Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 22
Myndir Vereiskys Verk Orest Vereiskys til sýnis að Vatnsstíg 10 til sunnudagskvölds Myndskreyting eftir Vereisky úr bókinni Hjalti kemur heirn. Félagsstarf MÍR, Menning- artengsla íslands og Sovét- ríkjanna, hófst að nýju að loknu sumarhléi, með sýn- ¦Z ingu á verkum sovéska mynd- "^ listarmannsins og íslandsvin- arins Orest Vereiskys, sem opnuð var ígærkvöldi. Ersýn- ingin í sýningarsal félagsins að Vatnsstíg 10. Vereisky og eiginkona hans komu til landsins í boði MÍR í tilefni sýningarinnar, og dveljast hér á landi í viku. Verða þau á rabbfundi yfir kaffibolla að Vatnsstíg 10 á morgun kl. 17:00. BÍLLINN, SEM BEÐIÐ HEFUR VERIÐ EFTIR! ¦ '¦-"¦.¦.¦¦¦ -.:-¦.¦'¦¦:¦¦¦:¦-¦:¦¦¦ :-.¦"-¦..'"¦--¦ "". Yfyra Lr ^ I Lmmm ^) I lMllM\n Við höldum hátíð um helgina í „Lada-húsinu" og þér er boðið. Við ætlum að sýna Lada Samara árgerð '89 og nú í fyrsta sinn 5 dyra. Gott rými, sparneytni og frábær fjöðrun, en á algjöru undraverði. Ath. Upprtökur á góðum Lada-bflum og afhending samstundis. Veitingar og óvæntar uppákomur alla helgina frá kl. 10-17. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HR /1 Ármúla 13 - 108 Reykjavík - s 681200 iö Orest Vereisky er fæddur 1905, og hlaut sína fyrstu tilsögn í teikningu og myndlist hjá föður sínum, Georgíj Semjanovitsj Vereisky, sem var kunnur listmálari og myndlistarkennari. Seinna stundaði hann meðal ann- ars nám við Rússnesku Listaaka- demíuna og við listastofnun í Leningrad. Fyrstu teikningar hans birtust á prenti þegar hann var enn á unglingsaldri, en sem fullmótaður listamaður kom hann fyrst fram í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Eftir stríðið jókst hróður Ver- eiskys jafnt og þétt, og varð hann einkum kunnur fyrir bóka- skreytingar sínar. Meðal annars myndskreytti hann skáldsögu Mikhafls Sholokovs, Lygn streymir Don. Eftir það fylgdu myndskreytingar bóka eftir bæði sovéska höfunda og erlenda, meðal annars myndskreytti Ver- eisky Söguna af Hjalta litla, og Mamma skilur allt eftir Stefán Jónsson, en þær bækur voru gefn- ar út á rússnesku í stóru upplagi árið 1974. Sama ár kom sagan Hjalti kemur heim út hjá ísafold- arpreritsmiðju og var hún einnig myndskreytt af Vereisky. Vereisky hefur ferðast mikið bæði innan Sovétríkjanna og utan og hefur viðað að sér efni í myndaraðir frá ferðaslóðunum, til dæmis frá Sýrlandi, Líbanon, Egyptalandi, íslandi, Bandankj- unum, og Smolenskhérði. Einnig hefur hann skrifað nokkrar bækur, meðal annars frásagnir af ferðalögum sínum, og má þar nefna bækurnar Dagbók lista- manns, í Ameríku og ísland, en Vereisky hefur nokkrum sinnum komið til íslands. Hefur hann haldið sýningar á verkum sínum hér á landi, auk þess sem hann hefur oft sýnt myndir málaðar hér á landi og myndefni frá ís- landi í Sovétríkjunum. Á sýningunni að Vatnsstíg 10 eru a'uk teikninga og vatnslita- mynda allmargar ljósmyndir sem tengjast löngu starfi listamanns- ins í stjóm félagsins Sovétríkin - ísland. Einnig er til sýnis úrval af bókum sem Vereisky hefur skrif- að og myndskreytt, og sýnisbæk- ur um sovéska myndlist með um- sögnum um hann. Þar sem Vereisky tekur sýning- arefnið aftur með sér til Sovét- ríkjanna að dvöl sinni lokinni, verður sýningin aðeins opin á milli kl. 17:00-22:00 í dag, og kl. 14:00-22:00 ámorgunogásunnu- daginn. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og öllum heimill. LG 22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN *S *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.