Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 6
Námsbækur hafa hækkað að jafnaði um 30-40%. Dæmi um allt að 100%
hækkun. Skólakostnaður fyrsta árs nema fyrir eina önn allt að 30 þúsund
krónur. Verðstöðvunin marklaus. Nær ekki til hækkana á námsbókum.
Fjöldi nemenda þarf að vinna úti með námi
■ ■ ■ / r
30 þúsund
„Hugsaðu þér bara þá stað-
reynd að ég er á síðasta ári í
Menntaskólanum í Hamrahlíð og
ég þarf að borga rúmlega 16 þús-
und krónur fyrir námsbækur fyrir
aðeins eina önn. Þetta er hrika-
legt dæmi og fyrir utan allan ann-
an kostnað. Það er liðin tíð ef hún
hefur þá nokkurn tíma verið að
skólinn sé einhver vin í eyði-
mörkinni. Kaldar staðreyndir
efnahagslífsins blasa við okkur
hvar sem er og þróunin virðist öll
vera í þá átt að við erum látin
borga allar hækkanir sem verða á
verði námsbóka. Jafnrétti til
náms óháð fjárhag og búsetu eru
bara orðin tóm; veruleikinn er
því miður allt annar,“ sagði
menntaskólanemi við Þjóðvilj-
ann.
Það er ekki tekið út með sitj-
andi sældinni í dag að vera nem-
andi í framhaldsskóla hérlendis.
Námsbækur hafa hækkað um 30-
40% að jafnaði frá síðasta hausti,
jafnframt því sem skólagjöld hafa
einnig hækkað þótt í minna mæli
sé. Minnkandi kaupmáttur sam-
fara síhækkandi framfærslu-
kostnaði heimilanna bætir þar
ekki úr skák svo ekki sé talað um
þá nemendur sem þurfa að fara
að heiman til náms og leigja sér
herbergi úti í bæ á uppsprengdu
verði. Afleiðingin af þessu öllu
saman er sú að mikill meirihluti
nemenda verður að vinna hörð-
um höndum með námi og dæmi
eru um að nemendur hafi orðið
að hætta námi vegna fjárskorts.
Þetta eru kaldar staðreyndir sem
ekki er hægt að horfa framhjá og
umhugsunarefni fyrir ráðamenn
menntamála sem virðast sofa
værum frjálshyggjusvefni. í dag
gildir það að eiga fjársterka fjöl-
skyldu sem bakhjarl. Ef ekki eru
miklar líkur á að viðkomandi
dagi uppi úti í bæ með námsblik í
augum en geti ekki meir vegna
fjárhagsörðugleika.
Nám er munaður
Aðeins skólabókakostnaður
nema á fyrsta ári við Mennta-
skólann við Sund getur numið allt
að 27 þúsund krónum og er þá
ótalinn kostnaður við ýmis rit og
fjölrit sem seld eru í bóksölum
nemenda og notuð eru við kenns-
lu auk ýmissa annarra útgjalda.
Þar er skólagjald 3.500 krónur
fyrir allan veturinn og af því fær
skólinn aðeins um 22% sem eru
rúmlega 800 krónur. Afgangur-
inn rennur til nemendafélagsins
til að greiða kostnað sem það
stofnar til yfir veturinn.
Það virðist vera æ meiri til-
hneiging í þá átt að nemendur
skattleggi sjálfa sig til að standa
straum af ýmsum kostnaði af fé-
lagsstarfi innan skólanna sem
mörgum þykir vera óheillaþróun
og ætti frekar að greiðast af hinu
opinbera. En þar virðist enginn
skilningur vera fyrir hendi nema
síður sé. Ein af hugmyndum fjár-
málaráðuneytisins sem varpað
var fram á dögunum er að leggja
veruleg skólagjöld á nemendur
framhaldsskóla til að rétta við
hag ríkissjóðs. Þrátt fyrir að ekki
séu miklar líkur á að sú tillaga nái
fram að ganga vekur hún ekki
síður furðu fyrir það að yfirmað-
ur ráðuneytisins er fyrrum skóla-
meistari Menntaskólans á ísafirði
sem á að þekkja vel þau kröppu
kjör sem neipendur verða að gera
sér að góðu.
Svíta fyrir
fjársterka
Kostnaður vegna skólavistar í
framhaldsskólum landsins er mis-
jafn og fer mikið eftir skólum.
Nám við dagskóla í Mennta-
skólanum í Hamrahlíð er td. 3
þúsund krónur en fyrir nema í
öldungadeild er hann aðeins
7.400 fyrir eina önn. Við Mennta-
skólann á Akureyri er skólagjald
fyrir veturinn 2.500 krónur en
fyrir utanbæjarmenn er fæðis-
kostnaður á heimavist áætlaður
110 þúsund krónur yfir veturinn,
auk þess sem húsaleiga í tvíbýli er
10.400 og þvottagjald 5.600. Ef
nemandi óskar hins vegar eftir að
dvelja í einsmanns herbergi tvö-
faldast húsaleigan yfir veturinn
og er 20.800 krónur. Þennan mis-
mun er ekki hægt að skilja nema á
þann veg að þeir sem loðnir eru
um lófana eiga þess kost að búa
út af fyrir sig á heimavistinni séu
þeir tilbúnir að greiða sérstaklega
fyrir þann munað. Hinir verða að
gera sér að góðu að deila herbergi
með öðrum!
Af framhaldsskólum landsins
sker Verslunarskólinn sig veru-
lega úr hvað varðar hátt skóla-
gjald. í öldungadeild er það 22
þúsund krónur fyrir önnina. Auk
þess leggst þar ofan á 2 þúsund
króna skólagjald. Skóla- og fé-
lagsgjald fyrir dagskóla í Versl-
unarskólanum er einnig 22 þús-
und krónur þrátt fyrir að ríkið
greiði allan rekstrarkostnað
skólans.
Marklaus
verðstöðvun
Þegar ríkisstjórnin ákvað að
frysta allt verðlag frá og með síð-
ustu mánaðamótum og Verð-
lagsstofnun hvatti alla til að hafa
samband vegna verðlagshækk-
ana urðu símalínur stofnunar-
innar rauðglóandi. Þar voru á
WA.nni rciöir framhaldsskóla-
Áheimavist
Menntaskólans á
Akureyri geta fjár*
sterkir nemendur
leigt sér eins manns
herbergi með því að
borga tvöfalda
húsa-
leigu miðað við að
veraítvíbýliog
kostar munaðurinn
aðeins 20.800 krón-
uryfir veturinn.
Miðinn í
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ