Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 13
Heimur gagnkynhneigðra blasir allsstaðar við Ársþing norrænna homma og lesbía var haldið í Reykjavík um síðustu helgi. Á þinginu var fjallað um menningu samkynhneigðra Norrænir hommar og lesbí- ur héldu ársþing sitt í Reykja- vík um síðustu helgi. Þetta er í annað skipti sem samkyn- hneigðir á Norðurlöndunum hittast hér á landi, en ársþing þeirra var haldið hér árið 1983. Nú sóttu 15 manns þingið, sjö héðan frá fslandi og átta manns frá hinum Norðurlöndunum. Aðal viðfangsefni þingsins í ár var menning samkynhneigðra. Nýja helgarblaðið hitti þrjá full- trúa á þinginu og ræddi við þá, en það voru þeir StigÁke Peterson, fráSvíþjóð, René Jörgensen frá Danmörku og Jon Gunnar Arnt- zen frá Noregi. StigÁkesat einnig þingið sem var haldið í Reykjavík árið 1983. Hann segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hér á landi í mál- efnum samkynhneigðra og telur hann að félagsheimili Samtak- anna 78 hafi skipt þar miklu máli, en þar geta samkynhneigðir hist. Nú stendur til að rífa húsið. Norðurlandaráð samkyn- hneigðra skoraði á íslenska stjórnmálamenn að aðstoða Samtökin við að útvega nýtt húsnæði og benti á mikilvægi siíks húss, einkum nú þegar eyðni- hættan vofir yfir. Leitin að sjálfsímynd „Menning samkynhneigðra skiptir mjög miklu máli fyrir homma og lesbíur, einkum í því að byggja upp sjálfsímynd þeirra og þá ekki síst hjá ungu fólki. Það er veröld gagnkynhneigðra sem blasir við unglingunum allsstað- ar, í kvikmyndum, sjónvarpi, bókmenntum og annarsstaðar. Það er því mjög erfitt fyrir sam- kynhneigða unglinga að finna fyrirmyndir í þessu þjóðfélagi, þessvegna leggjum við áherslu á að koma menningu homma og lesbía á framfæri, ekki síst til þess að brjóta þögnina um þessi mál í þjóðfélaginu." Þeir Stig Áke, Jon Gunnar og René sögðu að ástandið væri verst á íslandi af öllum Norður- löndunum, hér vantaði algerlega bækur um samkynhneigða, kvik- myndir væru engar og mjög lítið til af upplýsingum um þessi mál á íslenskri tungu. Að þeirra sögn er ástandið lítið skárra í Finnlandi en hér en þar er þó hægt að kaupa bækur um homma og lesbíur. „Við erum ekki bara að tala um fræðibækur því fagurbók- menntirnar skipta ekki minna máli,“ sagði Stig Áke. Hann benti á að nýlega hefði komið út í Svíþjóð þríleikur eftir Bengt Martin, sem fjallar um upp- vaxtarár drengs í Stokkhólmi, sem smámsaman kemst að því að hann hneigist að eigin kyni. „Þessar bækur hafa þýtt mjög mikið fyrir unga homma í Svíþjóð og væri full þörf fyrir íslenska bók að þessu tagi, sem gerist t.d. í Reykjavík." Flóttinn frá litlum samfélögum Þótt ástandið í málum samkyn- hneigðra sé slæmt á íslandi er það þó enn verra hjá nágrönnum okk- ar á Grænlandi og í Færeyjum. Þar eru ekki einusinni starfrækt Samtök homma og lesbía. „Það má eiginlega segja að þessar smáu eyþjóðir eigi margt sammerkt," sagði Réne. „Svona smá þjóðfélög gera miklar kröfur til einstaklinganna og það er erf- iðara fyrir þá að hverfa í fjöl- dann. Grænlenskir og færeyskir hommar hafa leitað til Samtak- anna í Danmörku og setjast oft að þar. Við reyndum að stofna deild frá Samtökunum í Græn- landi en sú tilraun mistókst og hefur því verið hætt við hana.“ Jon Gunnar segir að svipaða sögu sé að segja frá litlum bæjum og sveitarfélögum í Noregi. Sam- kynhneigðir leiti til borganna til þess að hverfa í fjöldann. „Þetta er vandamál sem öll Norður- löndin eiga sameiginlegt. Við rekumst á það allsstaðar nema í stórborgunum. Því miður virðast samkynhneigðir flýja dreifbýl- ið.“ 2000 fermetra hús Stig Áke hefur verið mjög virkur í Samtökum samkyn- hneigðra í Svíþjóð, m.a. var hann formaður samtakanna í 15 ár. Hann segir að miklar framfarir hafi átt sér stað í Svíþjóð á þess- um árum, t.d. hafi hommar, sem búa saman, sömu réttindi og gagnkynhneigðir auk þess sem lög um kynmök milli samkyn- hneigðra hafa verið samræmd lögum um kynmök hjá gagnkynhneigðum. Áður var aldurstakmarkið 18 ár fyrir hom- ma en 16 hjá gagnkynhneigðum. Nú er sama aldurstakmarkið fyrir alla. Á íslandi gætir hinsvegar enn ósamræmis. Nýlega hafa samkynhneigðir í Stokkhólmi opnað nýtt hús, sem er 2000 fermetrar að stærð, og. hafa sænsk yfirvöld styrkt bygg- inguna með framlagi upp á 86 miljónir króna en samtökin hafa lagt til rúmar 20 miljónir króna. Jákvæð áhrif eyðniumræðu Allir þrír voru sammála um að umræðan um eyðni hefði haft bæði neikvæð og jákvæð áhrif fyrir homma. Fyrst eftir að um- ræðan fór að tröllríða fjölmiðlum hafi afstaða manna til homma verið neikvæð, en þetta hafi breyst að undanförnu. Það já- kvæða við umræðuna var að hún þjappaði hommum meira saman auk þess sem staða þeirra kom fram í dagsljósið og almenningur gerði sér ljósari grein fyrir að samkynhneigð er alls ekki óal- geng. „Sjúkdómurinn eyðni hefur sýnt fram á mikilvægi þess að hommar og lesbíur hafi með sér samtök,“ sagði Jon Gunnar. „Það voru samtök homma og les- bía sem fyrst hringdu viðvörunar- bjöllum og hófu fræðsluherferð meðal félagsmanna sinna. Yfir- völd brugðust hinsvegar ekki við fyrr en ljóst var að sjúkdómurinn herjaði einnig á gagnkyn- hneigða." „Eg hef kynnt mér herferð Það jákvæða við þaðað vera hommi - samskipti tveggja manneskja - vill gleymast, sögðu þeir Stig Áke Peterson, Jon Gunnar Arntzen og René Jörgensen. Ibaksýn er hús Samtakanna ‘78. Mynd: E.ÓI. landlæknis hér á Islandi," sagði Stig Áke „og það er athyglisvert að nær allur áróðurinn er miðað- ur við á samfarir karla og kvenna. Samtökin 78 hafa því skipt mjög miklu máli við að koma upplýs- ingum á framfæri við homma og þannig heft útbreiðslu sjúkdóms- ins.“ nálgast list hans. Aðrir geta hrif- ist af myndunum en ekki á sama hátt.“ Stig Áke átti síðasta orðið í spjallinu: „Svona þing er mjög mikilvægt en því miður vill það jákvæða gleymast. Á þinginu er fjallað um neikvæðu hliðarnar á því að vera hommi eða lesbía en það - sem er jákvætt við það, samskipti tveggja manneskja - vill gleymast.“ Tónlist og myndlist Meðal þess sem rætt var á þing- inu var samnorrænt myndband um samkynhneigða til nota í skólum. Það var ákveðið að sækja um styrk til þess verkefnis hjá Norðurlandaráði en samkyn- hneigðir hafa einusinni áður fengið styrk frá ráðinu til þess að gefa út bókaskrá yfir öll rit á nor- rænum tungum um homma og lesbíur. Nú stendur til að endur- bæta skrána og endurútgefa | hana. En hvað með tónlist, er til eitthvað sem kallast samkyn- hneigð tónlist? „Nei, það er kannski hæpið að tala um það,“ segir René, „en þegar fjallað er um tónlistarsögu þá er rétt að halda því á lofti ef eitthvert tónskáld er hommi. Tökum sem dæmi Tjækovskí. Hann var hommi, en það stendur ekki í sögubókunum, hinsvegar er vandlega tíundað með aðra tónsnillinga hverjum þeir voru kvæntir og hversu mörg börn þeir hafi átt. Það sem við eigum við með menningu samkynhneigðra á frekar við um kvikmyndir og bókmenntir.“ „Að ógleymdri myndlistinni," skýtur Jon Gunnar inní. „í mynd- um homma eru aðrar tilfinningar en í myndum gagnkynhneigðra. í listinni endurspeglast tilfinningar listamannsins og sé hann hommi eiga hommar auðveldara með að Heba heldur vió heilsunni Haustnámskeið hefjast 7. september. KONUR, HÖLDUM OKKUR SUMARHRESSUM ÁFRAM. Við bjóðum upp á löikfimi, þolaukandi (aerob ) og vaxtamótandi, æfingatíma með músík, fyrir konur á öllum aldri. 4 mismunandi flokkar 1. Róleg 2. Almennt 3. Framhald 4. „Sér“ Vigtun, mæling, sauna og Ijós. Matseölar og ráöleggingar um mataræði. Gottaöhald. Athugið í hverjum tima eru aldrei fleiri konur en svo að hægt sé að fylgjast með hverri og einni. (þróttakennarar leiðbeina. Innrítun og upplýsingar í símum 641309og 42360. Heilsurœktin Heba Auðbrekku 14. Kópavogl. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.