Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGSFRETTIR Ríkisstjórnin Einu sinni, einu sinni enn Framsóknarflokkurinn gefur stjórninni síðasta tœkifœrið - til 17. Þorsteinn leggurfram óljósar hugmyndir. Kratar útfœra millifœrsluleið Jóns Sigurðssonar Rflrisstjórnin hélt fund snemma í gærmorgun þar sem Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra ætlaði að kynna tillögur sínar til lausnar efnahagsvandanum. Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarfiokksins kallaði tiliögur Þorsteins „minn- isblað og hugmyndir" þar sem skorti alla útfærslu og mörgum spurningum væri ósvarað. Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra tók í svipaðan streng og sagði Alþýðuflokkinn vinna að útfærslu eigin leiðar. Stjórnarflokkarnir héldu síðan allir þingflokksfund um miðjan dag í gær. Forsætisráðherra var ekki margorður eftir þingflokks- fund Sjálfstæðisflokksins en sagði einhug í flokknum um að reyna þá leið sem hann hefði kynnt í ríkisstjórninni fyrr um daginn. Aðspurður sagði Þor- steinn að það kynni vel að koma til þess að leitað yrði samráðs við verkalýðshreyfinguna í þeim að- gerðum sem gripið yrði til. Eftir þessi fundahöld er greini- legt að hljóðið hvað þyngst í Framsóknarmönnum. Þingflokk- ur og framkvæmdastjórn Fram- sóknarflokksins gerði samþykkt á sínum fundi og ítrekaði stuðn- ing sinn við niðurfærsluleiðlna. Það væri skylda forsætisráðherra að leggja fram heilsteyptar til- lögur til lausnar efnahagsvandan- um. Framsóknarflokkurinn boð- aði einnig til miðstjórnarfundar 17. þessa mánaðar og gefur þann- ig ríkisstjórninni 9 daga frest. Jón Baldvin sagði það óþarfa örlæti að gefa forsætisráðherra 9 daga. Nú væri tími yfirlýsinga lið- inn og tími athafna tekinn við. Hann sagði þingflokk Alþýðu- flokksins hafa gefið ráðherrum flokksins fullt umboð til að vinna að útfærslu tillagna þeirra sem þeir kynntu í ríkisstjórninni í gær. Elli- og örorkulífeyrir Engin hækkun Guðmundur Bjamason: Elli- og örorkubœturfylgja kauflgjaldi samkvæmt lögum. Engin2,5% hœkkun Elli- og örorkulífeyrisþegar fá septembergreiðslu sína i dag, en án þeirrar 2,5% hækkunar sem von var á áður en stjórnin setti síðustu bráðabirgðalög. Heil- brigðisráðherra gefur þó í skyn að við frekari kjaraskerðingar yrðu bæturnar ekki skertar jafn- mikið og almenn laun. Ráðherra segir að ekki sé hægt að tala um að hækkunum elli- og örorkubóta hafi verið frestað. Guðmundur Bjarnason sagði að bæturnar væru nú komnar heldur uppfyrir lágmarkslaun, í 36.500 krónur á meðan lágmarkslaun væru 33.797 krónur. „í ljósi þessa taldi ríkis- stjórnin ekki eðlilegt að ganga með þetta á undan þróun á al- mennum launamarkaði." Að sögn Guðmundar getur. ríkis- stjórnin tekið-sérstaklega á þess- um greiðslum. Efnahagsmálin væru í heildarathugun og sérstak- lega yrði litið á tryggingabætur ef farið yrði út í frekári breytingar á launum. -hmp Formenn stjómarflokkanna ræddust lítillega við fyrir þingf lokksfund ina í Alþingishúsinu í gær. Peir segja allir að nú sé tími athafna runninn upp. Það hljómar kunnuglega. Mynd: Jim Smart. Þær ganga út á verð- og launa- gengisfellingu og frystingu Iauna er á sama máli og Steingrímur í yrði látinn sjá um að færa niður frystingu í 6 mánuði og eru ekki og verðlags. Þessa leið kallaði vaxtamálum en Steingrímur vextina, það yrði að gera með svo ólíkar hugmyndum Þor- Þorsteinn „blandaða" í viðtali á sagði Framsóknarflokkinn ekki þeirri heimild sem væri í Seðla- steins, sem ganga út á 3-5% Stöð tvö gærkveldi. Jón Baldvin geta sætt sig við að markaðurinn bankalögum. -hmp Formaður Framsóknarflokksins Tíminn löngu útmnninn Steingrímur Hermannsson: Rangtaðfallafrá niðurfœrslu. Munum skoða tillögur Þorsteins. Kemur ekkertfram hvort undirstaða útflutningsgreina verður tryggð Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins segir tímann löngu hlaupinn frá ríkisstjórninni. Rangt hafi verið . að falla frá niðurfærsluleiðinni og tillögur Þorsteins Pálssonar for- sætisráðherra séu aðeins hug- myndir og minnispunktar. Ekki komi fram í þeim hvort rekstrar- grundvöllur undirstöðuatvinnu- veganna verði tryggður, hvernig eigi að lækka fjarmagns- kostnaðinn og tillögur vanti um það hvernig draga eigi úr þen- slunni. Steingrímur hefur frestað opinberri heimsókn til Ungverja- lands, sem átti að hefjast 12. sept- ember, vegna óvissunnar í efna- hagsmálum. Þjóðviljinn spurði Steingrím hvort Framsóknarflokkurinn gæti sætt sig við að treyst yrði á að vextir lækkuðu í kjölfar frysting- ar verðlags og launa. Hann sagði að beita ætti 9. grein Seðlabanka- laga til að þvinga raunvexti niður. Gengisfelling leysti engan vanda nema með gífurlega hörðum hlið- araðgerðum. Steingrímur sagði töluvert vonleysi hafa komið fram á fundi þingflokks og framkvæmda- stjórnar og margir hefðu litið svo á að Þorsteinn hefði í raun slitið stjórnarsamstarfinu með „hókus pókus" ummælum sínum í Ríkis- sjónvarpinu á þriðjudag. Fram- sóknarflokkurinn vildi gefa enn einn frest én sumir innan flokks- ins segðu þá þegar orðna of marga. Sjálfur sagðist Steingrím- ur ekki geta séð að hægt væri að gefa ríkisstjórninni fleiri tæki- færi. Framsóknarmenn ákváðu að halda miðstjórnarfund 17. þessa mánaðar og það er krafa að fyrir hann liggi heilsteyptar tillögur sem ætla má að nái markmiðum samþykktar þingflokks og fram- kvæmdastjórnar. Þau markmið eru að dregið verði verulega úr viðskiptahalla og erlendum lán- tökum. Dregið verði úr fjárm- agnskostnaði með lækkun raun- vaxta og lánskjaravísitala verði afnumin sem og aðrar vísi- tölutengingar. Dregið verði úr þenslu með samdrætti í fram- kvæmdum ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. -hmp ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 11 Bygginganefnd Reykjavíkur Aðalstræti 8 sal r.\\ Umsókn Happdrœttis Háskólans um byggingu íKvosinni einnigfrestað .,* fj Afundi bygginganefndar Reykjavíkurborgar í gær var slegið á frest að taka fyrir beiðni Byggðaverks um fjölgun íbúða á kostnað skrifstofuhúsnæðis í væntanlegum húsum við Aðal- stræti 8. Gunnar Sigurðsson bygginga- fulltrúi sagði að næsti fundur bygginganefndar yrði ekki fyrr en 29. september og framkvæmdir á lóðinni myndu alla vega liggja niðri fram yfir þann tíma, þar sem félagsmálaráðherra hefði fellt byegingarleyfið úr gildi. A fundinum lá einnig fyrir beiðni frá Happdrætti Háskóla Islands um leyfi fyrir nýbyggingu á horni Vonarstrætis og Suður- götu. Því máli var sömuleiðis frestað, enda ekki gert ráð fyrir neinni íbúð í húsinu, sem ér á skjön við deiliskipulag Kvosar- innar. Úrskurður félagsmálaráð- herra virðist því hafa fengið full- trúa meirihlutans í borgarstjórn til að hugsa sig tvisvar um áður en fleiri byggingarleyfi í Kvosinni verða gefin. mj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.