Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 27
KYNLIF \ JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓniR Hvemig kynfrædslu má bjóða þér? í kynfræðslu líkt og öðrum greinum aðhyllist fólk mismun- andi stefnur eða hugmyndafræði sem eru leiðarljós í ákvarðana- töku. í meginatriðum eru til sjö stefnur í kynfræðslu, sem í vest- rænum þjóðfélögum eru allar til staðar en láta mismikið á sér bera- á hverjum tíma. Fyrst má nefna „Engin Kyn- fræðsla er best" því þegar þú gift- ist áttu sjálfkrafa að vita hvað þarf til að lifa góðu samlífi. ef börn og unglingar sýna sínum kropp áhuga á maður að láta sem maður taki ekki eftir því og þá mun áhuginn dvína. Nú, svo er alltaf hægt að banna slfkt fram- ferði. Sömuleiðis finnst áhang- endum þessarar stefnu það sanna þeirra málstað ef ekki sjást merki um áhuga. Viðkomandi hugsar etv. sem svo: „fyrst stelpan mín hefur aldrei fróað sér þarf hún ekki á kynfræðslu að halda". Slík lógík gengur sjaldnast upp þegar til lengdar lætur og hefur skapað meiri óþarfa en ánægju. En ef fyrsta stefnan gengur ekki upp er hægt að taka upp þá stefnu sem má kalla „Látum krakkana hafa nóg að gera, þá hverfur kynhvötin í skuggann". Þetta sést í örri uppbyggingu félagsmiðstöðva og efiingu alls- kyns íþrótta í þeim tilgangi að krakkar hafi nóg fyrir stafni. En staðreyndin er sú að kynferðis- legur áhugi vaknar ekki síst þegar. fólk hópast saman og kynnist við líkamlegar kroppatamningar. Opinská kynfræðsla Hjá sumum sértrúarsöfnuðum og sérstökum hreyfingum eins og siðprúða meirihlutanum í Banda- ríkjunum er „opinská kynfræðsla best en hún verður að vera á háu siðferðilegu eða trúarlegu plani"; þú átt eingöngu að lifa samlífi innan hjónabands og þá í þeim tilgangi að geta börn því það eitt er guði þóknanlegt. Þessi stefna lætur ekki mikið yfir sér hér á landi en skýtur samt upp kollin- um öðru hverju. Aðrir vilja meina að „besta og raunhæfasta kynfræðsla fari fram á gðtunni". Það sé mikil- vægast að fjarlægja leyndardóma og sektarkenndaráhrifin þegar kennt sé um kynferðismál. Fylgj- endur þessarar stefnu þola ekíci rósamál og væmnisbull. Ef kyn- lífsumfjöllun er „á jörðinni" fer einstaklingnum að finnast slíkt viðhorf eðlilegt og losnar frekar við óþarfa kynlífskvíða. Skyld stefna er „sjokkaöícrðin". Hér er áherslan lögð á að auka markvisst og meðvitað kvíða í sambandi við kynlíf upp að hámarki þannig að viðkomandi öðlist visst „ónæmi". Eftir að kvíðinn dettur niður er nemandinn móttækilegri fyrir fræðslu. Þessi hugmyndafræði telur það einnig mikilvægt að losa um tungumálahöft hjá fólki svo umræður um kynlíf verði eðli- legri. Þessi aðferð er notuð með góðum árangri í upphafi þjálfun- ar fyrir stéttir sem sinna kynferð- ismálum í sínu starfi s.s. kennara og heilbrigðisstéttir. Þótt viljinn sé fyrir hendi standa orðin nefni- lega oft föst í fólki þegar kynferð- ismál ber á góma. Gerðu það sjálfur Mannúðarsinnar segja að „Mikilvægast sé að kenna um ást og kynlíf samhliða." Þessir tveir þættir séu mikilvægir og nauðsyn- legir fyrir hamingjusamt líf. Kyn- lífið sé óaðskiljanlegur hluti af persónuleikanum. Einnig vilja þeir meina að ef börnum er kennt á hreinskilinn og ástríkan hátt um kynlíf af foreldrum sínum þá þurfi þau í rauninni ekki á annarri kynfræðslu að halda. En rann- sóknir hafa einmitt sýnt að þó svo að foreldrar telji kynfræðslu vera hlutverk sitt þá sinna foreldrar fræðslunni ekki sem skyldi. Ábyrgðinni er síðan varpað yfir á skólana sem varpa fræðslunni yfir á skólahjúkrunarfræðinginn og aðra fræðinga og þannig getur ábyrgð og framkvæmdum verið velt manna á milli. Að lokum er „Gerðu það sjálf- ur aðferðin". Á síðustu áratugum hefur færst í vöxt að fólk geti labbað sig útí bókabúð og keypt fræðandi bækur í þeim tilgangi að auðga eigin kynlífsþekkingu. Það er gaman að velta því fyrir sér hvaða stefna eða stefnur hafi verið mest áberandi síðustu árin í íslensku þjóðlífi. Áherslurnar breytast í sífellu en það er mikil- vægt að hið opinbera skilgreini hvaða gildismat eða hugmynda- fræði í kynfræðslu það aðhyllist. Hvernig getur maður lært að elska sjálf an sig og aðra? Hvernig öðlast maður sjálfstraust í mann- legum samskiptum? Hvernig get- ur maður leyft sér að vera kyn- vera með kynferðislegar tilfinn- ingar og þarfir? í dag talaði ég við fjórtán ára stúlku sem spurði mig hvernig hún gæti talað við kærast- ann sinn um ákveðið mál, en henni þætti það erfitt. Ég spurði hana þá: „Hvað er það versta sem gæti gerst ef þú segðir honum frá hvernig þér líður?" Hún svaraði: „Að hann vildi hætta með mér." Síðan bætti hún við hikandi: „Á ég þá bara að taka sjénsinn og tala við hann?" Hún vissi sjálf svarið. SKAK á- ^r^ HELGI ÓLAFSSON Kortsnoj ekki dauður úr öllum æðum Skákunnendum er enn í fersku minni einvígi Jóhanns Hjartar- sonar og Viktors Kortsnojs í Sa- int John í vetur. Kortsnoj beið frægan ósigur og skákskýrendur ýmsir höfðu þegar um það orð að nú væri karlinn kominn fast að sextugu, loksins búinn að vera. Það hefur óneitanlega verið fremur hljótt um Kortsnoj. Þó varð hann efstur ásamt öðrum á opnu móti í Sviss í vetur sem vart getur talist í frásögur færandi. Síðan tefldi hann á heimsbikar- mótinu í Brussel og varð þar í einu af neðstu sætunum. Það er margt sem bendir til þess að hann hafi náð sínum fyrri styrk aftur. Hann vann allsterkt mót í Frakk- landi eigi alls fyrir löngu og bar síðan sigur á OHRA-skákmótinu í Amsterdam sem lauk í síðasta mánuði. í OHRA-mótinu var teflt í tveimur flokkum, opnum flokki og svokölluðum krúnu- flokki. Þar tefldu sex sterkir stór- meistarar tvöfalda umferð og eftir harða keppni hreppti Korts- noj sigurlaunin. Lokaniðurstað- an varð þessi: 1. Kortsnoj 6 v. (af 10) 2. Nunn SVi v. 3.-5. Van der Wiel, Nikolic og Hort 5 v. 6. Ljubojevic 3Vi v. Eins og lokastaðan ber með sér var keppnin ákaflega jöfn. Það tók fyrst að greiðast úr flækjunni er Ljubojevic tapaði fjórum skákum í röð. Kortsnoj tefldi af miklum þrótti og vann nokkrar góðar skákir. Helstu keppinautar hans voru þeir John Nunn og Pre- drag Nikolic sá sem sigraði á Reykjavíkurmótinu 1986. Nikol- ic virðist vera að taka við hlut- verki Ljubojevic sem sterkasti skákmaður Júgóslava. Ljuboje- vic hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið og þetta ekki fyrsta mótið þar sem hann vermir botnsætið. Hann er afskaplega viðkvæmur á taugum eins og áhorfendur á IBM-mótinu í fyrra fengu að kynnast. Eina dæmigerða Kortsnoj- skák hef ég undir höndum, viður- eígn hans við Nikolic. Nikolic gerir harða hríð að kóngi Korts- noj sem verst af alkunnri hörku og knýr fram sigur með hnitmið- aðri gagnatlögu. OHRA-mótið í Amsterdam 3. urnferð Nikoloc - Kortsnoj Griinfelds vörn I.d4-Rf6 2. c4-g6 3. g3-c6 4. Bg2-d5 5. Rf3-Bg7 6. cxd5-cxd5 7. Rc3-0-0 8. Re5-e6 9. Bg5 (Karpov lek oftast 9. 0-0 Rfd7 10. f4 með tvísýnni stöðu.) 9. .. Db6 10. Dd2-Rfd7 11. Be3-Rc6 12. Rxc6-bxc6 13. M (Þeir eru fáir sem kunna að standast slíkar freistingar. Fram- rás h-peðsins er rökrétt framhald af byrjanataflmennsku hvíts og skapar kóngssóknarfæri. Hitt er svo annað mál að vafasamt má telja að þessi leikaðferð beri til- ætlaðan árangur þegar teflt er við Kortsnoj sem er mikill sérfræð- ingur í gagnárás.) 13. .. aS 14. h5-Ba6 15. Hdl-Hfb8 16. hxg6-hxg6 17. b3-Db4! (Heldur niðri ? hvíts. Kortsnoj hyggst nú svara 18. Bh6 með 18. .. Bh8). 18. KH-c5 19. Hh4-c4 20. Bh6-Bh8 21. bcx4-bxc4 22. Bf3-Dxc4 23. Hcl-Db4 24. Kg2-Hc4! (Hvítur er þess albúinn að hlaða á h-línuna en mótspil Kortsnojs kemur á hárréttu augnabliki.) 25. a3? (Hugmyndin með þessari peðsfórn er ekki skýr en erfitt er fyrir Nikolic að bæta við sóknar- þungann.) 25. .. Dxa3 26. Hchl-Dxc3 27. Dxc3-Hxc3 28. Bd2-Bxd4! % '¦¦',w>. m mm (Kortsnoj gefur einfaldlega skiptamun því eftir 29. Bxc3 Bxc3 stendur hann mun betur að vígi með tvö peð upp í og stórhættu- legan frelsingja á a-línunni. Sennilega hefði Nikolic átt að velja þennan kost en hann kýs aðra leið og lakari.). 29. Hxd4?-Hc4! 30. Hd3-Bb7 31. g4-a4 32. Ha3-Bc6 33. Kg3-Hb8 34. g5-Hb3 35. Haal-Re5 36. Hho-RxB 37. exf3-d4! - og Nikolic gafst upp. BRIDDS Ólafur Lárusson -**¦*£>' NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Mikilvægasti þáttur bridge- spilsins, er vörnin. Lítum á eitt dæmi: Norður ÁKD ÁKDG2 ÁDG98 Vestur 9652 1098 54 K1063 Sagnir höfðu gengið: Norður Austur Suður Vestur 2 laul pass 2 spaðar Pass 3 tígl. Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 5 grönd Pass 6 hjörtu Pass 6 grönd Pass Pass Pass Þú situr í vestur og spilar út hjartatíu. Blindur leggur upp. Sagnhafi tekur þrjá efstu í hjarta, allir fylgja lit. Síðan eru þrír há- menn í tígli teknir, sagnhafi fleygir tveimur spöðum og þú fleygir einum spaða. Greinileg vonbrigði hjá sagnhafa. Nú tekur sagnhafi ás í laufi, allir með og síðan laufadrottningu, og félagi þinn hendir spaða. Hvað gerir þú? Það blasir við að drepa á kóng- inn, því annars getur sagnhafi spilað lágum tígli og hent félaga- þínum inn í spilið. Við drepum því á laufakóng og pössum okkur á því að spila laufaTÍU til baka. Ef við gerum það ekki, hefur fé- lagi enga vitneskju um á hvorri höndinni sagnhafi vinnur þann slag. Allt spilið var svona: ÁKD ~~ ÁKDG2 ÁDG98 9652 1098 54 K1063 D1083 543 109863 5 ÁKG74 G762 7 742 Laufatían „hreinsar" stöðuna í enda spilsins og Austur sér að blindur lokast inni og verður að gefa slag í lokin á tígul. -Tekið úr bók eftir K. Woolsey.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.