flugvellinum skolaði burt er flóð- bylgjan reis hæst fyrir nokkrum dögum. Því hefur Bangladesh verið næsta einangrað en það er alkunna að á neyðartímum er flugvöllurinn í Dakka nafla- strengur þessa olnbogaríkis mátt- arvaldanna. Þá er einatt þörf á snarræði auðugra og aflögufærra ríkja. En nú ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu lengur að matvæli og hjálpargögn berist til tuga þús- unda þurfandi manna sem orðið hafa fyrir barðinu á vatnavöxtun- um. Manna sem annars verða hungri og farsóttum að bráð. A.m.k. 1.500 manns hafa látið Iífið en flóðin eru í rénun. Þaö er þó skammgóður vermir fyrir hjúkrunarfólk sem leggur nótt við dag í örvæntingarfullri bar- áttu sinni gegn úbreiðslu farsótta, einkum banvænna garna- og þarmasjúkdóma. En loftbrú með matvæli myndi bjarga lífi margra í afskekktum héruðum þar sem birgðir eru á þrotum. Innanríkisráðherra Bangla- desh, maður að nafni Mahbubur Burma Enn er gengið Mótmælendur gengu hundr- uðum þúsunda saman um götur Rangún í gær og kröfðust lýð- ræðis. Hvarvetna voru hermenn á varðbergi en þeir höfðust ekki að utan einu sinni að þeir skutu á hóp manna sem hugðist láta greipar sópa í vindlingaverk- smiðju. Enginn lést en 17 særð- ust. Áður en mannfjöldinn dreifðist og hver hélt til síns heima í gærkveldi hét einn af leið- togum andófsmanna því að jafn mikið fjölmenni myndi arka um götur og stræti á mánudag. Þá hyggjast félagar valdaflokksins þinga í Rangún og taka þýðing- armiklar ákvarðanir um pólitíska þróun landsins. Ríkisútvarpið greindi frá því að hermenn hefðu neyðst til að hleypa af skotum í gær. Um 500 manns hefðu brotist inní verk- smiðju til að ræna og rupla en létu ekki af þeirri iðju sinni þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Búddamúnkar hefðu flutt særða á sjúkrahús. „Fólkið var staðráðið í að stela og kom fyrir ekki þótt öldungar hverfisins, búddamúnkar og íbú- ar úr grenndinni reyndu að telja þeim hughvarf. Þegar sýnt þótti að tilmæli bæru ekki árangur höfðu múnk- arnir samband við herflokk og báðu fyrirliða hans að stöðva gripdeildirnar með valdi. Her- menn skutu aðeins á fólk inní verksmiðjunni." Stjórnarandstæðingar sýndu gott fordæmi í kröfugöngunni í gær, ekki kom til neinna átaka og engin spjöll voru unnin á mannvirkjum. Múnkar og nunn- ur héldust í hendur. Hvítflibbar gengu við hlið betlara og náms- menn við hlið verkamanna. Allir kröfðust lýðræðis og allir kröfð- ust afsagnar Maung Maungs. Reuter/-ks. Rahman, efndi til fundar með fréttamönnum jafnskjótt og fyrsta flugvélin var lent heilu og höldnu á flugvelli höfuðborgar- innar. Hann kvaðst bráðlega reikna með komu flugvéla með hjálpargögn. „Innan skamms mun Dakka- flugvöllur iða af lífi því þá lenda hér flugvélar með matvæli og önnur hjálpargögn.“ Hann sagði að hermenn og hópar sjálfboða- liða myndu hafa það verkefni með höndum að dreifa fæðu og hjúkrunargögnum til nauð- staddra og þurfandi manna. Hann kvartaði undan við- brögðum ríkja heims við hjálpar- beiðnum stjórnar sinnar en sagð- ist fullviss um að það stæði til bóta. „Okkur hefur verið heitið 70 miljónum dollara og ugglaust berst frekari aðstoð.“ Afar erfitt gæti orðið að flytja hjálpargögnin því hin gífurlegu Monsúnflóð hafa eyðilagt vegi sem spönnuðu samanlagt um 3.500 kílómetra. Járnbrautar- teinar liggja víðast hvar undir vatni eða aureðju og flugvellir eru ónothæfir. Starfsmenn hjálparsamtaka segja að þúsundir fjölskyldna séu á vergangi og hafist við á þurrum 'olettum sem liggi hátt. Fæst þessa fólks hafi fengið málungi matar í viku. Akrar liggja undir vatni og annars staðar komast bændur og leiguliðar ekki til vinnu sinnar. Það er mál manna að það geti haft afdrifaríkar afleiðingar í landinu ef sáning dregst von úr viti, jafnvel hungursneyð. Ríkisstjórnin hefur sent rúm- lega 3 þúsund hópa hermanna og sjálfboðaliða til þeirra svæða er verst hafa orðið úti. Þeirra verk- efni er að glíma við farsóttir, einkum vágest þann er stein- smuga heitir og er banvænn herji hann á vannært og soltið fólk. Yfirstjórn heilbrigðismála gaf í gær út tilskipun; leyfi allra lækna og hjúkrunarfræðinga væru hér með afturkölluð og þeir kvaddir til starfa tafarlaust. Ennfremur var skorað á sérhvern hraustan og dugandi þegn að bjóða sig fram til hjálparstarfa. Reuter/-ks. ■ Bangladesh er afar þéttbýlt land og íbúar fátækir. Lítið má útaf bregða svo ekki verði mannfellir. Bandaríkin/Ísrael Reagan kýs Verkó Bandaríkjaforseti rekur óbeinan áróðurfyrir Perez. Palestínumaður felldur á hertekna landinu vestanJórdanar Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels og leiðtogi Líkúd-bandalagsins, hugsar Ron- ald Reagan þegjandi þörfina þessa daga. í fyrrakvöld bárust þau tíðindi um gervalla heimsbyggðina að Bandaríkja- forseti hefði boðið Shimoni Perez til fundar með sér og Ahmed Esmat Abdel-Maguid, utanríkis- ráðherra Egyptalands. Ofangreindur Perez er sem kunnugt er utanríkisráðherra ís- raels og formaður Verkamann- aflokksins, helsta keppinautar Líkúd-bandalagsins í þingkjörinu sem fram fer þann 1. nóvember næstkomandi. Ekki blandast nokkrum manni hugur um orsakir þess að Reagan kýs Perez en sniðgengur Shamir. Utanríkisráðherrann er eini at- kvæðamaðurinn úr ísraelskri pól- itík sem ljáð hefur máls á ein- hverskonar málamiðlun við pal- estínska uppreisnarmenn á her- teknu svæðunum. Og það sem meira er, ýmsar hugmynda hans eru næsta snoðlíkar tillögum er George Shultz hafði í farteskinu er hann fór fýluför á milli höfu- ðborga í Austurlöndum nær fyrr á árinu. Shamir glotti bara og yppti öxl- um þegar Shultz stakk uppá málamiðlun; einhverskonar rétti Palestínumanna til íhlutunar um stjórn herteknu svæðanna gegn friðartryggingu. Perez kinkaði hinsvegar kolli og lét líklega. Uppreisn heimamanna á her- teknu svæðunum er mál málanna í kosningabaráttunni og því er litið á fundarboð Reagans, sem flestir telja runnið undan rifjum Shultz, sem afskipti af henni. Perez sé sá kandídat í embætti forsætisráðherra sem Banda- ríkjamenn hafi velþóknun á. En kosningabarátta ísraels- manna veldur engum straumhvörfum á herteknu svæð- unum, uppreisn heimamanna hefur nú staðið í 10 mánuði sam- fellt. Þessa minntust þeir með því að leggja niður vinnu í gær. Verslan- ir voru lokaðar og vinnustaðir mannlausir því kaupmenn og verkamenn sátu auðum höndum. Á landinu vestan Jórdanar skarst í odda með ungum Palestfnu- mönnum og ísraelskum her- mönnum. Eftir skamma hríð hófu hinir síðamefndu skothríð með þeim afleiðingum að einn heimamanna féll örendur í val- inn. Reuter/-ks. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.